Morgunblaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 4
4 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2009
Magnús: „Best fyrir alla aðila að
koma á nýjum leik“
Morgunblaðið/ÞÖK
Spekingur Magnús Gylfason vill
hóflega tæknibyltingu.
Magnús Gylfason, margreyndur knatt-
spyrnuþjálfari og sparkspekingur á Stöð 2
sport:
1. ,,NEI, það vil ég ekki sjá að verði. Það eina
sem ég gæti séð fyrir mér hvað tæknimál
varðar er að koma upp nemum í markinu sem
skynja það hvort boltinn fer inn eða ekki.
Annað á bara að vera hluti af leiknum eins og
hefur verið.“
2. ,,Jú, það má segja það. Það er verið að bóka
menn fyrir dýfingar og dæma menn í margra
leikja bann fyrir ljót brot svo auðvitað skýtur
það skökku við þegar menn komast upp með
að svindla eins og í þessu tilviki.“
3. ,,Ég er þeirrar skoðunar að best væri fyrir
alla aðila að koma á nýjum leik. Mikilvægi
leiksins var svo gríðarlega mikið og maður
skilur það vel að Írar séu sárir og reiðir.“
Ólafur: Dómarinn átti að spyrja Henry
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þjálfarinn Ólafur Kristjánsson telur að dómarinn
hefði átt að ræða við Thierry Henry.
Ólafur H. Kristjánsson þjálfari
bikarmeistara Breiðabliks;
1. ,,ÞETTA ER erfið spurning. Ég gæli jafnvel við þá
hugmynd þegar maður sér svona atvik að þjálfarar
hafi rétt á því einu sinni í leik að fara fram á að geta
litið á sjónvarpsskjá. Ég er ekki hrifinn af því en er
ekki mótfallinn því að skoða þennan möguleika.
Þetta var reynt í einum leik Skandinavíudeildinni
fyrir nokkrum árum. Annar þjálfarinn nýtti sér
þetta ekki en hinn gerði það og það tók hálfa mínútu
fyrir dómarann að skoða atvikið og taka ákvörðun.“
2. ,,„Fair play“ verður eins og hjóm eitt þegar maður
sér svona atvik. Það sem mér finnst að hefði átt að
gerast í þessu tilviki er að dómarinn hefði átt að fara
til Henry og spyrja hann: Tókst þú boltann með
hendinni? Ef Henry svarar neitandi þá er klárt hver
er skúrkurinn. Þá fyndist mér að Henry ætti að fá
bann og verða útilokaður frá HM. Ef hann hins veg-
ar hefði sagt: Já, ég tók hann með hendinni, þá erum
við að tala um ,,fair play“. Atvikið þegar Paolo Di
Canio greip boltann um árið þegar markvörðurinn
lá meiddur í teignum er ,,fair play“ í sinni tærustu
mynd.“
3. ,,Það fyndist mér fáránlegt. Ef það yrði raunin þá
kæmi holskefla þar sem krafist væri að endurtaka
leiki og jafnvel út af smáatriðum.“
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
THIERRY Henry lagði þá boltann fyrir sig með
hendinni, ekki einu sinni heldur tvívegis, og sendi
hann á William Gallas sem skallaði í netið.
Mikið hefur verið rætt og ritað um leikinn og Ír-
ar eru vægast sagt súrir yfir því að hafa fallið úr
leik með þessu svindlmarki og hafa biðlað til Al-
þjóða knatttspyrnusambandsins, FIFA, um að
leikurinn verði endurtekinn. FIFA ætlar hins veg-
ar ekki að verða við beiðni þeirra. Úrslitin standa
og Frakkar verða á meðal þátttökuþjóðanna 32
sem leika í Suður-Afríku en Írar sitja eftir með
sárt ennið.
,,Það er ekki nokkur leið að láta endurtaka leik-
inn. Slíkt myndi skapa algjört öngþveiti í fótbolt-
anum. Reglur FIFA eru mjög skýrar. Regla 5 seg-
ir að ákvörðun dómara um atvik leiksins sé
endanleg. Það segir allt. Það er ekki hægt að end-
urtaka leik á þessum forsendum,“ sagði talsmaður
FIFA.
Þetta atvik hefur kallað á síendurtekna umræðu
um það hvort knattspyrnan eigi að færa sér
tæknina í nyt og að dómurum verði kleift að sjá
umdeild atvik eins og þetta á sjónarpsskjá.
Morgunblaðið leitaði álits hjá nokkrum spark-
spekingum og milliríkjadómurum um þessi mál en
margir álíta sem svo að aðalslagorð FIFA, hátt-
vísi, hafi beðið hnekki og þetta mjög svo umdeilda
mark hafi sett ljótan blett á þessa frábæru íþrótt.
Á fótboltinn að færa
sér tæknina í nyt?
Reuters
Hvað hef ég gert? Thierry Henry hafði rangt við og komst upp með það.
Fátt annað hefur verið rætt um í knattspyrnuheim-
inum síðustu daga en atvikið í leik Frakka og Íra í
umspili um sæti í úrslitakeppni HM þar sem Frakk-
ar tryggðu sér farseðilinn til Suður-Afríku með því
að gera kolólögt mark í framlengingunni.
Kristinn Jakobsson milliríkjadómari
í knattspyrnu;
1. ,,NEI. Ef við horfum á þetta atvik þá hefði
nýja fimm dómara kerfið hjálpað til með
ákvarðanatöku. Þar hefði t.d. minn maður,
Magnús Þórisson, getað sagt við mig í sam-
skiptakerfið sem við notum; „Kiddi, þetta var
hendi.“ Hann hefði verið staðsettur rétt við
hliðina á Henry í þessu tilviki og það eitt og
sér hefði útilokað þetta atvik. FIFA er komið
á leið með einhverjar breytingar og miðað við
viðbrögð á fyrstu fjórum leikdögunum í Evr-
ópudeildinni þar sem fimm dómara kerfið hef-
ur verið til staðar þá hefur þetta gengið mjög
vel.“
2. ,,Jú að sjálfsögðu. Í þessu tilviki tel ég
frekar að leikmaðurinn hafi verið að svindla
heldur en dómarinn. Fair play er fyrst og
fremst á milli leikmanna og liða og það er
okkar að dæma í kringum það. Við gerum það
með bestu og mestu vitund en því miður urðu
mistök í þessu tilviki. Gerandinn getur ekki
fríað sig með því að segja: Ekki spyrja mig.
Ég er ekki dómarinn. Við dómararnir eigum
að reyna að túlka lögin á réttan hátt og síðan
er þetta alltaf matsatriði. Var þetta hendi,
ekki hendi, var þetta víti, ekki víti.“
3. ,,Mér þætti ekkert óeðlilegt að nýr leikur
yrði spilaður en það verður örugglega ekki.
Það stendur skýrt í bókunum að úrskurður
dómara sé endanlegur og samkvæmt lögum
og reglum ætti ekki koma til nýs leiks. En
gagnvart íþróttinni þætti mér það skynsam-
legt að koma á öðrum leik. Ég held að þetta
atvik eigi eftir að fylgja Frökkum og Henry
um ókomna tíð.“
„Fylgir Henry um ókomna tíð“
Kristinn Jakobsson: „Nýja fimm dómara kerfið hefði getað hjálpað til“
Morgunblaðið/Kristinn
Dómarinn Kristinn Jakobsson telur að
Frakkar og Írar ættu að eigast við á ný.
Morgunblaðið lagði þrjárspurningar fyrir spekingana
en þær voru:1. Á að breyta reglunum og
leyfa dómurum að skoða um-
deild atvik í sjónvarpi?2. ,,Fair play“ er slagorðFIFA. Er það þá ekki mótsögn
að bjóða upp á svona atriði?
3. Fyndist þér rétt að láta fara
fram annan leik?
Spurning-arnar þrjár
THIERRY Henry, fyrirliði franska landsliðs-
ins í knattspyrnu, lét hafa eftir sér í gær að
sanngjarnasta lausnin á öllu fjaðrafokinu yfir
marki Frakka gegn Írum í umspili um sæti í
HM væri að láta leikinn fara fram aftur.
,,Auðvitað væri það sanngjarnasta lausnin
að spila annan leik en það er ekki mitt að
ákveða það,“ sagði Henry í yfirlýsingu sem
hann sendi til Sky Sports á Englandi og til
fleiri miðla.
,,Eðlilega er maður vandræðalegur yfir því
hvernig við fórum áfram og ég finn ákaflega
til með Írum sem svo sannarlega verðskulda
að vera með í Suður-Afríku.“
Henry vill spila
leikinn við Íra aftur
ROY Keane, knattpyrnustjóri enska 1. deild-
arliðsins Ipswich og fyrrverandi landsliðsfyr-
irliði Íra, segir að landar sínir eigi frekar að
líta í eigin barm en að vera að væla yfir
markinu sem Frakkar skoruðu. Þeir fengju
engu um það breytt, Frakkar færu á HM og
málið væri útrætt.
„Þeir geta kvartað og kveinað en það
breytir engu. Frakkar fara á HM og sættið
ykkur við það. Málið er að Írland átti alla
möguleika á að vinna leikinn og nýtti sér það
ekki. Gamla sagan,“ sagði Keane sem lék 65
landsleiki fyrir Írland.
„Ef ég hefði verið í búningsklefanum eftir
leikinn hefði ég ekki talað um höndina á
Henry. Ég hefði talað um hvers vegna varn-
armennirnir hefðu ekki verið búnir að koma
boltanum í burtu, sem þeir áttu að gera. Ég
hefði látið varnarmennina og markmanninn
heyra það. Hvers vegna í ósköpunum fékk
boltinn að skoppa í markteignum án þess að
þeir kæmu honum í burtu? Hvers vegna
hleyptuð þið Thierry Henry framhjá ykkur?
Þetta eru skólabókaratriði sem þeir eiga
að læra sem unglingar. Írska liðið fékk nóg
af færum í báðum leikjum til að gera út um
þetta einvígi, en nýtti þau ekki. Írska knatt-
spyrnusambandið bregst hins vegar við eins
og það gerir alltaf, bullar um rán og óheið-
arleika. Þvílík vitleysa.
Gleymum því ekki að í undankeppninni
vann Írland sigur á Georgíu, 2:1, eftir að hafa
fengið ódýrustu vítaspyrnu sem ég hef séð.
Ég man ekki til þess að írska knattspyrnu-
sambandið hafi þá stigið fram og óskað eftir
því að leikurinn yrði spilaður að nýju,“ sagði
Keane við BBC.
Keane segir Írum
að hætta að væla