Norðurland


Norðurland - 08.11.1979, Qupperneq 5

Norðurland - 08.11.1979, Qupperneq 5
ákvæði laganna, ásamt hávaxta stefnunni, kæmu til endur- skoðunar nú í haust fyrir afgreiðslu fjárlaga er reynsla hefði fengist á framkvæmdinni, slík sem við vissum að hún hlyti að verða. Alþýðuflojcksmenn fögnuðu samþykki Ólafslaga, sem framkvæmd hafa verið síðan í vor. Töldu sig hafa náð þar fram mikilvægustu stefnu- málum sínum, en þar kæmi vaxtastefnan þýðingarmest. Framsóknarflokkurinn stærði sig af stefnumarkandi löggjöf. Alþýðubandalagið beið nýrra átaka er Alþingi kæmi saman, en þar skeikaði að sköpuðu. Loks ber að geta þess atburð- ar á útmánuðum, sem tíðindi þóttu en fáa uggði að reynast myndi slíkur fyrirboði sem nú er fram komið, er Matthías Á. Matthiessen efnahagssérfræð- ingur Sjálfstæðisflokksins ávarpaði Sighvat Björgvinsson formann þingflokks Alþýðu- flokksins á fundi neðri deildar Alþingis, þá rædd voru nauð- þurftarmál bænda og sagði: „Við göngum út, ætlið þið að sitja eftir?“ en Sighvatur reis á fætur og gekk út með alla deildarmenn Alþýðuflokksins á hæla sér sem hindruðu þannig afgreiðslu málsins. Þó munu flestir hafa átt þess von við þingslit í maí að stjórnarsamstarfið væri lífvæn- legt. Undirnefnd fjárveitinga- nefndar Alþingis hóf störf. í öllum ráðuneytum Alþýðu- bandalagsins hófst undirbún- ingur lagafrumvarpa fyrir haust þingið. í félagsmálaráðuneyt- inu hófst undirbúningur ýmissa mikilsverðra mála undir stjórn Magnúsar Magnússonar, krata ráðherrans sem ekki vildi svíkja. Allur þessi málatilbún- ingur laut að framkvæmd stjórn arsáttmálans. Jafnframt rædd- ust þeir við ráðherrarnir um grundvöll að framhaldi á sam- starfi stjórnarflokkanna og var á engum þeirra að heyra annað en sjálfsagt þætti að reyna nú í vetur af kostgæfni að finna leiðir til þess að ríkisstjórnin mætti koma 'til leiðar því verkefni, sem hún hafði tekist á hendur með atbeina verkalýðs- samtakanna, að leysa efna- hagsvandamálin í hennar þágu. Þegar um miðjan september mátti heita ljóst að verkalýðs- samtökin myndu stilla svo í hóf kjarabótakröfum sínum í des- ember að unnt ætti að vera fyrir ríkisstjórnina að tryggja vinnu- frið með félagslegum umbótum. í sjónmáli var sú lausn að gerðir yrðu samningar um óbreyttan kaupmátt frá því sem um var samið í júní 1977. Fullgerðvoru þá frumvörp til laga, sem metin hefðu verið af hálfu verkalýðs- hreyfingarinnar til kaupmátt- araukningar, önnur mikilsverð frumvörp í þessa átt vel á veg komin og önnur í gerð ennþá mikilvægari. Þar á meðal voru frumvörp að nýjum lögum um almannatryggingar, þar sem öllum konum var tryggt fæð- ingarorlof utan vébanda at- vinnuleysistryggingarsjóðs, frumvarp um verðtryggðan lífeyrissjóð allra landsmanna, frumvarp að nýjum húsnæðis- málalögum, frumvörp um bætta verslunarhætti, og er þá enn ótalinn fjöldi þingmála er lutu að bættum kjörum lands- manna. Þá sá einnig hilla undir samkomulag stjórnarflokkanna um verðstöðvun sem tryggð yrði af hálfu ríkissjóðs. Augljóst var að með þeirri ráðstöfun' einni að lækka vexti af íbúða- lánum ofan í sama hundraðs- hluta og þeir voru við myndun ríkisstjórnarinnar var hægt að auka kaupmátt fjölskyldnanna um nær 40 milljarða samtals. Um þetta atriði hafði ekki verið samið en ljóst var að hugmyndir Alþýðuflokks og Framsóknar um að vinna mætti bug á verðbólgunni með því að keppa við hana með útlánsvöxtum höfðu þegar gengið sér til húðar. Ekki hafði heldur verið gengið frá samkomulagi um verðstöðvunarhugmyndina, og Framsóknarforystan raunar lýst yfir stuðningi við hugmynd Krata um lögbindingu launa. Þeim fyrirætlunum hefði Al- þýðubandalagið þó efalítið get- að hnekkt með atbeina verka- lýðssamtakanna. Allsengin ástæðða var til þess að ætla annað að óreyndú en samkomu lag tækist nú loks, í upphafi annars árs stjórnarsamstarfsins, um raunhæfar aðgerðir í efna- hagsmálunum í þágu umbjóð- enda og guðfeðra ríkisstjórnar- innar, launamanna, sjómanna og bænda. Ærnir vitnisburðir liggja fyrir um það vænlega horfði um samkomulag innan ríkisstjórn- arinnar. Magnús Magnússon félagsmálaráðherra Alþýðu- flokksins lýsti sérstaklega yfir hryggð sinni vegna stjórnarslit- anna vegna þess hve mörg stórmál er vörðuðu almanna- hag væru komin á afgreiðslustig til Alþingis. Ráðherrar Alþýðu- bandalagsins og Framsóknar- flokksins létu allir í ljós þá skoðun að samkomulag um stjórnarstefnuna hefði verið í seilingarfjarlægð. - Enn sem fyrr lýsti Steingrímur Her- mannsson að vísu yfir því sérstaklega að lítið sem ekkert bæri á milli stefnu Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins í efnahagsmálum. En hvað sem því líður þá má heita ljóst, að flokksstjórn Alþýðuflokksins og þingflokkur rufu ríkisstjórn- arsamstarfið einmitt í þeirri andránni er ríkisstjórnin virtist loksins vera að ná tökum á þeim verkefnum sem hún hafði eink- um tekið að sér að kljást við. Foringjar Sjálfstæðisflokksins hafa lýst yfir því skýrum orðum að þeir hafi kippt í sína spotta hjá krötum og raunar sett þeim úrslitakosti. Hversu þar hafa auk þess unnið að erlendir fjarhaldsmenn Alþýðuflokksins skal látið ósagt, en svo ber nú til, þegar í upphafí kosninga- baráttunnar, að Alþýðuflokk- urinn hefur stillt sér upp við hlið Sjálfstæðisflokksins, eftir að hafa þegið ráðherrastóla ur hendi hans. Hafði enda allt frá því í síðustu kosningum lagt þunga áherslu á þann vilja sinn að vinna með þeim ffokki að landsmálum. Samstarfið við Framsóknar- flokkinn ber að skoða í ljósi þeirrar staðreyndar að kjós- endur hýddu hann til samstarfs við Alþýðubandalagið í síðustu kosngum. Hann gekk til þess frá þeirri stefnu sem hann mótaði í efnahags- og þjóðfrelsismálum í samstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn. Á hálfum mánuði hafði forysta Framsóknarflokksins þess háttar skoöanaskipti sem kalla mátti lágmarksskilyrði til vinstra samstarfs, og var tæpast við því að búast að þar yrði unnið að órofaheilindum. Við lok stjórnarsamstarfsins í aðsogi nýrra Alþingiskosninga, er nauðsynlegt að þeir kjósend- ur sem kollvörpuðu ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar og Olafs Jóhannessonar geri sér grein fyrir því, að það lítið ávannst til annarrar áttar í tíð fráfarandi stjórnar þrátt dyrir allt var fyrir atbeina Alþýðubandalagsins. Verði þeim þetta ekki ljóst eiga þeir yftr sér vofandi nýja stjórn Geirs Hallgrímssonar, annað hvort með stuðningi Fram- sóknarflokksins, sem líklegra er, eða með atbeina Alþýðu- flokksins. Nú í upphafi kosningabar- áttunnar hefUr Steingrímur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, harðneitað að láta nokkuð uppi um það með Framhald á bls. 7. Ákvörðun um þingsæti er spurning um verkaskiptingu Helgi Guðmundsson, 3. maður á lista Alþýðubandalagsins. Helgi Guðmundsson trésmiður og bæjarfulltrúi á Akureyri skipar þriðja sætið á jista Ál- þýðubandalagsins í Norður- landskjordæmi eystra í kosn- ingunum í byrjun desember. NORÐURLAND ræddi við hann fyrir skömmu og fer við- talið hér á eftir: Samkvæmt ýmsum blaða- fréttum börðust stuðningsmenn þínir og Stefáns Jónssonar harðri baráttu um fyrsta sætið á framboðslistanum. Þessar fréttir eru nú fyrst og fremst til marks um það hvað blaðamenn vita lítið um það sem gerðist á kjördæmisþing- inu og bvað gerist innan Al- þýðubandalagsins yfirhöfuð. Staðreyndin er sú að yfirgnæf- andi meirihluti flokksmanna töldu ekki ástæðu til að breyta til varðandi fyrsta sætið á listan- um. Hins vegar ræddu menn hugmyndir um aðrar breyting- ar á listánum. Hvaða breytingar? Ég sé enga ástæðu til að fara neitt nánar út í það hér, niður- staðan varð sú að tefla fram á ný lítt breyttum lista frá því sem var í kosningunum fyrir rúmu ári. Er þessi listi þá sterkasti list- inn sem Alþýðubandalagið gat boðið fram? Ég tel það lið sem hefur fengið þetta verkefni, að berjast fyrir þingsætum fyrir Alþýðu- bandalagið vera mjög baráttu- hæft og ég er sannfærður um að við munum ná góðum árangri í kosningunum. Ákvörðun um framboð er fyrir mér ákvörðun um verkaskiptingu milli félag- anna. Að því er sjálfan mig varðar þá er ég í margVíslegum mikilvaagum verkefnum bæði fyrir verkalýðshreyfinguna og Álþýðubandalagið sem eru ekki síður mikilvæg en seta á þingi. Er kannske of mikil áhersla lögð á að manna alþingi en minna hugsað um önnur störf fyrir hreyfinguna? Þetta á nú við Alþýðubanda- lagið í minna táiæli en ýmsa aðra. í sumum flokkum virðist svo að menn standi í biðröðum og séu reiðubúnir til að rífa hver annan á hol til þess að tryggja sér sæti inni í þessari virðulegu byggingu við Austurvöll öðru vísi en sem áheyrandi. Ég véfengi ekki mikilvægi alþingis á nokkurn hátt en þó finnst mér þessi mikli áhugi fyrir setu þar fullkomin ofrausn. En er hlutur verkalýðshreyf- ingarinMir á alþingi nægilega stór? Ég vil ítreka það sem ég sagði áðan að ákvarðanir um setu á alþingi er spurning um verka- skiptingu. Auðvitað tel ég mjög mikilvægt að verkalýðshreyf- ingin taki í ríkum mæli þátt í lagasetningu þingsins. Tel þess vegna eðlilegt að hún eigi góðu liði á að skipa á þinginu. En á hitt er nauðsynlegt að benda um leið, að verkalýðshreyfingin getur og verður með margvís- legum öðrum hætti að hafa áhrif á lagasetningu og gang þjóðmála. Hvað er þá um baráttu verka- lýðshreyfingarinnar utan þings að segja. Fyrst vil ég segja það að enginn einn aðili hefur haft meiri áhdf á mótun íslensks nú- tímaþjóðfélags en einmitt verka lýðshreyfingin. Þetta hefur gerst á undanförnum áratugum með eðlilegri samtvinnun fag- legrar og pólitískrar baráttu. Á því tímabili baráttunnar sem margir telja til þess rismesta í sögu hennar þá snerust stétta- átökin fyrst og fremst um frum- þarfir mannsins, það var barátt- an um brauðið eins og Tryggvi Emilsson hefur orðað það svo vel. Sagan vitnar um það að í sókn verkalýðshreyfingarinnar til mannsæmandi lífs og félags- legs öryggis hefur afturhaldið í landinu með Sjálfstæðisflokk- inn í broddi fylkingar staðið í veginum af öllu afli sínu. Það hefur enginn áfangi náðst öðru vísi en að um hann hafi staðið mikil átök mismunandi harð- skeytt eftir tímum. Menn skulu t.d. minnast þess að einhver harðvítugustu stéttaátök sem átt hafa sér stað eftir stríð stóðu um þá sjálfsögðu réttlætiskröfu hins vinnandi manns að þurfa ekki að hafa niðurlægingu og örbirgð atvinnuleysisins hang- andi yfir sér. Þú átt þá við langa verkfallið 1955 þegar slegist var um at- vinnuleysistryggingarnar? Já, ég á við það. í dag dettur engum í hug annað en að bæri- legar atvinnuleysistryggingar séu sjálfsagt mál. Er nú víst að öllum þyki þær sjálfsagðar? Kannske finnast einhverjir ennþá sem vilja þessi réttindi feig. Og því er auðvitað ekki að leyna að löggjafinn hefur seilst til þess að ætla atvinnuleysis- tryggingasjóði önnur verkefni en þau sem snerta atvinnuleysi. Til dæmis kom Sjálfstæðis- flokkurinn því í gegn fyrir at- beina Ragnhildar Helgadóttur að fæðingarorlof kvenna skyldi greiðast úr þessum sjóði í stað þess að greiða það af almanna- tryggingafé. í þessu sambandi er rétt að benda á, að þegar við börðumst fyrir því að koma á sjúkrasjóðum verkalýðsfélag- anna í byrjun 7. áratugarins þá hamaðist Morgunblaðið gegn þessu rettlætismáli með þeim rökum að það væri ekki hlut- verk atvinnurekenda að safna fé í verkfallssjóði kommúnista. Þessir sjóðir leggja nú umtals- verðar upphæðir í byggingu eLndurhæfingarstöðvar Sjálfs- bjargar hér á AkurepL Þetta var í upphafi Viðreisn- ar. Er það nú framundan að við stígum 20 ára skref aftur á bak pólitískt séð og hverfum aftur til þessara tíma. Við skulum fyrst líta á þær hugmyndir sem Sjálfstæðis- flokkurinn setur nú fram og skreytir nafngiftum eins og „Endurreisn í anda frjáls-_ hyggju". Meðal þess sem þar gefur að líta er sú sérkennilega fullyrðing formanns flokksins að aðilar vinnumarkaðarins eigi að „bera ábyrgð“ á þeim kjara- samningum sem þeir gera. Klofningsformaðurinn lætur það hins vegar alveg eiga sig að útskýra nánar hvað hann á við með þessum orðum sínum. Við skulum samt skoða þetta aðeins nánar. Verkalýðshreyfingin þarf ekkert að biðja um afskifti ríkisvaldsins af kjarasamning- um frekar en hún vill. Hún hef- ur hins vegar margoft bent á að ýmislegt annað en krónutölu- hækkun launa sé mikilvæg fyrir verkafólkið í landinu að fá fram. Ef „frjálshyggjumenn- irnir“ eiga við það með þessari fullyrðingu að verkalýðshreyf- ingin eigi einvörðungu að snúa sér til atvinnurekenda og knýja fram kjarabætur og fulla verð- tryggingu launa en láta önnur hagsmunamál lönd og leið þá er ég hræddur um að fljótlega heyrðist eymdarhljóð úr strokki. Það er því ekki nema sanngjarnt að krefjast þess af sömu mönnum að þeir gefi fyr- irheit um það að þeir muni ekki skipta sér af ákvæðum kjara- samninga fái þeir ríkisforsjá í hendur. Hvernig meturðu horfurnar hér í kjördæminu? Ég tel miklar líkur á því að við fáum tvo menn kjörna. Telurðu þig hafa orðið þess áskynja að straumurinn liggi til vinstri? Já, ég hef orðið þess áskynja, og ástæðan er ekki síst sú að Alþýðubandalagið barðist ætíð gegn öllum kaupránstilraunum í síðustu ríkisstjórn: Þess vegna held ég að það standi sterkt. Verð ég þó að viðurkenna að hagspekingum krata og fram- sóknar tókst að knýja fram nokkra skerðingu kaupmáttar. Þú telúr þá ekki að Alþýðu- bandalagið muni gjalda þátt- töku sinnar í ríkisstjórninni? Ég skal auðvitað ekki full- yrða neitt en mér finnst mörg teikn vera á lofti um að almenningur muni meta baráttu Alþýðubandalagsins innan ríkisstjórnar og utan gegn kjaraskerðingartilraununum. NORÐURLAND- 5

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.