Norðurland


Norðurland - 13.12.1979, Blaðsíða 1

Norðurland - 13.12.1979, Blaðsíða 1
NORÐURIAND 4. árgangur Fimmtudagur 13. desember 1979 32. tölublað Kjaramálaráðstefna ASÍ Tal um klofning er tilhæfulaust Rœtt viÖ Hákon Hákonarson, formann ASN Um helgina síðustu hélt A.S.Í. kjaramálaráðstefnu í Reykja- vík. Þar var rætt um stefnuna varðandi komandi samninga- gerð en ráðstefnunni var síðan frestað til 10. janúar n.k. Mikið veður hefur verið gert út af því í fjölmiðlum að ráðstefnan hafi borið vott um mikla sundrung innan Alþýðusambandsins, síð- degisblöð hafa talað um að A.S.f. sé að klofna. NORÐ- URLAND hafði samband við Hákon Hákonarson formann Alþýðusambands Norðurlands sem sat ráðstefnuna og bað hann að segja álit sitt á þessu klofningstali og greina frá nið- urstöðum ráðstefnunnar. „Það ætti nú ílestum að vera það ljóst um hvað málið snýst, sem sé það með hvaða hætti á að greiða verðlagsbæturnar, á að greiða þær í prósentum, þannig að sama prósenta komi á öll laun, frá þeim lægstu til hæstu eða á að greiða sömu prósentutölu upp að einhverju tekjumarki og síðan ákveðna krónutölu á laun þar fyrir ofan? Eða á hinn bóginn á að miða vísitölubæturnar við einhver ákveðin lágmarkslaun á þann Rátt að sama krónu talan komi á öll laun og nota verðlagsbæt- urnar á þann hátt til jöfnunar á launastiganum? Eins og gert var ráð fyrir í tillögum Verkamannasam- bandsins í haust? Já, þetta var á döfinni þar. Skoðanaágreiningurinn stend- ur fyrst og fremst um þetta. Hins vegar vil ég taka mjög skýrt fram að fyrirsagnir ýmissa íjölmiðla varðandi þessa ráð- stefnu eru náttúrulega í engu samræmi við þann anda sem þar ríkti. Það er algerlega tilhæfulaust aða vara að gera ráð fyrir einhverjum klofningi innan A.S.í. eða að vera að gera því skóna að einhver illindi hafi verið á ferðinni, málið er einfaldlega það að þegar menn hittast og fara að skiptast á skoðunum þá er það afskaplega eðlilegt að menn séu ekki allir á eitt sáttir í fyrstu lotu. Það er ágreiningur um ákveðin mál en það er engin ástæða til að blása það upp eins og eitthvert stórmál að mínu mati. Hitt er svo alveg morgunljóst að ástæðan til að þessari ráðstefnu var frestað var fyrst Frá 9. þingi V.M.S.I. á Akureyri í haust. Hákon Hákonarson. og fremst sú að það standa yfir stjórnarmyndunarviðræður í landinu eins og allir vita og menn vilja einfaldlega hafa á hreinu við hverja þeir eiga að tala. Menn skyldu ekki gleyma því að ríkisvald á hverjum tíma hefur ákaflega mikið að segja, hvað sem verið er að semja um. Þó svo að nú sé mikið talað um frjálsa kjarasamninga. Við vit- um ekki núna hverjir verða húsbændur í árslok eða á nýbyrjaða árinu og ég tel það mjög eðlilegt að menn vilji fá það á hreint áður en þeir setja sig í stellingar. Spilaði kröfugerð BSRB ekkert inn í umræðurnar hjá ykkur? Jú, það segir sig sjálft að þegar jafn fjölmenn og sterk launþegasamtök og BSRB setja fram kröfur sem ganga svo dæmi sé tekið þvert á tillögur verkamannasambandsins þá hefur það óneitanlega áhrif. Praktíska hliðin á þessuermjög einföld, þannig að það er ástæðulaust að vera að gera því skóna að um sé að ræða klofning milli láglaunamanna og hálaunamanna að ræða, klofning eftir pólitískum skoð- unum eða afstöðu til þessarar eða hinnar ríkisstjórnarinnar; spurningin er einfaldlega: erum við í A.S.Í. tilbúin til þess að samþykkja skertar vísitölubæt- ur til okkar fólks meðan enginn aðili annar í landinu gerir það. Um það snýst málið og ekkert annað. Það er mikil ábyrgð sem hvílir á okkur það skyldu menn hafa í huga þegar þeir eru síknt og heilagt að kasta boltanum á A.S.Í. Happdrætti Þjóðviljans og Norðurlands Á morgun verður dregið í Happdrætti Þjóðviljans, sem NORÐURLAND annast hér í kjördæminu, en drætti var frestað frá 1. des. Stefnt er að því að vinningsnúmer verði birt á Þorláksmessu, svo sem verið hefur undanfarin ár, en til að svo megi verða þurfa menn að hafa gert skil hjá umboðsmönnum eða aðalskrifstofunni á Akureyri. Sérstak- lega eru þeir sem fengu gíróseðla senda með miðum sínum beðnir að greiða þá sem allra fyrst. Minnist þess að útgáfa beggja blaðanna byggist að verulegu leyti á happdrættinu. Umboðsmenn eru: Ólafsfjörður: Agnar Víglundsson, Kirkjuvegi 18 Dalvík: Hjörleifur Jóhannsson, Stórhólsvegi 3 Hrísey: Guðjón Bjömsson Húsavík: Snær Karlsson, Uppsalavegi 29 María Kristjánsdóttir, Arhóli 8 Raufarhöfn: Angantýr Einarsson Þórshöfn: Arnþór Karlsson Akureyri: Skrifstofa NORÐURLANDS, Eiðsvallagötu 18 Dregið verður á morgun - 14. desember. Styrktarmannakerfi: Korniðfyllir mælinn Á Kjördæmisþingi Alþýðubandalagsins í haust var m.a. ákveðið að koma á fót styrktarmannakerfi til að tryggja útgáfu NORÐURLANDS. Þeir sem þannig yrðu styrktar- menn greiddu þá mánaðarlega smáupphæð af íaunum sínum til blaðsins, minnugir þess að margt smátt geirir eitt stórt. Því er ekki að leyna að útgáfa blaðsins þetta árið hefur verið mjög erfið, en það lifir á seiglunni. Hins vegar er framtíð þess nú öll undir því komin að takast megi að koma slíku styrktarmannakerfi á fót frá næstu áramótum. Því eru þeir sem vilja á þann hátt styrkja blaðið beðnir að hafa samband. við ritstjórn eða útgáfustjórn sem fyrst. Það hlýtur að vera nokkurs virði vinstri hreyfíngu á Norðurlandi eystra og öllu landinu að eiga sér skeleggt málgagn svo sem NORÐURLAND hefur lengstum verið. Blaðið hefur líka verið í stöðugri sókn og áskrifendum fjölgað jafnt og þétt, en ekki samt nóg til að tryggja fjárhagslega afkomu blaðsins. Það hefur því átt líf sitt í höndum lesenda sinna, sem margir hverjir hafa vikið að því góðu. Það er líka ekki albölvað því að fyrir bragðið finna menn betur að þetta er þeirra blað og líf þess er samtengt þeirra lífsbaráttu og hugsjónum. Útgáfustjórn heitir því á alla velunnara NORÐUR- LANDS að standa vörð um blaðið að það megi vaxa og dafna. Hvert lítið framlag af þeirra hendi er framlag til baráttu fyrir betra mannlífi, jafnrétti og frelsi óháði veldi auðsins. Því er til nokkurs að vinna að NORÐURLAND geti haldið áfram að koma út. Það dugar ekki að auka skuldirnar, en styrktarmannakerfi ætti að geta komið í veg fyrir slíkt og tryggt reksturinn með mánaðarlegum greiðslum, ef nógu margir vilja gerast félagar. Skráið ykkur hví sem fyrst. ÚTGÁFUSTJÓRN. KRAKKAR - OPIÐ HÚS verður í Lárusarhúsi á sunnudaginn kemur 16. desem- ber. Takið foreldra ykkar með i jólaföndur. Takið með ykkur skæri og lím og hverskonar efni sem breyta má í skemmtilegt jólaskraut, garnafganga, pappír o.s.frv. Að sjálfsögðu verða veitingar. JÓLASVEINNINN. Leiðarinn Umsagnir um „Gísl“ Pistillinn er um nýjar bœkur sýndurá er að venju vísitölumálin eru í Dalvík á bls. 4 opnu sjá opnu bls. 7 Gerist áskrifendur að Norðurlandi v j

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.