Einherji


Einherji - 01.08.1935, Blaðsíða 3

Einherji - 01.08.1935, Blaðsíða 3
EINHERJI 3 At vinrs uley sisskránin. Samkvæmt lögum nr. 57 frá 7. maí 1928, um atvinnu- leysissVýrslur, fer fram skráning atvinnulausra sjómanna, verkimanna, verkakvenna, iðnaðarmanna og kvenna, fyrir sið- asta ársfjórðung, (apríi, maí, júní). Skráð verður á Vinnumiðlunarskrifstofunni (sími 176), í bæjarhúsinu, Gránugata 27 (uppi), dagana 6., 7., 8. og 9. þ. m. kl, 3^-7i síðd. Peir, sem láta skrá sig, eru beðnir að véra viðbúnir að gefa upplýsingar um: cheimilisástæður sínar, eignir og skuidir, atvinnudaga, og tekjur á ársfjórðungnum sem skráð er fyrir, hve marga daga þeir hafi verið atvinnulausir á tfmabilinu vegna sjúkdóms, hvar þeir hafi haft vinnu, hvenær þeir hafi hætt vinnu og af hvaða ástæðum, hvenær þeir hafi flutt til bæjarins og hvaðan. Ennfremur verður spurt um: aldur, hjúskaparstétt, ómaga- fjölda, styrki, opinber gjöld, húsaleigu og um það f hvaða verkalýðsfélagi menn þeir séu. Loks verður spurt um tekjur manna af eignum mánaðariega og um tekjur konu og barna. Vinnumiðlunarskrifstofu Siglufjarðar, 1, ágúst 1935. Guðberg Kristinsson. ÖG.TAK hefir áður verið auglýst á þinggjöldum ’35 og dráttarvöxtum. Vakin skal athygli á, að dráttarvexti ber að greiða af þinggjöldum £ prc. yfir hvern mánuð. Peir sem ekki hafa aðstöðu til að greiða þinggjöldin á bæjarfógetaskrifstofuna kl. 10 — 12 árd. og 1—4 síðd. geta greitt þau lögregluþjóni Chr. L. Möller á varðstofunni kl. 6 — 7 sfðdegis. Samkvæmt fyrirskipun verður gengið ríkt eftir að þinggjöldin greið- ist án frekari fyrirvara. Skrifstofu Siglufjarðar 26. júlí 1935. G. Hannesson. — — Fjölmennið á sýninguna! Að svo mæltu þakka eg Lækna- félaginu fyrir að hafa komið sýn- ingu þessari af stað, og héraðslækn- inum og sjúkrahúslækninum hér, fyrir að hafa fengið sýninguna hingað. SigluSrði, 30. júlí 1935 F. Hjartar. Fjósalóðin. Hér er 10 manna bæjarstjórn, sem, eins og nafnið bendir til, á að stjórna bænum. Innan bæjar- stjórnar eru kosnar nefndir og í sumar þessar nefndir eru einnig kosnir menn utan bæjarstjórnar. Hér eru 4 lögregiuþjónar og stund- um fleiri. Alls er óhætt að telja að um 20 menn séu um þaðaðstjórna bænum. Eitt af þeim störfum, sem hvílir á þessum mönnum — hverjum þeirra er ekki gott að vita — er það, að sjá um hreinlæti utanhúss í bænum. Meðal þess er það, að sjá um að hreinlegt sé í kringum hús og á óbyggðum svæðum inni í bænum. Petta starf er afar vanda- lítið en það er í mesta máta van- rækt. Að þessu sínni skal ekki annað gert að umtalsefni en „Fjósa- lóðin“ svo kallaða. Hún er, einsog hún er útlítandi nú, bæjarskömm og þeim til megnustu vanvirðu er um það eiga að sjá, að þessi blett* ur, sem aðrir í bænum, sé svo þrifalegur, sem kostur er á. Að vísu er ekki hægt að búast við, að útlitsfallegt verði á þessum stað, meðan fjósin standa þarna, en hitt má fyrirbyggja, að þarna sé safn- staður allskonar óþverra úr nær- liggjandi húsum ogfrá fólki er þarna gengur um. Hver á þessa lóð, skiptir engu máli í þessu sambandi. Hafi eig- andinn eða leigjandinn ekki skiln- ing eða vilja til að halda lóðinni svo þrifalegri, að hún ekki vekji viðbjóð, þá verður bæjarstjórn, eða einhver af þessum 20 mönnurn, er hafa umsjón með stjórn bæjar- ins, að skerast í leikinn. Fleiri staðir eru i bænum, sem þyrfti að hreinsa og þrifa til, mætti þar til nefna lóðina kringum skúr þann er stendur sunnan Gránugötu á máti húii frú Jóhönnu Jónsdótt- ur, sú lóð er þakin mykju og ýmsu óþrifarusli. Fjósalóðin er þó allra mest á- berandi, þar sem hún liggur við langfjölförnustu götu bæjarins og rétt andspænis Bíó. Sigurður Skagfield, hinn frægi söngvari, er staddur hér í bænum. Hefir hann ákveðið að halda hér hljómleika, en ennþá er óákveðið hvenær það verður. Ritstjóri og ábyrgðarm. Hanne.s Jónasson.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.