Norðurland


Norðurland - 08.11.1979, Qupperneq 4

Norðurland - 08.11.1979, Qupperneq 4
NORÐURLAND i* NORÐLENSKT VIKUBLAÐ Málgagn sósíalista í Noröurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Böövar Guömundsson, Erlingur Sigurðarson, Helgi Guömundsson, Soffía Guömundsdóttir, Tryggvi Jakobsson. Ritstjóri: Jón Guöni Kristjánsson (ábm.). Framkvæmdastjóri: Loftur H. Jónsson. Ritstjórn: Sími 21875. Dreifing og afgreiðsla: Sími 25875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiöja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins t Norðurlandskjördæmi eystra. Við getum fækkað íhalds- þingmönnum um einn En á ný er blásið í kosningalúðurinn. Glæstar fylkingar stjórnmálamanna þurrka rykfallin kosn- ingaloforðin. Nýjum slagorðum er bætt við þar sem þau gömlu duga ekki lengur. Flokkur „allra stétta“, Sjálfstæðisflokkurinn, er klofínn og krat- arnir eru í sárum eftir hatramma prófkjörsleiki. I sameiningu básúna þessir flokkar lýðræði og manngildishugsjónir Vesturlanda á meðan alls- konar myrkraverk eru stunduð í þeirra eigin herbúðum. fslenskir vinstrimenn eru fullir gremju yfír stjórnmálaþróuninni og standa agndofa þegar flokkur sem kennir sig við alþýðuna hleypur yfír í íhaldsfaðminn. En vinstrimenn fá nú tækifæri að hefna harma sinna rækilega. Það hefur nú fyllilega komið á daginn að launþegar eiga enga samleið með krötum. fslenskir launþegar verða að koma í veg fyrir að kratar og íhald myndi stjórn að loknum þessum kosningum. Til þess að afstýra hægri sveiflu í landinu er ekki nema um einn flokk að ræða, Alþýðubandalagið. Það hefur sýnt sig á undanförnum árum að Alþýðubandalagið er í stöðugri sókn. í þessu kjordæmi gæti svo farið að það yrði Alþýðubanda- lagið sem felldi íhaldsþingmann. En þessi draumur verður ekki að veruleika nema með stöðugri og markvissri baráttu.. f nágrannalöndum okkar á nu sér stað mikil hægrisveifla. Launþegar í Bretlandi eru þegar farnir að kikna undan harðræði -bresku járnfrúarinnar sem veltir vandanum yfír á breska launþega umyrðalaust. Slík staða gæti hæglega komið upp hér ef Sjálfstæðisflokkurinn nær að komast í ríkisstjórn. Þess vegna verða vinstrimenn að sameina krafta sína gegn slíkum áformum. Við skulum einnig minnast þess að ævinlega eftir að Framsóknarflokkurinn hefur verið í stjórn með Alþýðubandalaginu hefur hann komið sterkari út úr kosningunum. En sagan kennir okkur að framsóknarforystan á erfítt með að neyta gylliboðum Sjálfstæðisflokksins. Hægri öQin innan Framsóknarflokksins vilja að fíokkur- inn skríði í bólið til íhaldsins. Þarna sker Alþýðubandalagið sig úr. Með því að kjósa Alþýðubandalagið og gera styrk þess sem mestan gæti sú staða komið upp að íhaldsöflin næðu ekki meirihluta á þingi. í baráttusæti Alþýðubandalagsins er Soffía Guðmundsdóttir. Hún er eina konan sem á raunhæfa möguleika á að ná kjöri í Norðurlands- kjördæmi eystra. Jafnréttisbaráttan fer alls staðar fram og ekki síst í kjörklefanum. Nú fá þeir sem segjast berjast fyrir jafnnrétti tækifæri til að velja sér fulltrúa sem lætur ekki deigan síga í baráttunni fyrir jöfnum rétti manna og kvenna. Vinstri menn í Norðurlandskjördæmi eystra: Nú er nauðsyn þess að sameinast. Markmið okkar hlýtur að vera að koma öðrum manni á lista Alþýðubandalagsins á þing. Með því að vinna ötullega að kjöri Soffíu Guðmundsdóttur tryggj- uaa við á þingi fulltrúa sem berst fyrir jafnrétti kynjanna. Á þeim stutta tíma sem eftir er skulum við stunda heiðarlega baráttu. Minnumst þess að berjast á málefnalegum grundvelli. Látum íhalds- öflin um að nota stóru orðin. Gerum sigur Alþýðubandalagsins að sigri vinstri manna. Á þann hátt einan verður íhaldsöflunum í landinu refsað. A.B. Skref fyrir skref Enn biður Alþýðubandalagið kjósendur um það afl sem nægi okkur til myndunar vinstristjórnar, heilsteyptari og sannari en þeirrar sem nú hlaut að víkja_ fyrir atlögu eigin manna. í síðustu kosningum hétum við því að beita aflinu, sem kjósendur veittu okkur, til þess að knýja það ,fram að nú yrði leitað annarra úrræða í efnahagsvandanum en þeirra einna að skerða lífskjör launa- einna að skerða lífskjör launafólks, annarra lausna hleypa erlendum stóriðjufyrir- tækjum inn í landið. Við hétum því einnig að beita aflinu, sem okkur hlotnaðist í þeim kosn- ingum til þess að losa þjóðinaúr íjötrum erlendrar hersetu svo sem orkan leyfði. Okkur óx afl í síðustu kosn- ingum. Því beittum við af trú og dyggð eins og við hétum. Það hrökk til þess að draga Fram- sóknarflokkinn til stjórnarsam- starfs með Alþýðubandalaginu og stugga Alþýðuflokknum um sinn frá bandalagi við Sjálf- stæðisflokkinn. Innan ríkis- stjórnarinnar hrökk afl okkar til nokkurrar sóknar fyrir um- bjóðendur okkar. Síðar, er framsóknarforustan gerði bandalag við furðufugla Al- þýðuflokksins um svonefnd Ólafslög nægði afl olðcar enn til ákveðinnar andspyrnu, sem ýmsu kofh til skárri vegar í þeirri löggjöf en gerði annað bærilegra. En aflið sem kjós- endur veittu okkur í síðustu kosningum nægði hvorki til þess að knýja fram grundvall- arbreytingar á efnahagskerfi landsins né stefnubreytingu til réttrar áttar í þjóðfélagsmálun- um. Þó auðnaðist okkur einnig á þeim vettvangi að koma í veg fyrir það að stigin yrðu óheilla- skref afturábak. Með aðild sinni einni að ríkisstjórninni var Alþýðubandalagið þröskuldur í vegi fyrirætlana um erlenda stóriðju og aukna hersetu. Á sviði kjaramála og réttinda alþýðu voru stigin þýðingar- mikil spor framávið þótt of fá væru og smá. önnvr stærri og enn áfdrifaríkari roru þegar fyrirhuguð og undirbúin fyrir haustþinglð er Alþýðuflokks- menn brugðu fæti fyrir stjórn- arsamstarfið viku fyrir sam- komudag alþingis. Nú ítrekum við enn kosn- ingaloforð okkar frá síðustu kosningum: Við munum beita því afli öllu, sem kjósendur veita okkur til þess að vernda kaupmátt launafólks, tryggja atvihnu í landinu með aukinni framleiðslu en ekki með sam- drætti í atvinnulífinu, með því að sækja í vasa verðbólgu- braskaranna þá fjármuni, sem barf til þess að jafna metin í andófinu gegn dýrtíðinni en ekki í vasa verkafólksins. Her- námssinnum til viðvörunar skal það einnig ítrekað rétt einu sinni, að við munum beita til þess allri orku okkar, eins og hún tilhrekkur, að losa þjóðina við skömm og áþján erlendrar hersetu. Hvert afl okkar verður mun ráðast helgina 2. og 3. desember. Því ræður auðna með atfylgi kjósenda. í þeirri orrustu sem síðan tekur við, þar sem barist verður skref fyrir skref í sókn og vörn, þar munum við ekki liggja á afli okkar heldur beita því til hlítar. A uga fyrir augal Framundan bíður okkar snörp senna á næsta leiti. Aðeins örskots stund að líta um öxl og taka mið af því með hvaða hætti það bar til að nú er blásið til kosningabaráttu í svartasta skammdegi við nyrsta haf: Það varð ljóst þegar i upphafi er Alþýðuflokksmenn og hægri armur Framsóknar hlíttu um það forsögn Nató að Lúðvík Jósepsson mætti ekki verða forsætisráðherra þeirrar ríkis- stjórnar sem Alþýðubandalagið myndaði þó að beiðni verka- lýðssamtakanna, að milli þess- ara aðila kynni að verða nokk- urs konar samsæri gegn Alþýðu bandalaginu innan ríkisstjórn- arinnar. Á því bryddaði strax er samstarfsflokkarnir settu fram hugmyndir sinar um 13% kjara- skerðingu í beinu framhaldi af sameiginlegri stefnu Geirs Hall- grímssonar og Ólafs Jóhannes- sonar. Enn ljósar kom þetta eðli samstarfsflokkanna fram í frumvarpinu að Ólafslögum, sem sniðin voru í mörgum mikilvægum greinum eftir svo- nefndu frumvarpi Alþýðu- flokksins sem birtist í Alþýðu- blaðinu um jólaleytið og gert ráð fyir kjaraskerðingu er num- ið hefði 15 til 20% á árinu, snúist gegn vísitöluþaki á hin hærri laun, sem leitt hefði til kjara- jöfnunar og kveðið á um hávaxtastefnuna. í hvívetna var frumvarp þetta mótað af því gamla íhaldsviðhorfi að verð- bólgan sé sprottin af ofrausn í almennum launakjörum. Enn var miðað að samdrætti í framkvæmdum án tillits til þess, hvort þær væru líklegar til arðgjafar eða ekki. í flestum greinum horft til þeirrar borg- aralegu hagfræði, sem fylgt hefur verið nær óslitið frá stríðslokum og komið hefur efnahagsmálum landsmanna í þann hnút sem raun ber vitni um. Þetta frumvarp, sem Ólafur Jóhannesson samdi upp úr tillögum Alþýðuflokksins, var ekki unnið í samstarfi við Alþýðubandalagið. Okkarhlut- verk varð það eitt að knýja fram breytingar á því í átt við stefnu okkar og fyrirheit við kjósendur. Þetta auðnaðist okkur að nokkru leyti í þeim greinum sem lutu að launakjör- um. Á því sviði sem sneri að stjórn efnahagsmálanna í heild varð okkur minna ágengt, en þó svo að við létum gott heita í trausti þess að samdráttar- Stefdn Jönsson, fyrrverandi alþingismaður Til átaka 4 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.