Norðurland


Norðurland - 08.11.1979, Blaðsíða 1

Norðurland - 08.11.1979, Blaðsíða 1
NORÐURLAND ALÞYDUBANDALAGIÐ 4. árgangur Fimmtudagur 8. nóvember 1979 27. tölublað Magnús ræðir við Asgeir og Orn. Urgur í grásleppu- sjómönnum á Húsavík Attu von á lánum vegna netatjóns um miðjan september, en þau hafa ekki borist ennþá Starfið framundan OPIÐHÚS Alþýðubandalagið á Akureyri verður með opið hús sunnu- daginn 11. nóvember. Á dagskrá eru óformlegar viðræður manna í milli yfir kaffi og kökum, Einar Kristjánsson leikur á harmoniku og Arnar Björnsson kosningastjóri ræðir um kosningaundirbúninginn. Allir eru velkomnir bæði börn og fullorðnir. Kosninga- skrifstofan á Húsavík í Snælandi f kvöld 8. nóvember opna Alþýðubandalagsmenn á Húsa- vík kosningaskrifstofu í Snælandi. Verður skrifstofan opin á fimmtud. og föstud. frá 8-11 og á laugard. og sunnudag frá 14-18. Frá 22. nóvember verður skrifstofan opin alla virka daga frá 20-23 og um helgar frá 14-16. Þó verður lokað mánudaginn 26. nóvember. Á sunnudaginn 11. nóvember- verður sérstök barnasamkoma þar sem lesnar verða sögur og farið í leiki frá kl. 14-15.30. Kosningastjórar Alþýðubandalagsins á Húsavík verða þeir Kristján Pálsson og Þorkell Björnsson. Félagar á Húsa- vík eru beðnir um að mæta vel og duglega því mikil vinna er framundan. Meðal sjómanna á Húsavík, hefur að undanförnu mikið ver- ið rætt um þau lán, er lofuð voru grásleppu sjómönnum sem misstu net sín í hafísnum fyrir Norður- og Norðausturlandi í vor sem leið. Nú þegar, mun hafísnefnd hafa skilað niður- stöðum til ríkisstjórnarinnar, en engin lán hafa borist ennþá, og er urgur í sjómönnum því mikill kostnaður er við að byrja grá- sleppuútgerð upp á nýtt. Við hittum að máli tvo grásleppu sjómenn, þá Ásgeir Þórðarson og Örn Arngrímsson, en þeir urðu fyrir verulegu netatjóni í vor. - Hvað misstuð þið mörg net í vor? - Við töpuðum eða eyðilögð- um öll okkar net, þau voru hundrað og fimm. Við vorum rétt búnir að leggja þegar ísinn Tregur afli hjá drag- nótabátum Sæmilegur afli hefir verið hjá línubátum þegar gefið hefir á sjó. Hjá dragnótabátum hefir afli verið tregur í allt haust. Nýlega hóf einn bátur róðra með net og hefir afli verið lítill. Sömu sögu er að segja um afla rækjubáta. kom, og misstum því fljótlega mikið af netum. Svo þegarísinn fór að síga frá, lögðum við aftur, en það var sama sagan, hann rak aftur inn, svo það end- aði með því að við urðum að hætta um mánaðamótin apríl- maí, þá voru öll okkar net ónýt. - Hvernig er með þessi lán sem ykkur var lofað? - Hafísnefnd hélt aldrei fund með okkur hér á Húsavík, en síðar var okkur tjáð að ríkis- stjórnin hefði samþykkt að lána tvo þriðju af skaðanum. - Hvenær áttu þessi lán að koma? - Þau áttu að koma um miðj- an september, en ennþá hefur ekkert komið. Við vorum það óheppnir að þegar við hættum á grásleppu var línufiskiríið búið, en þeir sem héldu áfram á grá- sleppu gerðu fínustu vertíð. Svo við misstum bæði af línu oggrá- sleppuvertíðinni. Síðan vorum við á færum í sumar og þá fékk enginn bátur í soðið. - Hvernig er þá staðan hjá ykkur núna? - Það má segja að við höfum verið stopp. Við vorum búnir að kanna það, að fá keypt net, en drógum það, því við vildum hafa það öruggt að við fengjum þessa aura. Svo fengum við að vita það um daginn að búið væri að selja þessi net. Svo eins og stendur er allt í óvissu hvort við komumst aftur á grásleppu. - Eru margir eins illa staddir og þið? - Þetta er örugglega það versta. Við vorum þeir einu sem þurftu að hætta vegna neta- leysis. - Hvað gerið þið núna? - Við erum við beitingu á einum heimabátnum og verðum við það í vetur. - Hvað með ykkar bát, ætlið þið að eiga hann áfram? - Það er nú meiningin að reyna það. Við vorum rétt búnir að kaupa hann, þannig að það má segja að við höfum aldrei fengið skot á bátjnn. - Hvað er þetta stór bátur? - Sex tonn. - Er ekki dýrt að koma sér af stað aftur? - Það er ekki hægt að koma upp neinni grásleppuútgerð fyr- ir minna en tvær og hálfa til þrjár milljónir og þá er vinnan ótalin. - Og að lokum? - Já, það átti að veita þeim styrki sem yrðu með lítinn afla, en við misstum algjörlega af því vegna þess, að þetta er fyrsta ár- ið sem við gerum út, en það er tekið mið af þrem síðustu árum en breytist við nýja eigendur, þó báturinn hafi verið ágrásleppu í tuttugu ár. Við verðum ekki hressir fyrr en við förum að fá eitthvað af þessum lánum, það er betra seint en aldrei. Magnús Hreiðarsson. Sameiginlegir framboðs- fimdir í kjördæminu Þann 7. nóv. á fundi þeirra aðila sem bjóða fram til Alþingis voru ákveðnir sameiginlegir framboðsfundir í kjördæminu. Sunnud. 11. nóv. Raufarhöfn kl. 15.00. Mánud. 12. nóv. Þórshöfn kl. 21.00. Föstud. 23. nóv. Húsavík kl. 21.00. Laugard. 24. nóv. Ólafsfjörður kl. 15.00. Sunnud. 25. nóv. Dalvík kl. 15.00. Fimmtud. 29. nóv. Akureyri kl. 21.00. Fundarformið verður nú með öðru sniði en síðast. í fyrstu umferð verða 15 mín. á hvern lista. Þegar þessum framsögu- ræðum er lokið verður fyrirspurnartími. Formið á þessum fyrirspurnum verður þannig að þær verða skriflegar og mun fundarstjóri siðan lesa þær upp. Flokkarnir munu síðan fá 20 mín. í tveimur umferðum til að fjalla um þessar fyrirspurnir en þó þannig að í síðustu umferð tali menn ekki lengur en í 10 mín. Síðasta sameigin- lega fundinum sem verður á Akureyri verður útvarpað. Nánar verður auglýst um fundarstaði síðar. Alþýðubandalagið í kjördæminu vill beina þeimtilmælum til sinna manna að þeirfjölmenni á fundina og taki þátt í þeim umræðum sem verða. Rætt við Arnar Björnsson Rætt við Guðmund Ármann kosningastjóri Helga listmálara skrifar leiðarann Guðmundsson bls. 3 bls. 4 bls. 5 Jóhann Antonsson skrifar Pistilinn bls. 7 Geríst áskrífendur að Norðurlandi >

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.