Norðurland - 25.10.1979, Síða 4

Norðurland - 25.10.1979, Síða 4
NORÐURIAND NORÐLENSKT VIKUBLAÐ Málgagn sósíalista í Norðurlandskjördæmi eystra Rltnefnd: Böövar Guðmundsson, Erlingur Slguröarson, Helgl Guömundsson, Sofffa Guðmundsdóttir, Tryggvi Jakobsson. Ritstjóri: Jón Guöni Kristjánsson (ábm.). Framkvæmdastjóri: Loftur H. Jónsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Eiösvallagötu 18, sími 21875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiöja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Kj ördæmisþing fordæmdi brotthlaup Alþýðuflokksins Á kjördæmisþingi Alþýðubandalagsins í Norðurlands- kjördæmi eystra var eftirfarandi stjórnmálaályktun samþykkt. Kjördæmisþing Alþýðubandalagsins í Norðurlands- kjördæmi eystra, haldið á Akureyri dagana 20. og 21. október 1979, fordæmir brotthlaup Alþýðuflokksins frá stjórnarsamstarfinu, og telur að þar hafi fram komið það sem marga uggði þegar í upphafi, að Alþýðuflokk- urinn vildi enn sem fyrr, fyrst og fremst, samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þrátt fyrir ýmsa annmarka sem voru á stjórnarsam- starfínu það rúma ár sem það stóð, þá náðust fram ýmis þýðingarmikil umbóta og réttindamál fólksins, enn önnur voru í undirbúningi í ráðuney tum og svo vel á veg komin að þau hefðu komið fram í mynd stjórnarfrum- varpa nú þegar á því haustþingi sem Alþýðuflokkurinn rauf með atbeina og að forgöngu Sjálfstæðisflokksins. Kjördæmisþingið telur að forsendur hafí verið fyrir samstarfí verkalýðshreyfíngar og ríkisstjórnarinnar um mótun efnahags- og kjaramálastefnu sem nægt hefði til þess að hamla gegn verðbólgu og tryggja fulla atvinnu í landinu. Það var því á úrslitastundu sem Alþýðuflokk- urinn valdi þann kost að ganga heldur til samstarfs við afturhaldsöflin í landinu og efna til skammdegiskosn- inga með fyrirheiti um áframhaldandi samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Fyrir liggur ítarleg stefnuskrá Alþýðubandalagsins í atvinnu og efnahagsmálum undir heitinu „fslensk atvinnustefna“, sem er andstæða við þau lögmál frumskógarins sem Sjálfstæðisfíokkurinn boðar nú undir yfírskriftinni „Endurreisn í anda frjálshyggju.“ f desemberkosningunum verður tekist á um þær fyrirætlanir afturhaldsaflanna, undir forystu Geirs Hallgrímssonar, að leysa efnahags- og verðbólgu- vandamálin á kostnað vinnustéttanna annars vegar, og á hinn bóginn þá stefnu Alþýðubandalagsins að leita nýrra úrræða til að bæta lífskjör fólksins og standa vörð um þau félagsleg réttindi sem þegar hafa áunnist með áratugabaráttu verkalýðsstéttarinnar í landinu. f þeirri baráttu sem nú er framundan standa verkalýðshreyf- ingin og Alþýðubandalagið hlið við hlið til sóknar og varnar gegn íhaldsöflunum. Ennfremur er það Ijóst af skýlausum yfírlýsingum Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins að þeir munu í sameiningu knýja fram fyrirætlanir sínar um erlenda stóriðju. Því mun kosningarnar skera úr um það hvort fslendingar munu selja orku sína og vinnuafl erlendum aðilum fyrir lítið verð, eða hvort auðlindirnar verða nýttar í þágu fólksins í landinu. Samstaða Sjálfstæðiflokks og Alþýðuflokks í þeim meginmálum er lúta að orku og iðnaði birtist hvað ljósast í andstöðu þeirra gegn sameinaðri Landsvirkjun og í stöðvun lokafram- kvæmda við Kröfluvirkjun, en nauðsynlegt er að hefja þær skipulega nú þegar. Af sama toga og stóriðjufyrirætlanirnar er spunnin seta bandaríska hersins á fslandi. Það er stefna Alþýðubandalagsins að fslendingar fari úr Atlantshafsbandalaginu og losi sig við bandaríska herinn, því erlend herseta og aðild að hernaðarbanda- lagi samrýmist ekki íslensku þjóðfrelsi. Frá kjördæmisþingi Alþ lagsins um síðustu helgi Páll Hlöðvesson léttir þingfulltrúum setuna. Aðrir á myndinni María Kristjánsdóttir, Guðjón E. Jónsson og Runólfur Elentínuson. Erlingur Sigurðarson í „ræðustól“. 4 -NORÐURLAND Fulltrúar Húsvíkinga hlýða á umræður. F.v. Snædís Gunnlaugsdóttir, Sigurjón Benediktsson, Jóhanna Axelsdóttir, Hel; Bjarnason og Jón Aðalsteinsson.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.