Morgunblaðið - 28.11.2009, Qupperneq 1
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
,,ARON átti í erfiðleikum til að byrja með. Hann var ekki í góðu
formi þegar hann kom enda var hann meiddur í nokkurn tíma. Það
tók sinn tíma fyrir hann að ná góðu úthaldi en ég hef verið mjög
ánægður með hans frammistöðu á tímabilinu. Þegar hann hefur
fengið tækifæri hefur hann nýtt þau afar vel,“ sagði Alfreð Gíslason
þjálfari þýska handboltaliðsins Kiel við Morgunblaðið þegar hann
var spurður út í frammistöðu landsliðsmannsins unga, Arons
Pálmarssonar. Aron gekk í raðir þýska meistaraliðsins frá FH-
ingum í sumar og er fyrsti Íslendingurinn sem spilar með þessu
frábæra liði.
,,Aron hefur staðið sig miklu betur heldur en maður getur
átt von frá 19 ára gömlum strák og hann á bara eftir að verða
betri. Hann á alla möguleika á að verða miklu betri en hann
er í dag og það er það sem við reiknum með og stólum á.
Það eina sem getur komið í veg fyrir það er hann sjálfur og
þá er ég að tala um ef hann missir einbeitinguna og fer að
taka einhvern Beckham á þetta,“ sagði Alfreð.
Aron hefur að mestu spilað í stöðu leikstjórnanda hjá
þýska stórliðinu en hann hefur skorað samtals 21 mark í
leikjum Kiel á tímabilinu, 14 í deildinni, 6 í Meistaradeild-
inni og 1 í bikarnum.
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009
íþróttir
Spánarslagur Stórveldin Barcelona og Real Madrid eigast við á Camp Nou á morgun. Margir
af bestu fótboltamönnum heims á ferðinni. Mikið í húfi í einvíginu um meistaratitilinn. 3
Íþróttir
mbl.is
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
ÞÝSKA meistaraliðið Kiel vill framlengja
samninginn við Alfreð Gíslason en Alfreð
tók við þjálfun Kiel fyrir síðustu leiktíð og
samdi til ársins 2011. Nú vilja for-
ráðamenn félagsins að Akureyringurinn
stóri og stæðilegi skrifi undir samning
sem gildir til ársins 2014.
Kiel er stórkostlegur klúbbur
,,Við erum ræða samninga-
málin þessa dagana. Þeir vilja
að ég skrifi undir
samning til 2014
og ég sé fátt því til
fyrirstöðu. Þetta
er stórkostlegur
klúbbur til að vinna hjá. Ég sé
enga ástæðu til að færa mig um
set, hvorki innan né utan Þýskalands.
Kiel er frábært félag í alla staði,“ sagði
Alfreð við Morgunblaðið í gær.
Undir stjórn Alfreðs vann Kiel tvöfalt á
síðustu leiktíð. Það varð þýskur meistari í 15.
sinn og hampaði bikarnum í 6. sinn. Þá komst
liðið í úrslit Meistaradeildarinnar en varð að
játa sig sigrað gegn Ólafi Stefánssyni og fyrrverandi
félögum hans í Ciudad Real.
Hefur smollið vel saman hjá okkur
Vel hefur gengið hjá Kiel á yfirstandandi tímabili.
Liðið trónir á toppi deildarinnar, hefur aðeins tapað
einu stigi, og er í efsta sæti í sínum riðli í Meist-
aradeildinni, hefur unnið fimm leiki og gert eitt jafn-
tefli.
,,Ég er mjög sáttur við gengi liðsins og ég sé ekki
annað en að við séum á áætlun. Það má svo sem alltaf
gera betur en heilt yfir hefur þetta smollið vel saman
hjá okkur,“ sagði Alfreð en Kiel varð í sumar að sjá á
eftir besta handboltamanni heims, Frakkanum Nikola
Karabatic, og hinum öfluga Vid Kavtnicik frá Slóveníu.
Báðir fóru þeir til franska liðsins Montpellier.
Alfreð reiknar með því að Hamburg verði helsti
keppinautur liðsins í vetur en telur Rhein-Neckar Lö-
wen, með íslensku landsliðsmennina Ólaf Stefánsson,
Guðjón Val Sigurðsson og Snorra Stein Guðjónsson í
broddi fylkingar, hafa burði til að blanda sér í titilbar-
áttuna.
,,Það kom smá bakslag hjá Rhein-Neckar með tapinu
á móti Flensburg en engu að síður hefur liðið verið á
miklu skriði og ég reikna alveg með því að það verði í
baráttunni ásamt okkur og Hamburg,“ sagði Alfreð en
hann og lærisveinar hans etja kappi við Wetzlar á
morgun.
Kiel vill semja við Alfreð til 2014
Sigursæll
Forráðamenn
Kiel vilja
halda Alfreð
Gíslasyni í
sínum röðum
næstu fimm
árin.
Morgunblaðið/Kristinn
Efnilegur Aron Pálmarsson fer vel af stað.
Alfreð: Aron á bara eftir að verða betri
Eftir Víði Sigurðsson
vs@mbl.is
ÞÓRUNN Helga Jónsdóttir, knatt-
spyrnukona hjá Santos, er komin í bik-
arúrslitin í Brasilíu með liði sínu, annað
árið í röð. Þórunn spilaði allan leikinn í
fyrrakvöld þegar Santos burstaði Pirhei-
rense, 8:0, í undanúrslitum keppninnar en
liðið leikur til úrslita í næstu viku.
Þórunn kom talsvert við sögu í leiknum
í fyrrakvöld en hún lagði upp fyrsta mark
Santos á upphafsmínútunum. Hún lék á
miðjunni en fór síðan í vörnina eftir að
vinstri bakvörður liðsins meiddist. Staðan
var aðeins 1:0 í hálfleik
en Cristinae skoraði
fjögur mörk í síðari
hálfleiknum og Marta
eitt. Þær voru í þriðja
og efsta sæti í kjörinu
á knattspyrnukonu
heims á síðasta ári og
eru í láni hjá Santos
frá liðum sínum í
Bandaríkjunum.
„Það hljómar
kannski skringilega eftir svona stóran sig-
ur, en mótherjarnir voru alls ekki slakir.
Leikurinn var algjörlega opinn, þar til við
skoruðum annað og þriðja markið. Þá
kom talsverð uppgjöf í lið þeirra og sókn-
arlínan okkar nýtti sér það til fulls,“ sagði
Þórunn við Morgunblaðið í gær, nýkomin
heim eftir sex tíma rútuferð frá Bauru,
þar sem leikurinn fór fram.
Þórunn kom til liðs við Santos fyrir
rúmu ári, frá KR, og tók þá þátt í sigri
liðsins í bikarkeppninni. Í ár varð hún suð-
uramerískur meistari með liðinu, en það
hafnaði síðan í öðru sæti í deildakeppninni
í Sao Paulo-fylki. Ekki er leikið um meist-
aratitil á landsvísu í Brasilíu vegna stærð-
ar landsins, en í bikarkeppninni eru hins-
vegar öll lið með.
Þórunn Helga aftur í bikarúrslitin
Þórunn Helga
Jónsdóttir
EINAR Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs
Fram í handknattleik út leiktíðina. Einar var aðstoð-
armaður Viggós Sigurðssonar en Viggó var látinn
taka poka sinn í síðustu viku vegna slaks gengis liðsins
á tímabilinu. Einar hefur stýrt Safamýrarliðinu í síð-
ustu tveimur leikjum. Það lagði ÍBV í bikarnum en
tapaði fyrir FH-ingum í fyrrakvöld á hreint ótrúlegan
hátt eftir að hafa verið með fjögurra stiga forystu rétt
fyrir leikslok.
Framarar hafa farið afar illa af stað og aðeins feng-
ið tvö stig úr fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni. Þeir
mæta Gróttu og Stjörnunni í tveimur næstu deilda-
leikjum sínum en þau lið eru með Frömurum í barátt-
unni í neðri hluta deildarinnar. vs@mbl.is
Einar verður þjálfari
Fram út tímabilið