Norðurland


Norðurland - 29.11.1979, Blaðsíða 3

Norðurland - 29.11.1979, Blaðsíða 3
NORÐURLAND RÆÐIR VIÐ NOKKRA KJÓSENDUR Rögnvaldur og Hlín. SAMTAKAFÓLK SAMEINIST UM ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Bændur vilja V-stjóm Benóný var nýkominn úr Qár- húsunum og var gesti umsvifa- laust boðið til kvöldverðar. Ræddi fjölskyldan af miklu fjöri um stjórnmálin, nema Valgerður Jónsdóttir yngri, en hún er nú bara tveggja ára. Fer hér á eftir stutt viðtal við Benóný: Hvernig heldur þú að það komi niður á bændum ef íhaldið vinnur sigur í kosningunum? - Það getur ekki komið öðru vísi en illa við bændur. Boðað er óheft markaðslögmál, lögmál frumskógarins, sem meðal ann- ars felst í afnámi á niðurgreiðsl- um landbúnaðarafurða, en það mundi þýða stórfelldan sam- drátt. Eins og nú er ástatt í landbúnaðinum í þessu kjör- dæmi og fleirum, vegna nýgeng- ins harðæris, hafa bændur þörf fyrir annað og meira en sam- drátt af manna völdum. Hvernig líst þér á ástandið í stjórnmálum? - Mér líst illa á það. Fyrir síðustu kosningar var mikil hreyfing á kjósendum, en að- stæður eru nú gjörbreyttar og mér virðist þær hafa haft þau áhrif að fólk sé hætt að hugsa um pólitík, niðurstaða úr próf- kjörum bendir einnig til þess. Eiríkur Ágústsson, varafor- maður verkalýðsfélagsins Ein- ingar, og formaður Dalvíkur- deildar félagsins. Láglauna- fólki í hag Ég styð Alþýðubandalagið vegna þess að ég tel þeim lægst launuðu hiklaust hag í því að styrkur þess aukist á þingi. Ég held að Alþýðubandalagið og Framsókn geti í sameiningu helst komið í veg fyrir íhalds- stjórn og fáa langar í viðreisn. Kratar hlupu út úr vinstri stjórn, brott frá mörgum góð- um frumvörpum sem hefðu verið verkafólki mjög í hag og vantaði ekki nema herslumunin á að yrðu afgreidd. Alþýða landsins kýs sér ekki í hag með því að krossa við kratana. Það er ekki kaup launþega sem er verðbólguvaldurinn í þjóðfélaginu og það virðist Alþýðubandalagið einn flokka hafa getað skilið og hefur sannað það með því að standa gegn sífelldum árásum Fram- sóknar og krata á kaup launa- fólks í fráfarandi ríkisstjórn Benóný Arnórsson, bóndi, Hömrum, Reykjadal. Undirstaðan undir því að alþýðan nái völdum í landinu er að hún hugsi um pólitík og starfi í pólitik. Hverskonar stjórn mundir þú vilja fá að kosningum loknum? - Ég tel tvímælalaust að samstjórn Alþýðubandalags og Framsóknar sé sú eina stjórn, sem vinstri sinnað fólk getur sætt sig við. Tapi þessir flokkar hinsvegar verður það til fram- dráttar fyrir svæsnustu aftur- haldsstjórn, sem við höfum séð til þessa. Má þar til nefna leiftursókn þá gegn lífskjörúm og samhjálp, sem afturhaldsöfl- in hafa boðaða. (Ljósm. og viðtal: JA) undir því yfirskini að ná verð- bólgunni niður. Þetta þarf launafólk að gera sér ljóst. Næg verkefni í félagsmálum sjómanna Jóhann Gunnarsson, stýrimað- ur, Dalvík. Ég greiði Alþýðubandalaginu atkvæði mitt í þessum kosning- um þar sem ég tel að það muni best standa vörð um hagsmuni vinnandi stétta. Sem sjómaður tel ég Alþýðubandalagið líklegt til að vinna að úrbótum á félagsmálum sjómanna, en þar eru næg verkefni fyrir félags- hyggjuflokk. Eg er einlægur andstæðingur herstöðva á íslandi og veru okkar í NATO. Eins og allirvita er Alþýðubandalagið eini flokk urinn sem hefur það á stefnu- skrá sinni að koma ameríska hernum burt. Ég trúi því að með auknum þingstyrk muni flokk- urinn standa við gefin heit i þeim efnum. Vinstri menn skilji sinn vitjunartíma Freyr Bjarnason er maður önnum kafinn, en einnig skjótur til svars og áræðis. Það tók ekki langan tíma að hrista eitt viðtal fram úr erminni. Hvað finnst þér um leiftur- sókn íhaldsins? - Mér fínnst þetta í einu orði sagt hroðaleg stefnuyfirlýsing og ég tel að hún boði atvinnu- leysi og allsherjar samdrátt. Þetta er ekkert annað en ný viðreisn að koma aftur í ennþá grófari mynd, og ég tel að eina raunhæfa leiðin til að sporna við „viðreisnar" stefnunni sé samstarf vinstri flokkanna. Telur þú ekki sigur Alþýðu- bandalagsins mikilvægan? - Hann er nauðsynlegur til að sporna við stefnu viðreisnar- flokkana og hættuni á að Framsókn hlaupi með íhaldinu þrátt fyrir gefin loforð. Að lokum? - Ég tel sérstaklega mikilvægt nú að vinstri menn skilji sinn vitjunartíma. (Ljósm. og viðtal: JA) Freyr Bjarnason, múrara- meistari, Húsavík. Brynjólfur Gíslason kennari á Þórshöfn er einn af stofnfélög- um Alþýðubandalagsfélagsins á Þórshöfn sem stofnað var í haust. Hann sagði er NORÐ- URLAND hafði samband við hann: Ég styð Alþýðubandalagið vegna þess í fyrsta lagi að sá flokkur er hinn eini sem hefur ákveðna stefnu á móti hernum og NATO-aðildinni. Hinir flokkarnir eru reikandi í þessu máli og engum þeirra er þar treystandi. Þeir hafa ekki rétttil að rísa gegn sifjaspellunum á Keflavíkurflugvelli. Tíðindamenn NORÐUR- LANDS heimsóttu Rögnvald Rögnvaldsson og Hlín Stefáns- dóttur konu hans í Munkaþver- árstrætinu og ræddum við þau yfir kaffi og meðlæti. Við spurðum þau hvernig þeim litist á ástandið ístjórnmálunumnún a við þessar kosningar. ,,Ég hef nú alltaf verið róttæk og kosið til vinstri,“ sagði Hlín. ,,Og það verður að segja það eins og er að öllum flokkum sem bjóða fram núna að Al- þýðubandalaginu undanskildu eru sterk íhaldsöfl sem ráða ferðinni. Við þurfum auðvitað ekkert að ræða um íhaldiðj við vitum að það styður þá sem ráða fjármagninu ogþaðstarfar í andstöðu við alþýðuna. Við vitum alveg hvar við höfum íhaldið, það er það góða við það. En éghefalltaf haft megnustu andstyggð á þeim sem ekki geta komið fram án þess að villa á sér heimildir og sigla undir fölsku flaggi. Alþýðuflokkurinn hefur mjög góða stefnuskrá en það sorglega er að þar komast sífellt til valda menn sem vinna gegn stefnuskrá síns eigin flokks. Fyrir mig kemur því ekkert til greina annað en að styðja í öðru lagi styð ég Alþýðu- bandalagið vegna landsbyggð- arstefnu þess. Framsóknar- flokkurinn hefur gefist upp á því sviði. Stefna hans er löngu stirðnuð og geld. Hvernig er hljóðið í mönnum á Þórshöfn? Ég held að það sé óhætt að segja að það sé mjög gott. Við erum nýbúnir að stofna félag hérna og það er kraftur í því og ég hef orðið var við að margir sem kjósa í fyrsta skipti nú styðja Alþýðubandalagið. Alþýðubandalagið, það er eini heilsteypti vinstri flokkurinn sem býður fram núna. Er valið eins auðvelt fyrir þig Rögnvaldur? Eg er einn af stofnendum Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og virkur félagi þar síðan. Samtökin voru stofnuð á sínum tíma til að safna saman vinstra fólki sem var dreift og aðrir flokkar fengu ekki hljóm- grunn hjá. Árangurinn varsáað við fengum fimm menn kjörna á þing og urðum úrslitaaflið í vinstri stjórn. Og þó við bjóðum ekki fram nú getum við enn sem fyrr lagt okkar að mörkum til þess að vinstri stjórn verði mynduð að loknum þessum kosningum. Ég tel að Frjáls- lyndir og vinstri menn ættu að sameinast um það nú að styðja Alþýðubandalagið. Hvernig rökstyður þú það? í fyrsta lagi hefur Alþýðu- bandalagið mjög sterk ítök í launþegahreyfingunni og er mál svari hennar og vinstri stjórn verður ekki mynduð án þátt- töku Alþýðubandalagsins með stuðningi verkalýðshreyfingar- innar. í öðru lagi nýtist hvert atkvæði sem Alþýðubandalagið fær við útreikning uppbótar- sæta. Sú staða getur kornið upp að mörg hundruð atkvæði greidd Framsóknarflokknum falli dauð og ómerk á n þingmanns og vinstri hreyfingin má ekki við því. Hvað Alþýðuflokkinn varðar þá hafa forustumenn hans ekki sýnt þá ábyrgð í vinstra sam- starfi sem umbjóðendur þeirra ætluðust til. En þeir sem telja sig eygja persónulega framavon með því að styðja þá þeir geta auðvitað gert það á sína ábyrgð. En útkoman í síðasta prófkjöri hjá Alþýðuflokknum hér í kjördæminu sýnir það ótvírætt að verkalýðsleiðtogar og aðrir launþegar eiga ekki upp á pallborðið í þeim herbúðum. Þar lét formaður stærsta verka- lýðsfélags utan Reykjavíkur í minni pokann' tyrir landflótta og uppgjafa atvinnurekanda af Suðurnesjum. Soprin hræða. Með þetta í huga þykir mér einsýnt fyrir mig að samherja mína úr Samtökum sem vilja hugsjón sinni truir að kjósa G- listann í komandi kosningum. Byggðasteftian og hermálið ráða úrslitum NORÐURLAND- 3

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.