Einherji


Einherji - 26.08.1937, Síða 3

Einherji - 26.08.1937, Síða 3
EINHERJI 3 Manchetskyrtur og bindi væntanl. með »Dettifoss«. Kaupfél. Siglfirðinga. BÓKAFREGN Sigfús Elíasson: BERGMÁL Ljóð. Akureyri. Prentverk Odds Björnssonar. Sigfús Elíasson er all-mikilvirkur á Ijóðagjörð. Fyrir fáum árum kom út eftir hann stór ljóðabók, Urðir, og nú aftur þessi, sem hér verður minnst á. Svo virðist sem Sigfúsi Elias- syni sé létt um að yrkja og kvæði hans bera vott um þrá hans og þörf til þess að semja ljóð. Bregð- ur því fyrir í kvæðum hans, að hann finnur til þess, að löngun hans til að yrkja og kröfur lífsins rekast á, og vill svo oft verða, að menn geta ekki haldið sig að því sem þeim er hugkvæmast. Kemur þetta t. d. fram í kvæðinu: Rima rakarans, en þar segir svo: »Liðinn er dagur en lúin hönd að loknu dagsverki pennann grípur«. Og síðar: »Herm þú mér spegill, nú spyr eg þig- Spélaus þú getur rætt við mig, þú mælir aldrei hið minnsta tál. En mega ei rakarar hafa sál?« Það mun annars vera svo um þennan höfund, eins og svo marga aðra, að ljóð hans eiga erfitt með að ná til alþjóðar, vegna þess, að önnur skáld eru meira »móðins«, ef svo mætti að orði kveða. Þó er það svo, að í Bergmál eru mörg kvæði, sem standa jafnfætis ýmsu því, sem dáð er hjá öðrum meira þekktum skáldum, bæði að vali yrkisefna, hugsanahreinleik og orða- vali. Hinu skal ekki neitað, að fágun sumra kvæðanna i Bergmál hefði mátt og getað verið meiri. Það sem sérstaklega einkennir skáldskap Sigfúsar Elíassonar, er ást hans og aðdáun á náttúrunni, fegurð hennar og mikilleik, samúð hans með öllu því, sem er minni rnáttar og trú hans á sigur hins góða. Hér .er eklti tækifæri til að til- Steíán Guðmundsson, óperusöngvari, syngur í BÍÓ ANNAÐ KVÖLD kl. 7 e. h. Við hljóðfærið: Páll ísólfsson, organleikari. Aðgöngumiðar seldir á afgreiðslu Eimskipafélags íslands eftir kl. 1 í dag og kosta kr. 2,00 niðri og kr. 2.50 uppi. færa mikið úr bók hans, en hér fer á eftir síðasta erindjð úr kvæð- inu: Þar sem . . . Þann Drottinn skal tigna sem eilífur alheimi stjórnar, því'aldrei hann nokkurri mannssál til glötunar fórnar. Við menn höfum gróðursett þistia og þyrnana hörðu, en það er vor köllun að skapa hér Guðsríki á Jörðu. Verum bræður og blessum með söng vora bláfjallaþröng. Ritstjóri Siglfirðings fárast mjög um það í síðasta Sigl- firðingi að Pálmi Hannesson skyldi ná kosningu í Skagafirði við s.l. Alþingiskosningar, þar sem P. H. hefði flutt aðeins eina ræðu i kjör- dæminu, fyrir kosningarnar. Virðist á skrifum ritstjórans að hann álíti að Sjálfstæðisflokknunr hafi borið með réttu þessi þingsæti í Skaga- firði sökum hins mikla ræðufjölda Magnúsar Guðmundssonar og Jóns á Reynistað. En ritstjórinn mávita það, að það er ekki nóg nú orðið aðeins að tala, orðunum verða að fylgja athafnir, en það er orða- gjálfur og athafnaleysi sem hefir einkennt Sjálfstæðisflokkinn, svo ritstjórann þarf ekkert að undra það þó að Sjálfstæðisflokkurinn tapi meira og meira fylgi því fleiri ræður sem fulltrúar flokksins flytja. * Gísli Halldórsson segir í viðtali í Alþýðublaðinu að allar »endurbæturnar« á verksmiðj- unum hafi »kostað tiltölulega mjög lítið«. — Tveir verksmiðjustjórnar- menn segja litlu siðar í viðtali við N. Dagbl. að nýja þróin og »end- urbæturnar« á verksmiðjunum hafi kostað T miljón króna. Nú er það vitað að áætlað verð nýju þróar- innar var 175 þús. kr. Endurbæt- urnar ættu þá eftir því að hafa hlaupið upp á 325 þús. kr. eða jafnmikið og SRP kostaði með lóð, bryggjum og öllum húsum. Það verður tæplega talíð »mjög lítið«. BRÚKUÐ ÍSLENZK F R í M E R K I hrein og ógölluð, kaupir Hannes Jónasson. Steýán Guðmundss. óperusöngvari, syngur í Bíó í kvöld samkv. auglýsingu á öðrum stað í blað- inu. Allir aðgöngumiðar að þess- um konsert seldust upp á tæpum klukkutíma. Söngvarinn mun end- urtaka konsertinn í Bíó annað kvöld kl. 7. Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu Eimskip eftir kl. ■ 1 á morgun. isveinn GuðmundssJ útgerðarmaður andaðist hér í bænum í morgun. Hann lézt úr lungnabólgu eftir skamma legu. Auglýsið í »Einherja« það borgar sig bezt. Spil og íilmur ættuð þér að kaupa hjá Gesti Fanndal. Ferða- töskur margar stœrðir. Hannes )ónasson. Hljóðfærahús Siglufjarðar. Samkvæmt auglýsingu í blað- í dag hefir nýlega verið opnuð hljóðfæraverzlun hér á Siglufirði, er það útibú frá Hljóðfærahúsi Reykjavíkur. Það er nýjung fyrir Siglfirðinga að fá þessa verzlun, því hingað til hefir ekki verið hægt að fá hér nótur eða annað nema frá Reykjavík eða Akureyri. Ættu Siglfirðingar að nota þetta tækifæri og byrgja sig nú upp til vetrarins. Ennfremur hefir verzlun- in mikið úrval af leðurvörum, svo sem dömuveskjum o. fl. Brúökaup S.l. laugardaginn voru gefin sam- an í hjónaband frk. Ásta Hall- grímsson og Jón Stefánsson fulltrúi.- Einherj óskarbrúðhjónunum hjart- anlega til hamingju.

x

Einherji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.