Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1948, Síða 14

Skólablaðið - 01.05.1948, Síða 14
SSieks/ettur „Og svo kom vorið.“ — — — Leitin. — „Far vel Franz!“ Það er komið vor. Aldrei fór það svo, að það kæmi ekki á endanum — líka í ár. Fannst vkkur samt ekki haust, þegar kennararnir komu í fyrsta sinn inn í bekkinn til þess að setja fyrir, að það væri fremur fjarstætt að hugsa sér, að ein- hvern tíma kæmi aftur vor? Og þó leið þessi vetur eins og allir hinir, og nú er varla annað eftir af skólagöngu ársins en þetta lítilsháttar uppgjör, sem þeir kalla próf. Það væri ekki svo fráleitt að staldra við í lok- in og reyna að gera sér grein fyrir, hvernig þessi vetur hefur liðið. Hvað höfum við haft fyrir stafni, hvað höfum við lagt á okkur, hvað mun- um við uppskera? Sumir hafa eflaust erfiðað við námið og lesið samvizkusamlega, — og þá köllum við „kúrista". Það er gömul hefð í þessum skóla að sleppa engu tækifæri til þess að láta í ljós fyrirlitningu sína á þeim. Oft er þessi fyrirlitning aðallega kærkomin afsökun þeirra, sem ekki nenna að lesa neitt að ráði. Og satt að segja hefur virðing mín fvrir kúristum farið ört vaxandi, eftir því sem ég hef kynnzt betur námi og nemendum. Þeir hafa þann mikilvæga hæfileika, sem marg- ir bvkjast stoltir af að vanta, hæfileikann til að einbeita sér að náminu, hversu leiðin'eet og þurrt sem það kann að vera. Þessi eieinleiki er kannski litlu minna verður en næmi eða skarp- ar gáfur. — Auðvitað eru kúristarnir ólíkir inn- bvrðist og misjafnar hvatir, sem liggia á bak við lestur beirra, en vfirleitt eru þeir að mörgu levti virðinearvert fólk. Þá kem ég að þeim, sem eiga ofannríkt við að taka þátt í ævintvri líðandi stundar til að meea vera að því að lesa þurrar námsbækur. Þeir telja það skvldu sína við lífið að nióta gleði þess, meðan hún er. Sumir eru líka sífellt að leita að því skáldlega og rómantíska í til- verunni, og ég veit ekki til þess, að neinn hafi rekizt á það í skólabókum. Loks eru þeir, sem reyna að fara meðalveginn, en sú leið virðist hafa í ríkum mæli þann sam- eiginlega eiginleika allra millivega að vera mjög vandrötuð. Þeir eru því tiltölulega fáir, sem fara hana. En ef til vill er það ekki aðalatriðið í bili, hvað við höfum hafzt að, eða hvernig við höf- um eytt tímanum, heldur hvort við höfum vilj- að eitthvað, langað til einhvers og reynt að gera okkur ljóst, hvar og hvernig okkur bæri að leita þess. Og nú er spurningin um það, hvort við erum ánægð með árangur þessa vetrar, á- nægð með það, sem við höfum lært og notið, og hvort við höfum gert það, sem rétt var til þess að finna það, sem við leituðum að. Ef svo er, mega allir vera glaðir. Og nú er komið vor. Skólinn er að leysast upp. Einn bekkur hefur kvatt fyrir fullt og allt. Dimission, þessi hátíðlega, hálfklökka at- höfn, hefur farið fram. Við, sem eftir verðum. kveðjum 6. bekkinga með þökk fyrir samverun.t og árnum þeim allra heilla í framtíðinni. Skól- inn hefur gefið þeim vaganesti sitt, og minning- ar glaðra daga og góðra stunda fylgja þeirn ;i leið. Svo kveðjumst við í þetta sinn. Eftir prófin förum við sitt í hverja áttina. Ef allt gengur að óskum, komum við aftur með haustvindunum. og þá höldum við áfram leitinni, sum að ævin- týrinu, Fest að lærdómi, öll að uppfylling þess, sem við óskum og þráum. Gleðilegt sumar! Á. G. Sv. B. (gramur) i 6. B.: Hljóð! Þórður: Sjálfsagt. Hvers konar hljóð helzt? Örn Bjartmars, (i. B. pýðir: Iuppiter venit specie mortali: Júpíter kom i dauðs manns gervi. Bogi: Og svo hafið þér haft í stílnum yðar. strákbiáni: „give revenge“. Skárri er það nú gjöfin. Sv. B. við Clausenbrœður: Það á stundum við, sem Þjóðverjinn segir: „Was man in den Kopf nicht hat, hat man in den Beinen.“ 14 SKÓLABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.