Norðurland


Norðurland - 20.12.1979, Blaðsíða 6

Norðurland - 20.12.1979, Blaðsíða 6
Eins og ég hefi áður sagt, þá byrjuðu þau Páll og Steinunn, afí minn og amma, búskap á Hermundarfelli árið 1885, eða um það bil, því að þá er ' Þorsteinn bóndi talinn í húsmennsku á því heimili. Steinunn var ættuð af Sléttu. Foreldrar hennar bjuggu um skeið á Múla á Öxarfjarðarheiði. Systkini hennar, sem ég veit um, voru, Bjarni, Sabína, og Sveinn. Bjami var lengst af í Þistilfírði og þar um slóðir, Sabína átti heima á Bakka við Kópasker, og er formóðir hins ágæta fólks, sem við Bakka er kennt, og þekkt þar um slóðir af dugnaði, manndómi, tónlistar- gáfu og fleiri mannkostum. Sveinn var lengst af búsettur á Sléttu, meðal annars í Vogi við Raufarhöfn. Steinunn amma mín var vel meðalmanneskja á vöxt, dökkhærð, nokkuð stórskorin í andliti, og mundi ekki hafa getað kallast fríð. Andlit hennar var orðið mjög hrukkum og rúnum rist þegar ég man eftir henni. Hún var hæglát í fasi og fátöluð, en dugnaðarforkur til allra starfa, ósérhlífín og lét oft erfið útistörf til sín taka. Aldrei heyrði ég hana standa í þrasi við nokkurn mann, ekki einu sinni við Rænku gömlu, sem var þó til í tuskið í þeim efnum. Henni hefur vissulega ekki verið kappsmál að gera sinn hlut betri en efni stóðu til. Hún var mér góð, en lítið man ég eftir samræðum okkar á milli. Best man ég hana í eldhúsinu við hlóðarsteinana þar sem hún bjástraði við að halda uppi loga við lélegt og fábreytt eldsneyti. Þetta var sú eldunaraðstaða, sem hún var alin upp við, og eldavél baðstofunnar hefur henni að líkindum þótt óþarflega penpíuleg og fín fyrir sig. Þó mun hún hafa tekið til hendi í baðstofu einnig, að minnsta kosti til að þvo þar gólfíð. Það var raunar aldrei talað um að þvo gólfið, heldur skúra. Tækin til skúringarinnar voru aðeins vamsfata og strigadrusla. Þvottakonan kraup á kné, bleytti hæfilega stóran blett af gólfinu, stráði síðan yfir hann sjávarsandi, nuggaði rækilega með klútnum, þar til losnað hafði um öll óhreinindi. Þá var bletturinn þurrkaður upp, og síðan annar tekinn fyrir, þar til farin hafði verið ein umferð yfir allt gólfið. Og þá var það hvítskúrað, sem kallað var, og húsmæður lögðu metnað sinn í það að hafa gólfin sín sem allra hreinust og hvítust. Þessi þvottur mun hafa farið fram að minnsta kosti vikulega, en í rign- ingatíð mun hafa borist mikil for inn á gólfin, því að þar var gengið á sömu skóm og utanhús, og þurfti þá oftar að taka til hendinni og ræsta. Eftir að ég fór að stálpast, var ég smndum látinn spreyta mig á gólf- þvotti, dugði sæmiiega, og þóttist ekkert of góður til að vinna þennan starfa, þó að kvennaverk væri talið. í þá daga, og raunar enn, þótti það vansæmandi fyrir karla að vinna kvenmannsverk innanhúss. Það var fastur þátmr í starfi ömmu minnar að fara til grasa, eða fara í grasamó snemmsumars ár hvert. Ég held að hún hafi verið flutt á hesti á þau svæði, þar sem fjallagrasa var að vænta. Síðan hafi hún hafst þar við í ein þrjú fjögur dægur, en þá verið sótt og reiddur heim fengurinn, sem var oftast nokkrir pokar, og nægði sem ársforði. Grösin voru hreinsuð, soðin í mjólk, og grasagrautur var ágætis matur, einkum ef hann var ystur. Ekki er ég viss um að amma hafi ævinlega verið ein í þessum ferðum, en oft mun það hafa verið. Maður saknar margs sem ógert var látið á bemsku og æskudögum, og ekki verður bætt fyrir þau brot. Og nú sé ég eftir að hafa ekki átt nánari og persónulegri kynni við þessa fálátu traustu konu. Ekki þarf að efa að hún hefur búið yfir sterkum tilfinnirigum, sem hún flíkaði aldrei, og átt sér drauma, sem enginn vissi um, og aldrei rættust. Vera má að hún hafi þó verið hamingjusöm manneskja á margan hátt. Hjónaband hennar hygg ég að hafi verið farsælt og árekstralaust, þó að þau hjón hafi verið ólík á mörgum sviðum. Börnum sínum var hún mjög hjartfólgin, og þau munu hafa metið og virt manrrkosti hennar, svo sem verðugt var. Ekki man ég eftir að hún ætti nokkum hlut af neinu tæi, sjálf, nema fötin, sem hún stóð í, og sennilega spariklæðnað. En hefði hún átt einhverja persónulega muni, myndi henni hafa þótt sjálfsagt að aðrir nytu þeirra, eins og aðrir nutu góðs af hverju hennar handtaki á langri ævi. Með okkur Páli afa mínum vom miklir kærleikar og náin kynni. Hann mun hafa verið meðalmaður á vöxt, fremur grannvaxinn, léttur í hreyfingum og lipurmenni í öllum greinum. Hann var fremur fríður í andliti, smáleitur, og hýran og góðvildin skein úr svip hans. Ekki mun hann hafa verið mikill afkastamaður til verka, en laginn og notinvirkur, rólyndur og nokkuð væmkær, og mun það stundum hafa verið haft að gamanmálum. Það mun þó hafa verið græsku'.aust með öllu, því að hann mun hafa notið einstaklega mikilla vinsælda, og verið manna ólíklegastur til að gera nokkuð á hlut annarra. Eitthvað heyrði ég um að Meðal jólabókanna í ár er \ fyrsta bindið í ritsafni Einars [ Kristjánssonar frá Hermund- \ arfelli, sem Skjaldborg hf á i Akureyri gefur út. Einar j veitti Norðurlandi góð- \ fúslega leyfi til að birta \ þennan kafla úr bókinni. i Teikning: Ragnar Lár. hann hefði verið vís til að ganga að slætti, búið sér vel í hendur og slegið dálítinn blen, svona hæfilegan til að liggja í. Síðan hefði hann lagt frá sér orf og ljá, dregið saman heyvisk til að hafa undir höfðinu hallað sér útaf, lagt húfupottlokið eða hattinn yfir andlitið, og fengið sér það, sem nú er farið að kalla fegurðarblund. Sá fegurðarblundur hefði stundum viljað verða nokkuð langvarandi, enda var hann fallegur fram í andlátið blessaður gamli maðurinn. Þá var mér sagt, að þegar unnið var að gerð Löngubrúarinnar, hefði afi verið þar að starfi, og þótt laginn kantamaður, en svo nefndust þeir sem hlóðu vegarkantana úr snyddu. Þá var það eitt sinn að Palla sótti svefn eftir máltíð, og hallaði sér útaf, sofnaði fljótt og vel, en vaknaði ekki fíjótt að sama skapi, og varð þess ekki var að menn risu upp og gengu að starfi. Höfðu menn nú lofað honum að njóta svefns og drauma um stund. Hann hafði lagt sig í grend við lækjarsitru, enda þægilegt að sofna við lækjarnið, og góðra drauma von við þær kringumstæður, ekki síst í birki- laut. En einhverjir hrekkjalómar voru meðal vegagerðarmanna, Þeir tóku sig til gerðu smávegis skurð við lindina, svo að nú 'ók hún að renna undir afa minn, þar sem hann svaf svefni hinna réttlátu, því að aldrei mun hann hafa sofið með öðru móti. Nú vaknaði hann við miður góðan draum, er hann kenndi vætunnar, reis upp við dogg, sá fljótt hve; nig land- ið lá, og varð þá að orði: - Þetta geta þeir, grýtin á þeim. En grýti var hið ljótasta orð, sem hann bar sér í munn. Ekki munu hafa orðið önnur eftir- mál vegna þessa atviks. Eins og ég hefi áður minnst á, hafði amma ekki verið nema eitt ár á Hermundarfelli þegar ástir höfðu tekist með þeim Páli. Þetta bendir til þess að afi hafi ekki alltaf verið eins rólegur og s vifaseinn og af var látið. Kannski hefur amma einn góðan veðurdag komið út í slæjuna með hrífu sína og vakið hann af fegurðarblundinum, og honum þá fundist að ýmislegt mætti gera ljúflegra og lífvænlegra en að ’emjast um með orfinu. Þau systkinin, Páll og Ragnheiður urðu bæði fyrir þeirri bifu reynslu að missa sjónina um eða rétt eftir miðjan aldur. Ég man ekl.i eftir afa öðruvísi en blindum. Hann hafði ferlivist lengi vel. Ég man hann best sitjandi á rúminu sínu, og hafði þá oft eitthvert tóskaparföndur með höndum, þófarahnuðl, kembingu, eða þá hann tætti og tók olanaf ull, eða tvinnaði band á snældu. Mér finnst að hann hafi verið hreinlátur, þokka- lega til fara, einkum minnir mig að hann væri alltaf sérlega hreinn í fram- an, en kannski hefur það verið hans hýri og góðlegi svipu: sem gerði það að verkum. Hann vildi gjaman verða að liði, eftir því sem við varð komið, til dæmis ganga út og hella úr skólpfötunni, eða sækja vam út í lindina. Það kom oft í minn hlut að leiða hann þessa leið, sem var hvorki slétt né greið. En hann hafði gengið hana daglega frá barnæsku og þekkti hverja mishæð, og staðhætti alla. Niður að læknum var stalla að fara, og ég man hversu fundvís hann var á fótafar utan í einni þúfunni. Það var orðið nokkuð djúpt, og einhvern veginn fannst mér að hann hefði einhverntíma í fyrndinni stigið þarna svona fast til jarðar, og síðan notað spor þetta af hagnýtum ástæðum. Og lengi sáust þess merki eftir hans daga, og ég minntist hans oft þegar ég átti þarna Jeið. Hann hafði á mér mikið dálæti, enda var ég yngsta bamið á bænum. Oft hossaði hann mér á hné sínu, eða hélt í hendur mínar, lét mig tvístíga við hné sér í takt við eftirfarandi stef, sem hann raulaði: Stígur stígur Lalli, innarlega á palli. Honum var gefin hákallssneið, skorin ofan úr hjalli, og skyrspónn úr dalli hjá bóndanum Halli. Þetta afbrigði skemmtunar líkaði mér vel, og ég hefi viðhaft það nokkuð við börn og bamaböm og reynst það mjög vinsælt frá öðru til fjórða aldursárs eða lengur. Gæluyrði það sem hann notaði mest við mig var, Baukur afa. Oft kallaði hann: - Komdu, Baukur afa. Þá stóð sjaldnast á mér, því að alltaf bjóst ég við fremur góðu ef hann átti við mig erindi. Kaffið var honum venjulega fært á rúmstokkinn, og var réttur bollinn í aðra hönd, en sykurmolar í hina. Ekki datt afa í hug að fara að gerast svo mikill sælkeri á gamalsaldri, að hann færi að sitja einn að þessum lífsgæðum. Alltaf skyldi hann brjóta einhverjar körtur af sykurmolum sínum, svo að dóttursynimir mættu njóta þeirra með honum, og vafalaust hefur Baukur afa fengið bróðurpartinn vel mældan. Hann raulaði oft við mig vísur í lágværum tón. Stundum vom það vísur ekki lausar við kerskni og kveðnar um einhverja óþekka nafna mína aftan úr fortíðinni, t.d. þessi: Einar skítur ofan þýtur mela, kindalaus hann kemur heim, karlinn tautar þá við beim. Raunar fannst mér hann alltaf segja, - karlinn tautar þá við bein. Ég skildi það orð og hugsaði mér helst kindarlegg. Hitt orðið laukst ekki upp fyrir mér fyrr en ég var kominn til vits og ára, enda ekki mikið rætt um beima á bemskuárum mínum. En vísan kenndi mér að sá, sem týndi úr hjásetunni, eða fór fýluför í smalamennsku, þurfti ekki aðeiga von á góðu. Aðra vísu af svipuðu tæi fór hann með og heimfærði upp á mig: Einar skítur ólundar oft með ljótu skælumar, er að leita alstaðar ekki finnur rollurnar. Skælumar mátti víst til sanns vegar færa, þegar ég átti í hlut, því að ekki mátti mikið mótlæti mér að höndum bera, svo að ekki mætti ég vatni halda, og hefur sá veikleiki seint viljað eldast af mér með öllu. Þá fór hann stundum með vísu, sem var á margra vömm og hljóðar svo: 6 -NORÐLRLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.