Norðurland - 08.11.1979, Síða 8

Norðurland - 08.11.1979, Síða 8
Fimmtudagur 8. nóv. 1979 MÁLGAGN SÓSÍALISTA f NORÐURLANDSKJÖR- DÆMI EYSTRA GERIST ,ÁSKRIFENDUR - Síminn er 2-18-75 - AUGLÝSIÐ f NORÐURLANDI - Síminn er 2-18-75 - Örn Ingi listmálari hefur komið upp sýningaraðstöðu að Kletta- gerði 6. Norðurland hafði samband við Örn að þessu tilefni. örn sagði, að sýningarsalurinn yrði opin alla virka daga milli 4-6. Þar vérða til sýnis myndir eftir ýmsa listamenn. Hér er ekki um neinar sérstakar sýningar að ræða heldur nokkurskonar Gallerí. Örn sagði að svona aðstöðu hefði vantað í bæinn og vonaði að þessu yrði vel tekið. NORÐURLAND spurði hvort hér væri um að ræða samkeppni við Háhól. örn kvað það ekki vera, þetta væri öðruvísi starfsemi. Þarsemekki er um sérstakarsýningar að ræða, eir s og áður sagði. Um helgina sýna að Kletta- gerði óeftirtaldirlistamenn. Frá Akureyri: Aðalsteinn Vest- mann og Guðmundur Ármann. Frá Ólafsfirði: Kristinn Georgs- son. Elías B. Halldórsson frá Sauðárkróki. Þórður Hall og Björg Þorsteinsdóttir Reykja- vík. Peter Smith frá Englandi og Dieter Rot Þýskalandi. örn Ingi í nýja sýningarsalnum. Ráðvilltur nokkur og klofinn I Framboðsfrestur er liðinn og þau tíðindi helst af þeim m vettvangi að sjálfstæðisflokkurinn er í tvennu lagi bæði ■ sunnanlands og norðan. Eða eins og Alþýðublaðið (þessar 4 síður sem eftir eru af því til að hirða opinberu auglýsingarnar og sjá Jóni Baldvin fyrir lifibrauði) sagði svo eftirminnilega: • ,,Ihaldið býður fram klofið á Suðurlandi og Norðurlandi eystra“. Við hér í kjördæminu getum þá hlakkað til þess með H Óngli Þjóðviljans að sjá framboðsmyndirnar þegar þar að kemur. Og ekki verður síðra að njóta frambjóðenda af þessu ■ tagi í ræðustól. En að öllu gamni slepptu er rétt að staldra við og hugleiða ástæður þess að sjálfstæðisflokkurinn - „flokkur allra stétta" - skuli nú opinberlega sjálfum sér sundurþykkur og fylkingarnar ganga fram hver gegn annarri í framboðsslag. Fyrst má líta til stofnunar flokksins og 50 ára sögu hans. Við upphaf stéttastjórnmála á íslandi er landið var að öðlast ■ fullveldi komu fram á sama árinu tveir flokkar kenndir við Framsókn og Alþýðu. Þessir flokkar voru báðir vel rótttækir þótt sú tíð sé nú löngu liðin. Andspænis þessum flokkum þurftu svo „betri borgarar“ landsins og afturhaldsöfl að Ieignast sín tæki til tryggingar sínum forréttindum. í því skyni komu upp tveir flokkar: Frjálslyndi flokkurinn sem reyndar ■ varð lítill á velli og Borgaraflokkurinn sem síðar tók upp _ nafnið íhaldsflokkur. Forvígismenn hans komust þó brátt að því að það nafn var ekki aðlaðandi. Tryggvi Þórhallsson sem þá var formaður Framsóknarflokksins bjó til vígorðið:„Allt er betra en íhaldið“. Hefur svo verið löngum síðan nema ef telja skyldi brjóstmylkinga þess - kratana. En borgararnir í íhaldsflokknum voru sölumenn góðir. Þeir voru farnir að kynnast lögmálum auglýsingamarkaðar- _ ins og vissu að til að gera vöru auðseljanlega þarf að pakka henni í fallegar umbúðir og auglýsa hana. Og umbúðirnar | fengust. í sjálfstæðisbaráttunni hafði starfað Sjálfstæðis- flokkur sem löngum var flokkur þeirra sem lengst vildu ganga í kröfum við Dani. Hann klofnaði undir lokin í „langsum og þversum“ hluta eftir afstöðunni til sambands- ■ málanna og þótti þversumhlutinn þar vilja gæta íslenskra hagsmuna betur. Það brot bauð síðan fram eftir að fullveldi var náð en þá voru tímar þess liðnir. íhaldsmenn sóttu sér nú | nafn Sjálfstæðisflokksins gamla til Sigurðar Eggerz - ■ þversummanns - og klíndu því á þann bræðing sem þeir gerðu árið 1929 úr íhaldsflokknum og Frjálslynda flokknum. Þar I er kominn sá sjálfstæðisflokkur sem við þekkjum nú, og hefur nafnið lengstum í 50 ára sögu hans hljómað sem öfugmæli eins og afstöðu hans til þjóðfrelsismála og setu ■ erlends hers á íslandi hefur verið háttað. Á kreppuárunum starfaði hérlendis nasistískur flokkur sem marseraði undir hakakrossfánum um götur undir kjörorðinu: „Stétt með stétt“. Margir þeir sem þarna störfuðu gengu síðan í sjálfstæðisflokkinn og komust þar í ■ fremstu raðir, enda höfðu þeir verið kallaðir ungir menn með P hreinar hugsanir á þeim bæ. Höfðu þeir meðferðis kjörorð sitt sem síðan hefur verið hampað í nýjum heimkynnum. Hér skal ekki orðlengt frekar um forsögu Sjálfstæðis- | 'íflokksins en bent á að stofnun hans byggist ekki á markaðri stefnu, heldur fyrst og fremst óttanum við alþýðu þessa lands. Sá ótti hefur síðan gefið flokknum líf til okkar daga og hagsmunir fárra flokksbrodda setið í fyrirrúmi, þótt fjöldafylgið hafi verið furðu mikið og margfallt á við það sem gerst hefur hjá sambærilegum flokkum á Norðurlöndum. En flokknum hefur tekist að færa úlfseðli sitt í sauðargæru sjálfstæðisnafnsins og þar má leita skýringanna í gengi hans ásamt hatrömmum kaldastríðsáróðri o.fl. En aflgjafinn hefur verið óttinn öðru fremur, vissan um að fengju félagshyggju- menn að láta til sín taka væri hagsmunum valdastéttar sjálfstæðisflokksins - heildsalanna - ógnað. Þá má og nefna að Sjálfstæðisílokkurinn átti fyrstu 40 árin sterka foringja sem megnuðu að sameina flokkinn og láta hann koma fram út á við sterkari en innviðirnir voru. Eftir fráfall Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar hefur forystan verið ráðvillt og ekki megnað að sýna sterkt andlit út á við. Það hlýtur líka að vera erfitt að láta þá byggingu standa vel þar sem hver stoðin vill standa fyrir sig og á kostnað annarra en ekki styðja hver aðra að því sameiginlega markmiði að halda þakinu uppi. En snúum okkur nú að síðustu tímum. Það má öllum ljóst vera að síðasta ríkisstjórn, jafn sjálfri sér sundurþykk og hún var - naut þess í lífi sínu öðru fremur hversu lélega andstöðu hún átti sér á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn var á bólakafi í innbyrðis ósamlyndi, ogforysta Geirs Hallgrímssonar ekki á þann veg að hún megnaði að lyfta flokknum úr því díki. Hefði flokkurinn átt einhverja pólitík að reka hefði róðurinn orðið erfiðari fyrir stjórnina þetta eina ár sem hún sat og var ekki á bætandi. En það var hlutur kratanna - óskabarna íhaldsins - en ekki þess sjálfs. en ekki þess sjálfs. Svo vitnað sé til fornrar speki þá fær það hús sem er sjálfu sér sundurþykkt ekki staðist, jafnvel þótt í því húsi „rúmist allir, allir“. Því hlaupa nú stoðirnar út úr þvíog ætla að standa einar bæði á Sólnesi fyrir norðan og austan Þjórsár fyrir sunnan. Sólnes vill veg sinn og fjölskyldu sinnar sem mestan og þykir Halldór Blöndal hafa gerst fullfrekur til þingsætisins. Hann skiptir það engu hvað flokkurinn vill þegar á að senda hann út í kuldann, heldur hyggst baða sig áfram í þeirri „birtu og yl“ sem hann sjálfur á. Halldór verður á móti að sætta sig við það hlutskipti að verða að lokum aldursforseti Alþingis - en alltaf sem varamaður! Sunnan lands má rekja klofninginn að nokru leyti til gamallar hreppapólitíkur og kjördæmaskiptingar. En einnig þar kemur persónupotið við sögu. Steinþóri á Hæli var ýtt ofan í fallsætið fyrir síðustu kosningar með klækjabrögðum sem Ingólfur á Hellu lagði, a.m.k. blessun sína yfir ef þau voru ekki frá honum komin. Nú hefur Steinþór safnað liði og hefnt - það er hann sem fylkir með Eyjamönnum í ár og þá eru Eggert Haukdal og Ingólfur úti í kuldanum. Afstöðu Ingólfs til flokksins nú segja kunnugir að rekja megi til stjórnarmyndunarinnar 1974. Þá fór fram í þingflokki íhaldsins eins konar vinsældakosning í ráðherrastóla og í því stríði lét Ingólfur sitt pólitíska líf. Fyrir það er hann nú að hefna og styður Eggert og co. gegn ílokknum. Hér ber . allt að sama brunni. Glundroðakenning sjálfstæðisflokksins er nú að sannast á þeim flokki sjálfum. Þeir töldu sjálfir í haust að nú væri tækifærið að fá meirihluta á Alþingi. Hafi þeir einhverntíma staðið nærri því er það nú löngu fyrir bí - svo hafa þeir sjálfir séð um. gr| í; cr droðað Gagnrýnin bíður Sl. föstudagskvöld frum- sýndi L.A. leikrit Arnar Bjarnasonar „Fyrsta öng- stræti til hægri“ við mjög góðar undirtektir leikhús- gesta. Gagnrýnandi Norð- urlands, Geir Rögnvalds- son, sem býr á Siglufirði, hefur skrifað gagnrýni um leikinn en vegna samgöngu örðugleika verður birting hennar að bíða næsta blaðs. Geir Rögnvaldsson er Reykvíkingur, fæddur 22. mars 1949, sonur Helgu Egilsson og Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleik- ara. Hann vinnur að loka- ritgerð í leikhúsfræðum við háskólann í Lundi og starf- ar sem kennari og leikstjóri á Siglufirði. En sleppur Hann í gegn- um prófkjör? Á dögunum birtist hér vísa þar sem gefið var í skyn að andskotinn sjálfur væri genginn í Alþýðuflokkinn. Alþýðuflokksmenn hafa snúist öndverðir við þess- um ósvífna áróðri okkar kommanna. Bóndi á Sval- barðsströnd kvað þessa vísu á móti: Bændurnir óttast uppskerubrest, illviðrin leggjast í skrokkinn. Og guð sem áður gaf okkur flest er genginn í Alþýðuflokkinn. I tilefni forsíðu- fréttar í tilefni af forsíðufyrirsögn í Alþýðublaðinu á dögunum var eftirfarandi vísu gaukað að okkur: fhaldið býður okkur fram klofið einhverjir hljóta þar skjól. Skammdegis þó gegnum skýjarofið skín í rauðflekkótt jól. RR Og enn er kveðið af sama tilefni: Ekki batnar íhaldið þó Alþingi sé rofið. Burgeisanna bæxlalið býður nú fram klofið. Ekki hlotnast ást né ró íbaldsheimilinu. Mogginn birta mætti þó mynd af framboðinu. I tilefni 7. nóvember Þessi vísa er hleruð á göt- unni 7. nóvember og kennd Rögnvaldi Rögnvaldssyni. Leiftri slær á landsins fjöll, lýsir skrefum hröðum. Geirneglingin gliðnar öll gaf sig á mörgum stöðum.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.