Einherji - 21.12.1934, Blaðsíða 1
j: —'ir
III árg.
Siglufirði, Föstudaginn 21. des. 1934
32 tbl.
N Ý J A - R í Ó
Sýnir annan jóladag kl, 4 Alþ.s. Niðursett verð.
„M ó ð u r á s t“.
Kl. 6
„Hættur að hugsa um stúlkur“.
Kl. 84:
' „Eg syng um þig“.
Hin stórfenglega söngmynd með
JAN KIEPURA og JENNY JUGO
í aðalhlutverkunum.
J ó l.
Enn er komið að jólum. Enn
hlakka börn og fullorðnir til fiátíðar
hátíðanna, Jólanna. Rau hafa, enn
sem fyrri, í sér fólgið það töfraafl,
sem enginn fær á móti staðið, afl
sem á djúpar ræíur í lífi þjóðanna,
afl, sem aldrei mun þrotna meðan
lönd og lýðir eru til á þessari jörð.
Engin hátíð ársins er sem jólin.
Pá keppast allir við að hafa hús
sín fáguð og prýdd. Hver sem
nokkur tök hefir á gefur vinum
sínum gjafir, og reynir að komast
eftir hver gjöf muni kærkomnust.
Pað er eins og á jólunum springi
út og skjóti fagurri blómkróuu allur
sá hlýleíki, öll sú velvild og allur
sá innileiki, er ávallt er til í brjósti
hvers manns, þótt liann sé annars
venjulega falinn undir önnum og
striti hins daglega lífs, Pá gleymast
um stund allar erjur er vera kunna
milli manna og jafnvel óvinir heilsa
hver öðrum á vingjarnlegan hátt.
Svo mikils fá jólin til vegarkomið.
Og hvernig stendur þá á þessum
miklu áhrifum jólanna?
Pað má segja að hátíðahald jól-
anna sé erfðavenja kristinna þjóða
gegnum aldaraðir. En það setn á
bak við stendur og mestu ræður,
er sá fögnuður, sú gleði og sú hrifn-
ing, er allir kristnir menn finna til
er þeir minnast komu Krists í
heiminn og þess fagnaðarboðskapar
er hann flutti öllum þjóðum. Við
komu hans og kenningu var brugð-
ið skæru Ijósi yfir tilgang lifsins hér
og framhalds þess síðar og við það
Ijós hefir mannkynið yljað sér i
þrautum, hötmungum og hrakviðr-
um lífsins. og við það ljós hefir
það öðlast styrk og þrótt, fögnuð
og gleði. Pví er það að jólahá-
tiðin er eigi síður hátið „innra fyrir
andann“, en hátíð hinna ytri at-
hafna.
Peir, sem komnir eru á efri ár,
muna mörg jól, jól barnsins, jól
æskumannsins, jól hins þroskaða
manns og jól ellinnar. Oll eru
þessi jól sitt með hverjum hætti.
Pau. hafa ef til vill ekki verið öll
jafn gleðileg, hver aldurstími heör
sínar sorgir og sin erfiðu viðfangs-
efni. En flestum mun þó virðast
svo, er þeir líta til baka og minn-
ast liðinna jóla, að þau í heild hafi
verið þeim uppspretta sannrar gleði
og ánægju, ýmist þeirrar gleði er
aðrir hafa þeim veitt, eða þá þeirr-
ar, sem er sú hreinasta sem til er,
að þeir hafi gert aðra glaða.
Eftir fáa daga byrjar jólahátíðin.
Vér .viljum óska að hún breiði
blæju friðar, kærleika og samúðar
yfir þennan bæ og yfir þetta land.
Vér viljum flytja ungum sem göml-
■
um vorar beztu óskir um
Gleðileg jól.
Nýar bækur
. GYÐINGURINN GANGANDI,
nokkur útvarpserindi flutt af Guð-
brandi Jónssyni. Dr. Guðbrandur
er mjög ritfær maður og frásagnar-
list hans snjöll og iýsir eftirtekt
hans og skilningi. Verð, ób. 5,00,
innb. 7,00.
LASSARÓNAR.
eftir Sigurð Haralz. Nokkrir
dagar og nætur á norður Spáni.
Segir í bókinni frá æfintýrum þeim
er höf. lenti í. Verð 2,50 ób.
NEl SKO BÖRNIN!
Eftir Paul Eipper, t ýdd af Valdi-
mar Össurarsyni. Bók þessi er
með 30 myndum af börnum, þar
af 14 af íslenzkum börnum. Bókin
tjallar um börn, sálarlíf þeirra og
aðbúð við þau. Frágangur allur
vandaður. Verð ób. 4,00
KAK,
Eireskimóinn. Bók þessi er