Norðurland - 08.11.1979, Side 6

Norðurland - 08.11.1979, Side 6
Þom og þistlar Um tvöfalt bókhald Tvöfalt bókhald er fag eða listgrein, sem þjóðin tók að iðka upp úr heimsstyrjöldinni síðari í stað landbúnaðar og sjávar- útvegs með þeim glæsilega árangri, að síðan hefur allt tvöfaldast tvisvar sinnum a.m.k. nema vinnulaun. Eftir því sem hagfræðingar „Þorns og þistla" komast næst er styrkur tvöfalds bókhalds einkum fólginn í því, að þar er hver tala rituð tvisvar sinnum, þ.e.a.s. bæði í CREBET og FALLIT, eða hvað það nú heitir, og fæst þá oftast nær sú útkoma, sem bókhaldari hafði áður hugsað sér. Helsti ann- markinn er tvíritun talnanna, sem er bæði seinlegt og leiðin- legt verk, og reyndar óþarft nú, eftir að Edison fann upp ljósritunarvélina. Með tilkomu hennar næst í senn meiri hraði, mýkt og öryggi en áður hefur þekkst í viðskiptaheiminum. Má nú á örskammri stundu fjölfalda t.d. reikninga í allt að því ótakmörkuðu upplagi og framvísa síðan til innheimtu á mörgum stöðum í senn til heilla og hagsbóta fyrir mann sjálfan, fjölskyldu manns og nánustu illmenni, eins og þeir segja í Garðabænum. Það er von Þorns og þistla“ að hér sjáist ungir menn á uppleið með frelsi og framtak einstaklingsins að leiðarljósi opnast nýjar leiðir til frægðar og frama og fylgi fast eftir fordæmi hins aldna brautryðj- enda og ljósbera, sem lagt hefur fram lista til alþingiskosning- anna í des. undir kjörorðinu: Ljósritunarvél inn á hvert íhaldsheimili. Megi þeir sækja styrk í stökurnar, sem kéllingin kást- aði fram á kjördæmisþinginu sællar minningar: Þótt Lalli’ og Dóri’ í lengd og bráð lemji fótastokkinn, styður fólk um lög og láð ljósritunarflokkinn. Geirinn vinnur ekki á aldna Kröflu-rokknum. I fyrsta sæti situr hjá símamannaflokknum. Enn um blessað frelsið Þistill sá, er þetta ritar varð fyrir þeirri dapurlegu lífsreynslu hér á dögunum, að á sjónvarps- skermi hans birtist loðhýfill nokkur, ekki mjög broshýr, og hóf að prédika lýðnum fagn- aðarerindið um frjálsan rekstur útvarps- og sjónvarpsstöðva á íslandi. Eftir því sem næst varð komist er þessi frjálsi rekstur fólginn í því, að þeir einstakling- ar, sem eru nógu frjálsir tíl þess að hafa aðgang að peningum annarra, fá að senda út efni, sem inniheldur þann frelsisboðskap, sem þeim er hugleiknastur, (Hvenær skyldi almenningur verða leiður á þessu blessaða frelsi?). —--------------- AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Olíustyrkur Greiðsla olíustyrks fyrir mánuðina júlí-sept. 1979 hefst á bæjarskrifstofunni mánudaginn 12. nóvem- ber ,og lýkur föstudaginn 16. nóvember næst- komandi. Bæjarskrifstofan er opin frá kl. 10.00 til 15.00 dag- lega frá mánudegi til föstudags. Akureyri, 6. nóvember 1979. Bæjarritari. Félag pípulagningarmanna á Akureyri óskar eftir manni til að annast uppmælingar. Þeir sem áhuga hafa sendi skriflega umsókn fyrir 20. nóv. í pósthólf 672, Akureyri. TILKYNNING frá FÉLAGI PÍPULAGNINGARMANNA á Akureyri Að gefnu tilefni viljum við eindregið vara við að réttindalausir og ófaglærðir menn séu að vinna við pípulagnir. Stjórn félags pípulagningarmanna. Atvinna Vélsmiði, trésmiði og plötusmiði vantar nú þegar. Mikil vinna. Mötuneyti á staðnum. Upplýsingargefur starfsmannastjóri. SLIPPSTÖÐIN H.F. - Síml 21300 TIL ÁTAKA hverjum flokkur hans muni vinna þegar til stjórnarmynd- unar verður gengið. Málgögn flokks hans og áróðursmenn ræða hins vegar fjálglega um möguleika á meirihlutastjórn Alþýðubandalags og Fram- sóknar að kosningum loknum. Líkindin fyrir því að slíkt yrði framkvæmanlegt verður hver og einn að meta, og það eitt er víst að ekki mun standa á Alþýðubandalaginu að myndaa slíka ríkisstjórn um sæmileg málefni. Hitt verða kjósendur að skilja, að það er ekki til Alþýðubandalagsins og stefnu- mála þess sem forysta Fram- sóknarflokksins hugsar þessa dagana. Reynslan hefur kennt okkur að hverju sinni sem Framsóknarflokkurinn hefur bætt stöðu sína gagnvart kjós- endum í samstarfi við Alþýðu- bandalagið, þá hefur hann hlaupið með vinninginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, Þetta mun hann enn gera nema því aðeins að aukinn styrkur Al- þýðubandalagsins verði honum vísbending um vilja kjósenda, Nú skyldum við gæta þess í kosningabaráttunni að láta sam starfsflokka okkar frá stjórn- armánuðunum njóta sannmælis og taka ekki heldur af þeim meira en auga fyrir auga í harmabætur. En það mega þeir kjósendur til með að muna, sem refsuðu Framsóknarflokknum í síðustu kosningum fyrir íhalds- samstarfið og kynnu nú að spyrja í vandræðum sínum hvort þeir ættu þá líka að refsa honum fyrir samstarf við Al- þýðubandalgið að forysta þess flokks hefur ávallt túlkað fylg- isaukningu sem stuðning við íhaldssömustu sjónarmið flokksins. í hvert sinn sem Alþýðubandalaginu hefur auðnast að fá framsóknarfor- ystuna til vinstrisamstarfs hefur það gerst með þeim hætti að okkur hefur hlotnast til þess nægilegur styrkur í kosningum að draga hana á halanum til stuðnings við stefnu okkar. Hönd fyrir hönd Vandamál efnahags- og at- vinnulífs á landi hér verða ekki leyst nema með atbeina Al- þýðubandalagsins og verka- lýðshreyfingarinnar. Undir for- ystu Sjálfstæðisflokksins verða þau ekki leyst, jafnvel þótt Alþýðuflokkur og Framsókn- arflokkur gangi báðir til liðs við hann. Ástæðan er einfaldlega sú, að sú lausn sem Sjálfstæðis- flokkurinn beitir sér fyrir er andstæð hagsmunum fólksins og leiðir til átaka þar sem samtök launafólks undir póli- tískri forystu Alþýðubandalags ins mun ávalt sigra um það er lýkur. Afþessum einföldu ástæðum er stjórnarsamstarf Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðísflokks' óhugsandi. 1 þessum kosning- um hefur Sjálfstæðisflokkurinn grafið upp og fægt að nýju ýmis vígorð, sem hentugt hefur þótt að geyma í pólitískum átökum undanfarinna áratuga. Kosn- ingastefnuskrá Geirs Hallgríms sonar boðar ómengaða aftur- haldsstefnu undir fyrírsögninni „Ný viðreisn í anda frjáls- hyggju". - Efnislega er þar boðað alræði peningavalds, niðurskurður á fjárveitingum til félagslegra þarfa svosem al- mannatrygginga, skólamennt- unar, menningarstarfsemi al- þýðu, heilbrigðisþjónustu, hjálpar við aldraða og öryrkja . Boðuð er atlaga við réttindi verkalýðssamtakanna. Viðreisn in á að vera hlutskipti fjármagns eigendanna, gróðahyggjan á að njóta frelsisins. Boðskapurinn ætti að vera nógu ljós en hættan er enn sem fyrr á því að velmeinandi fólk, sem honum er stefnt gegn, láti enn sem fyrr glepjast af tali áróðursmanna vinnurekendasambandsins, sem er hinn raunverulegi útgerðar- aðíli Sjálfstæðisflokksins. Enn sem fyrr mun verða vitnað til félagsmálaráðstefnu Sjálfstæð- isflokksins og aðildar hans að ýmisskonar löggjöf sem varðar almannaheill. Það varð ekki hjá því komist, að ímyndunaraflið snaraði sér í hlutverk spyrilsins í sjónvarp- inu og viðtalið tók þessa stefnu: Spurning: Hvað þarf til þess að reka frjálsa útvarpsstöð? Svar: Peninga. Spurn.: Hvar á að fá pening- ana? Svar: Með auglýsingum. Spurn.: En hvernig fæst fjár- magn til auglýsinga? Svar: Með hækkuðu vöruverði. Spurn.: Hver greiðir vöru- verðið? Svar: Fólkið í landinu. Spurn.: Hver leggur þá til peningana? Svar: Fólkið í landinu. Spurn.: En hver á þá stöðina? Svar: Fólkið í land... - ég meina - - bara - - sá sem á hana, - eða þannig sko! En nú vill svo heppilega tíl, að .fólkið í landinu á bara býsna frjálsa útvarpsstöð, þ.e.a.s. gamla gufuradíóið við Skúla- götu og getur einnig vel hugsað sér að nota aurana sína til einhvers annars en drita niður meira eða minna frjálsum loðhýflastöðvum út um hvipp- inn og hvappinn. „Þorn og þistlar" geta því ekki tekið undir stökuna, sem áðurnefnd kélling kastaðí fram á áðurnefndu kjördæmisþingi: Megi okkur góður gvöð gefa án vfls og sorgar, frjálsa sjónvarpssendistöð, sem að fólkið borgar. Þ. Framhald af opnu. Sannleikurínn er híns vegar sá, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki fallist á eitt einasta löggjafaratriðí sem vert er að nefna til hagsbóta fyrir fram- leiðslustéttirnar, fyrr en eftir að það hefur verið rekið af afli ofan um kok hans. Þau lýðréttindi sem alþýðan í þessu landi hefur öðlast með löggjöf, hafa náðst fram með samstilltum aðgerðum verka- lýðssamtakanna og hins póli- tíska arms alþýðusamtakanna. Hverju sinni hefur fólkið mátt neyta pólitísks aflsmunar. Gegn þeim réttindum sem náðst hafa í löngu og hörðu stríði er nú stefnt undír vígorðinu um nýja víðreisn í anda frjálshyggju. Það reipi sem alþýðusamtök- in hafa togað við Sjálfstæðís- flokkinn, pólitískt sameignar- fyrírtæki peningamanna, snúið úr mörgum þáttum faglegra og póllitískra markmiða, lá allt fyrir nokkrum áratugum hring- að í keltu íhaldsins. Eftir langa togstreytu liggur nú mikill hluti þess hringaður við fætur fram- leiðslustétta og launamanna þótt misjafnlega hafi nytjast vegna pólitískrar sundrungar Þætti þessa kaðals skulum vio nú skoða í leit að hlutdeild Sjálfstæðisflokksins í vinning- unum: Vökulög, verkfallsrétt, atvinnuleysistryggingar, slysa- bætur, ellilífeyrí, sjúkratrygg- ingar, verkamannabústaði, rétt til menntunar. Hver einasti þáttur þessa reipis er gnúinn af mótstöðu íhaldsins, jafnt í samtökum atvinnurekenda sem á Alþingi. Aðeins hreistrið hvíta, skinnið sem við drógum með því úr greipum andstæð- inganna, það eitt er hlutdeild Sjálfstæðisflokksins í þeim vað faglegra og pólitískra sigra, sem alþýðan hefur dregið til sín úr höndum óvina sinna á liðnum árum. Um kaðalinn þann verð- ur togast í kosningunum 2. og 3. desember og enn skulum við vinna á hönd fyrir hönd. 6 -NORÐURLAND

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.