Norðurland - 19.02.1986, Blaðsíða 3

Norðurland - 19.02.1986, Blaðsíða 3
Leiklist Kviksandur í Freyvangi Höfundur: Michael V. Cazzo Þýðandi: Asgeir Hjartarson Leikstjóri og hönnuður leikmvndar: Þráinn Karlsson Lýsing: Halldór Sigurgeirsson Síðastliðið föstudagskvöld frum- sýndi L eikfélag __ Öngulstaða- hrepps og UMF Arroðinn leik- ritið Kviksand. Þarna er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Kviksandur er erfitt verk í flutningi, átakamikið og krefjandi. Jonni Pope hefur ánetjast eiturlyfjum, eftir að hafa legið slasaður á hersjúkrahúsi. Hjóna- band hans með Ceilu hefur staðið í fjögur ár, en þennan tíma hefur honum tekist að leyna eiginkonuna sjúkleika sínum. En Polo, yngri bróðir Jonnis, sem býr hjá þeim hjónum, veit að bróðir hans notar eiturlyf. Hann fórnar aleigu sinni til að útvega Jonni morfínið, ekki af hatri til hans, heldur ást. Polo þolir ekki að sjá Jonni sjást. En mörgum reynist erfitt að skilja þessa afstöðu, einkum föður þeirra, sem fyrir utan það að vera tilfinningakaldur, hefur alla tíð tekið Jonni fram yfir Polo. Þetta leikrit sýnir okkur baráttu eiturlyfjaneytandans sem virðist etv. vera okkur svolítið fjarri, þegar við sitjum á hörðum stólunum í Freyvangi. En inn í þetta fléttást ástin sem allstaðar er fyrir hendi; ást Ceilu á manni sínum og fórn- fýsi hennar, sem á kannski ekki uppá pallborðið hjá öllum í dag; ást Polo til bróður síns og jafn- framt Ceilu mágkonu sinnar; ást föður til sonar sem að lokum bíður skipbrot; eiturást manns- ins til sprautunnar. Einar Kristjánsson: Mannbætandi tónleikar Tónlistarskólinn á þakkir skildar Við hæfi þótti að birta þessa mynd af „nikkaranum" Einari Kristjánssyni. Seint á siðastliðnum vetri naut ég þess að vera staddur á 50 ára afmælishátíð Slysavarnafélags- deildar kvenna hér á Akureyri. Þar var margt sér til gamans gert og skemmtiatriði með ágætum, en eitt er mér þó minnisstæðast. Þarna mætti hópur kornungs fólks, sem var fiemendur í Tónlistarskólanum, :en kom þó ekki fram fyrir skólans hönd beinlínis, heldur sem hljómsveit sex eða átta nemenda, sem höfðu tekið sig saman um að æfa nokkur verk saman í sínum hóp og mun hafa fengið nokkra aukaaðstoð kennara sinna. Þetta var fallegur hópur, enda flest af fólkinu dömur. Og nú hófust tónleikar og hljóðfærin voru einkum fiðlur og flautur. Hljóð- færaleikararnir voru allir klæddir í kjól og hvítt, sem kallað er, svo að þarna var ekkert ræflarokk á ferðinni. Og táningarnir léku stóran flokk verka, sem teljast mátti æðri tónlist og einnig léttari tónlist, jafnvel bítlalög. Þarna var leikið af ótrúlegu miklu öryggi, hraða, fimi og tilfinningu og frammistaða þessa unga fólks kom sannar- lega á óvart og naumast hafði ég áður heyrt bæjarbúa leika svo létt og af slíkum yndisþokka. Eg fór að hugleiða að fyrir einum 10 árum hefði álika tónlistarviðburður ekki getað átt sér stað, því að þá hafði ekki verið hirt um að tónmennta ungt fólk og leita uppi hæfileika þess. En á síðustu árum hefur Tónlistarskólinn verið efldur stórlega og starfsemi hans aukin rækilega á allar lundir, og við bæjarbúar stöndum í mikilli þakkarskuld við þá sem þar hafa gerst forgöngumenn með ráðum og dáð. Laugardaginn 8. febrúar síðastliðinn fengum við að njóta ávaxtanna af skólastarfinu, þegar Tónlistarskólinn stóð fyrir minningarhátíð um Þorgerði S. Eiríksdóttur með tónleikum í Borgarbíói, þar sem komu fram nær þrjátíu manns, flest nemendur og nokkrir kennarar, með fjölþætta dag- skrá, vandaða og vel heppnaða. Nemendur fengust við misjafn- lega erfið verkefni og voru á ýmsum stigum á námsbrautinni, en allir vel á vegi staddir. Ein- hverjir eiga vafalaust eftir að öðlast frægð og frama, en það er að vísu ekki aðalatriðið þó að teljast megi mikill ávinningur. En tónlistarþekking og hæfni er mannbætandi gleðigjafi, sem hverjum og einum er dýrmætt að njóta fyrir sjálfan sig og sitt heimili og heimsmælikvarðinn er ekki endilega sú viðmiðun, sem allir verða að miða við. En Tónlistarskólinn verð- skuldar þakklæti fyrir þessa tónleika og það hvernig hann gefur bæjarbúum mörg og góð tækifæri til að fylgjast með starfsemi skólans. í jafn átakamiklu verki og þessu, fer ekki hjá því að leikarar verða að vera búnir miklum hæfileikum, bæði hvað varðar raddbeitingu og leik- tækni. Þessu var töluvert ábóta- vant, enda vart við öðru að búast. Enginn getur ætlast til fullkomnunar á þessu sviði hjá fámennu áhugaleikhúsi. En þegar á heildina er litið, fannst mér leikarar yfirleitt gera þetta snyrtilega. Mest mæddi á þeim bræðrum. Stefán Guðlaugsson sem eitur- lyfjaneitandinn hefur í sann- færandi líkamsburði í þetta hlutverk, en skorti meiri radd- styrk, einkum í átakasenunum sem voru margar. Sama má segja um Önnu Ringsted, sem lék Ceilu eiginkonu hans. Anna skilaði best þeim atriðum þar sem andrúmsloftið var átaka- lítið og gerði þá oft mjög góða hluti. Leifur Guðmundsson sem pabbinn hafði raddstyrkinn, en túlkaði nokkuð einhæfa mann- gerð. Um Jóhann Jóhannsson sem yngri bróðirin má etv. segja, að hann hafi verið í eftirsóknar- verðu hlutverki, þar sem hann var sá eini sem fékk tækifæri til að slá á létta strengi í bland við dramatísk átök sem fylgdu hlut- verki hans. Jóhann gerði hvoru- tveggja með miklum ágætum. Minni hlutverk voru í höndum þeirra Arna Sigurðs- sonar, hins miskunnarlausa dópsala, Stefáns Arnasonarsem lék fylgisvein hans, Birgis Jóns- sonar, sem lék ek. fótaþurrku dópsalans og gleðikonunnar Snúllu, sem var í höndum Jóhönnu Valgeirsdóttur. Þráinn Karlsson hefur þarnaunniðgott verk og greinilega lagt mikla alúð í vinnu sína, bæði hvað varðar leikstjórn og leikmynd. GA. Guðmundur Ármann Laugardaginn 15. febrúar opnaði Guðmundur Ármann sýningu í Gamla Lundi á Akureyri. Þar eru sýndar 20 dúkristur, þrykktar í svart/hvítt og lit. Myndirnar eru allar unnar á árunum 1985 og 1986. Listamaðurinn hefur nýlokið við framleiðslu á kynningarmöppu sem hef- ur að geyma átta myndir. í henni eru upplýsingar á fjór- um tungumálum um sýning- arnar sem hann hefur haldið, ásamt stuttu æviágripi. Mappa þessi verður til sölu á sýningunni. Guðmundur hefur haldið 5 einkasýningar hér á landi og í Skandinavíu. Þó er þetta fyrsta einkasýning hans á Ákureyri. Á sama tíma og Akureyrarsýningin stendur yfir; verður opnuð sýning á gralikverkum eftir Guðmund í Borlánge í Svíþjóð. Sýningin í Gamla Lundi verður opin alla virka daga frá klukkan 16 til 20, en laugardaga og sunnudaga frá kl. 14 til 22. Henni lýkur 23. febrúar. Norðurland vill nota tæki- færið og óska Guðmundi til hamingju með sýningarnar. Jólagátur Myndagáta Margar lausnir á myndagátunni bárust blaðinu, og var meiri- hluti þeirra réttur. Steinunn P. Hafstað, sem gátuna samdi gaf eftirfarandi lausn á henni: Ráðherrar eru í vanda um þessar mundir. Þeir skiptu um stóla í haust, en stólarnir eru valtir líkt og skipastóll Hafskipa. Enginn réði gátuna á þessa leið, en margir höfðu „eins og“ í stað „líkt og“, og var það talið rétt. Þegar dregið var úr réttum lausnum kom upp nafn Stefáns Jónmundssonar, Sunnubraut 7, Dalvík og verður honum send bók í verðlaun. Gátur og lausnir Lítið var um lausnir á gátum þeim sem Norðurland birti í jólablaðinu eftir þá Erlend Þórðarson og Guðmund Björns- son, landlækni sem þar sagði ferðasögu í felumyndum ef svo má að orði komast. I von um að einhverjir lumi á lausnum sem þeir hafa ekki sent bíðum við með birtingu ráðninganna enn um stund. Vísnagáta Ut úr þessari vísu má lesa nafn á manni, föðurnafn hans og heitið á bænum þar sem hann býr: Nafnið er á hverjum hatt hans son storkin feiti, kotið nefnist kindin datt kátlegt bœjarheiti. í næstu vísu er fólgið eitt nafn sem hefur tvíræða merk- ingu og áhrif: ígleði og sút hef éggildin tvenn til gagns menn mig elta til skaða mín njóta í reiða er ég hafður um hálsa ég renn til höfða ég stíg en bundinn til fóta. I þremur eftirtalinna erinda er fólgið eitt lausnarorð í hverri vísu: í brekku sá ég bæinn fagra standa verkamannsins vinnulaun er hans nafn og hugarraun. Bóndi sá er býli þetta byggir tvöfalt heiti bergsins ber búin ekki gátan er. Föðurnafnið finnst mér vera svona brunninn viðarbútur einn bugðulaus hann er sem teinn. Lausnir sendist Norðurlandi fyrir 27. mars. NORÐURLAND - 3

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.