Norðurland - 13.12.1979, Page 8

Norðurland - 13.12.1979, Page 8
NORÐURLAND Fimmtudagur 13. des. 1979. MÁLGAGN SÓSÍALISTA í NORÐURLANDSKJÖR- DÆMI EYSTRA GERIST ,ÁSKRIFENDUR - Síminn er 2-18-75 - AUGLYSIÐ I' NORÐURLANDI - Síminn er 2-18-75 - Afmœlis- kveðja Það var svo sem eftir öðru í sambandi við skammdegiskosn ingarnar að Glúmur Hólmgeirs- son í Vallakoti skyldi taka upp á því í miðri kosningahríðinni að verða níríður. En það varð hann þann 30. nóvember s.l. Þegar ég loks náði að hringja í hann þann 1. desember til að óska honum til hamingju þá fannst honum tilefnið svo lítilsháttar að við lá að ég færi hjá mér fyrir að hafa verið að minnast á þetta. Það var svo á kvöldi aðfaradags þingkosninganna að ég las í annað sinn langt bréf sem Glúmur hafði skrifað mér hálf- um mánuði áður og þá vaknaði sú spurning hjá mér hvort Glúmur hefði nokkuð orðið níræður, hvort hann hefði ekki bara orðið þrisvar sinnum þrítugur. í þessu bréfi var krafan um einarðari stuðning við samvinnuhreyfinguna af hálfu sósíalista, um hvassari skilgreiningu á sérstöðu fram- leiðslustéttanna á þessu undar- lega landi sem ekki á sér neina hliðstæðu í gjörvöllum heimin- um, þannig að dæmin sem tekin eru úr hinum pólitísku fræðum iðnaðarssamfélaganna þurfa umskrifunar við ef þau eiga að heimfærast upp á okkar þjóðfé- lag. Lögeggjan um snarpa at- lögu gegn erlendri stóriðju og loks vingjarnleg en þó misk- unnarlítil ádrepa til þeirra kyn- slóða sem hafa flogið upp í gegnum flestöll stig skólakerfis- ins án þess að tileinka sér þessa einföldu aðferð hinnar sönnu pólitísku menntunar sem gerir Glúmur Hólmgeirsson. mönnum kleyft að komast hjá því að trúa haugalygi sem klædd er í fræðilegan búning. Auðvitað lauk svo bréfinu með sérstakri kröfugerð varðandi brottrekstur ameríska hersins frá-íslandi. Það má hafa verið býsna strembin glíma að verða svo gamall sem Glúmur í Vallakoti án þess að eldast. Þegar hann stóð í fyrsta sinn á þrítugu var hann ekki nema svo sem skrefi álengdar í tímanum frá þeim landnámsmönnum, vann raun- ar fyrir sér með verkfærum þeirra og lagði mælistiku Þor- geirs Ljósvetningagoða á mann- gildi sitt og sveitunga sinna. Næstu þrjátíu árin mátti hann gjöra svo vel að taka þátt í tæknibyltingu íslenskrar sam- tíðar og níræður virðist mér hann skoða þessa samtíð sína af þremur sjónarhólum samtímis, dæma hana ekki harðar en hún á skilið, setja hana í eðlilegt samhengi við það sem er liðið og hafa þó enga sérstaka áráttu til að búa til úr henni helvíti. Við félagarnir sendum Glúmi í Vallakoti, að sönnu síðbúna en hjartanlega afmæliskveðju. Stefán Jónsson. Samtök herstöðvaandstœðinga: VETRARSTARFIÐ HAFIÐ Samtök herstöðvaandstæðinga á Akureyri hafa nú vaknað af sumardvalanum. Fyrsti fundur vetrarins var haldinn í Einingar- húsinu þann 28. nóvember s.I. þar var kjörin stjórn Akureyrar- deildarinnar og línurnar lagðar fyrir starfsemi vetrarins. Stjórnin hefur komið saman einu sinni eftir það og skipulagt starfið frekaar. NORÐURLAND átti tal við Auði Oddgeirsdóttur formann Akureyrardeildarinnar og Jón Magnússon varaformann og greindu þau frá því helsta sem er á döfinni. Ákveðið er að eftir nýárið fari í gang fræðslustarfsemi. Hún verður í aðalatriðum með því sniði að starfræktur verður leshringur sem kemui saman einu sinni í mánuði a.m.k. Á hverjum fundi munu þátttak- endur í hringnum hafa fram- sögu um afmörkuð málefni sem síðan verða rædd nánar. Öllum verður heimil þátttaka í fund- unum jafnvel þótt þeir séu ekki í samfelldu starfi innan samtak- anna. Það var samdóma álit fund- armanna á upphafsfundinum að SHA yrðu að treysta á eigið afl og hafna forsjá flokka og stjórnmálasamtaka. Jafnframt yrði að sjá til þess að öllum herstöðvaandstæðingum án til- lits til flokkspólitískra skoðana yrði kleyft að starfa með samtökunum. Auður og Jón sögðu að á fundinum hefði verið lögð mikil vinna í að undirbúa spurningar til frambjóðenda flokkanna hér í kjördæminu sem átti að leggja fyrir þá á framboðsfundinum á Akureyri þann 29. nóv. Sá fundur var hins vegar með því sniði að ekki var leyft að bera fram fyrirspurnir, hvorki skrif- lega né munnlega. Þrátt fyrir að fram kæmi áskorun undirrituð með nöfnum 40 fundarmanna varð þessu steingelda fundar- formi ekki haggað. Fulltrúar herstöðvaandstæðinga komu þó skriflegum spurningum á borð frambjóðenda, einni spurningu til hvers flokks en voru vart virtir svars. Stefán Jónsson svaraði þeirri spurningu til er til hans var beint, Framsóknar- menn kváðust mundu svara bréflega seinna en þau svör munu ekki hafa borist ennþá. Aðrir þögðu þunnu hljóði. Auk leshringsins sem áður er getið er á döfinni hjá Samtök- um herstöðvaandstæðinga að efna til heimsókna til ýmissa hópa, skóla og vinnustaða til dæmis og kynna þar starfið stefnu samtakanna og hafa í frammi dagskrár til fróðleiks og skemmtunar. Þáerádagskráað efna til opins húss öðru hverju með ávörpum, uppákomum og óformlegum samræðum. Þann- ig hyggjast samtökin reyna að ná til þeirra herstöðvaandstæð- inga sem einhverra hluta vegna geta ekki tekið fullan þátt í starfseminni. Herstöðvaandstæðingar hafa skipulagt hópa á nokkrum stöðum hér í grenndinni, svo sem á Dalvík og í Mývatnssveit. Hópurinn á Akureyri hefur mikinn áhuga á að efla samstarf með hópunum á þessum stöð- um. Og að lokum: Þeir sem vilja gerast félagar í Akureyrarhópn- um geri svo vel að hafa samband við Auði formann í síma 21931 eða Jón varafor- mann í síma 23871. Félagsgjald í samtökunum er aðeins krónur 2000, en munið: Fundir sam- takanna eru öllum opnir. Verkamannabústaðir Akureyrar 21 íbúð afhent Á mánudaginn voru afhentar síðustu íbúðirnar í blokk sem reist hefur verið við Hjallalund samkvæmt lögum frá 1970 um verkamannabústaði. Þar er um að ræða blokkina Hjallalund 7- 11 og eru þar 21 íbúð, þar af eru 18 íbúðir fjögurra herbergja og 3 þriggja herbergja. Sigurður Hannesson formaður stjórnar verkamannabústaða sýndi blaðamönnum íbúðirnar og greindi frá helstu atriðum í sambandi við þær. Aðalverktaki við bygginguna var Híbýli h/f og var samning- ur við fyrirtækið undirritaður 27. júní 1978. Auk þess að skila íbúðunum teppalögðum og máluðum, tilbúnum undir tré- verk sér fyrirtækið um frágang lóðar og bílastæða. Hagi h/f sá um smíði og uppsetningu eld- húsinnréttinga og fataskápa og Þór h/f um smíði innihurða. Kostnaðaráætlun hljóðaði sam- tals upp á u.þ.b. 200 milljónir við undirskrift samninga en kostnaðaráætlun að verki loknu hljóðar upp á 343 millj. 680 þús. króna og er hækkunin því nálægt 70% á einu ári. Kaupendur íbúðanna greiða sjálfir 20% af kostnaðarverði íbúðanna en fá afganginn á lánum frá Húsnæðismálastjórn á venjulegum lánakjörum stofn- unarinnar og frá byggingarsjóði verkamanna sem lánar til 42ja ára með 2% vöxtum. Verð fjögurra herbergja íbúða er áætlað í dag kr. 16.530.000 og verð þriggja herbergja íbúða kr. 15.380.00. Samkvæmt lögunum um verkamannabústaði fá kaup endur íbúðirnar á kostnaðar- verði. Að sögn Sigurðar var mikil eftirspurn eftir íbúðunum og bárust 58 umsóknir um þær íbúðir sem í boði voru. Rétt til fyrirgreiðslu höfðu allir sem höfðu meðaltalstekjur innan við kr. 1.232.990 þrjú síðustu ár áður en úthlutun fór fram. Við þá upphæð mátti bæta 112.090 krónum fyrir hvert barn innan 16 ára aldurs. Eignahámarkið var sett við kr. 2.964.200. Áætlanir um byggingar verka mannabústaða eru gerðar til fjögurra ára í senn og voru þetta síðustu íbúðirnar sem byggðar voru samkvæmt áætlun bæjar- stjórnar frá árinu 1976. Þess skal að lokum getið að þann 9. október s.l. samþykkti bæjar- stjórn Akureyrar gunnframlag til byggingasjóðs verkamanna að upphæð kr. 5.400 á hvern íbúa Akureyrar miðað við verðlag 1. des. 1979. Bygginga- sjóður verkamanna er stofnað- ur í því skyni að sjá um lánveitingar til verkamannabú- staða og er fjármagnaður með framlögum sem sveitarfélög ákveða sjálf hvert fyrir sig en ríkið er skuldbundið að leggja fram á móti sömu upphæð og sveitafélag. Ljóst er af þeim tölum sem nefndar voru að framan að þörfin er brýn, en það kom fram í gær að allir sem fengu úthlutað íbúðum í nýju blokkinni voru undir tekjulág- markinu sem þó miðast við algerar þurftartekjur. Þau frum skógarlögmál sem ríkja í hús- næðismálum á íslandi munu vafalaust ráða þar enn um sinn en vonandi er að þessi vísir að félagslegri lausn þeirra mála verði stórefldur á næstunni. Það verður þó naumast komist hjá að álykta sem svo að tekju- lágmarkið verði að hækka, því þótt laun almenns verkafólks séu ekki til að hrópa húrra fyrir þá er ekki sýnt að núverandi kerfi hjálpi fólki sem aðeins hefur þær lágmarkstekjur sem þarf til framfærslu fjölskyldu. Búðafundir KEA Búðafundir Matvörudeildar KEA voru haldnir á tímabilinu 12.-27. nóvember s.l. í 10 kjörbúðum félagsins á Akureyri og mættu þar samtals 150 manns. Markmið búðafund- anna er að fá fram álit viðskipta manna á versluninni og hvað betur mætti fara. Rætt var um vöruvalið, vöruverðið og þjón- ustu alla. Búðafundunum stjórnaði deildarstjóri matvörudeildar. Einnig mættu frá deildinni búðareftirlitsmaður og verslun- arstjóri viðkomandi verslunar. Viðstaddir fundina voru for- stöðumaður og verkstjóri Brauðgerðar KEA og kynntu framleiðsluna. Einnig sat fundina félags- málafulltrúi KEA sem ræddi um réttindi og þátttöku félags- manna í Kaupfélagi Eyfírðinga, hann sýndi einnig og skýrði danska fræðslumynd um mikil- vægi og áhrif hollrar fæðu á starfsemi líkamans. Húsmæður tóku mikinn og góðan þátt í umræðum og komu með tillögur og ábend- ingar sem reynt verður að taka til greina, eftir því sem aðstæður íeyfa, enda er höfuðmaricmið pessara iunoa ao Kymia sci óskir félagsmanna og viðskipta- vina, þannig að verslunin megi þjóna þeim sem best. Einn lagði meistarann Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari tefldi í gær fjöltefli við 70 skólanem- endur, frá Akureyri, fíesta úr grunnskólunum. Guð- mundur vann 64 skákir gerði 5 jafntefli og tapaði einni. Sá sem lagði stór- meistarann heitir Níels Ragnarsson 15 ára gamall nemandi í Glerárskóla. Við ureign þeirra varð alllöng og þegar stórmeistarinn lagði kónginn sá hann fram á mannstap og glataða stöðu. Bréfa- og böggla- póststofan Bréfa og bögglapóststofan á Akureyri breytir út af venjulegum afgreiðslutíma sínum í tvo daga nú í jóla- mánuðinum. Á laugardag- inn þann 15. desemberverð ur opið til kl. 16 og á mánu- daginn þann 17. til kl. 21. Sjá nánar í auglýsingu inni í blaðinu. NAN fréttir komnar út Fréttabréf Neytendasam- takanna á Akureyri og ná- grenni, NAN, er komið út. Þar er aðalefnið verðkönn- un, sem gerð var 5. desem- ber sl. á Akureyri og Sval- barðseyri. Þá eru í frétta- bréfinu ýmsar leiðbeining- ar og ráðleggingar varð- andi jólahaldið, meðferð rafmagns utanhúss og inn- an. Þetta er þriðja tölu- blað N.A.N. frétta og verð- ur þeim dreift í öll hús. Neytendasamtökin á Akur- eyri og nágrenni voru stofn uð sl. sumar. Grafík í Kletta- gerði 6 Nú eru uppsettar um 40 grafikmyndir í sýningarað- stöðu Arnar Inga, Kletta- gerði 6, eftir eftirtalda höfunda: Kjartan Guðjónsson Björg Þorsteinsdóttir Elías B. Halldórsson Edda Jónsdóttir Jón Reykdal Lísa K. Guðjónsdóttir Þórður Hall Sigrún Eldjárn Ingunn Eydal Jónína Lára Einarsdóttir Guðmundur Ármann Þessar myndir eru að mestu leyti úrtak úr afmæl- issýningu ísl. Grafikfélags- ins, sem nú er á ferðalagi um 13 borgir Norðulanda. Myndir þessar eru mjög fjölbreyttar að gerð bæði frá tæknilegu sjónarmiði og eins að inntaki mynd- gerðar. Af gefnu tilefni skal tekið fram að fyrirkomulag í þessari sýningaraðstöðu er ekki bundið einstökum sýningum, heldur miklu fremur þeim möguleika að það sem er til sýningar geti’ breyst frá degi til dags. Opið virka daga frá 4.00 til 6.00 og fram að jólum, laugardaga og sunnudaga frá kl. 3.00 til 6.00. Fréttatilkynning.

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.