Norðurland


Norðurland - 08.11.1979, Blaðsíða 7

Norðurland - 08.11.1979, Blaðsíða 7
Leikfélag Akureyrar „Öngstrætið" Sýning fimmtudagskvöld kl. 20.30 Gul kort gilda. föstudagskvöld kl. 20.30 sunnudagskvöld kl. 20.30 Galdrakarlinn í Oz Sýning á laugardag kl. 3. Miðasalan er opin sýning- ardaga frá kl. 16 og laugar- daga frá kl. 13. Sími 24073. L. A. f " ' ' Auglýsið r í Norðurlandi - FRÁ FERÐAFÉLAGI AKUREYRAR Hin árlega Qölskylduhátíð Ferðafélags Akureyrar verður að Laugarborg laugardaginn 10. nóvember og hefst kl. 8.30. Góðar veitingar, skemjntiatriði og dans. Aðgöngumiðasla verður á skrifstofu félagsins í Skipagötu 12, III. hæð, sími 22720 kl. 17-19.30 föstudaginn 9. nóvember og kl. 14-16 laug- ardaginn 10. nóvember. Sæta- ferðir úr Skipagötu 12 kl. 8.00. Rauði krossinn - Akur- eyrardeild. Skrifstofa deildar- innar er til húsa að Skólastíg 5, gengið inn að austanverðu. Síminn er 24803 og skrifstofan er opin fyrir hádegi alla virka daga. Heimsóknartímar Almennir heimsóknartímar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri eru frá kl. 15-16 og 19-20 alla daga, - Hjúkrunarforstjóri. Neytendasamtökun á Akur- eyri og nágrenni: Skrifstofan er opin þriðju- daga og miðvikudaga kl. 4-6. Sími 24402. t JÓHANNA VILHJÁLMSDÓTTIR, Ránargötu 1, Akureyri, er látin. - Útförin fer fram föstudaginn 9. nóvember kl. 13.30 eftir hádegi. Steingrimur Eggertsson og börnin. Einar og Garðar á plötu Þeir sem hafa sótt sumarhátíðir Alþýðubandalagsins sem haldn ar hafa verið í Reykjadal þekkja vel þá félaga Einar Kristjánsson og Garðar Jakobsson á Lautum í Reykjadal. Þar hafa þeir skemmt gestum með hljóðfæra- leik og fólk stigið dansinn eftir lögum sem ekki hafa hljómað í eyrum fólks í heilan manns- aldur, en voru á hvers manns vörum þegar afar og ömmur okkar sem teljumst til ungs fólks í dag voru að draga sig saman um aldamótin síðustu. Nú eru þessi lög komin út á plötu frá S.G. hljómplötum, Einar spilar öll lögin nemaeitt á harmoniku og Garðar leikur undir flest lögin á annarri hliðinni nema einu, þar leikur hann á fiðlu. Einar þarf ekki að kynna fyrir lesendum NORÐURLANDS. Hann er þeim þó kunnari sem rithöfundur en tónlistarmaður. Hann lærði hins vegar ungur maður í Þistilfirði á það hljóð- færi sem kallast tvöföld har- monika til aðgreiningar frá harmónikum með einfaldri nótnaröð. Tvöfalda harmonik- an var mikið notuð um alda- mótin en hún hefur 21 nótu en helmingi fleiri tóna því hver nóta skiptir um tón eftir því hvort nikkan er dregin sundur eða saman. Það er nokkuð um liðið síðan gamla hljóðfærið hans Einars gaf frá sér síðasta andvarpið, en nú hefur honum tekist að verða sér úti um nýja harmoniku af sömu gerð og leikur á hana á plötunni. Garðar Jakobsson bóndi á Lautum leikur undir harmon- ikuleik Einars á fiðlu, hljóð- færaskipan sem var algeng um aldamótin en um hríð hefur fiðlan ekki átt upp á pallborð- ið sem danshljóðfæri, a.m.k. ekki miðað við vinsældir henn- ar í grannlöndunum. Lögin á plötunni voru þekkt víða um land fyrir mannsaldri síðan, en ókunnugt er um uppruna þeirra að öðru leyti en því að þau eru talin norsk, dönsk eða sænsk allflest að minnsta kosti. Þarna eru rælar, polkar og valsar sem heita nöfnum eins og ,,Dansað á Bensahólnum“, „1 réttunum dansa ég stöðugt við Stínu“, „Er grundin fer að grænka“, og „Hún Gunna er svo góð við mig“. Á sunnudaginn kemur mun Einar leika á harmoniku á opnu húsi Alþýðubandalagsins en því miður verður Garðar líklega íjarri með fiðluna sína. En vonandi eiga þeir félagar lengi eftir að stilla saman strengi sína þegar dans verður stiginn á grundum Reykjadals. Hávaxtastefna og „hóflegt“ atvinnuleysi Saga fyrverandi ríkisstjórnar er ekki löng, en verður um margt athyglisverð. Þó stjórnin starf- aði ekki nema rúmt ár, má út frá ýmsum forsendum skipta þessu ári niður í tímabil. Til dæmis ef við skiptum því í tvennt, má segja að fyrri hlutinn hafi einkennst af áköfum tilraun- um krata að fá lögfest helstu slagorð sín. dll þjóðin fylgdist með bægslagangi þeirra og meðtók ný slagorð og dagsetningar sem ýmist boðuðu upphaf eða endi á veröldinni. En þar kom, að lög voru samþykkt, sem um of bera með sér lögfestingu slagorða. Þar með hófst síðari hluti æfi ríkisstjórnarinnar og var þá að sjá hvernig slagorðin virkuðu. Á þessu tíma- bili var tiltölulega hljótt um slagorðamennina þar til allt i einu að þeir hlupust á brott og treystu sér ekki að leiðrétta eigin axasköft. Þó olíuhækkunin eigi stóran þátt í aukinni verðbólgu á seinna tímabilinu, sem ég tala um, þá vegur hækkun vaxta ekki síður þungt, og er mörgu sinni verri orsök þar sem við okkur ein er að sakast, öfugt við olíuhækkunina sem viö gátum engin áhrif haft á, heldur áttum allt okkar undir frjálshyggjumönnum í Rotterdam. Hækkun vaxta undir slagorðinu raunvaxta- stefna var eitt af því sem kratar píndu inn í lögin af meira kappi en forsjá. Ekki er minnsti vafi á því, að þessi hluti Ólafslaganna svokallaðra hefur virkað mjög verðbólguhvetjandi. Ekki ætla ég að mæla því gegn að lántakendur greiði raungildi lána sinna til baka. En ef háir vextir, eða jafnháir og verðbólgustigið 40-50% eiga að tryggja það og koma í veg fyrirmargumræddan verðbólgugróða eiga þeir varla að teljast til rekstrarútgjalda og fást dregnir frá tekjum til skatts eins og nú er bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Það liggur í augum uppi að aukinn vaxtakostnaður hjá fyrirtækjum hefur í för með sér aukin rekstrarútgjöld, sem mæta verður með auknum tekjum í krónum talið þ.e. hækk- un á vörum eða þjónustu. Ef um útflutnings- fyrirtæki er að ræða þarf að fjölga íslensku krónunum, fella gengið. Þannig eltum við skottið á okkur, hækkum vexti til þess að hafa raunvexti, fellum síðan gengið til þess að hafa nógu margar krónur til að greiða vextina og skrúfum verðlagið þannig sjálfkrafa upp. Auðvitað má segja að lækka mætti einhver önnur rekstrargjöld, enda voru kratar með hugmyndir uppi um slíkt. Einfald- lega að lækka kaupið með því að minnka verð- bætur á laun að sama skapi og verðbætur á fjár- magnið hækkuðu. Þannig var gerð alvarleg tilraun til að minnka hlutdeild launa við skiptingu þjóðartekna, en auka enn afrakstur fjármagnsins. Megin til- gangur raunvaxtastefnunnar er þó talinn sá, að minnka þensluna í þjóðfélaginu með því að draga úreftirspurn eftir lánsfjármagni. En hvað þýða þá þessi síðustu orð? Þegar verðbólga og vextir hafa náð háu prósentustigi kemurað því að enginn, hvorki fyrirtæki, einstaklingar eða sveitarfélög geta greitt þessa vexti og taka þar af leiðandi, ekki lítil, heldur engin lán. Þetta getur gerst allt í einu og þar með siglir allt í strand, (tilbúin kreppa og atvinnuleysi). Þaðer ekki því að léyna að kenningar eru uppi um það, að „hóflegt" atvinnuleysi sé best til að draga úr þenslu í þjóðfélaginu og það er líka Ijóst að tryggasta leiðin til að ná því marki er að skapa heimatilbúna kreppu og við stefnum nú í þá kreppu ef ekki verður snúið frá þeirri hávaxta- stefnu sem fylgt hefur verið undanfarið. Ef áfram verður unnið í anda Ólafslaganna í þessu efni eða eftir frjálshyggjusnakki íhaldsins verð- ur veruleg kaupmáttarrýrnun ekki umflúin. Hún verður í síðasta lagi þegar verkalýðshreyfing- unni hefur verið stillt upp við vegg með „hóf- legt“ atvinnuleysi á herðunum. En það er ekki aðeins að hávaxtastefnan stefni kaupmætti launafólks í tvísýnu, heldur snertir hún kjör þess beint. Það hefur verið nokkurskonar trúaratriði hér á landi að ailir yrðu að koma sér upp eigin íbúð, og afleiðing þessa er að margir, sér í lagi ungt fóik, eru skuldum vafnir. Auðvitað má auka húsbygg- ingar á félagslegum grunni til að fólk festist ekki í skuldafeni og að sjálfsögðu ætti að vinna markvisst að því, en kratar sáu um að það gekk ekki. Eitt af slagorðunum sem lögfest voru með Ólafslögunum var minnkun ríkisútgjalda miðað við þjóðartekjur, sem þýðir að sókn í félagsleg- um málum var útilokuð og raunar þurfti að draga úr því sem áður var komið. Verðbólga í íslensku þjóðfélagi erekkert nýtt fyrirbæri og hún hefur skapað mikla eignatil- færslu á undanförnum árum og áratugum. Eignatilfærsla af hennar völdum var komin til sögunnar löngu áður en vimmarnir urðu há- værir í islenskum stjórnmálum. Það þarf að ná til verðbólgugróða, sem myndast hefur á und- anförnum árum, með skattlagningu en hafa ekki uppi röng og þjösnaleg vinnubrögð nú sem fyrst og fremst bitna á launafólki sem áður hefur orðið fyrir barðinu á eignatilfærslu verð- bólgunnar. NORÐURLAND- 7

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.