Norðurland - 19.02.1986, Qupperneq 4

Norðurland - 19.02.1986, Qupperneq 4
NORÐURLAND Gefið út á vegum Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Kemur út I 7.500 eintökum. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðlaugur Arason Aðsetur: Eiðsvallagata 18, Akureyri. Pósthólf 492 - 602 Akureyri. Sími: (96) 218 75 PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR Hefjum sókn fyrir Heklu! Löngum hefur því verið haldið fram með réttu, að eignarhaldið á framleiðslutækjum, stjórn þeirra og hverjum kemur arðurinn til góða skilji samvinnu- hreyfinguna gleggst frá einkarekstri. Með félagslegri eign heima í héraði eigi að vera tryggt að stjórnin sé á sama stað og arðurinn ekki fluttur á brott, heldur varið til frekari uppbyggingar á staðnum. Eftir því sem fleiri stoðir renni undir bú séu einnig meiri líkur á því að þær styðji hver aðra í rekstrinum þegar misvel gengur. Hags- munir starfsfólksins sem jafnframt sé eigendur í gegnum félögin sitji því í fyrirrúmi gagnstætt þröngum hagsmunum einkagróðans, sem of víða hafa skilið atvinnulífið eftir í rúst. En nú virðist sem breyttir tímar séu að renna upp og leiða til öndvegis nýtt siðgæði sums staðar í æðstu störfum innan samvinnuhreyfingarinnar í landinu. Nýjasta og alvarlegasta dæmiðer uppsagnirnar áHeklu. Þetta gróna fyrirtæki samvinnumanna á að leggja niðurog senda brott starfsmennina, 64 - að langmestu leyti konur. Slíkt kemur á óvart, enda furðulega að staðið, en rétt að gefa nokkrum atriðum gaum: - Þaö er óeölilegt aö stjórn einnar verksmiðju SÍS á Akureyri, sé í höndum verslunardeildar suöur i Reykja- vík. - Þaö er óeðlilegt aö sú sama verslunardeild stundi innflutning í miklum mæli á svipuöum vörum og hún á aö vera aö framleiöa á Akureyri á sama tíma. - Þaö er óeðlilegt aö leyfa takmarkalausan innflutning iönaöarvara frá láglaunasvæöum Suðaustur-Asíu til landsins á sama tima og kvóti er á slíkum innflutningi til annarra Noröurlanda. Slíkt þjónar aðeins hagsmunum þeirra sem vilja gera ísland aö láglaunasvæöi - Singa- pore noröursins eins og einn ráöherranna nefndi þaö. - Þaö er óeðlilegt aö einni grein iönaöarframleiöslu sama fyrirtækis sé gert aö mæta eigin rekstrarörðug- leikum, án stuönings annarra þátta þar, sem m.a. er undirstrikað meö fjarstýringu hennar í höndum þeirra sem þiggja sín umboðslaun af innflutningi. Fyrir nokkrum árum stóð til að leggja skógerð Iðunnar niður, en úrtölumenn voru kveðnir í kútinn og uppbygging hafin með aðstoð Iðnaðarráðuneytisins í tíð Hjörleifs Guttormssonar þar. Viðreisnin tókst svo vel að verksmiðjan annarengan veginn eftirspurn núna, og reksturinn gengur með ágætum. Iðja félag verksmiðjufólks og Iðnþróunarfélag Eyja- fjarðar hafa tekið málið upp. En dyggilegastan vörð um fyrirtækið stendur starfsfólk þess. Eftir að hafa verið lengi dulið þess að það skyldi fagna baráttudegi verkafólks, 1. maí, með því að ganga út af vinnustað sínum hinsta sinni, hefur það risið upp til varnar eigin atvinnu, og sóknar fyrir fyrirtækið. Það er ekki ónýt að eiga slíka að. Á einni síðdegisstund safnaði starfsfólkið 2.140 undirskriftum á Akureyri undir þá kröfu, að bæjar- stjórnin léti málið til sín taka. Vilji bæjarbúa er því skýr og til hans ættu þeir að taka tillit sem fyrir þessum uppsögnum standa. Samvinnu- menn á Akureyri geta ekki liðið að einu helsta atvinnu- fyrirtæki bæjarins sé stjórnað frá Reykjavík og gert að lúta kröfum hámarksgróða í vægðarlausri samkeppni við innflutning sömu aðila. Atvinnumálanefnd Akureyrar hefur það hlutverk að fjölgastörfum í bænumog tryggja þau sem fyrireru. Það eru hæg heimatökin fyrirformann hennarsem jafnframt er framkvæmdastjóri Iðnaðardeildarinnar að sýna nú trú sína af verkunum. í stað þess segir hann í viðtali við blað sitt Dag að fólkið muni flest geta fengið vinnu hjá Iðnaðardeildinni sem ekki hafi verið hægt að reka á fullum afköstum vegna manneklu, og „að því leyti komi þetta sér vel“, þó að slæmt sé að leggja þurfi fataiðnaðinn niður." Slík orö eru hnefahögg. Bæjarstjórn hlýtur aö kosta kapps um að tryggja áframhaldandi rekstur Hekiu, og þá er eftir aö sjá hvernig tiltekst um samvinnu formanns atvinnumálanefndar og framkvæmdastjóra lönaöar- deildarlnnar. Þaö væri veröugt verkefni fyrir hann aö heimta stjórn Heklu heim til Akureyrar, þar sem hagsmunir fyrirtækisins, starfsmanna þess og bæjarbúa eru best tryggöir, og lyfta því til nýrrar sóknar meö fordæmi skógerðarinnar í huga. - Sú er krafa NORÐURLANDS. Uppsagnir á Heklu Um sextíu starfsmenn fengu sent uppsagnarbréf ð Starfsmenn Heklu fjölmenntu á bæjarstjórnarfund til að mótmæla uppsögnum. Á bæjarstjórnarfundi á Akureyri 11. febrúar sl. mættu starfsmenn fataverksmiðjunnar Heklu og afhentu Sigurði Jóhannessyni mótmæli 2140 Akureyringa sem höfðu ritað nöfn sín undir áskorun kvöldið áður. Þar segir m.a. að skorað sé á bæjarstjórn að hún gangist fyrir því að rekstri Heklu verði haldið áfram enda sé það óhæfa að verksmiðjunni skuli iokað og um 60 manns sviptir atvinnu sinni. Bæjarfélagið megi ekki við því að hæft starfsfólk flytji í burtu. Sigríður Stefánsdóttir bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins tók málið upp til umræðu. Hún Uppsagnar- bréf frá Sambandinu Eins og kom fram á fundi Verslunardeildar með starfs- fólki Fataverksmiðjunnar Heklu, föstudaginn 24. þ.m., þá er stefnt að lokun verk- smiðjunnar í lok apríl n.k. vegna langvarandi rekstrar- örðugleika. Öllu starfsfólki Fataverk- smiðjunnar Heklu er sagt upp störfum samtímis og miðast starfslok hjá öllum við 30. apríl 1986. Með bréfi þessu er yður því tilkynnt uppsögn í samræmi við framansagt. Ef þér hafið hug á að starfa áfram hjá Sambandinu, þá hvetjum vér yður til að ræða við starfsmannastjóra, sem veitir upplýsingar um laus störf. Verslunardeild Sambandsins harmar að sjá af hæfu starfs- fólki, er öðlast hefur mikla reynslu í sínu starfi, en eins og horfir verður ekki hjá því komist. Um leið eru yður þökkuð vel unnin störf í þágu Sam- bandsins. Akureyri 30. janúar 1986, F.h. Verslunardeildar Sambandsins Birgir Marinósson, starfsmannastjóri. lagði þunga áherslu á þá stað- reynd, að örlög þessa fólks væru í rauninni ráðin suður í Reykja- vík. Svo undarlega vill nefni- lega til, að stjórn Heklu er ekki í höndum Akureyringa, heldur Verslunardeildar Sambandsins, sem hefur aðsetur í Reykjavík. Af þeim fjölda sem sagt var upp störfum eru 8 karlmenn. Hitt eru konur. Norðurland náði tali af nokkrum þeirra eftir að mótmælin höfðu verið af- hent. Fram kom í máli þeirra að ákvörðun um að segja fólkinu upp, hefði legið fyrir í nóvem- ber, en líklega hefði stjórn- endum fyrirtækisins ekki þótt við hæfi að færa þeim upp- sagnarbréfin í jólagjöf. „Talið eðlilegra að gefa okkur atvinnu- leysið 1. maí, svona í tilefni dagsins.“ Konurnar töldu fullvíst að hægt væri að reka fataverk- smiðjuna með hagnaði ef rétt væri á málum haldið. „En það er ekki von á góðu þegar Sam- bandið flytur inn ódýran fatnað frá Hong Kong í beinni sam- keppni við okkur Akureyringa.“ Sumt af því starfsfólki sem sagt hefur verið upp, á að baki allt að 40 ára starf hjá fyrir- tækinu. Kveðjuorð Haraldur Ásgeirsson F. 6. apríl 1945, d. 31. janúar 1986 Kynni okkar Halla Ásgeirs hófust árið 1972 er við fluttum hingað í bæinn og urðum nágrannar hans í Víðilundi 14. Betra og skemmtilegra nábýli er vart hægt að hugsa sér. Nágranninn reyndist vera maður sem lifði lífinu - naut þess í ríkum mæli og kunni þá list að hrífa aðra með sér. Græskulausari gleði er vart hægt að hugsa sér en þá lífs- gleði sem einkenndi Halla. Alltaf var eitthvað spennandi að gerast hjá honum og í kringum hann. Skjótar ákvarð- anir voru teknar og þá ekki alltaf í stíl við hið hefðbundna smáborgarEflíf sem við eigum að venjast. Leit hans að því sem var spennandi og kannski ekki alveg hættulaust var þrotlaus. Sjóskíði, froskköfun, flug, svifflug, skíðamennska, sigl- ingar - jafnvel stjórnmál - allt þetta og ótal margt fleira heillaði Halla og hann gaf sig allan að áhugamálinu hverju sinni. Hvarvetna eignaðist hann vini - hjá því gat ekki farið slíkt var drenglyndi hans og hrein- skiptni. Hann var líka sannur vinur vina sinna, trúr í gleði og tryggur í raun. Hann var örlátur og veitull bæði í bók- staflegri merkingu og ekki síður á sjálfan sig og veitinga hans var gott að njóta því að þær voru svo sannarlega fram- bornar af heilu og hlýju hjarta. Það bæði kólnaði ogdimmdi í tilverunni þegarfregnin barst um það að Haraldur Ásgeirs- son hefði gegnt lokaútkall- inu. Það er erfitt að sætta sig við það að aldrei framar muni maður mæta honum, glöðum og reifum, einhvers staðar þar sem maður átti síst von á. Nú er aðeins minningin eftir og hana er gott að eiga - minningu um vin og félaga eins og Halla Ásgeirs - á hana ber hvergi skugga. Farðu heill, bróðir og vinur. Jóhanna og Ottar. 4 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.