Einherji


Einherji - 03.11.1937, Síða 3

Einherji - 03.11.1937, Síða 3
EINHERJI 3 VidtaI við B3ARNA 3ÓHANNSSON, yfirlögregluþjón. L ö g t a k. Samkvæmt kröfu umboðsmanns Brunabótafélaés íslands, Siglufirði, úrskurðast að ógreidd, gjaldkræf brunabótagjöid verða tekin lögtaki að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar aug- lýsingar. Skrifstofu Siglufjarðar 2. nóv. 1937. O. Hannesson. »Ef þú vilt kynnast bænum, þá spurðu lögregluna og farðu á bænasamkomur., er haft eftir nafn- kenndum norskum manni, að hann hafi sagt við kunningja sinn, sem kom i kynnisför til Noregs og heimsótti hann. Einherji vill hafa sama ráðið, að minnsta kosti að nokkru leyti. Hann vill kynna fleira en það sem blasir við auga þeirra sem lítið eru á ferli eða aðeins koma snöggvast til bæjarins, og því snýr hann sér til yfirlögreglu- þjónsins, Bjarna Jóhannssonar til þess að spyrja um ýmislegt. Verð- ur hann vel við og svarar öllum spurningum greiðlega. Hvað segið þér um drykkjuskap og óspektir í bænum, fara þær vaxandi eða minnkandi? Hvað viðvíkur áberandi ölvun og óspektum, er því til að svara að sé gerður samanburður á sama tímabilinu í fyrra sumar og í sum- ar, tímabilinu frá 23. júní til 23. sept., þá hafa á þeim tíma í fyrra verið sektaðir 78 menn fyrir þær sakir, en í sumar aðeins 33. Þetta er glæsileg lækkun, ef af því mætti ráða að drykkjuskapur hefði minkað sem þessu næmi, en svo er þvi miður ekki, heldur stafar þetta að miklu Ieyti af betri að- stöðu lögreglunnar. Það er í fyrsta sinn í sumar, sem hún hefir haft bíl til afnota og hefh- það oft af- stýrt óspektum. Áður hafa þær oft stafað af því að þegar við lögreglu- þjónarnir höfum orðið að leiða eða jafnvel bera drukkna menn um götur bæjarins, kemur það ekki ósjaldan fyrir að hálfdrukkn- ir menn hafa komið og viljað taka þá af okkur, og fái þeir það ekki. hljótast oft af því upphlaup og ó- spektir, og ýmsir hljóta sektir. Slíkum hindrunum verður löregl- an ekki fyrir, ef hún getur tekið drukkna manninn upp í vagn, hvort heldur er af götunni eða kaffihúsi, og ekið honum þangað sem hann á að fara. Það er því vafalaust hin brýnasta nauðsyn, að lögreglan hafi vagn til umráða yfir sumartímann, enda ekki sam- boðið siðaðri þjóð að láta útlenda og innlenda menn, horfa á lög- regluna vera að bera eða draga drukkna menn á eftir sér á götunni. Þið hafið vonandi ekki sömu sögu að segja hér og lögreglan í Reykjavík að þið séuð iðulega kallaðir heim á heimilin til þess að stilla til friðar milli heimilis- manna, eða húsráðenda og gesta þeirra? Nei, sem betur fer, en á sumrin erum við talsvert oft kallaðir í »brakkana«, einkum til þess að reka út drukkna menn, sem vilja ryðjast inn til síldarstúlknanna og kemst þá stundum allt í uppnám. Þess er þó sjálfsagt að geta, að tæplega kemur það fyrir að ölvun sjáist á nokkurri stúlkunni, og það eru þær, sem leita hjálpar lögregl- unnar til þess að losna viðdrykkju- slánana. Álitið þér að mikið sé uin leyni- vínsölu hér i bænum? Á því er lítill vafi að hún er allmikil, en örðugt er við það að ráða. Áfengið er keypt hjá Á- fengisverzlun ríkisins, og svo selt eftir lokunartíma verzlunarinnar og á sunnudögum, en þá er auðvelt að bera ýmsu við, maðurinn hafi fengið flöskuna geymda þarna frá þvi fyr um daginn o. s. frv. Mikið rnundi það vafalaust auðvelda eft- irlitið, væri sú regla tekin upp að nýju að skrá alla viðskiftamenn Áfengisverzlunarinnar, og hve mik- ið þeir keyptu í hvert skipti. — í sumar höfum við handsamað 5 menn sem játað hafa á sig áfeng- issölu. Eru Siglfirðingar ekki yfirleitt ráðvandir menn? Það lítur út fyrir þeir séu það, að minnsta kosti ber mjög lítið á gripdeildum, nema helzt um það leyti sem aðkomufólkið er að fara héðan og skipin að hætta veiðum, enda ber þá mest á drykkjuskap. Vill þá oft til að síldartunnur hverfa af bryggjum, fatnaður úr brökkum o. fl. Innbrot eru sjald- gæf en koma þó fyrir. Slæmt ar að eiga við það, hvað margir tapa yfrrhöfnum sínum, köfuðfötum og skóhlífum á kaffihúsunum á kvöld- in þar sem dansað er og stafar það af því að ekkert kaffihúsanna hefir sérstaka fatageymslu nema Alþýðuhúsið. Hin kaffihúsin þyrftu nauðsynlega að koma sér lika upp fatageymslu, þar sem tekið væri á móti fötum kaffigesta, og þau af- hent samkv. númerum. Mundu gestgjafar, þjónustufólk og lögregla með því móti losna við marghátt- uð vandræði og jafnvel íllindi, sem af þessari fataóreiðu leiðir. (Framhald). Bóksafn Siglufjarða r byrjar útlánastarfsemi föstudag 5. nóv. n. k. í húsi Péturs kaup- mannsBjörnssonar. (Inng. að vestan) Verður safnið opið eins og að und- anförnu, þriðjudaga og föstudaga kl. 5—7 e. m. Siglufirði 2. nóv. 1937. Pétur Á. Brekkan. Frétlir. E. s. »Skeljungur« kom hingað beint frá Reykjavík um síðustu helgi. Var skipið á leið til Akureyrar með olíu, en kom hér inn vegna óveðurs. Ingv- ar Guðjónsson útgerðarmaður kom með skipinu frá Reykjavik. Finnbogi R. Þorvaldsson, verkfræðingur, er staddur hér í bænum um þessar mundir. Er hann ráðunautur hafnarnefndarinnar um öll hin miklu hafnarmannvirki sem hafnarnefndin hefir með höndum og leiðbeinandi bæjarstjórnar um ýmsar verklegar framkvæmdir í bænum. Oddviti bæjarstjórnar vinnur nú af miklu kappi að undirbúningi fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár og munu fjárhagsnefndar- fundir hefjast bráðlega til þess að ræða og semja fjárhagsáætlunina. Veltur mikið á um afkomu bæjar- ins í framtíðinni, að yfirstandandi alþingi samþykki lög um verulega tekjustofna til bæjar- og sveitar- félaga og munu allir bæir óska þess og treysta því að gifta fylgi störfum Alþingis í því efni, enda virðast allir aðal þingflokkarnir skilja nú orðið þörfina á því að veita bæjunum og sveitunum aukna tekjustofna. Meira að segja eru jafnaðarmenn á þingi farnirað við-, urkenna nauðsyn á þessu. fást í ðCjöfbúð Slglufjarðar. Efri deild Alþingis er þannig mönnum skipuð: Framsóknarfl.: Bernharð Stefánsson Einar Árnason, Hermann Jónasson, Ingvar Pálmason, Jónas Jónsson, Páll Hermannsson Páll Zophoníasson. Sjálfstœðisfl.: Bjarni Snæbjörnsson, Guðrún Lárusdóttir, Jóhann Jósefsson, Magnús Guðmundsson, Magnús Jónsson, Þorsteinn Þorsteinsson. Alþýðufl.: Jón Baldvinsson Sigurjón Ólafsson. Kommúnistafl.: Brynjólfur Bjarnason. í neðri deild ern 12 Framsókn- armenn, 11 Sjálfstæðismenn, 6 Al- þýðuflokksmenn, 2 Bændaflokks- menn og 2 kommúnistar. Kaupið, lesið og útbreiðið Nýja Dagblaðið

x

Einherji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.