Norðurland


Norðurland - 08.11.1979, Qupperneq 3

Norðurland - 08.11.1979, Qupperneq 3
Rœtt við Guðmund Ármann, listmálara ... en hafa hjartað fidlt af tilfinningum! Séð úr Innbænum. hvað fólk er yfirleitt að gera í myndlist á Norðurlandi. Reynslan hefur sýnt, að mjög margir fást við myndlist í frístundum og margir gera at- hyglisverðar myndir, sem oft hafa meira innihald en myndir lærðra myndlistamanna, sem að mínu mati leggja margir hverjir of mikla áherslu á formið, en gleyma sjálfu inni- haldinu. Því gætu þeir skól- uðu ekki síðUr lært af hinum, sem vantar skólun, en hafa hjartað fullt af tilfinning- um. - r. Tulinius og Höepfner. Guðmundur Ármann Sigurjónsson, er einn þeirra myndlistar- manna, sem flust hafa af höfuðborgarsvæðinu og sest að „úti á landi“, eins og það er kallað. Nánar til tekið býr Guðmundur ásamt Qöiskyidu sinni í gömlu húsi í „Innbænum“ á Akureyri og unir þar vel hag sínum að eigin sögn. Eins og þeim er kunnugt, sem sótt hafa Akureyri heim, er Inn- bærinn elsti hluti bæjarins og þangað hafa myndgerðarmenn gjarna sótt til fanga, því þar eru „mótívin“ mörg og fjölbreytileg. Það þarf því enginn að furða sig á því, að Guðmundur Ármann skuli hafa fest eitthvað af þessum „mótívum" á blað, en hann hefur nýverið Iokið við gerð 10 grafíkmynda, (dúkrista), sem hann hefur nú, í samvinnu við Gallery Háhól, gefið út í 100 tölu- settum og árituðum eintökum, en sjálfa möppuna hefur Guð- mundur silkiprentað. Af þessu tilefni sótti Norðurland listamanninn heim og hafði við hann eftirfarandi samtal: - Var þá ekki upplagt, að setjast að í Svíþjóð, eins og allar hinar þúsundirnar, fyrst þú varst kominn í embætti? - Reyndar bauðst mér að- stoðarkennarastaðan áfram, en mig langaði heim. - Hvað tók þá við? - Ég sótti um stöðu við Myndlista- og handíðaskól- ann, en þar var þá engin staða laus. En Hörður Ágústsson, sem þá var skólastjóri, sagði mér, að myndlistarmenn á Ak- ureyri hefðu verið að spyrja sig um kennara. Það varð úr, að ég réði mig til Akureyrar og fór að kenna við Námsflokk- ana og hjá Myndlistarfélagi Akureyrar. Þessa kennslu annaðist ég í þrjú ár, en hætti þá og fór að vinna í Slippnum og annað sem til féll. - Þú hefur þá ákveðið að setjast að á Akureyri? - Já, mér líkar vel á Akur- eyri, en auk þess kvæntist ég hér, Hildi Pedersen og eigum við þrjú börn, tvo stráka, 3ja og 4ra ára og eina stelpu sem er 6 ára. - En nú ert þú orðinn at- vinnurekandi? - (Guðmundur hlær). - Já, ætli þaðekki. Árið 1977stofn- setti ég, ásamt öðrum, Teikni- hönnun KG, en það fyrirtæki annast skiltagerð hverskonar, ásamt alhliða teiknivinnu og nú síðast hef ég komið á fót silkiprenti sem gefur mikla möguleika í gerð plakata og þess háttar. Hlíðarshús, bakhlið. - Já, Myndhópurinn var stofnaður á síðastliðnum vetri. Á ýmsu hefur gengið þessa fyrstu mánuði í starf- semi félagsins, en allt stefnir þó í rétta átt. Það má með sanni segja, að ótækt sé að ekki sé starfandi myndlistarfélag á Akureyri. Nú erum við að fara af stað með samsýningu, en til henn- ar verður boðið öllum þeim sem myndlist stunda á Norð- urlandi og vonumst við til, að sem flestir, sem einhverskon- ar myndgerð stunda, sendi verk á sýninguna. Þannig mætti ná fram mynd af því, - Vildir þú segja lesendum Norðurlands nokkur deili á þér Guðmundur, námi þínu og lífshlaupi? - Já, ég er borinn og barn- fæddur Reykvíkingur, nánar til tekið í Doktorshúsinu fræga að Ránargötu 13. Eftir venjulega skólagöngu hóf ég nám í kvöldskóla hjá Sigurði Sigurðssyni, listmálara, og stundaði það í þrjú ár. Áður en ég hóf þetta kvöldnám, hafði ég, eins og svo margir aðrir teiknað heil ósköp, var sí- teiknandi, eins og sagt er. Jafnframt kvöldskólanum stundaði ég nám í prentmynda gerð. Að því námi Ioknu hóf ég nám við forskóla Mynd- lista- og handíðaskóla ís- lands, en þess má einnig geta, að ég hafði lagt stund á model- eringu undir handleiðslu Ás- mundar Sveinssonar, mynd- höggvara, en Ragnar Kjart- ansson, myndhöggvari, var þó aðalkennarinn. Ekki má ég heldur gleyma að minnast þess, að ég var í modelteikn- ingu hjá Hring Jóhannssyni. - Og síðan lá leiðin út í heim? - Já, sumarið ’66 fór ég til Svíþjóðar og nam grafik við Litla smiðjan. Valandskonstskola í fimm ár, en þrjú síðustu árin var ég einnig aðstoðarkennari við grafikdeildina. - Gamli spítalinn (Gudmans Minde). - Hvað kom til að þú réðst í að gera þessar myndir úr Inn- bænum? - Þannig var, að einn og einn maður var að koma til mín og biðja mig að teikna þetta eða hitt húsið fyrir sig. Til dæmis báðu tengdaforeldr- ar mínir mig um það, að teikna fyrir sig Litlu smiðjuna, en þar höfðu þau búið á sínum tíma. Eftir nokkrar svona beiðnir kom mér til hugar, að gera nokkrar dúkristur frá Inn- bænum og þannig varð þetta að veruleika. - Nú hefur verið stofnað myndlistarfélag hér á Akur- eyri? Svartlistarmyndirnar hér á síðunni eru allar úr möppu Guðmundar Ármanns „IJR INNBÆN- UM“, en mjög í smækkaðri mynd. Ljósmynd- irnar af Guðmundi tók Gunnar Jónasson. NORÐURLAND- 3

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.