Norðurland - 25.10.1979, Síða 8

Norðurland - 25.10.1979, Síða 8
NORÐURLAND l immtudagur 25. októbcr 1979 MÁLGAGN SÓSÍALISTA í NORÐURLANDSKJÖR- DÆMI EYSTRA GERIST ÁSKRIFENDUR - Síminn er 2-18-75 - AUGLYSIÐ f NORÐURLANDI - Síminn er 2-18-75 Kosninga- vika Heilsugæslustöð á Dalvík Sið- blinda Oft hafa kratar sýnt það og sannað, að ekki er á þá logið, þegar þeir eru sakaðir um að selja hugsjónir fyrir fé og metorð. Um það má finna mörg dæmi gömul og ný, og hafa sum þeirra komist í hámæli. En hitt er nokkur nýlunda að heyra forystu- menn þeirra gefa í ríkisút- varpinu sýnidæmi um það, hvernig þessi sérstæðu við- skipti við sér ríkari og voldugri aðila hafa afsiðað þá smátt og smátt. Sennilega hefir enginn í siðvæðingardeild Alþýðu- flokksins hrokkið við s.l. þriðjudagsmorgun, þegar Benedikt Gröndal flokks- formaður og forsætisráð- herra heyrðist segja eftirfar- andi í tilefni af prófkjöri flokksins í Reykjavík við þá morgunpóstsmenn ríkisút- varpsins. .. og nú stendur það eftir, að það verður bara kosið um fyrsta sætið, og ég dreg enga dul á það, að ég hef meiri áhyggjur af því heldur en nokkru öðru í landsins málum í dag, því að það er í fúlustu alvöru sá möguleiki, að ég geti tapað þessu prófkjöri á sunnudaginn, og þá dett ég út af þingi, og þá þarf að leita mér að annarri góðri atvinnu.“ Það er sannarlega bót í máli, að Benedikt Gröndal er ekki bara forsætisráðherra, heldur einnig utanríkisráð- herra, og verður það áfram um mánaðarskeið eftir hið Framhald a bls. 7. V___________________ Framkvæmdir eru nú hafnar að nýju við heilsugæslustöðina á Dalvík sem búin er að standa fokheld í tvö ár. Áætlað er að þar verði fyrir fyrsta desember 1980 tilbúinn sá hluti stöðvar- innar sem ætlaður er fyrir alla almenna læknisþjónustu en eft- ir er að ganga frá samningum um álmu sem ætluð er fyrir tannlækningar, sjúkraþjálfun og fleira en ekki er gert ráð fyrir neinu legurými. Það er Tréverk h.f. á Dalvík sem sér um framkvæmdirnar. Eggert Briem héraðslæknir á Dalvík sagði í samtali við NORÐURLAND að Dalvík- ingar hugsuðu nú mjög gott til glóðarinnar vegna þeirrar að- stöðu sem þeir nú hafa í sjónmáli. Ástandið er nú með þeim hætti að á Dalvík er ein lækningastofa og er hún á annarri hæð og engin lyfta í húsinu. „Það komast eiginlega ekki aðrir til læknis hér en þeir sem eru sæmilega heilsugóðir“ sagði hann. Eggert sem er eini læknirinn á Dalvík og þjónar auk þess Hrísey, Árskógsströnd og Svarfaðardal sagði að þetta starf væri erfitt og þreytandi. „Það er kannske ekki meir að gera hjá mér en gengur og gerist hjá læknum" sagði hann „en þessi stöðuga vaktþjónusta er mjög slítandi. Maður þarf að vera viðlátinn allan sólarhring- inn allt árið nema þennan mán- uð sem maður er í fríi. Læknar spyrja varla lengur um stöður þar sem þeir þurfa að vera einir“ sagði Eggert. Er leiknum Íokið? Landsmenn hafa nú um sinn átt þess kost að fylgjast með þeim hasar sem stendur um framboðsmál í ýmsum kjördæmum. Að venju er mest um að vera hjá Alþýðuflokknum. Kveður svo rammt að því að formaður flokksins og forsætisráðherra landsins telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af öðru fremur, en veikum vonum sínum um að geta haldið þingsæti sínu fyrir ásókna Dr. Braga .lósefssonar, sem fjarstýrt hefur nrófkiörsbaráttu sinni frá Bandaríkjunum. Hér í kjördæminu eru það Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn sem eiga við alvarleg innanhússvandamál að stríða þessa dagana. Ekki er talið líklegt að Bragi Sigurjónsson falli fyrir Jóni Ármanni, eða Árna Gunnarssyni' þó að alls ekki sé loku fyrir það skotið. Þá er og talið afar ósennjlegt að Jón Helgason ráði við hinn mikla frændagarð Jóns Ármanns Héðinssonar. í svipinn sýnast því mestar líkur fyrir því að kratarnir muni tefla fram Braga Sigurjónssyni, Jóni Ármanni og Sigbirni Gunnarssyni í þrem efstu sætunum. Fæst úr þessu skorið núna um helgina. Hjá Sjálfstæðismönnum er höfuðverkurinn annarskonar og miklu verri viðureignar. Jón Sólnes er kominn fast að sjötugu, en þrátt fyrir það, er baráttukraftur hans enn þvílíkur að andstæðingar hans og keppinautar innan flokksins, áttu enga von um að koma honum út af listanum, ef ekki hefði svo „heppilega" viljað til, að hann hafði farið full frjálsmannlega með bókhaldsreglur í starfi sínu hjá Kröflunefnd. í Morgunblaðinu sl. þriðjudag ritar Jón grein undir yfirskriftinni „Að leikslokum" og segir þar meðal annars: „Því verður svo hins vegarekki neitað, að óhjákvæmilega vaknar hjá manni grunur um, að eins og haldið hefur verið á þessu máli, því hampað í fjölmiðlum, í skúmaskotum, á bak við tjöldin, að þá hafi þótt meira í mun aað spilla fyrir erfiðum keppinaut um þingsæti og pólitískum andstæðingi, heldur en að rettlætistilfinningin eingöngu hafi ráðið ferðinni, og lái mér hver sem vill, þó að slíkur grunur læðist að mér í sambandi við þetta mál.“ Með sanngirni verður Jóni varla láð þó að hann telji málatilbúnaðinn gegn sér, mótast af þeim áhuga sem hann lýsir í framangreindri klausu. Af beim málavöxtum. sem hann hefur sjálfur greint frá bæði á Alþingi og í Morgunblaðinu er að vísu ljóst að hann hefur verið full „ónákvæmur" í meðferð sinni áfjármunum Kröfluvirkjunar, segir enda sjálfur að í því efni sé ekki við annan að sakast en sjálfan hann. Hann hafi ekki gætt sín á því að alls staðar séu til menn sem vilji leggja allt út á versta veg. Jón telur að hann eigi inni hjá Kröflunefnd fiármuni sem nema að minnsta kosti upphæð hinna tvíborguðu símareikninga. Um það sé að vísu ekki fenginn úrskurður iðnaðarráðuneytisins, en á meðan svo sé hafi ekki verið nein ástæða til að vera að blanda Alþingi í málið, enda hafi þingið ekki greitt honum eina krónu umfram það sem honum bar að fá sem þingmanni. Nú geta menn auðvita deilt um það hver sanngirni hafi verið í þeim myndarlegu greiðslum sem þingmaðurinn fékk sem framkvæmdastjóri Kröflunefndar samhliða starfi sínu á Alþingi. Eigi að síður má gera ráð fyrir að vörn hans í málinu myndi byggjast á því sem að framan er nefnt. Hvernig dómstólar myndu taka á þessum málsatvikum skal ósagt látið, en ekki er fráleitt að niðurstaða þeirra yrði eitthvað á hessa leið' Alhinpi hefur ekki greitt Jóni Sólnes annað en það sem því bar. Að hluta til hefur hann hins vegar innheimt sömu reikninga hjá Kröflunefnd ogverður að telja það ásamt hirðuleysislegri meðferð skjala í hæsta máta ámælisvert. Til málsbóta er hins vegar það, að ákærði telur sig eiga ógreidda reikninga úr hendi Kröfluvirkjunar sem nemi að minnsta kosti sömu upphæð og málið snýst um. Fullyrðingarnar um að Jón sé að gera tilraun til að láta tvíborga sér fyrir notkun á einkabíl með reikningunum til iðnaðarráðunevtisins burfa þessarar athugunar við: Hve langt er þingmönnum ætlað að aka á þeim bílastyrk sem þing ið greiðir þeim? Sé bílastvrkurinn grundvallaður á tilteknum kílómetrafjölda, auk tveggja ferða heim í kjördæmi á mánuði, þá er vandalaust að gera sér grein fyrir því, hvort Framhald a bls. 6. — 7.1 0 x l'iL g rann b 0 V 3 k o ö a Samkvæmt bráðabirgða- lögum þeim sem gefin hafa verið út um kosningarnar mega allir kjósa utan kjör- staðar frá 25. nóvember. Þetta þýðir að kosninga- baráttu lýkur í raun þann dag. Er mikilvægt að fólk noti sér þessa kosninga- viku og kjósi sem fyrst ef veður leyfa, því „á skammri stund skipast veð- ur í lofti“. Sameigin- legir fram - boðsfundir Hér í kjördæminu var það lengi siður að hver einstak- ur flokkur hélt eigin fram- boðsfundi sem gjarna leit- uðu í það far að meira líktist messu en stjórn- málaumræðum. Þarræddu frambjóðendur viðkom- andi fíokks við sína stuðn- ingsmenn og varð útkoman yfirleitt sú að allir fóru glaðir heim, frambjóð- endur sannfærðir um eigið ágæti og fundarmenn um ágæti frambjóðendanna og flokksins. Um síðustu kosningar snerist dæmið þannig að flokkarnir héldu sameigin- lega fundi þar sem fram- bjóðendur urðu að standa hver upp í hárinu á öðrum og á fundarmönnum ef verkast vildi. Allar horfur eru á að flokkarnir haldi einnig sameiginlega fram- boðsfundi nú. Er búist við fjórir fundir verði haldnir í kjördæminu og að útvarp- að verði frá þeim öllum. „Heima er best“ Eftirfarandi vísa áskotnað- ist blaðinu fyrir nokkru. Hana kvað Rögnvaldur Rögnvaldsson í haust ný- kominn heim af suðrænum slóðum. Gekk ég um glæstar hailir, gekk ég um suðrænan skóg, sigldi yfir Svartahafið, en sælastur var ég þó er fjöllin mín fann ég aftur. Fjöllin mín hvít af snjó. Stjórnar- slitavísur Loks bárust blaðinu eftir- farandi vísur um stjórnar- slitin sem virðast ætla að verða mönnum drjúgt yrkis efni. Leikur krata ljótur var. Líkaböngin gellur. Á vélabrögðum Vilmundar vinstri stjórnin fellur. Óli er risinn upp við dogg, undan fæti hallar. Ihaldskratar ibba gogg, ungamamman kallar. Verði kosning komið á kannski er von um bata, því líklega munu landsmenn þá losa sig við krata.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.