Norðurland


Norðurland - 13.12.1979, Qupperneq 5

Norðurland - 13.12.1979, Qupperneq 5
°g öryggið dafna í réttu hlutfalli við vígbúnaðarframleiðslu Nato. Miðvikudagar í , Moskvu“ er hins vegar skrifuð af þeim fslendingi sem best þekkir til sögu og samtíðar í Sovétríkjunum. Hún er skrifuð af aðdáunarverðri hreinskilni, höfundurinn fellur aldrei í þá gryfju að draga undan eða afsaka óhæfuverk af tillitsemi við auðsærðar sósíalistasálir á íslandi eða ótta við áróðurs- bákn Morgunblaðsins. Hann leggur sín spil einfaldlega á borðið og býður öllum að sjá. Auðvitað þyrstir mann í nánari útlistanir ýmsum hlutum, dag- legt líf og kjör hins almenna sovéska verkamanns til dæmis. En þessi bók er ekki sagnfræði, ekki fræðileg útlistun, heldur fremur pérsónulegt uppgjör. Niðurstaðan er neikvæð. Höf- undurinn kveður Sovétríkin 1968 eftir innrásina í Tékkó- slóvakíu. Þær vonir sem kvikn- uðu með þeirri kynslóð sem hann varð samferða í þýðu Krúsjovtímans höfðu slokknað á nýjan leik. Sú kynslóð leyfir sér sennilega ekki bjartsýni í bráðina. En kannske er hægt að leyfa sér þá bjartsýni að fyrir tilverknað þessarar bókar geri íslenskir sósíalistar tekið heið- arlegri afstöðu til ávinninga og ávirðinga Sovétríkjanna en hingað til. J.G.K. ins er hið smáa oft stórt og það setur nokkuð svip á bókina sem aðeins nær yfir bernsku - og unglingsár höfundar. Frásagnir af einstökum. atvikum til gleði eða sorgar eru því allmargar, auk þess sem ýmsar kátlegar sögur eru gjarnan sagðar í tengslum við persónur sem um er fjallað. Það er helsti gallinn að maður þyrfti fremur að hafa þær á segulbandi þar sem þær nytu sín betur ítúlkun Einars en að horfa á þær í bókstöfum, svo mjög sem sumar þeirra kunna að vera háðar þeim sem málið snýst um. En Einar segir um þessi atvik: „Okkur, sem alin vorum upp við fátækt og fábreytni afskekktra byggðar- laga, kom vel að eiga hæfileika til að gleðjast af smáu tilefni.“ Hér held ég að hann hitti naglann á höfuðið - lífsgleðin hlýtur að verða undirrót ham- ingjunnar. Þessi endurminningabók Einars er fróðleg aflestrar, einkum fyrir þá þjóðlífsmynd sem hún bregður upp, og eykur töluverðu við það sem áður hefur verið skráð. Að öðru leyti er hún ekki svo frábrugðin því sem títt er um ævisögur, utan hvað að hver og einn á sína sérstöku sögu. En höfundur gerir sér grein fyrir þessu og segir á einum stað: „Veröld minninganna er ekki raunveruleg nema að nokkru leyti, og víst er að þar ríkir veðursæld meiri en annálar og veðurkort segja til um, og hlýja góðra stunda varir þar til maður er allur.“ Að síðustu verður að geta þess ljóðs á bókinni að próf- arkalestur hefur ekki tekist sem skyldi og eru því prentvillur of margar. Verður það vonandi betrumbætt í síðari bindum ritsafnsins. £r|jngur Sigurðarson ... það elskar mann sko ekki nokkur kjaftur Sólveig Halldórsdóttir. þeirrar fréttar að hann yrði e.t.v. líflátinn. Þar fannst mér vanta meiri tilfinningu. Þetta má þó kannski skrifast á reikning leikstjórans. Aðrir leikarar skiluðu sínu með frekar litlum tilþrifum að mér fannst. Þó verð ég að nefna Lovísu Sigurgeirsdóttur sem leikur ungu stúlkuna Teresu af einlægni, sérstaklega í seinni hlutanum á móti Lárusi. Sólveig Halldórsdóttir leik- stjóri er ung að árum en hefur stýrt nokkrum leikritum áður, aðalega fyrir Menntaskólann í Kópavogi. Hún hefur unnið hér mikið starf þar sem þessi uppsetning er, þó margt beri reynsluleysinu vitni og annað megi kenna aðstöðunni um. Þó fínnst mér hún ekki hafa lagt nóga alúð við að æfa söngvana og koma harmonikuleikaran- um betur fyrir. Einnig mátti gera meira úr dauða Leslies en í sýningunni verður maður frek- ar lítið var við hann. Einnig langaði mig til að sjá fólkið koma inn á stigapallínn en kannski hefur verið erfitt að koma því við. Leikmynd Kristjáns Hjartar- sonar er einföld og gefur ágæta umgjörð um sýninguna. Hún hefði þó mátt vera svolítið sterkari þannig að veggir og annað væri ekki á fleygiferð þegar mest gengur á. Lýsingin er allbærileg en þar held ég að aðstaðan komi í veg fyrir að hún náist sem best. Gísl er ekki auðvelt verk til uppsetningar þar sem hvorki er hátt til lofts né vítt til veggja. En þegar sameinast áhugi margra um að vinna slíka sýningu má margt koma fyrir áður en gefist er upp. Leikfélag Dalvíkur hefur sýnt það með starfi sínu undanfarin ár að þar er margt duglegt og áhugasamt fólk sem hefur unnið félaginu sess meðal eftirtektarverðustu áhugamannafélaga á landinu. Sýningin er áhugaverð og vel þess virði að sjá hana og vil ég hvetja menn til að láta ekki tækifærið ganga sér úr greipum. Sýningum fer að ljúka og verður síðasta sýning fyrir jól föstudaginn 19. des. NORÐURLAND - 5 nema ef maður sjálfur skyldi gera það Atriði úr Gísl. Flestir íbúar hússins. Sýningin var opnuð á kröft- ugan, frumlegan og nokkuð skemmtilegan hátt. Leikararnir komu þrammandi í gegnum salinn í takt við sterka írska tónlist sem undirstrikaði vel umhverfi sýningarinnar. Kraft- inum og tempóinu sem mér fannst einkenna byrjunina veitt- ist leikurum erfitt að halda uppi framan af, en eftir hlétóku allir vel við sér og sýningunni lauk af þeim krafti sem ég hafði saknað. Alls koma 16 leikarar fram í sýningunni en með helstu hlut- verkin fara þessir: Ómar Arin- björnsson leikur Pat, húsbónd- ann á heimilinu, fyrrverandi kaptein sem misst hefur annan fótinn í orustu, en það fer eftir Pat er fullur eða ekki sú orusta var háð. Ómar skapar þaf.1? skemmtilega, ekki of flókna persónu, í?m honum tekst að halda vel út í gegnitm sýninguna. Svanhildur Árnadóttir leikur Meg Dillon. Meg er nokkurs konar „mamrna" á heiftiilinu og segir öllum óspart til syndanfta sjái hún nokkra ástæðu til. Svanhildur er kröfttxg leikkona og hlutverkið gefur henni tæki- færi til að sýna þann kraft sem hún á til. Svanhildur hefur skemmtilega sviðsframkomu og skilar hlutverki sínu vel. Óskar Pálmason leikur Mon- sjúrinn, skoskaettaðan íra. Hann er trúverðugur í leik sínum á köflum en má passa sig að skapa ekki persónu sem erfitt er að halda út sýninguna. Kristján Hjartarson og Jón R. Hjaltason leika hommana Rio Rita og Grace prinsessu. Hlutverkin gefa þeim mögu- leika á skemmtilegri túlkun sem þeir nýta þokkalega. Rúnar Lund leikur Mr. Mulleday, skrifstofublók með hjartað í buxunum út af húsa- leigunni. Leikur hans er sann- færandi á köflum þó sérstaklega á móti Sólveigu Hjálmarsdóttur sem leikur Miss Gilcrist, ramm- kaþólska stúlku sem er sterk andstaða við aðra í húsinu. Lárus Gunnlaugsson leikur Leslie Williams, gíslinn: Leikur hans þótti mér fremur tilþrifa- lítill, þó sérstaklega eftir lestur Lárus (Leslie) og Lovísa (Teresa). Hermann Arason skrifar um leiklist Leikfélag Dalvíkur. Gísl, eftir Brendan Behan. Þýðandi, Jónas Árnason. Leikstjóri, Sólveig Halldórs- dóttir. Leikmynd, Kristján Hjartar- son. Lýsing, Helgi Már Halldórsson og Lárus Gunnlaugsson. Leikhljóð, Helgi Már Halldórs- son. Leikurinn gerist á írlandi um 1960 í húsi sem hefur miður gott siðgæðisorð á sér, íbúarnir hinir skrautlegustu. Hermaður úr írska Lýðveldishernum er handtekin af Bretum og dæmd- ur til dauða. írski Lýðveldisher- inn tekur breskan hermann sem gísl til að reyna að fá þann írska látinn lausan. Leikurinn gengur síðan út á veru breska gíslsins í þessu húsi og samskipti hans við íbúa þess. Einnig fá áhorfendur smáskammt ■ af vandamálum hvers og eins íbúa þessa „skemmtilega“ húss. --------------------------------- Geir Rögnvaldsson sem skrif að hefur um leiklist í N ORÐ- URLAND hingað til í vetur gat ekki komið því við að skrifa um sýningu Leikfé- lags Dalvíkur á „Gísl“ vegna anna í leiklistinni á Siglu- firði, þar sem hann setur nú upp leikritið „Skírn“ eftir Guðmund Steinsson. Her- mann Arason sem skrifar hér um „Gísl“ hefur undanfarið verið ein aðaldriffjöðrin í Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri en hann stundar nú nám í sjötta bekk M.A.

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.