Norðurland - 29.11.1979, Page 8

Norðurland - 29.11.1979, Page 8
NORÐURLAND Fimmtudagur 29. nóv. 1979 MÁLGAGN SÓSlALISTA GERIST í NORÐIJRLANDSKJÖR- ,ÁSKRIFENDUR DÆMI EYSTRA - Sítninn er 2-18-75 - AUGLÝSIÐ í NORÐURLANDI - Síminn er 2-18-75 Húsvíkingar og Skagstrendingar: Semja um togarasmíð í Slippnum Nýverið voru undirritaðir samn ingar um smíði tveggja skuttog- ara hjá Slippstöðinni h.f. á Ak- ureyri. Er um að ræða 46 og 48 metra langa togara og eru þeir um það bil 400 tonn. Að sögn Gunnars Ragnars forstjóra Slippstöðvarinnar verður tog- ari Skagstrendinga búinn tækj- um til rækjuveiða á djúpmiðum og til vinnslu aflans um borð eins og togarinn Dalborg á Dal- vík. Fyrirtækin Skagstrending- ur á Skagaströnd og Höfði á Húsavík eru kaupendur aðtog- urunum. Samningarnir eru undirritaðir með fyrirvara um stuðning Byggðasjóðs og Fisk- veiðisjóðs. Kristján Ásgeirsson fram- kvæmdastjóri útgerðarfélagsins Höfða h.f. á Húsavík sagði í samtali við NORÐURLAND að ætlunin hefði verið að kom- ast af án þess að kaupa nýjan togara en þróunin væri sú að landróðrarbátum fækkaði. Nú í haust hefði verið atvinnuleysi á Húsavík og það sem af er þessu ári hafa verið greiddir 4849 dagar úr atvinnuleysissjóði en eins og menn vita er atvinnu- leysi meira en þær tölur gefa til kynna vegna þess að margir fá ekki greitt úr atvinnuleysissjóði vegna tekna maka. Kristján sagði að afkastaget- an í landi væri langt í frá full- nýtt og í kaupunum væri miðað Úr Slippstöðinni á Akureyri. við að hægt sé að tryggja öllum næga atvinnu til að halda uppi fjörutíu stunda vinnuviku, en á það hefði skort á þessu ári þrátt fyrir að unnin hefði verið 800 tonn sem flutt hefðu verið frá Akureyri. Til þess að ná því markmiði að tryggja fjörutíu stunda vinnuviku væri fyrir hendi á Húsavík nægur vinnu- kraftur og fjármagn í landi en togara vantar til viðbótar við þann sem fyrir er. Eins og fyrr segir verður tog- ari Skagstrendinga búinn til rækjuveiða og er meiningin að hann verði á rækju þrjá mánuði á ári þegar hann kemst í gagnið. Skagstrendingar eiga fyrir skut- togarann Arnar. Sýningum að Ijúka á Öngstrœtinu Leikfélag Akureyrar held- ur út til Svíþjóðar annan desember n.k. og mun sýna leikritið „Fyrsta öngstræti til hægri“ eftir örn Bjarna- son tvisvar sinnum á leik- listarhátíð í Örebro sem haldin verður dagana ann- an til áttunda desember n.k. eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blað- inu. Þar verðasaman komn ir leikhópar frá landshluta- leikhúsum frá öllum Norð- urlöndunum, en þó verður eingöngu um atvinnuhópa að ræða. Metaðsókn hefur verið í vetur að öllum sýn- ingum L.A. og hefur ætíð verið uppselt að sýningum á „Galdrakarlinum í Oz“ og „öngstrætinu41. Sýning- ar verða á öngstrætinu um helgina en síðan verður hlé á sýningum leikhússins þrátt fyrir aðsóknina þang- að til leikhópurinn kemur heim aftur að minsta kosti en óráðið er hvernig sýn- ingum verður háttað eftir utanförina en æfingar standa yfir á „Púntila og Matta“ eftir Brecht og verður frumsýning í janúar. Það verður þriðja frum- sýningin hjá L.A. á leikár- inu. Gullgerðar- list íhaldsins Skoðanakannanir í stað kosninga Öruggasti söluvarningur síð- degispressunnar um þessar mundir er fréttir af „skoðana- könnunum" sem blöðin hafa gert meðal kjósenda. Tilgangur- inn er Ijós: - aukin sala - um það getur fæstum blandast hugur sem sjá hvernig fréttirnar eru birtar rétt eins og bækur eru prentaðar í röð um Bob Moran og aðrar hetjur gerviheimsins. Það þarf að tryggja söluna í kosningavikunni og þess vegna er smáskammtur birtur í dag 'og annar á morgun. Þriðja daginn er svo hægt að selja hvað menn hafa að segja um niðurstöðurn- ar, og þá kemur það í Ijós að allir eiga þá óákveðnu. Þegar vikan er liðin er svo ekki að vita nema eitthvert sérstakt sölu- happ eins og morð eða stórslys reki á fjörurnar til að selja. Um vísindalegar aðferðir kannananna skal ekki fjölyrt hér. 1600 manna úrtak Vísis úr þjóðskrá ætti þó að gera könn- un marktæka ef sæmilega er að henni staðið. Um 600 manna úrtak Dagblaðsins úr símaskrá þarf ekki að hafa orð. Það er ómarktækt með öllu og niður- stöður þeirrar könnunar strax af þeirri ástæðu einni. Þá má og benda á klaufalegan útreikning þeirra á þingmannatölu flokk- anna í hlutfalli við atkvæðatöl- ur einar án tillits til kjördæma- skiptingarinnar. Þetta færir sjálfstæðisflokknum fleiri þing- menn á kostnað framsóknar og fleiri breytingar geta hér á orðið. Svo vikið sé aftur að Vísis- könnunni þá er nærri að úrtakið dugi til að gera marktæka könnun. Hins vegar er hlutfall þeirra sem ekki svara mjög hátt og gerir könnunina ómarktæka að verulegu leyti. Það er tals- verður hluti í svona könnun sem ekki næst í og af hinum er þriðj- ungur ekki tilbúinn að svara eða neitar að gefa upp ákvörð- un sína. Eftir stendur e.t.v. rúmur helmingur úrtaksins og þá er lítið að verða að marka, því að ýmsar ástæður geta skekkt hina upphaflegu mynd af því verulega. Þeir sem ekki svara. Spyrja má hverjir eigi at- kvæði hinna óákveðnu, hvort það sé einhver einn flokkur öðrum fremur. Hér verður ekkert fullyrt en ekki er mér grunlaust um að hér séu á ferð- inni vinstri sinnaðir menn sem óánægðir hafa verið með ýmis- legt hjá síðustu ríkisstjórn, jafn- vel svo að þeir hafi hugsað sér að kjósa ekki neitt. Þá er og hér hið svokallaða lausafylgi, þ.e. þeir sem kjósa meira eftir því hvaðan vindurinn blæs og eftir tiskunni en í samræmi við ákveðin stefnumið. Mest af þessu fylgi fór til kratanna í síð- ustu kosningum en hefur ekki séð árangur af þeim gjörðum sínum. Grunur er mér á að Alþýðu- bandalagið eigi hæst hlutfall þeirra sem neita að gefa upp hvaða flokk þeir kjósa. Bæði má nefna tortryggni sósíalista í sambandi við persónueftir- grennslanir af ýmsu tagi og þá ekki síður þegar þær fram- kvæmdir eru í höndum síðdeg- ispressunnar, en af frelsi hennar og sjálfstæði fer mjög tvennum sögum. Þegar af þessum ástæð- um er óhætt að leggja 20-30% við fylgi Alþýðubandalagsins í skoðanakönnuninni, sem þýðir að það heldur sínu eða því sem næst. Þá gildir og það sama um framsókn og áður en atkvæði hennar hafa löngum nýst betur en annarra flokka í skiptingu þingsæta og svo mun enn. Ekki skal fleira um þetta skrifað aðeins ítrekað að könn- unin og úrvinnsla hennar er ekki marktæk af áðurgreindum ástæðum. Hins vegar gefur hún ákveðna vísbendingu um flótta frá krötum til íhalds sem í ekki þarf að koma svo mjög á óvart. Ihaldið heimtir sína og menn eru fljótir að gleyma Skoðanakannanir leiðandi? Ástæða er til að fara nokkr- um orðum um skoðanakannan- ir - hvenær, hvernig og hvers vegna þær skuli gerðar og hverj- ir að þeim standa. Er ekki kom- inn tími til að setja sérstök lög hér um til að reyna að koma í veg fyrir að allra handa ósvífin öfl reki skoðanakannanir undir hlutleysisyfirskyni og jafnvel í leiðandi tilgangi? Kannanir af þessu tagi geta reynst mjög leið- beinandi. Sú tilhneiging er rík hjá mörgum að halla sér að þeim sem þeir halda að sigri, það er fyrir þeim hvort tveggja: sönnun þess að þeir séu á „réttri leið“ og öryggið að standa með þeim sterka. í þvi sambandi er minnisstætt svar konunnar á ísafirði sem í kosningasjónvarpi 1971 sagðist hafa kosið Hanni- bal af því að „mér þótti hann líklegastur til sigurs.“ Hér er þörf að taka til hend- inni og setja lög. Eitt fyrirtæki í Reykjavík, Hagvangur, stendur nú sí og æ fyrir könnunum af ýmsu tagi. Er skemmst að minnast útvarpshlustendakönn unar þar sem ýmsir ætluðu að heimfæra skoðanir 113 manna sem sendu svör upp á alla þjóð- ina. Sú könnun var eins fjarri því að vera marktæk og lengst verður komist, en síðdegisblöð- in gerðu mikið úr henni ásamt fleirum reyndar. Kannski það sé það lýðræði sem þessir aðilar vilja að það verði hætt að kjósa en Hagvangi þess í stað falið að gera kannanir til birtingar í síð- degispressunni? Alþingi verður svo skipað eftir því. Erl. Lárus Jónsson spurði að því á framboðs.fundi á dög- unum hvort nokkuð væri athugavert við það að selja fyrirtæki í opinberri eigu og nota andvirðið til þess að leggja vegi og sinna öðrum þjóðþrifaverkefnum. Þessi yfirskilvitlega hagfræði vefst dálítið fyrir mönnum þessa dagana em menn hafa ekki almennt áttað sig á því fyrr en nú að það geti verið verðmætaskapandi að fyrirtæki skipti um eig- endur. Hvar eru þeir ein- staklingar sem ganga með svo mikið fjármagn upp á vasann að leggja megi fyrir það vegi um landið vítt og breitt? Við vitum að það langar marga til að eignast fyrirtæki fyrir lítið til að hagnast á en er ekki óþarfi að fela þá staðreynd með svona hundakúnstum? Áður fyrr voru til menn sem reyndu mikið til þess að búa til gull. Þessi vís- indagrein var kölluð al- kemía. Sjálfstæðismenn virðast nú vera farnir að hallast á þessa sveif í kosn- ingabaráttunni. Kannske Lárus eigi eftir að flytja tillögu um það á þingi að stofnuð verði verksmiðja sem hafi með höndum framleiðslu gulls til að standa að baki íslensku krónunni. Upp með hendur „Spurningin er ekki um lifandi og dauð atkvæði heldur um lifandi og dautt fólk.“ Sturla Kristjánsson annar maður á S-listanum á fram- boðsfundi.

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.