Norðurland - 25.10.1979, Side 3

Norðurland - 25.10.1979, Side 3
Egilsstaðaskóli settur 99 nemendur í skólaruim í vetur Sunnudaginn 14. okt. sl. var Menntaskólinn á Egilsstöðum settur í fyrsta sinn. Athöfnin fór fram í Egilstaðakirkju og hófst kl. 14. Fjölmenni var við setningar- athöfnina og fluttu ávörp: Séra Vigfús I. Ingvarsson, formaður bygginganefndar skólans, Raghar Arnalds menntamála- ráðherra og að síðustu Vil- hjálmur Einarsson skólameist- ari. Að lokinni athöfninni í kirkjunni bauð skólameistari gestum að skoða' skólann og þyggja veitingar. Þar fluttu þingmenn og fleiri ræður. Einnig var skólanum færðar gjafir. Þó að skólasetningin væri þann 14. okt. var skólastarf þó hafið fyrir nokkru. Nemendur í skólánum eru 99 í vetur. Flestir eða y4 eru af austurlandi. Skólinn starfar eftir samræmdu eininga og áfangakerfi fjöl- brautaskólanna. Skólahúsið er afar vandað, nemendaherbergi búin snyrti- herbergjum með steypibaði. Mötuneyti er rekið við skól- ann bæði fyrir heimavistanem- endur og þá sem búa úti í bæ. M.M. Slátrun að Ijúka Lélegir dilkar fyrir austan Slátrun er nú að ljúka á sláturhúsunum norðanlands og mun víðast hvar vera lélegri útkoma en í fyrra og að meðaltali virðist vera um að ræða V/i kg. lægri meðalvikt en í fyrra. A sláturhúsunum á Þórshöfn, Kópaskeri og Húsa- vík gáfu sláturhússtjórarnir upp þessa tölu sem líklegustu niður- Hálf naut og hálf svín Tilbúin i frystikistuna. Kaupfélag Svalbarðseyrar Svalbarðseyri Símar 21338 og 21204 ^ ....... ■* stöðuna. Slátun er lokið á Húsavík, á Þórshöfn er fullorð- insslátrun ólokið en er að Ijúka á Kópaskeri. Það er ljóst að um all mikla fækkun er að ræða hjá fjárbændum en of snemmt er að nefna nokkrar tölur í því sambandi. í Þistilfirði og á Langanesi er algengt að bændur setji ekki á eitt einasta lamb. Að sögn Árna Óskarssonar frystihússtjóra á Dalvík er nú reiknað með að vinnsla heQist í frystihúsinu á staðnum eftir helgina en eins og fram hefur komið í NORÐURLANDI hef- ur vinnsla legið þar niðri síðan í endaðan júlí vegna viðgerða á frystihúsinu. Togarar Dalvík- inga sigldu báðir með afla sinn Hins vegar stendur þar enn yfir heyskapur og þurrkdagarnir nú þessa dagana eru notaðir til hins ýtrasta til að freista þess að ná inn einhverju af því sem liggur á túnum. Það er því ekki öll nótt úti enn, þótt ekki séu heyin merkileg þá duga þau kannske til að bjarga nokkrum ærlífum sem annars hefðu verið dauða- dauðadæmd. einu sinni hvor í september en þegar þetta er skrifað er annar nýbúinn að losa afla sinn í heimahöfn en hinn að landa í Hrísey. „Það hafa verið mörg ljón á veginum“, sagði Árni, og ófyrirsjáanlegar tafir hafa orðið á viðgerðunum en þetta kemst í eðlilegt horf nú eftir næstu helgi. Vinnsla hefst 1 frysti- húsinu á Dalvík Orólegt við Kröflu Landris hefur átt sér stað nú að undanförnu við Kröflu oghefur land nú risið hærra en í maí s.l. en þá gekk síðasta hrina yfir. Karl Grönvold hjá útibúi Orku- stofnunar á Reykjahlíð sagði NORÐURLANDI að ekki væri neitt um málið að segja á þessu stigi annað en að allt gæti gerst. Jarðskjálftar hafa ekki orðið að neinu marki en menn bíða átekta. Ragnar Arnalds. Vilhjálmur Einarsson. SÖLUBÖRN NORÐURLAND óskar eftír börnum til aö selja blaðið á föstudögum. NORÐURLAND Auglýsið í NORÐURLANDI NORÐURLAND MÁLGAGN SÓSÍALISTA I NORÐURLANÐS- KJÖRDÆMI EYSTRA Fréttir af Norð- urlandi. Hressileg póli- tísk umræða. Skrif um listir og menningarmál. Skákþáttur Helga Ólafssonar. Krossgátan. íþróttir. Norðurland er 8 síður og kemur út vikulega. Áskriftargjald inn- heimtist tvisvar á ári. Áskriftargjald fyrir hálft árið er kr. 3.500. Sími21875 Eiðsvallagata 18 Pósthólf 492 Akureyri Ég undirritaður óska eftir að gerast áskrifandi að NORÐURLANDI: Nafn:_______________________________________________ Heimili:____________________________________________ Póstnúmer:__________________________________________ NORÐURLAND - 3

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.