Einherji - 26.08.1937, Page 1
Jptafr Jfratn$óknarmatttta t
VI. árgangur j Siglufirði, fimmtudaginn 26. ágúst 1937 31. tölublað c‘tVrfrríííXW íwr,i
Bindindismál ■ jfjlands, að koma fram gagnvart AI- j i þingi og ríkisstjórn út af ályktun- > um fundarins. um væntanlegar >' breytingar á áfengislöggjöfinni. — ný.ta-ríó HPmm sýnir fimtud. 26. ágúst kl.
Eins og getið var um í síðasta
blaði Einherja var fundur haldinn
á Þingvöllum um miðjan þennan
mánuð. Voru þar samþykktar
merkilegar tillögur, er snertu bind-
indis- og menningarmál.
Rúm blaðsins leyfir ekki að allar
þessar tillögur verði birtar, en hér
fara á eftir nokkrar þeirra, þær er
mesta þýðingu hafa.
Fundur bíndindismanna og ann-
ara áhugamanna um varnir gegn
áfengisnautn, haldinn á Þingvöllum
dagana 14.—15. ágúst 1937, vill
jafnframt því, sem hann vekur at-
hygli alþjóðar á hver voði þjóðinni
er búinn af þeirri geigvænlegu
nautn áfengra drykkja, sem við nú
horfumst í augu við og drykkju-
skaparóreglu, sem siglir i kjölfar
hennar, skora alvarlega og ein-
dregið á alla hugsandi menn og
konur að beita sér með alhuga og
af afli gegn áfengisbölinu með því
m. a.:
1. Að styðja og efla kröftuglega
og þróttmikla bindindisstarfsemi
innan Góðtemplarareglunnar og
gera hana áhrifaríka í því að móta
hugsunarhátt einstaklinganna og
alla setningu og meðferð löggjafar
um áfengismál.
2. Að stuðla að því, að ung-
mennafélögin og önnur æskulýðs-
félög svo og íþróttafélögin taki
upp öfluga baráttu gegn áfengis-
nautn og hverskonar drykkjuskap-
aróreglu. ,,
3. Og síðast en ekki sízt, að fá
því til vegar komið, að í skóluml
landsins sé kostað kapps um að
beita uppeldislegum áhrifum á
nemendurna til gagns og fram-
dráttar bindindishugsjóninni. Og að
við val og skipun kennara sé höfð
hliðsjón af því að þessum tilgangi
verði náð.
Fundurinn skorar á:
a) Fræðslumálastjórn og kenn-
arastétt þjóðarinnar að beita sér
fyrir skipulagðri bindindisfræðslu í
skólum landsins.
b) Fræðslumálastjórn ríkisins að
útvega kennurum Iandsins góð
fræðslutæki um áfengi og tóbak
og aðrar skaðanautnir, t. d. kvik-
myndavélar og kvikmyndir.
c) Fræðslumálastjórn ríkisins að
gefa út ársfjórðungsrit, er fræði
um áhrif áfengis og tóbaks og
nýjustu rannsóknir um þau efni,
svo og það, er varðar kennslu um
þau mál.
d) Útvarpsstjórn að láta mán-
aðarlega halda fræðandi fyrirlestra
um áfengi og tóbak, flytja bind-
indisfréttir og styðja bindindi á all-
an hátt.
e) Heilbrigðisstjórn og lækna
Iandsins að beita sér fyrir að flutt
verði af héraðslæknum í hverju
læknishéraði, að minnsta kosti einn
fyrirlestur á ári um skaðsemi á-
fengis og tóbaks.
Fundurinn skorar á næsta Al-
þingi, að samþykkja þegar í stað
fullkomin héraðabönn þ. e. að
kaupstöðum og sveitum Iandsins
verði fenginn sjálfsákvörðunarrétt-
ur um áfengissölu og áfengisveit-
ingar, og að gagngerðar breyting-
ar verði að öðru leyti gerðar á á-
fengislöggjöfinni um allt það, er
máli skiptir að dómi Stórstúku ís-
lands og bindindisfélaga landsins.
Fundurinn samþykkir að skipa
þriggja manna nefnd til þess, á-
samt fulltrúum frá Stórstúku ís-
Með þvi að erlendur gjaldeyrir
er ekki fyrir hendi til brýnustu
nauðsynja, þá skorar fundurinn á
þing og stjórn að takmarka inn-
flutning áfengis og tóbaks að
miklum mun.
I.
Þingvallafundur um bindindis-
mál, 15. ágúst 1937, samþykkir að
skipa þriggja manna nefnd til þess
að undirbúastofnun landssambands
bindindis- og menningarfélaga, með
því verkefni m, a. að auka menn-
ingarbrag í skemmtana- og sam-
kvæmislífi þjóðarinnar
II.
Þingvallafundi um bindindismál,
15. ágúst 1937, er það ljóst, að
atvinnuleysi og iðjuleysi unglinga
er undirrót margskonar spillingar,
eiturnautna og afbrota. Þess vegna
skorar fundurinn á Alþingi, að
gera þegar á þessu ári róttækar
ráðstafanir til þess, að allir ung-
lingar i landinu eigi kost á nægi-
legu og þroskavænlegu viðfangs-
efni.
III.
Þingvallafundur um bindindis-
mál, 15, ágúst 1937, skorar á öll
blöð landsins að beita áhrifum sin-
um gegn neyzlu áfengis og tóbaks.
Fundurinn samþykkir að skipuð
verði 15 manna nefnd, er vinni að
og undirbúi Þingvallafund, til að
ræða um áfengismál og bindindis-
starfsemi.
Nefnd þessi beiti sér fyrir því,
að sveita- og bæjafélög, svo og
önnur félög, er mál þetta vilja
styðja, sendi fulltrúa á fundinn.
Aðalverkefni þess fundar skal
Einu sinni aö næturlagi.
Kl. 10|:
Heiðursmaöur
heimsækir borgina.
vera það að stofna landssamband,
er vinni gegn áfengisböli.
Frá nokkrum fundar-
mönnum.
Um leið og fundurinn viður-
kennir og virðir hið háleita og
blessunarríka starf, sem kirkjan
vinnur með þjóð vorri, þakkar
hann þann stuðning, sem hún
hefir veitt bindindismálinu og með
því að Reglan er byggð á kristi-
legum grundvelli telur fundurinn
eðlilegt og sjálfsagt að kirkjan,
Reglan og önnur bindindisfélög
sameinist um að beita sér fyrir
hverskonar siðbótum og menning-
armálum.
Á tillögum þeim, sem hér eru
birtar og þeim öðrum tillögum,
sem samþykktar voru á fundinum,
má sjá það, að bindindisvinir út
um land geta fengið ærinn starfa
með þvi að styðja í orði óg
verki það starf og þær fyrirætlan-
ir, sem grundvöllur var lagður að
á þessum þýðingarmikla fundi.
Nú er þess þörf, að allir hugs-
andi menn vakni til dáða og sam-
eini krafta sína til baráttu gegn á-
fengisbölinu. Ef þjóðin heldur á-
fram á sömu braút og hún hefir