Norðurland


Norðurland - 29.11.1979, Blaðsíða 5

Norðurland - 29.11.1979, Blaðsíða 5
na á Akureyri í fyrrakvöld ÞAÐ ERU í HÚFI FÉLAGSLEG RÉTTINDI Rœða Soffíu Guðmundsdóttur Það sígur nú á seinni. hluta þessarar kosningabaráttu, en hana bar að með næsta skjótum hætti og óvæntum eins og allir vita. Þótt margt sé skrítið í þeim kýrhaus, sem heitir íslensk pólitík, þá hefði víst fáa órað fyrir því, fyrir nokkrum mán- uðum, að hér stæðum við nú í hörkuslag, kosningabaráttu og það í svartasta skammdeginu, sem ekki getur talist álitlegur tími til slíkra athafna. Úrslit síðustu alþingiskosn- inga fólu í sér skýra og afdráttarlausa kröfu um vinstri stjórn, en stjórnarmyndun gekk seint og treglega. Sú ríkisstjórn, sem um síðir var sett á laggirn- ar, og kratar rufu svo með alkunnu upphlaupi nú á haust- dögum, varð til vegna sterkrar kröfu af hálfu verkalýðshreyf- ingarinnar. Yfirgnæfandi meiri- hluti flokksmanna Alþýðu- bandalagsins var einhuga um, að því kalli bæri að hlýða. Það var stór hópur fólks, sem til þess ætlaðist, að Alþýðubandalagið tæki sæti í ríkisstjórn. Verka- lýðshreyfingin beitti sér einnig síðar, er blikur voru á lofti, eindregið til að koma í veg fyrir, að stjórnarsamstarfið rofanaði vegna margháttaðs ágreinings, er uppi var meðal stjórnar- flokkanna. Það er ljóst mál, að Alþýðubandalagið mátti standa í meiri og minni átökum við samstarfsflokkana, vegna end- urtekinna tilrauna þeirra til að skerða stórlega lífskjör almenns launafólks. Stjórnarþátttaka Alþýðubandalagsins bar því fremur keim af viðnámi en sókn, og þess ber einnig að minnast, að Alþýðuflokkurinn stóð ekki af heilindum að myndun fyrrverandi ríkisstjórn- ar, en var nánast til þess kúskaður sárnauðugur að taka þátt i henni. Framhaldið þekkja menn svo. Við höfum lagt á það áherslu í þessari kosningabaráttu, að það er hætta til hægri, að átökin standa milli hægri og vinstri, milli Sjálfstæðisflokks og Al- þýðubandalags. Við höfum lagt á það áherslu í þessari kosningabaráttu, að það er hætta til hægri, að átökin standa milli hægri og vinstri, milli Sjálfstæðisfiokks og Al- þýðubandalags. Við höfum einnig minnt eindregið á þá staðreynd í ljósi undangenginnar reynslu, að Framsóknarflokkurinn er því aðeins tilkippilegur til vinstra samstarfs, að Alþýðubandalag- ið sé í sókn og eflist að styrk. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú lagt fram hatrammari og ómengaðri afturhaldsstefnu en hann hefur áður talið sér henta að koma með fram fyrir þjóð- ina. Það er boðaður niður- skurður upp á tugi milljarða, sem óhjákvæmilega myndi leiða af sér stórfelldan samdrátt og atvinnuleysi um allt land. End- urreisn í anda frjálshyggju og leiftursókn gegn verðbólgu réttara sagt lífskjörum þýðir vitanlega óhefta markaðs og gróðahyggju. Þar er boðað frelsi íjármagnsins, þeirra, sem eiga það eða ráða því og þá á kostnað alls almennings að sjálfsögðu. Fjármagnið skal ráða, og allt, sem ekki ber sig eins og það heitir skal víkja. Engum getum þarf að því að leiða, en félagslegar umbætur, samneysla og uppbygging í qiennta og menningarmálum skulu undir hnífinn. Hagsmunir einkagróðans, en ekki almennra launþega verða hafðir að leiðarljósi. Sjálfstæð- isflokkurinn brennur í skinninu að fá yfirráðin yfir Mennta- málaráðuneytinu og blóðlangar vitanlega í atvinnuofsóknir, sem hann hefur ekki haft stöðu til að fylgja eftir. Það eru ískyggilegar fyrirætlanir, sem í því felast að selja eða kannske réttara sagt afhenda einkaaðilum ríkisfyrirtæki, sem byggð hafa verið upp víðsvegar um landið, til að mynda á borð við Slippstöðina á Akureyri. Hver árangur skyldi svo verða af þess konar leiftursókn gegn verð- bólgu þar sem stríðsmennirnir hugsa sér það sem eitt helsta fangaráð að sleppa öllu verðlagi lausu, gefa það bara frjálst, en halda hins vegar laununum niðri, þau mega ekki hækka. Flytjendur bókmenntadagskrár. Soffía Guðmundsdóttir. Sjálfstæðisflokkurinn reiðir nú hátt til höggs gagnvart lífskjörum og hag alls almenn- .ngs í landinu. Við höfum rétt í þessu fengið að heyra það í nokkrum svipmyndum hver lífskjör alþýðu manna voru búin undir íhaldsstjórn fyrr og síðar. Margir muna þá tíma þegar atvinnuleysi ríkti lang- tímum saman fjölmörg heimili beinlínis liðu skort, og baráttan stóð um brauðið. Síðan hefur sem betur fer margt breytst til bóta ekki síst fyrir baráttu verkalýðssamtakanna og sókn þeirra áleiðis til framfara og betri lífskjara. Samt býr stór hópur fólks í okkar þjóðfélagi við svo kröpp kjör, að laun þess fyrir dag- vinnu eina saman eru fjarri því að nægja fyrir nauðþurftum. Þeir, sem nú hrópa hæst um það, að allir verði að fórna, að kaup almenns launafólks sé ein helsta undirrót verðbólgunnar, og þar þurfi að reisa skorður við, þeir aéttu að prófa það á sjálfum sér að lifa á launum, sem nema innan við 250 þús. á mánuði, og þaðan af minna sé til að mynda litið til fatlaðra eða öryrkja, setn litla eða enga möguleika hafa til þess að rétta ögn við hag sinn með auknu vinnuálagi. Hluti fundarmanna í Alþýðuhúsinu. Myndir: G.K. Þessi lágu laun, sem Qöldi fólks býr við, hefur svo leitt af sér þann langa vinnudag, sem lengi hefur viðgengist hér á landi, getur ekki heitið neitt annað en vinnuþrælkun og er smánarblettur á okkar samfé- lagi. Vinnuþrælkunin leiðir svo af sé ótalin vandamál önnur, félagslegs eðlis, bitnar á börn- um og unglingum, skaðar fé- lagsstarfsemi, slævir félags og stéttarvitund, skerðir mögu- leika til að njóta mennta og menningar, fólk missir sjónar á réttinum til hvíidar og tóm- stunda svo fátt eitt sé talið. Þannig lítur baráttan um brauðið út nú á okkar tímum. Þeir eru margir, sem beinlínis búa við fátækt, og sú fátækt, sem við er að etja birtist nú einatt með nýrri ásýnd, með yfirbragði, sem kann í fljótu bragði að leyna nokkuð á sér, og er ekki ævinlega augljóst. Lágmenning flæðir yfir úr ýmsum áttum, það gætir æ meiri mismunar og stéttaskipt- ingar milli hinna ýmsu hópa í þjóðfélaginu, enn er vegið að lífskjörum fólksins í landinu. Við stöndum nú í ströngu. Við höfum nú búist til atlögu og kosningabaráttan gengur sem glaðast. Það er tekist á um það í hverra þágu landinu skuli stjórn að, hverra hagsmunir skuli sitja í fyrirrúmi. Þegar við nú herðum sóknina gegn þeirri afturhaldsstefnu, sem er í upp- siglingu og boðuð opinskátt, þá verðum við einnig að hafa það hugfast, að sú barátta stendur ekki einungis um kaup og kjör, krónutölu hinna eiginlegu launa í þrengstu merkingu. Það eru í húfi félagsleg réttindi, margháttuð félagsleg staða verkafólks og ávinningar, sem unnist hafa á löngu tímaskeiði, sem birtast okkur á sviði félagslegrar þjónustu, í heil- brigðis og menntakerfí, og þessir þættir vega þungt, þegar meta skal lífskjör okkar allra. Við verðum að reísa þær kröfur sem horfa til heilla bæði í efnalegu tilliti svo og félagslegu og á sviði mennta og menningar mála. Það veltur á öllu, að fólkið í landinu, þeir mörgu, sem verð- mætin skapa með vinnu sinni segi sem svo, hingað og ekki lengra, þetta látum við ekki bjóða okkur, við viljum lifa fyllra og innihaldsríkra lífi, við viljum lífvænleg laun fyrir dag- vinnu, en ekki linnulausa. vinnuþrælkun, við sækjum fast rétt okkar til hvíldar og tóm- stunda, til félags og menningar- lífs, við vefengjum þá neyslu- hyggju, sem kerfisbundið og markvisst er einlægt þröngvað inn á okkur, við viljum raska því brenglaða gildismati, sem þjóðfélag okkar einkennist í alltof ríkum mæli af, við viljum, að börnin okkar njóti fyllstu umönnunar, góðra og alhliða uppeldis ogmenntunarskilyrða, við viljum jafnrétti milli þegna þjóðfélagsins, við viljum jöfn laun fyrir nytsamleg störf, og við viljum, að ísland segi sig úr Nato og vísi erlendu herliði á brott. Við viljum, að fslending- ar byggi sjálfir upp innlenda atvinnuvegi um allt land. Það skiptir öllu, að það takist að reisa þessar kröfur með þeim þunga, að valdahlutföllin í þjóðfélaginu raskist almenningi í landinu í hag, þar er Alþýðu- bandalagið í fararbroddi, og þann flokk verða þeir að efla, sem vilja gera þessar kröfur að sínum. Ég vil hvetja félaga okkar og stuðningsmenn til þess að nota nú tímann vel fram að kosning- um og stuðlaaðfylgisaukningu, að sigri Alþýðubandalags í kosningunum um næstu helgi. NORÐURLAND - 5

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.