Norðurland - 25.10.1979, Síða 5

Norðurland - 25.10.1979, Síða 5
ýðubanda- Um síðustu helgi var haldið í Lárusarhúsi á Akureyri kjör- dæmisþing Alþýðubandalags- ins í Norðurlandskjördæmi eystra. Voru mættir til þings um 30 fulltrúar frá öllum flokks- félögum í kjördæminu. Fráfar- andi formaður setti þingið en forsetar voru María Kristjáns- dóttir frá Húsavík og Tryggvi Jakobsson Akureyri. Helstu mál sem fyrir þessu þingi lágu voru forvalsmál, en send höfðu verið út gögn til félaganna í kjördæminu þar sem kynntar voru forvalsreglur Alþýðubandalagsins í öðrum kjördæmum og skyldi þingið síðan ákveða hvort gengið skyldi til forvals fyrir komandi kosningar eða ekki og jafnframt ákveða eftir hvaða reglum skyldi farið. Umræður um forvalsmálin stóðu lengi og urðu menn sam- mála um að forval væri sjálf- sögð lýðræðisleg aðferð til að velja menn á framboðslista en hins vegar greindi menn á um hvort aðstæður fyrir þessar kosningar væru þess eðlis að rétt væri að viðhafa þessa að- ferð. Báru menn við tímaskorti bæði til að gaumgæfa hvaða reglur hentuðu best aðstæðum í kjördæminu og til framkvæmd- ar forvals. Varð niðurstaðan sú að ekki verður gengið til forvals fyrir þessar kosningar. Hins vegar samþykkti þingið að héð- an í frá skuli framboðslistar ákveðnir með forvali og sam- þykkti síðan reglur þar að lút- andi. Þegar þingið hafði komist að þessari niðurstöðu á laugar- dagskvöld var framkvæmd skyndikönnun á skoðunum þingfulltrúa á hvernig listinn yrði best skipaður að þeirra dómi og fékk uppstillingar- nefnd niðurstöður könnunar- innar í veganesti. Á sunnudagsmorgun uíinu starfshópar um útgáfumál og um stjórnmálaályktun og eftir hádegið kom þingið saman á ný og ræddi álit hópanna og af- greiddi ályktanirnar. Lokslagði uppstillingarnefnd fram tillög- ur um lista. Kom fram að Stefán Jónsson hafði fengið yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða í fyrsta sæti en að öðru leyti hafði orðið nokkur uppstokkun. Miklar umræður urðu um tillögur nefndarinnar en niðurstöðurn- ar urðu þær að ekki þóttu nægar forsendur til að gera stór- vægilegar breytingar á lista sem í fyrra vann glæsilegan kosn- ingasigur. Dómur kjósenda fyr- ir einu ári yrði að vega meira en handahófskennd athugun með- al þrjátíu þingfulltrúa. Var síð- an samþykktur listi sá sem birt- ur er annars staðar í blaðinu. Þinginu lauk síðan með kosn- ingum í stjórn kjördæmisráðs, útgáfustjórn NORÐUR- LANDS og miðstjórn. Ákveðið var að flytja miðstöð kjör- dæmisráðs um set eða frá Akur- eyri í S-Þingeyjarsýslu. Stjórnina skipa nú þeir Jón Aðalsteinsson Húsavíkformað- ur og með honum Snær Karls- son Húsavík og Runólfur Elentínusson Tröð í Reykjadal. í útgáfustjórn voru kosin Stein- ar Þorsteinsson, Erlingur Sig- urðarson, Tryggvi Jakobsson, Hólmfríður Guðmundsdóttir og Loftur H. Jónsson. Fulltrúar í miðstjórn voru kjörin Helgi Guðmundsson, Steingrímur Sigfússon og Hólmfríður Guð- mundsdóttir en til vara Angan- týr Einarsson og Óttar Proppé. Forvalsreglur fyrir Alþýðubandalagið í Norðurlands- kjördæmi eystra 1. Forvalið ferfram á tveimur umferðum á sérstökum forvals- fundum eða eftir nánari ákvörð un kjörnefndar. 2. Kjörnefnd, kosin af kjör- dæmisráði annast framkvæmd forvalsins í samráði við stjórn kjördæmisráðs. Flokksmönn- um skulu kynntar forvalsreglur í tæka tíð fyrir forvalið með bréfi. 3. Fyrri áfangi forvalsins gegnir því hlutverki að tilnefna 8 menn til þátttöku í síðari áfanga. Hann fer þannig fram að flokksmenn rita nöfn fjög- urra manna á sérstakan kjör- seðil og skiptir röð nafna í þeirri umferð ekki máli við undirbún- ing síðari umferðar. Heimilt er að tilnefna menn utan flokks- félaganna í kjördæminu. Ekki má nefna fleiri en 3 úr sama félagi. Kjörnefnd vinnur úr gögnum fyrri áfanga. 4. Útnefningu til síðari um- ferðar hljóta þeir 8 menn sem nefndir eru á flestum kjörseðl- unum. Verði tveir eða fleiri með jafnmargar tilnefningar í 8. sæti hljóta þeir allir tilnefningu til síðari áfanga, kjörnefnd er heimilt að bæta við 2 nöfnum á listann. 5. í síðari áfanga skal velja íjóra menn til framboðs í efstu sæti listans af þeim átta sem flestar tilnefningar hlutu í fyrri áfanga. Kjörnefnd raðar nöfn- um þeirra í stafrófsröð á sérstakan kjörseðil að fengnu samþykki þeirra til þátttöku. Við atkvæðagreiðslu ritar kjós- andi tölurnar 1, 2, 3 og 4 við 4 nöfn á listanum, eins og hann óskar að þeim sé raðað á fram- boðslista. Kjörseðill er gildur þótt merkt sé við færri nöfn en 4. Sé merkt við fleiri en 4 er íjórar fyrstu gildar. 6. Kjörnefnd telur atkvæði í síðari umferð og birtir flokks- félögum niðurstöðurnar. Nið- urstöður eru ekki bindandi fyrir kjörnefnd _sem heldur áfram störfum að loknu forvali og raðar á framboðslista til alþing- iskosninga. Listinn skal síðan lagður fyrir kjördæmisráð til endanlegs frágangs og sam- þykktar. 7. Rétt til að greiða atkvæði í forvali hefur hver fullgildur félagi í Alþýðubandalaginu (skuldlaus eða gjaldfrír) eða gengur í félagið í síðasta lagi á forvalsdegi og greiðir þá árgjald. 8. í 1. sæti er sá kjörinn sem flest atkvæði fær í það sæti. Fái tveir eða fleiri sömu tölu atkvæða í það sæti ræður samanlagður fjöldi atkvæða í fyrsta og annað sæti. Sé þájafnt skal telja 3. sæti með, og 4. sæti verði þá enn jafnt. í 2.-4. sæti er sá kjörinn sem flest atkvæði fær í hvert sæti að viðbættum þeim atkvæðum án vægis sem hann fær í efri sæti. Sé jafnt skal beita sömu aðferðum og við skipan 1. sætis. Rætt við Stefán Jónsson, alþingismann Kosið um mörg hagsmuna mál alþýðu fólks Hvað segir þú um aðdrag- andann að þessum kosninga- slag? Frá upphafi. Það er alveg rétt, að telji Kratar það ávinn- ing að hafa blekkt okkur - þá geta þeir verið ánægðir. En þeir hrósa þá samskonar sigri yfir ráðherrunum sínum - ekki komu stjórnarslitin þeim síður á óvart. Og að minnstakosti helmingurinn af þingflokknum þeirra varð steinhissa. Einhverj- ir þeirra hafa verið búnir að ræða málið við forystu Sjálf- stæðisflokksins. Hinir álpuðust bara með. Að þetta makk þeirra hafi bara byrjað nú á haustdögum.? Nei. Sennilega hefurnútekist skipulegt samband seinnipart- inn í fyrravetur. Hugsanlega í þann mund sem Mathías Á. Mathiesen gekk til Sighvats Björgvinssonar í atkvæða- greiðslunni í Neðrideild um lán til handa bændum, og spurði: „Ætlið þið ekki að ganga út líka.“ Annars hefur tilboð Geirs Hallgrímssonar til Kratanna staðið frá því fyrir stjórnar- myndunina. Líklega hafa það þó verið gylliboð í upphafi samanborin við þau smánarboð sem þeir Alþýðuflokksmenn máttu ganga að í lokin, þ.e.a.s. að fá að sitja í ráðherrastólum og gera ekki neitt annað en að lána íhaldinu Sjöfn til afnota í Landsvirkjunarmálinu. Já, nú er Landsvirkjunarmál- ið eitt af fyrstu málunum sem komu til kast þessaarar ríkis- stjórnar sem lofaði íhaldinu því að gera ekki neitt? Það er nú þó sennilegt að einmitt þessu hafi þeir Alþýðu- flokksmenn lofað að láta Sjöfn gera. Að stoppa þetta mikils- verða hagsmunamál dreifbýlis- ins og þá ekki síst Norðlend- inga. Það þarf brjóstheilindi hjá Braga Sigurjónssyni iðnaðar- ráðherra að samrýma þessa ákvörðun fyrri tiltektum sínum, að hindra orkuöflun við Kröflu og bregða fæti fyrir virkjun Bessastaðaár. Þetta er svo sem spegilmynd af pólitíkinni sem Álþýðuflokkurinn hefur rekið síðustu misserin. Hvað þá um Kröflu, þetta gamla bitbein hér í kjördæm- inu? Kröflumálið, sem samþykkt var á Alþingi með atkvæðum allra þingmanna allra flokka, þar á meðal Kratanna, hefur nú verið með ýmisskonar yfir- bragði. Það voru nú þeir foringjar Alþýðuflokksins hér í kjördæminu, Bragi Sigurjóns- son og Bárður Halldórsson, sem knúðu á það við Magnús Kjartansson á sínum tíma á fundinum í Varðborg sællar minningar, að ráðist yrði í þessa stórvirkjun á Norðurlandi. Það var eftir það að þeir gáfust upp við að knýja fram lögbrot við Laxá. Framkvæmdunum við Kröflu var flýtt úr hófi fram og þó e.t.v. af illri nauðsyn, vegna þess að Gunnar Thoroddsen vinur Alþýðuflokksins og er- lendrar stóriðju taldi sér póli- tískan hag í því að tefja lögn byggðalínunnar. Að vísu kom það fram við umræður á Alþingi að núverandi iðnaðar- ráðherra taldi sér hvergi nærri óviðkomandi þau eldsumbrot sem urðu á Kröflusvæðinu. öðrum landsfeðrum komu þau á óvart, og sáu engin ráð til að Stefán Jónsson. stöðva þau. Bragi sá aftur á móti ráð til þess með atbeina flokksbræðra sinna að stöðva orkuöflun við Kröflu nú í sumar þegar virkjunarframkvæmdum er að öðru leyti lokið. Fyrir liggja útreikningar verkfræð- inga sem benda til þess að hver borhola sem gerð hefði verið í sumar fyrir 300 milljón krónur stykkið, hefði gefið okkur 1400 milljón krónur í hreinartekjurá næsta ári með olíusparnaði. Afstaða þeirra Kratanna er sprottin upp af heiftarmálunum við Laxá - og þar að auki af þeim sérstaka skýrleika sem einkennt hefur alla pólitíska hugsun nýja flokksins með gamla nafninu. í kosningunum greiða Norðlendingar nú meðal annars atkvæði um traust eða vantraust á orkumálastefnu Braga Sigurjónssonar. Og um fleira? Já, býsna mörg þýðingar- mikil mál sem þeir Kratar brugðu fæti fyrir með því að skipa sér undir merki Geirs Hallgrjmssonar. í stjórnmála- ályktuninni sem við samþýkkt- um á sunnudaginn er einmitt drepið á þetta. Fyrir utan Landsvirkjunarmálið og Fljóts- dalsvirkjun má minna á verð- tryggðan lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Endurskoðun trygg ingarlöggjafarinnar þar sem ráðgert var fæðingarorlof fyrir allar konur, iðnþróunaráætlun, sem hefur úrslitaþýðingu um atvinnu á næstu árum. Endur- skoðun verslunarmálanna. Framkvæmdaáætlun pósts og síma. Framkvæmd vegaáætl- unar með framhaldi af því stórátaki sem gert var nú í sumar í samgöngumálum í kjördæminu okkar. Nýja stefnu í húsnæðismálum og ótalmargt annað, sem varðar kjöralþýðu. En trúir þú því í raun og veru að ríkisstjórn þessara þriggja flokka hefði getað starfað áfram? Það er nú svona með skil- dagatíðina. - Engin ríkisstjórn á landi hér hefur fengið aðra eins uppáskrift hjá verkalýðshreyf- ingunni eins og þessi. Skilyrðið var aðeins eitt: að ríkisstjórnin tæki mið af þeirri áþreifanlegu pólitisku staðreynd að laun- þegasamtökin fluttu kjarabar- áttuna inn í kjörklefann í síðustu kosningum. Sem sagt að staðið yrði við þau fyrirheit að leita nú annarra ráða til þess að leysa efnahagsvandamálin en þeirra einna að rýra laun fólks- ins. Ekki vantaði þingstyrkinn heldur. Raunin varð hinsvegar sú að Framsóknarflokkurinn vildi halda áfram efnahagsmála stefnu ríkisstjórnar Geirs Hall- grímssonar og Alþýðuflokkur- inn féllst á það. - Hvað afstöðu verkalýðshreyfingarinnar á- hrærði, þá var gild ástæða til að ætla að hún væri enn fáanleg til þess að styðja skynsamlegar stjórnaraðgerðir til þess að treysta efnahag og atvinnu landsmanna - meðal annars með róttækum aðgerðum gegn verðbólgunni. Hverskonaar aðgerðir, sem hvorki rýrðu kaupgetu fólksins né stefndu í atvinnuleysi? Vextir af lánum sem hvíla á íbúðarhúsnæði í einni eða ann- arri mynd hafa hækkað vegna „Ólafslaganna“ að forgöngu Krata um a.m.k. 40 milljarða á árinu sem er að líða. Með því einu móti að lækka vexti ofan í það sem þeir voru gætum við sennilega aukið kaupmátt verka launa um nærfellt þá upphæð sem samsvarar kröfum verka- lýðssamtakanna. Verðtryggður lífeyrir, fæðingarorlof og enn íleiri félagslegar framfarir hefðu efalaust verið metnar til verðs af hálfu launþega. - Varðandi önnur atriði, sem lúta að því að vinna sig fram úr erfiðleikum er best að vitna í íslenska atvinnu- stefnu. Er þá Alþýðuflokkurinn höf- uðóvinur Alþýðubandalagsins í þessum kosningum? Nei. í þetta sinn höfum við hann í sömu skotlínu og Sjálf- stæðisflokkinn. Undir hans merki eru Kratarnir komnir. Þeir fá sömu dembuna. Það fer ekki á milli mála að þeir ætla sér samstarf við Sjálfstæðisflokk- inn að kosningum loknum. Þú þykist viss um að þeir fái meirihluta til samans? Það er ég ekki viss um. Við vonum ekki. Sjálfstæðisflokk- urinn ætlar að hirða aftur af Alþýðuflokknum að sem hann tók í síðustu kosningum. Gera sér kannski von um að reita enn meira af honum - og svo sennilega að brúka afganginn til stjórnarmyndunar ef með þarf. En hvert hlutskipti ætlar þú Framsóknarflokknum? Spurningin er sú, hvert hlut- skipti skjósendur ætla honum. Vonandi eru þeir þess minnugir að Framsóknarflokkurinn hef- ur alltaf stækkað í samstarfi við Alþýðubandalagið og notið til- trú kjósenda síðan til þess að ganga í samstarf með íhaldinu. Hvernig segir þér svo hugur um kosningabaráttuna í þessum víðlenda kjördæmi í skamm- deginu? Ef marka má þá Geir Hall- grímsson og Benedikt Gröndal þá eru samgöngur nú orðnar svo góðar hér norðurfrá að ekki þarf að óttast ófærðina. Ekki óskaði ég þeim nú beinlínis næturgistingar í skafli þegar ég heyrði þá segja þetta í þingrofs- ræðunum. En það eru ekki mörg ár síðan sá flokkur hefði verið talinn feigur, sem kallaði þessháttar kosningar yfir lands- fólkið. - Nú er mest í húfi fyrir okkar flokk að stuðningsfólk okkar notfæri sér heimildina til utankjörstaðaratkvæðagreiðslu vikuna fyrir kjördag ef veður leyfir, því hugsanlegt er að hann brysti á með þessháttar veður á kjördag að einungis verði fært karlmennum á borð við Geir og Benedikt en engum Norðlend- ingi. NORÐURLAND - 5

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.