Norðurland


Norðurland - 29.11.1979, Qupperneq 1

Norðurland - 29.11.1979, Qupperneq 1
NORÐURIAND 4. árgangur Fimmtudagur 29. nóvember 1979 30. tölublað Marðartungan mjúk og hál I þessari kosningabaráttu sem nú stendur yflr og fer senn að Ijúka hafa fallið mörg orð bæði stór og þung. Sem betur fer eru það nú oftast atvinnupólitíkus- arnir sem láta þessi orð frá sér fara og í langflestum tilvikum er þeim beint til þeirra sem til hafa unnið. En þegar blöð í þessu kjördæmi gera sér leik að því að fara með hrein ósannindi og vanda hvergi til heimilda, þykir mér ekki hjá því komist að gera við það nokkrar athugasemdir. DAGUR má muna sinn fífil fegri en þann að lepja nú upp tilefnislausan þvætting. Strax daginn eftir að áður- nefnd forsíðugrein birtist hafði ég samband við Áskel nokkurn Þórisson og bað hann fyrir leið- réttingu sem ekki hefur enn fengist birt í Degi þrátt fyrir ítrekuð tilmæli. Það er einlæg von mín að framsóknarmenn ríði ekki feitum hesti frá áður- nefndri forsíðugrein og um leið vil ég ítreka fyrri skoðun mína að slík blaðamennska eigi aldrei rétt á sér hvort sem fyrir dyrum standa kosningar eða ekki. Akureyri 21.11. ’79 1 Degi í gær er forsíðufrétt þar Arnar Björnsson, kosningastj. sem þess er getið að ég undir- ritaður hafi á fundi Alþýðu- bandalagsins á Húsavík skorað á menn að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn frekar en Framsóknar- flokkinn í komandi kosning- um. Ég vil taka það fram að hér er um rakalaus ósannindi að ræða. Ég hélt að útbreiddasta viku- blað í þessu kjördæmi viðhefði áreiðanlegri og vandaðri vinnu- brögð. Fréttamennska af þess- ari tegund er mest í líkingu við þá fréttamennsku sem síðdegis- blöðin viðhafa. Ég hélt nú að málefnaleg staða Framsóknar- flokksins væri sterkari en raun ber vitni og að málgagn hans í kjördæminu þyrfti ekki að grípa til lágkúrulegra vinnubragða Ólíkt meiri reisn hefði nú ver- ið að geta heimildarmannsins. Það hefði þá verið hægt að snúa sér beint til hans og sýna honum framá að ósannindi séu ekki nauðsynlegt hráefni í kosninga- barátti. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Arnar Björnsson. Kosningasjóður Hið lífseiga vandræðabarn er enn síhungrað og heitir á alla velunnara sína að bæta úr ástandinu. Króinn er til húsa í Eiðsvallagötu 18 og tekur þar þakksamlega á móti næringu. Akstur kjördagana Eins og áður mun Alþýðubandalagið reyna að aðstoða þá sem þurfa á akstri að halda. Þeir sem vilja leggja fram lið sitt i því sambandi vinsamlegast hafi sam- band við kosningastjórann í síma 25975. Kjördagana getur fólk beðið um akstur og fengið upplýsingar í símum: 25975, 21875 og 25875. Engin kjörskrárvinna Hin hefðbundna kjörskrárvinna verður ekki unnin að þessu sinni en engu að síður hvetjum við fólk til að koma og starfa og vera með okkur kjördagana. Opið hús - Báða kjördagana Alþýðubandalagið verður með opið hús báða kjördagana á Eiðsvallagötu 18. Við munum opna strax um morguninn og verða með opið hjá okkur fram á kvöld. Þar verða veitingar á boðstólum og létt dagskrá um eftirmiðdaginn. Að auki erum við með kosningahandbækur Fjölvíss til sölu á góðu og þægi- legu verði. Við viljum hvetja menn til að koma á kosningaskrif- stofuna á Eiðsvallagötunni og leggja okkur lið í barátt- unni. Happdrætti Þjóðviljans Happdrætti Þjóðviljans og NORÐURLANDS rninnir alla þá, sem fengið hafa senda miða að gera skil sem allra fyrst. Það er vel til fundið að nota kjördagana til þess en þá verður tekið við greiðslum á kosningaskrifstofu Alþýðubandalags- ins og hjá umboðsmönnum í kjördæminu. Þeir sem fengið hafa senda gíróseðla eru einnig beðnir að gera skil. Dregið verður 1. desember og vinningsnúmer birt fyrir jól. Umboðsmenn eru: Ólafsfjörður: Agnar Víglundsson, Kirkjuvegi 18 Dalvík: Hjörleifur Jóhannsson, Stórhólsvegi 3 Hrísey: Guðjón Bjömsson Húsavík: Snær Karlsson, Uppsalavegi 29 María Kristjánsdóttir, Árhóli 8 Raufarhöfn: Angantýr Einarssori Þórshöfn: Arnþór Karlsson Akureyri: Skrifstofa NORÐURLANDS, Eiðsvallagötu 18 Dregið verður 1. desember. Umboðsmenn G-listans í Norðurlandskjördæmi eystra Ólafsfjörður: Agnar Víglundsson, Kirkjuvegi 18, sími 62297. Dalvík: Jóhann Antonsson, Sognstúni 4, sími 61460. Hrísey: Guðjón Bjömsson, Sólvallagötu 3, sími 61739. Mývatnssveit: Sigurður Rúnar Ragnarsson, Helluhrauni 21, sími 44136. Raufarhöfn: Angantýr Einarsson, Læknisbústaðnum, sími 51125. Kópasker: Guðmundur Örn Benediktsson, Hvoli, sími 52112. Þórshöfn: Henrý Már Ásgrímsson, Lækjarvegi 7, sími 81217. Húsavík: Kosningaskrifstofa G-listans er í Snælandi, sími 41898. Kosningastjórar eru Þorkell Bjömsson, sími 41743, og Kristján Pálsson, sími 41139. Umboðsmaður G-listans á Húsavík er Helgi Bjarnason, Ásgarðsvegi 16, simi 41357. Stuðningsmenn listans eru hvattir til að gefa sig fram til starfa. Ný ferja kemur til Hríseyjar bls. 2 Norðurland raeðir við nokkra kjósendur bls. 3 Ræður Maríu og Soffíu á Akureyrar- fundinum sjá opnu „Ef grannt er skoð- að“ - Um skoðana- kannanir sjá baksíðu g-'i X (jr Try ggjum sig ur G-listai 1S xb

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.