Norðurland - 25.10.1979, Page 6

Norðurland - 25.10.1979, Page 6
Sjúkrahús á Akureyri Tilboð óskast í að reisa og fullgera gas- og súrmiðstöð við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Húsið er ein hæð, um 600 m3 að stærð og að mestu niðurgrafið. Verkinu skal að mestu lokið 15. júní en lóðarfrágangi 15. september 1980. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri og skrifstofu bæjarverkfræðings á Akur- eyri gegn 50.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri föstudaginn 2. nóvember 1979, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Lausar stöður Á skattstofu Norðurlandsumdæmis eystra, Akureyri, eru eftirtaldar stöður lausar til um- sóknar: Staða fulltrúa I. Aðalstarf umsjón með tölvu- skráningu, vélritun og skattbreytingaskrám. Staða skrifstofumanns. Nauðsynlegt er að við- komandi hafi æfingu í tölvuskráningu og vélritun. Umsóknir er greini aldur menntun og fyrri störf óskast sendar skattstjóra.Norðurlandsumdæm- is eystra, Hafnarstræti 95, Akureyri, fyrir 1. desember n.k. Fjármálaráðuneytið, 22. október 1979. Fulltrúakjör Kjör fulltrúa Iðju félags verksmiðjufólks á Akureyri á 16. þing Alþýðusambands Norðurlands. Ferfram að viðhafðri allsherjarathvæðagreiðslu. Framboðslistum með nöfnum 9 aðalfulltrúa og 9 til vara skal skila til skrifstofu félagsins Brekku- götu 34 Ak. eigi síðar en kl. 17 föstudaginn 26. október 1979. Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmæli eitt hundrað fullgildra félaga. Listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Iðju liggur frammi á skrifstofu félagsins Brekkugötu 34. Akureyri 17/10 1979 Stjórn Iðju Framtíðarstarf Sliþþstöðin h.f. óskar að ráða starfsmann tn skrifstofustarfa í innkaupadeild. Starfssvið: Toll og verðútreikningur Telexþjónusta Vélritun og fleira. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri í síma 21300. Sýning Myndhópsins NORÐLENSKT MYNDLISTARFÓLK Móttaka verka á sýningu félagsins verður í Hlíðarbæ, fimmtudaginn 15. nóvember nk. kl. 17 til 19. Þátt- tökugjald greiðist við afhendingu verka. Sýningarnefndin. Ef grannt er skoðað Framhald af haksifiu. sanngjarnt sé að greiða honum fyrir afnotin af bílnum vegna Kröfluvirkjunar, um leið og bílaleiguviðskipti eru athueuð. Við nánari skoðun þeirra atriða sem nú liggja fyrir í ,;símamáli“ Jóns Sólness, verður því ekki með rökum fullyrt að hann sé eins og hver annar glæpon sem hafi dregið sér fé með ólöglegum hætti. Til þess að slíkt staðhæfing fái staðist þuffa miklu fleiri atriði að koma fram í dagsljósið. Hitt er allt annað mál að öllum almenningi þykir skiljanlega, sem þingmaðurinn hafi búið við næsta bærileg launakjör að geta haft full þingmannslaun og 60%aflaunum yfirverkfræðings við Kröfluvirkjun, auk umtalsverðra launa fyrir yfirvinnu og margvíslegra fríðinda. Skal engan undra þó að ýmsum þyki nóg um slíkan rausnarskap. Þar að auki er svo ljóst, að ekki myndi öðrum mönnum líðast að umgangast reglur um bókhald og meðferð fylgiskjala með þeim hætti sem allt betta mál vitnar um. Ándstæðingum Jóns Sólness í hans eigin flokki hefur nú tekist að koma á hann þvílíku höggi út af þessu máli þó allt sé ósannað um endanlega sekt eða sakleysi hans að honum er nú ýtt til hliðar af framboðslista Sjálfstæðisflokksins hér í kjördæminu að því er hann segir sjálfur í Morgunblaðinu sl. þriðjudag. Það sem mesta athygli vekur við þær breytingar sem Sjálfstæðismenn hyggjast gera á framboðslista sínum er að einn af þremur yfirskoðunarmönnum ríkisreikninga er varamaður hans á þingi og keppinautur um þingsætið um árabil. Halldór Blöndal. Það er auðvitað alveg Ijóst að vfirskoðunarmenn ríkisreikninca eiea að vinna starf sitt af kostgæfni. Hefðu þeir ekki gert athugasemdir við þau atriði sem allt þetta mál snýst um hefðu vinnubrögð þeirra verið með öllu forkastanleg og ástæða til að gagnrýna þau. Tilviljanirnar eru hins vegar einatt dálítið merkilegar. Hvernig stendur á að mál þetta komst í þvílíkt hámæli nákvæmlega á þessum tíma, þegar ljóst er að í því geta verið ýmis álitamál, sem gera sök hins ákærða minni en nú virðist augljóst. Það er vitað, að yfirskoðunarmenn höfðu rekist á þau atriði í ríkisreikningunum, sem málið snýst um áður en til þess kom að ríkisstjórnarsamstarfið var rofið, og ákveðið að boða til kosninga. Ástæða er því til að velta fyrir sér: Hefði ekki verið réttlætanlegt að kalla þá þegar Jón Sólnes til viðtals, og fá hjá honum sjálfum skýringar á umræddum atriðum? Hefði ekki verið ástæða til að gera sér grein fyrir heildarviðskiptum hans við iðnaðarráðuneytið vegna Kröfluvirkjunar, áður en hann varð fyrir þvílíkum ásökunum í fjölmiðlum sem raun hefur orðið, þó ekki hafi verið til annars en að styrkja yfirskoðunarmennina í^grun sínum um misferli? Er það einber tilviljun að málið kemst í hámæli, einmitt rétt áður en tekin er ákvörðun um framboðslista Sjálfstæðisflokksins í kjördæmi Jóns Sólnes, og einn þriggja yfirskoðunarmanna er jafnframt helsti keppinautur hans um sæti á framboðslistanum? Og síðast en ekki síst: Af hverju var forseta sameinaðs þings skrifað um þetta mál en ekki iðnaðarráðherra þegar hið meinta misferli snéri að iðnaðarráðaneytinu? Þessum spurningum er skiljanlega ekki hægt að svara til neinnar hlýtar en enginn þarf að vera undrandi á þó að þeirra sé nú spurt manna á meðal. Jóni Sólnes „svellur móður“ eins og hann kemst sjálfur að orði í Morgunblaðinu ogsegirjafnfraamt: „Þeim hefurtekist að ná takmarki sínu með því að bola mér út af lista sjálfstæðismanna í N-lands kjördæmi eystra. Verði þeim sá sieur að góðu eftir bví sem beir hafa til unnið“. Þeim sem þekkja til hins „harðskeytta baráttumanns íhaldsins", eins og hann sjálfur hefur gjarnan viljað láta kalla sig kæmi á óvart ef hann væri nú allur í pólitíkinni. Hvað á hann við þegar hann segir: „verði þeim að góðu“ o.s.frv. Megum við kannski eiga von á tveimur lístum af ysta hægri vængnum hér í kjördæminu, eða er leiknum raunverulega lokið? Þrándur. ........ ...... AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Félagsstarf aldraðra Síðdegisskemmtanir verða í Sjálfstæðishúsinu kl. 3 eftirtalda sunnudaga til áramóta: Sunnudaginn 28. október. Sunnudaginn 18. nóvember. Sunnudaginn 9. desember. Þeir sem óska eftir að verða sóttir heim, hringi í síma 22770 kl. 13.00 - 14.00 samdægurs. „Op/'ð hús“ hefur starfsemi sína að Hótel Varðborg miðvikudaginn 31. október nk. kl. 15.00. Geymið auglýsinguna. Félagsmálastofnun Akureyrar Réttur kaupenda Hvaða rétt hefur kaupandi, þegar hann skilar keyptri vöru? Ef varan er gölluð getur hann rift kaupunum, þ.e. fengið endurgreiðslu. Vandinn getur þó stundum orðið að meta hvað er gölluð vara. Neytendasam- tökin leitast þar við að veita réttlátan úrskurð í ágreinings- málum, ef til þeirra er leitað. öðru máli gegnir, þegar vöru er skilað af öðrum ástæðum, t.d. að flík passi ekki nógu vel eða of mikið keypt af einhverju. Þá er seljandi ekki skyldur að greiða til baka, þótt sumar verslanir geri það. Áðrar bjóða vöruskipti, sem oft er þegið. Ef kaupandinn finnur ekkert við sitt hæfi í versluninni, getur hann víða fengið innleggsnótu, sem hægt er að taka út á síðar. Það er eðlilegt og sjálfsagt, en athygli okkar var vakin á þeirri venju ýmissa verslana að stimpla slíkar nótur með ákveðnum gildistíma, 3 vikur, 2, 3 og 6 mánuðir eru dæmi úr verslunum hér í bæ. Við spurð- umst fyrir um ástæður þessarar venju í nokkrum verslunum. Svörin voru misjöfn: ástæður óljósar, óþægilegt að liggja lengi með slíkar nótur eða einfaldlega umhyggja fyrir við- skiptavininum. Einnig kom fram að ekki væri þessu strang- lega framfylgt í sumum versl- unum, fólk gæti tekið út á eldri nótur eða framlengt frestinn. Það liggur ljóst fyrir, að í óðaverðbólgunni okkar er hag- ur handhafa nótunnar að taka út á hana sem fyrst, þeim mun minna fæst fyrir andvirðið sem það er lengur dregið. En hver er réttur eiganda innleggsnótu, sem orðin er of gömul samkvæmt dagsetningu verslunarinnar? Það er samdóma álit lögfræð- inga, að slík einhliða yfirlýsing útgefanda innleggsnótunnar sé ekki bindandi fyrir handhafa hennar. Hér gildi algengur fyrningafrestur viðskipta- skulda, sem er 4 ár. Sem sagt: innleggsnóturgilda í 4 ár, en sjálfsagt er fyrir handhafa þeirra að taka út á þær sem fyrst, áður en raun- verulegt verðgildi þeirrra rýrnar í verðbólgunni. StV ÍNAN-fréttir). MUNIÐ BÍLBELTIN JMFERDARRAÐ Kettlingar óskast Uppl. í síma 22225. Óskum eftir að kaupa rafmagnshitadunk fyrir neysluvatn, 2-300 lítra. Stærð hitatúbu 2.5-5 kw. Vinsamlega hringið í síma 24013. (Sveinn) 6 -NORÐURLAND

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.