Norðurland


Norðurland - 13.12.1979, Blaðsíða 4

Norðurland - 13.12.1979, Blaðsíða 4
NORÐURLAND NORÐLENSKT VIKUBLAÐ Málgagn sósíalista í Norðurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Böfivar Guðmundsson, Erlingur Sigurðarson, Helgi Guömundsson, Soffía Gufimundsdóttir, Tryggvi Jakobsson. Ritstjóri: Jón Gufini Kristjánsson (ábm.). Framkvæmdastjóri: Loftur H. Jónsson. Ritstjórn: Sími 21875. Dreifing og afgreifisla: Sími 25875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmlfija Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Launajöfnun eða láglaunastefna Miklar umræður fara nú fram innan verkalýðshreyf- ingarinnar um stefnuna í komandi kjarasamningum. Kjaramálaráðstefnu ASÍ var frestað um mánuð að ósk fulltrúa Verkamannasambandsins, vegna þess að ekki náðist samstaða um stefnuna í vísitölumálum. Rétt er að vekja athygli á að einatt verður vart við sérkennilegan hugtakarugling þegar rætt er um launa- málastefnu verkalýðssamtakanna. Þannig má víða sjá og heyra að Alþýðusambandinu beri að fylgja „lág- launastefnu“ og að deila standi nú innan verkalýðs- hreyfíngarinnar um „láglaunastefnu“ þá sem Verka- mannasambandið vilji standa fast á en aðrir ekki. Svo langt gengur þessi hugtakaruglingur að fréttamenn ríkisfjölmiðlanna eru farnir að spyrja forystumenn Alþýðusambandsins hvort samtökin ætti nú að falla frá þeirri „láglaunastefnu“ sem fylgt hafí verið undanfarin ár. Það er auðvitað með öllu fráleitt að verkalýðssam- tökin hafí fylgt einhverri láglaunastefnu undanfarin ár þó að þau hafí lagt áherslu á að hækka lægstu launin meira en þau sem hærri eru. Það getur ekki verið áhugamál verkalýðshreyfíngarinnar að stefna að lágum launum, heldur jöfnum launum. Það þýðir að sjálf- sögðu að gerð hefur verið alvarleg tilraun til þess að jafna launakjörin í landinu með launamálastefnu und- anfarinna ára. Meginaðferðirnar eru tvær annars vegar þegar samið er um launabilið með samningum um grunnkaup og lægri launin hækkuðu meira, og hins vegar þegar vísitölukerfínu er beitt til launajöfnunar. Það er merkilegur og afar útbreiddur misskilningur að verðlagsbætur í prósentum auki á launamismuninn í landinu. Hið rétta er að slíkt fyrirkomulag heldur ein- ungis sama hlutfalli milli launataxta eftir verðlags- hækkanir og fyrir var. Sé launamismunur tvöfaldur í grunnkaupi og Iægsta grunnkaup 200.000 krónur en hið hærra 400.000 þá verður hið hærra enn helmingi hærra en hið lægra þó að báðir aðilar fái 50% vísitölubætur (300.000 og 600.000). Hinn betur launaði getur eftir eins og fyrir keypt helmingi meira vörumagn heldur en sá með lægri launin. Það er svo annað mál að launamunurinn er umdeil- anlegur. Um það má endalaust deila hver hann á að vera. Sósíalistar hafa jafnan lagt áherslu á að koma á sem mestum jöfnuði í þessu efni sem og á öðrum svið- um. Það er hins vegar ljóst að fullkomnum launajöfn- uði verður ekki komið á með kjarasamningum. Til auk- ins jöfnuðar verður því að beita félagslegum aðgerðum og skattakerfínu. Þannig má nota tekjuskattsálagningu með árangursríkum hætti í þessu skyni. Það sem nú er deilt um innan verkalýðshreyfíngar- innar er það hvort réttlætanlegt sé að beita vísitölukerf- inu einu sinni enn til að draga saman launataxtana. Þegar þess er gætt að umsaminn launamunur á töxtum sem félögin innan ASÍ hafa samið um er orðinn næsta lítill þá er fullkominn vafí á hvort lengra sé fært að ganga í launajöfnunarskyni að svo stöddu, ekki síst vegna þess að vísitölubætur í krónutölu í svo mikilli verðbólgu eins og hér geysar gera það að verkum að allir verða komnir með nánast sömu laun eftir örfá misseri og undir slíka lífskjarabreytingu eru stórir hópar áreiðanlega ekki búnir. Hver niðurstaðan verður innan verkalýðshreyfíngar- innar skal ekki fullyrt um nú, en vissulega má hugsa sér að farin verði sú leið að hækka lægstu launin meira en þau hærri með samningum um grunnkaupið og beita vísitölukerfínu til launajöfnunar um einhvern stuttan tíma. Það væri jafnlaunastefna en ekki láglaunastefna. hágé. Miðvikudagar í Moskvu Arni Bergmann Mál og menning. 222 bls. Árið 1954 þegar niðurlæging kalda stríðsins liggur eins og mara yfir „hinum frjálsa heimi“ heldur Árni Bergmann í Bjarma landsferð sína frá Keflavík til Moskvu. Meðferðis hefur hann Andvökur og Sjálfstætt fólk, Kommúnistaávarpið og Ríki og byltingu, Rétt og Tímarit Máls og menningar og „Hvernig verða menn góðir kommúnist- ar“ eftir Líu Sjao Sí. Sóknar- presturinn kveður hann hrygg- ur í bragði og verkstjórinn í bæjarvinnunni segir: „Láttu þá ekki drepa þig alveg þessa andskota.“ Árni lýsir síðan á sinn hátt Moskvudvölinni, sem stendur til 1962. Þetta eru erfiðir tímar fyrir sósíalista, 1956 ráðast Sovétríkin inn í Ungverjaland og Krusjóv flettir ofan af Stalín. Sannleikurinn um fangabúðir Stalíns kemur fram í dagsljósið. Margur sem allt frá kreppunni miklu hafði séð í Sovétríkjun- um þann vonardag sem myndi rísa upp úr brimróti kúgunar og misréttis stóðu frammi fyrir því að líf þeirra hafði grundvallast á tálsýnum. Að minsta kosti að hluta til. Hin gamla heimsmynd sósíalista Stalíns-tímans var að hrynja til grunna. Á hinn bóginn stóð heimsmynd Kalda stríðsins með mestum blóma á Vesturlöndum. Ameríka var saklaus og hrein. Þar bjuggu stjórnmálamenn í fallegu hús- um og áttu góðar og tryggar konur sem stóðu við hlið þeirra og ævisögur þeirra birtust mynd skreyttar í Morgunblaðinu og Æskunni. Bandaríski herinn var góður, eins og hann hefði uppfóstrast í sumarbúðum sr. Friðriks. Hver þegn gekk með frelsið upp á vasann eins og hvítan vasaklút. Þar sem hin illu öfl létu að sér kveða komu þessir ungu og vel uppöldu menn og kváðu þau í kútinn. Þegar Árni Bergmann hélt til Moskvu var bandaríski herinn orðinn stærsti atvinnu- rekandi á íslandi. Sú saga sem Árni rekur er því harmsaga. Hún er harmsaga þjóðar og einstaklinga innan hennar og harmsaga þeirra sem alla sína ævi höfðu varið það samfélag sem var að skapast í Sovetríkjunum þar til þróun þessa samfélags tróð vonir þeirra niður í svaðið. Enginn skyldi þó ætla að „Miðviku- dagar í Moskvu“ sé leiðinleg bók. Hún er skrifuð af húmor sem stundum verður að hrein- um stráksskap. Dæmi: Þegar Krusjóv leggur fram sjö ára áætlun sína árið 1969 um eflingu landbúnaðarframleiðslu hvers konar yrkja tveir íslenskir stúdentar í Moskvu yfir bjór- glasi: Rússar svamla mjólkursjó á sykurmolaskipi. Rennur sól á bak við Ostafjöll. Stór hluti bókarinnar greinir frá persónulegum kynnum Árna af fólki í Sovétríkjunum, allt frá svokölluðu hversdags- fólki til nafnkunnra andófs- manna. Þetta fólk er þolendur þjakandi þjóðfélagskerfis, ut- angarðsfólk. Utangarðsfólkið verður tengiliðir við framandi þjóðfélag, örlög þess varpa ljósi á gerð þess sama þjóðfélags. Saga Böbu Sonju grípur á píslargöngu Gyðinga í þessu landi í hundrað ár, ófróður lesandi spyr Hvenær skyldi koma út bók á íslandi sem gerir þessari sögu skil? Saga kvik- myndagerðarmannsins Parad- zjanofs, Médvédéfs bræðranna Solzjenitsins og annarra þol- enda ritskoðunnarinnar eru hörmuleg dæmi um hetjulega baráttu við ofurefli. Lítið fer fyrir frásögnum af högum valda manna og bírókrata og virðist Árni lítil kynni hafa haft af slíkum þótt Svarhöfðar á ís- landi hafi nú í 20 ár sæmt hann njósnaranafnbót KGB. Fyrir íslenskan lesanda er ef til vill tvennt í þessari bók sem mestur fengur er að. Annað er umfjöllun Árna um kjör þeirra sem búa við ofsóknir vegna trúarbragða sinna. Áður hefur verið minnst á þau skil sem hann gerir hlutskipti Gyðinga. Hann greinir einnig frá heim- sókn í bækistöðvar Bhúddista austur í Mongólíu og veltir vöngum yfir því hvað verði um trú þeirra og menningu í framtíðinni. Hvaða örlög ætla Kremlverjar þeim? Hitt atriðið er vandamál þjóðernisminni- hlutanna, þetta tvennt tengist auðvitað hvað öðru. Mörgum Einar Kristjánsson frá Her- mundarfelli: FJALLABÆJAFÓLK. Bókaútgáfan Skjaldborg. Akureyri 1979. Hér sendir Einar Kristjánsson frá sér fyrsta bindi æviminninga sinna sem jafnframt er fyrsta bindið í ritsafni hans. Er þar ætlunin að birta auk endur- minninganna um 60 smásögur Einars og fjölda erinda auk ýmissa annarra skrifa svo sem leikþátta, ljóða og kveðlinga. Einar ætti ekki að vera þörf að kynna fyrir lesendum NORÐURLANDS svo vel sem hann sjálfur hefur kynnt sig á síðum blaðsins og með sínum fyrri ritverkum. Þar bera smá- sögur hans af, enda fjölmargar þeirra í hópi þess besta sem prentað hefur verið af því tagi. Þá er Einar velþekktur um Norðurland og raunar mun víðar sem einn hinn allra skemmtilegasti upplesari og erindi hans hnitmiðuð ogoftast markviss. Honum hefur löng- um látið vel að sjá hið skemmti- lega í tilverunni og jafnvel að færa það í enn skemmtilegri búning, stundum ýkjukennd- an, eins og gerast mátti lesa í bók hans: „Þorraspaug og Góugleði“ sem út kom í fyrra. Fjallabæjafólk gefur þessu fyrsta bindi æviminninga Einars nafn, þar á hann við nágranna sína á uppvaxtarárunum í þistil- gleymist oft að innan Sovétríkj- anna býr þjóðamergð, hver þjóð hefur sína sögu og sína eigin menningu. Menningu sem í mörgum tilfellum á i vök að verjast. Það gefur auga leið að í jafn ágripskenndri bók og „Miðvikudagar í Moskvu“ eru fá svör gefin um horfur þessara þjóða og um það að hve miklu leyti þjóðernismálin eru lykill að skilningi á risavöxnum vandamálum sovésku ríkisheild arinnar. Standa Sovétríkin frammi fyrir því að þurfa að berjast í vaxandi mæli við þjóðernishreyfingar innan eigin vébanda? Hefði slíkt í för með sér að þau yrðu að láta af föðurlegri forsjá sinni sinni fyrir nágrönnunum? Þjóðernisstefna getur verið afturhaldssöm en hún getur einnig verið framsæk- in eins og Árni bendir á. Svo margt hefur nú verið skrifað og skeggrætt um Sovét- ríkin á íslandi að fylla myndi margar bækur ef safnað væri á einn stað, við skulum vona að það verði látið hjá líða. Sumt er skrifað af mönnum sem hafa þeyst um þetta víðlenda ríki, mállausir á sjómílnaskóm eins og Árni orðar það, mest þó af mannhaturspostulum Morg- unblaðsins sem sjá frelsið springa út í lundumstríðsóttans firði, fólkið á Hermundarfelli og bæjunum þar í kring. Nafnið þykir mér vel valið því að verulegur hluti af bókinni er þjóðlífsmynd úr tilveru þessa fólks og amstri þess við óblíð kjör. Þetta fólk á þaðsammerkt að vera fátækt fólk, en það er raungott og hjarthlýtt. Hver hefur sína bresti en um þá er höfundur fáorður, en leggur þess meiri áherslu á að „hver hafi til síns ágætis nokkuð.“ Hér er ég kominn að því sem mér finnst einkenna bókina en það er hjártahlýja höfundar og hve mildum höndum hann fer um fólk sitt. Það væri synd að segja að hann legði nokkrum manni illt orð, án þess þó að gera þá að englum. En samfél- agsmyndin sem menn sjá út úr bókinni er dregin fínum drátt- um af fátæku fólki sem fæst á nema rétt til hnífs og skeiðar og býr í lélegum húsakynnum á einu erfiðasta horni landsins. Hér er enn það smábændasam- félag sem ríkti um aldir og ekki turnaðist fyrr en með heims- styrjöldum og kreppu, samfélag sem streitusjúklingar þjóðfélags verðbólgu og annarra velmeg- unarsjúkdóma þekkja ekki. En höfundur samtvinnar einnig líf sitt, barnsins, lífi fólksins á Fjallabæjunum, og með þess augum er umheimur- inn séður. Raunar fer ekki hjá því að ýmsar skýringar og ályktanir eru verk hins full- orðna manns en í veröld barns- Veröld minninganna 4 -NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.