Einherji


Einherji - 07.09.1934, Blaðsíða 1

Einherji - 07.09.1934, Blaðsíða 1
III. árg. Siglufirði, Föstudaginn 7. sept. 1934 22. tbl. Síldveiðin. S T Ö L K A , sera er sæmilega vel að sér í skrift og reikningi, get- ur fengið atvinnu við verzlun mína frá l. okt. n.k. í 4 mánuði. Innheimta og útburður blaða til fastra kaupenda er innifalið í starfinu. Hannes Jónasson. Mikil líkindi eru til, að síldveiði sé lokið á þessu sumri. Varð skjót- ur endir á veiðinni og var þar um að kenna öhagstæðu tíðarfari, storm- uin og sjógangi. Eftir fregnum að dæma mun síld vera ennþá á veiði- svæðinu, allt frá því á vestanverð- um Húnaflóa og austur fyrir Gríms- ey. Lengra að austan hafa ekki fregnir borist nýlega, en eftir því sem menn þekkja til um göngu síldarinnar seinnipart sumars og að hanstlagi, heldur hún austur með norðurströndinni, lendir hún, þegar austur dregur, samkvæmt rannsúkn- um mag. Arna Friðrikssonar, í nokkurskonar kreppu milli Póls- straumsins og lands, en sjálf heldur hún sig í þeirri æð Golfstraumsins er liggur austur með landi. Hin siðasta ganga síldarinnar á þessu sumri, kom frekár seint eftir því sem venja er til. — Getur vel svo farið, og er ekki ósennilegt, að sildin haldi sig á veiðisvæðinu all- an þenna.n mánuð, gæti þá svo far- ið að ennþá veiddist nokkuð, ef tíðarfar batnaði og skip þá ekki verða hætt veiðum. Eftir því sem komist verður næst er síldveiðin á öllu landinu á þessu sumri tæp, 200 þús. tn. Par afhafa verið saltaðar hér i Siglufirði 143,- 500 tn. Hin eiginlega söltun hér byrjaði 24. júli og hin síðasía síld var söltuð 2. sept. Söltunardagar eru samtals 33. Meet varveiðin dagana 1. til 15. ágúst og voru þá á því tímabili saltaðar 121,812 tn. eða til jafnaðar um 8120 tn. á dag. Mest var söltunin 3. ág. 12644 tn. Eftir 15. ág. fór mjög að draga úr veiðinni helst sökum ótíðareins og að framan er sagt. Mesta dag- söltun eftir þann tíma var 18. ág. 4645 tn. Márgir dagar hafa fallið úr, þannig að ekkert hefir veiðst. Um síldveiði útlendinga hér við land á sumrinu er ekki kunnugt svo ábyggilegt sé. Pó má telja víst, að Norðmenn hafi aflað vel, og sömu- leiðis Finnar. Aftur á móti mun reiði Svía vera fremur lítil. Verð á síld var framanaf mjög lágt, en hækkaði nokkuð þegar á sumaiið leið og mun vera aillsæmi- legt vsrð á saltsíld nú. Matjessíld er eingöngu seld gegnum hið nýja sölusamlag og er ekki opinberlega fullkunnugt um verð það er sam- lagið hefir selt fyrir, en verðið mun vera mjög sæmilegt á þvi af mat- jessíldinni sem þegar er selt. Petta sumar hefir verið Siglufirði óhagstætt. Porskafli brást í vor, sildveiðin að mokkru leyti og önn- ur atvinna hefir verið mjög af skornum skammti. Afkoma manna öll með lakara móti. Má vera að haustvertíð, ef hún gengur vel, geti bætt úr þessu að nokkru. Síðan grein þessi var skrifuð hefir útlitið breytst til batnaðar hvað síldveiðina snertir. Aðfaranótt hins 6. voru saltaðar hér 2745 tn. og fregnir hafa í dag (6. sept.) bor- ist um að skip hafi fengið síld. Síldin veiðist á Skagafirði. Fjöldi skipa er ha»tt veiðum og er það mest vegna óvilja sjómann- anna að stunda veiðina lengur. Bíður þó flestra þeirra atvinnu- leysi heima fyrir. Síldin mun nú seld á 10 og jafnvel 12 kr. upp- söltuð tunna. Reknetasíld mun hærra borguð. Bakkus konungur. U*danfarið heflr verið sýnd hér á Bíó mynd með þessu nafni og er myndin tekin eftir samnefndri sögu eftir anaeríska rithöfundinn Upton Sinclair. Pótt mynd þessi sýni ekki nema nokkurn hluta þess, sem bókin fjall- ar um, er hún þó næsta eftirtektar- verð og lærdómsrík. Hún sýnir hvernig Bakkus konungur eyðilegg- ur alla þá, er lag sitt leggja við hann, hvernig hann tortímir líkama þeirra og sál, ruglar hugsanir þeirra og dómgreind svo þeir geta ekki gert greinarmun á góðu og illu, réttu og röngu og afleiðingin verð- ur sú, að þessir menn villast út á braut lasta og glæpa. Pessi mynd sý«ir einnig hvernig fégjarnir og óhlutvandir menn safna fjármunum með þvi að nota sér drykkjufýsn manna, þannig að þeir brugga og selja allskonar óþverra er menn drekka. Um það hugsa þessir menn ekki þótt líf, heilsa og velft rð fjölda meðbræðra þeirra fyr- .irfarist fyrir aðgjörðir þeirra. Sagan er amerísk. Par er allt stórfenglegt, illt og gott. En við ís- lendingar höfum líka sögu að segja þótt í smærri stíl sé. Allir kannast við landabruggið, sem gengið hefir líkt og skæðasta farsótt yfir landið. Bruggarnir, og þeir er fyrir þá selja, hafa þungar sakir á samvizku sinni, þeir hafa leitt mikla bölvu* yár þjóðina.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.