Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.05.1948, Qupperneq 4

Skólablaðið - 01.05.1948, Qupperneq 4
oo In árlega sýning menntaskólaleiksins er ein af þessum gömlu venjum, senr við núverandi nemendur höfum fengið í arf frá Latínuskólan- um sáluga, — eitthvað svipað og tolleringar busa og bendur þær, sem á þessum smekkleysistímum eru nefndar gangaslagir. Sögu leikjanna má rekja til Skálholtsskóla, að því er mér skilst af grein eftir Lárus leikstjóra í Ási, er hann ritaði í prentaða blaðið í fyrra-. Vísa ég fróðleiksfús- um lesurum á þá grein og aðrar eftir Lárus, s. s. í Minningum úr menntaskóla, almanakinu, 10 ára gamalli Viku o. v. Mergurinn málsins er sá. að skólapiltar voru alla 19. öldina inir merkustu og stundum inir einustu þjónar Thalíu á landi hér. Eitt er það einkum, sem við ættum vel að muna oe taka okkur til fvrirmvndar, — það er þáttur skólapilta í leikritunum sjálfum. Holberg gamli var þá og lengi síðan nytjamest kind í kvi leikritahöfundanna, en þýðingarnar gerðu pilt- ar oft sjálfir. Miklu merkari eru þó leikir jDeir, er frumsamdir voru í skóla, og sumir eru orðnir eins konar þióðarleikrit íslendinffa. Nægir þar til að nefna Útilegumennina eftir Matthías, sem hann endursamdi raunar síðar og kallaði Skugga- Svein, og Nýársnóttina eftir Indriða Einarsson. Leikrit þessi eru vafalaust in vinsælustu, er rit- uð hafa verið á íslenzka tungu, og þvrfti að svna þau oftar en gert er, íslenzkum æskulvð og revnd- ar alþióð til þjóðmenningarauka. Nú eru tím- arnir brevttir og leikirnir með. Á vori hverju er kosin leiknefnd, sem tekur til starfa, begar nokkuð er af næsta vetri, fær eitthvert leikrit hjá einhverium úti í bæ, ræður leikstjóra og vei- ur síðan leikendur í samráði við hann eftir beztu getu, bekkingu og samvizku, sem oftast fer bó ekki fram særinga- og leiðindalaust. Æfingar liefjast svo einhvern tíma og ganga venjulega skrykkjótt framan af, verið er að skipta um menn í hlutverkin o. s. frv. Þau, sem í þessu fest- ast, geta trauðla öðru sinnt, allur lestur fer í handaskolum, leikurinn svelgur bókstaflega sál þeirra og líkama. Þessi geysilega tímafrekja er einhver stærsti galli skólaleikjanna, — þeir menn eru til, sem töldust sæmilegir námsmenn eða jafnvel góðir, þar til þeir tóku að leika, — þá datt botninn úr keraldi lærdómsins og hefur stundum ekki verið orðinn fastur aftur í há- skóla. Hvað um það, nokkur hjartagóð fórna sér fyrir gott málefni, alltaf eru æfingar og aft- ur æfingar. Framan af eru þær svona 4 sinnum í viku og um það bil 2 stundir hvert sinn, síðar svo að segja daglega og standa stundum frá 2 til 7. Hver þáttur leiksins er fyrst æfður sér, leikendurnir hafa blöðin í höndunum, og allt er tiltölulega lágspennt. Iæiklæti öll, hrevfingar, svipbrigði og raddblæ, þarf að ígrunda vand- lega, — hvenær eigi að setjast niður, standa upp, ganga yfir sviðið, hvernig hendurnar eigi að vera, þegar þessi setning er sögðu eður liin, og leikendurnir eru látnir æfa einhvers konar radd- skala, látnir segja já og nei á 10 mismunandi máta, hátt eður lágt, mjúklega eður harðlega. Allt miðar að því að skapa sérstæðar persónur og lifandi. Þegar leikendurnir eru óvanir, eins og í menntaskólaleikjunum, livílir aðalvandinn á herðum leikstjórans, en vitanlega verða leik- endurnir sjálfir að skilja hlutverk sín og lifa sig inn í þau. Einu sinni í vetur fann Katrín Thors upp á því að vera hálffull í 2. þætti, og þeir, sem viðstaddir voru, voru óskamma stund að átta sig á því, að stúlkan var bláedrú, en bara svona geysimikil leikkona. En því miður fengu áhorfendur ekki að sjá þetta, þegar á sviðið kom. af því aðmótleikendurnir gátu ekki leikið á móti 4 SKÓLABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.