Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 3
SKOLABLABIB GEFIÐ ÚT f MENNTASKÓLANUM í REYKJAVÍK 23. árgangur 4. tölublað Maí 1948 J/-}gást öunnar jSigurósson Fœddur 12. ágúst 1928. — Dáinn 27. marz 1948. Sízt grunaði mig. þegar ég kvaddi Ágúst hlæj- andi að kvöldi þess 27. marz, að ég ætti ekki að sjá hann framar í þessu lífi. Að dauðinn mundi innan stundar hafa svipt þessum æskuglaða og góða dreng burt úr okkar hópi og sýnt enn einu sinni, hversu vald hans er mikið og vegir hans órannsakanlegir. Ágúst var fæddur hér í Reykjavík. Foreldrar hans voru þau Sigurður Ólafsson og kona hans, Rebekka Ágústsdóttir. Snemma komu franr þeir höfuðeiginleikar, sem öðru fremur einkenndu hina stuttu ævi Ágústar. Hann var mjög gefinn fyrir vélar og tæki, enda hafði hann góða aðstöðu til að kynn- ast slíkum hlutum hjá föður sínum, sem var hon- um hvort tveggja í senn: góður félagi og leið- beinandi. Ágúst var þegar búinn að ná í þeim efnum slíkri kunnáttu og leikni, að fáir jafn- aldar hans stóðu honum þar framar. Allt lék í höndum hans, hvort sem Iiann stýrði flugvél eða bíl, tálgaði spýtu eða rak nagla. Enda þótt hann mætti ýmsum þeim erfið- leikum í lífinu, sem hlutu að verða til þess, að hann liti snemma á það, frá sumum hliðum að minnsta kosti, ausfum fullorðins manns, bjó hann yfir einum mikilsverðum eiginleika barns- ins: Hann hreifst og gladdist yfir öllu fögru og stórkostlegu, hvort sem það birtist í líki smá- blóms á þúfu, ljóðræns kvæðis, tónverks eða fagurs málverks. Hér í skólanum hafði Ágúst verið tæpa þrjá vetur. Þótt ekki lægju leiðir okkar saman innan veegja skólans neina einn vetur, þykist ég skynja það meðal bekkjarsystkinanna, að hann hafi alltaf verið bæði vinsæll og mikils metinn í þeirra hóo. Ekki var það þó vegna þess, að hann bæri af við námið eða skipaði efstu sætin inn- an bekkjarins, heldur Iiins, hversu hugljúfur og belhvr hann var. Aldrei skipti hann skapi og Var jafnan bros- hvr og kátur. Greindin var góð, og hann var einkar fliótur að tileinka sér hlutina. Fjölskvldu hans, og þó einkum móður hans, sem var honum f senn góður félagi og eóð móð- ir, er sár harmur kveðinn við hið skvndileaa frá- fall hans. Okkur vinum hans og félöeum, innan skó'ans sem utan, var hann harmdauði, og við vonumst eftir að hitta hann glaðan og hressan, þeear ferðalaei okkar í þessari tilveru lýkur. hvort sem bað verður fvrr eða síðar. Minninearnar, liúfar oe indælar, gevmum við og látum okkur verða hvatning til gæða o°' dáða. B. Á■ SKÓLABLAÐIÐ 3

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.