Einherji


Einherji - 07.09.1934, Qupperneq 2

Einherji - 07.09.1934, Qupperneq 2
2 EINHERJI En þaðv.eru ekki bruggararnir og umboðsm’énn þeirra einir, sem sök eiga í þessu máli. í5að eru einnig allir þeir'er\;áfengi selja, hvort se-m það er áferfgi smyglað inn í landið, eða það er áfengi, sem selt er í skjóli tilbúinna nafna. Her í Siglufirði héfir mikið. ver- drukkið í sumar. Ekki.mun allt það er menn hafa orðið ölvaðir af, hafa verið keypt í vínverzlun ríkisins. Að minnsta kosti bera flöskur þær og glös, er finna má víðsvegar á söltunarstöðvunum, í skipum og á kaffihúsunum aðra einkennismiða en vínílát þau, er seld eru í vín-. verzluninni. Pað eru ekki hin „léttu vín“ er verið hafa í þeim ílátum. Hvar þetta er keypt er mér ekki kunnugt. Hitt er víst, að menn hafa oíðið ölvaðir af innihaldinu. Hitt er líka víst, að hcegt er að gera bet- ur en gert er til þess að hindra smygl á víni og alla ólöglega sölu og afhendingu áfengis. En vera má að það sé erfitt. Til þessliggja mörg ■ rök. I fyrsta lagi rótgróinn fjand- skapur niargra gegn öllum hömlum á sölu áfengis, í öðru lagi loðnar og óljósar reglugerðir er að þessu máli Iúta, í þriðja lagi slælegt eftir- lit af hálfu yfirvalda allt neðan frd lægstu starfsmönnum til hinna æðstu, í fjórða lagi fjárgræðgi og óhlut- vendni þeirra er vín selja á ólög- legan hátt, og svo mætti lengi telja. Fyrir skömmu fór fram leit í tveim skipum hér, Dr. Alexandrine og Dettifoss. I báðum. skipunum fannst ólöglegt áfengi og eigendur þess voru sektaðir. Þetta gefur sterk- an grun um, að skipin hafi undan- farið einnig haft meðferðis ólöglegt áfengi og selt af því í land. Rann- sókn i áðurnefndum tveim skipum mun því aðeins hafa verið fram- kvæmd, að tilefni hafi verið til, en að það tilefni hafi nú verið í fyrsta sinn fyrir hendi, er næsta ó- líklegt. Vertíðin í sumar.hefir verið slæm. Fjöldi manna horfa með kvíða til 'vetrarins. Sumir eiga ekkert eftir af sumarkaupi sínu, þeir, er eytt hafa því litla er þeir hafa unnið fyrir, í áfengi. Vera má, að eitthvað þess- ara manna séu fátækir barnamenn eða fyrirvinna gamalla, fátækra for- eldra. Heima biður fjölskyldanna. skortur, máské hungur. En vínsal- arnir, þeir er í trássi við landslög hafa hremmt aura fátæklinganna, fitna og þykjast vel hafa veitt. Hér er um alvörumál að ræða. Við hina lögleyíðu vínsölu er ekki hægt að ráða eins og sakir standa. En á því má ráða bót að vín sé selt á-ólöglegan- hátt. Gegn þeim 1 ófögnuði eiga allir góðir drengir að vinna og þá ekki sístþeir, sem eiga að gæta landslaga og réttar, og.þeir, sem að einhverju leyti er faliu for- sjá fyrir alménningsheill. H. J. Uppskerubrestur og hun^ursneyð. K í n a . í „Berlingske Tidende“ frá 12. ágúst er sagt frá því að víða í Kína hafi verið ógurlegir_þurkar, svo uppskeran sé gjörsamlega þornuð upp í mörgum héruðum. I héraðinu Hupeh hafa þessir þurkar verið svo ægilegir, að úlfar og tígrisdýr, er enga fæðu hafa getað fengið þar sem þau hafast venjulega við. hafa ráðist inn i þorpin að næturlagi ti! þess að ná sér í bráð. Ellefu manns er talið að dýrin hafi drep- ið og etið. I öðrum héruðum í Kína hafa aftur gengið feykilegar rigningar svo flætt heflr yfir stór svæði og mönnum og skepnum hefir skolað burtuTNálægt Nanking réðust 1000 - hungraðir bændur á þorp eitt, rændu þar öllu matarkyns og skildu íbúana eftir bjargarlausa. Er þeim hungurdauðinn vís ef stjórnin ekki réttir þeim hjálparhönd. Fregnir þessar hefir blaðið frá fréttaritara sínum í Lundúnum. Rússland. í sama blaði er eftirfarandi lýs* ing á ástandinu í Rússlandi, eftir fréttaritara blaðsins í Berlín. Samkvæmt tilkynningum frá Rúss- landi til þýzkra blaða hafa þurkar er þar' hafa gengið í sumar orsak- að hræðilega hungursneyð. — Eftir þvi sem sagt er frá ■er ástandið talið verst í hinum auð- ugustu kornhéruðum Rússlands í Ukraine, og menn álíta að allt að 14 miljón manna hafi farist úr hungri um undanfarið ársbil. GPU sveitir hafa með öllum ráðum reynt að hindra bændurna í að stela sínu eigin korni. Um næturnar hafa akrarnir verið lýstir með kastljósum til varnar gegn þjófum. Borgin Kiew og nærliggjandi sveifir hafa orðið harðast úti. Dag- lega detta hundruð manna dauð niður’-á götunu-m, en G. P U. her- menn hafa strangar fyrirskipanir um að flytja líkin strax i burtu. Eru þau grafin .í hópgröfum í kirkju- görðúnum án þéss að þau séu lögð í kistu, oft nakin og án þess að nokkuð sé tilkynnt um hver eða hverir liggja i hinum ýmsu gröfum. Samkvæmt þýzkum frásögnum eru það ekki aðeíns hinir dánu sem þannig er safnað saman á götunum. Hið hungraða fólk er tekið eins og skepnur og flutt út úr bæjunum á stórum flutningabíium. I 50 kíló- metra fjarlægð eru bílarnir tæmdir og fólkið látið þar eiga sig oggildir það hungurdauða fyrir flesta. Skeyti herma að stjórnin hafi flutt alia íbúana úr sumum bæjum og sett þá niður í öðrum. Sagt er frá að víða hafi mannát komið fyrir. Peir, sem það kemst upp um, eru samstundis skotnir. Pað hefir ennfremur aukið á hörmungar þes9a ógæfusama fólks, að úíbrotataugaveiki hefir geysað um. Daglega veikjast 150—200 manns af veiki þessari og þar sem sjúkrahúsin eru í mjög slæmu á- standi’ ræðst ekkert við drepsóttina og hafa dáið allt að 25 af hundr. Frá árinu 1852. Pað er oft bæði fróðlegt og skemmtilegt, að blaða í gömlum skræðum og kynna sér þar frá- sagnir af ýmsum högum og háttum , lands og þjóðar, taka svo á því samanburð við hið verandi og draga upp fyrir sjálfum sér ljósa mynd af mismuninum. Skýrsluútdráttur sá, er hér fer á eftir er orðinn liðlega 80 ára gam- all, Er hann tekinn úr blaðinu „Norðri" er hóf göngu’ sína á Ak- ureyri árið 1853, þá sem hálfsmán- aðarrit. Arið 1852 var mannfjöldi á öllu landinu 61,024 manns, en í Hvanneyrarhreppi í Siglufirði var mannfjöldinn það ár 226. Hér fer á eftir skýrsla um helztu innfluttar vörur til Siglufjarðar árið 1852. Rúgur tn. 150 Baunir — 10 Bankabygg — 45 Hveiti ekkert Brauð, allskonar, pund 2146

x

Einherji

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.