Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 3. D E S E M B E R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
323. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
Smákökur
Sýnishorn
af bakstri
num
*Nánar um skilmála á flytjandi.is
PI
PA
RR
\
TB
W
AA
T
•••
SÍ
A
•
9
SÍ
A
•
9
8
81
18
81
91
8
Jólahappdrætti
Krabbameinsfélagsins
Dregið 24. desember 2009
163 skattfrjálsir vinningar
að verðmæti
22.690.000 kr.
«DAGLEGTLÍF
LANDINN DUGLEGUR
AÐ BÚA TIL EIGIN SPIL
«MENNING
Það má sjá kómík
í öllum aðstæðum
6
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
FÉLAGIÐ Fertil ehf. stefnir að
byggingu risastórrar verksmiðju til
framleiðslu á áburði og kalíum-
nítrati hér á landi. Fjárfestingin
yrði ekki undir 30 milljörðum skv.
heimildum og raforkuþörfin 350
MW. Forsvarsmenn félagsins hafa
staðið fyrir mikilli undirbún-
ingsvinnu og m.a. rætt við ráðherra,
Fjárfestingarstofu, orkufyrirtæki
og sveitarstjórnarmenn auk er-
lendra aðila.
Verði þessar framkvæmdir að
veruleika eru einna mestar líkur
taldar á að verksmiðjunni yrði fund-
inn staður í Þorlákshöfn. Áætlanir
gera ráð fyrir að verksmiðjan fram-
leiði 700 þúsund tonn af áburði auk
760 þúsund tonna af kalíumnítrati
til útflutnings. Fyrst þarf þó að
leysa úr orkuþörf fyrirtækisins að
sögn Eggerts Guðmundssonar,
byggingarfræðings og eins for-
svarsmanna Fertils.
Talinn er góður markaður fyrir
afurðirnar á alþjóðamarkaði. „Ráð-
gjafar okkar í Bretlandi eru að loka
ferlinu við sölu afurðanna og að
tryggja okkur hráefni til næstu 20
ára,“ segir Eggert.
Undirtektir jákvæðar
Með starfsemi verksmiðjunnar
yrðu til 150 bein störf, þar af 50 til
60 fyrir fólk með hátt mennt-
unarstig. Þá gera áætlanir ráð fyrir
að afleidd störf yrðu þrisvar til fjór-
um sinnum fleiri. Auk þess yrði
fjöldi starfa til við stórskipahöfn
sem reist yrði. ,,Við þyrftum að
flytja inn 500 til 600 þúsund tonn af
hráefni til framleiðslunnar og út-
flutningurinn yrði um 1,4 milljónir
tonna,“ segir hann.
Vonir standa til að félagið verði í
eigu Íslendinga. Hafa undirtektir
verið mjög jákvæðar, að sögn Egg-
erts. Að mati heimildarmanna sem
hafa kynnt sér áætlanirnar hefur
félagið unnið vandaðar áreið-
anleikakannanir og undirbúnings-
vinnu bæði hér á landi og í Bret-
landi, Bandaríkjunum og Noregi.
Stefna á | 4
Vilja reisa risaverksmiðju
til áburðarframleiðslu
Útflutningurinn yrði 1,4 milljónir tonna
150 störf yrðu til með starfseminni
ÁRLEG æfing Lögregluskóla ríkisins og Landhelgisgæslu Íslands fór fram
í gær. Segja má að nemar Lögregluskólans hafi fengið mikið fyrir pening-
inn enda veður vont og slæmt í sjóinn; kjöraðstæður fyrir æfingu.
Allir fengu nemarnir að fara í sjóinn og voru í kjölfarið hífðir upp í þyrlu
Gæslunnar. Að sögn upplýsingafulltrúa Gæslunnar varð engum meint af
volkinu en nemarnir urðu að vonum kaldir og blautir.
LÖGREGLUNEMAR HÍFÐIR ÚR KÖLDUM SJÓ
Morgunblaði/Árni Sæberg
FYRSTU niðurstöður úttektar Cre-
ditinfo benda til þess að um 3.400
fyrirtæki í landinu standi sterkt
hvað reksturinn varðar. Þetta eru
um 11% þeirra nærri 30 þúsund fyr-
irtækja sem eru á hlutafélagaskrá.
Flest þessara fyrirtækja eru á
höfuðborgarsvæðinu, eða um 2.400,
en miðað við heildarfjölda fyrirtækja
á hverju landsvæði virðast hlutfalls-
lega flest fyrirtæki vera í lagi á
Norðurlandi eystra, eða 15%.
Athugun Creditinfo náði ekki til
stærstu bankanna og þau sem ekki
komast í þennan flokk stöndugra
fyrirtækja eru félög á vanskilaskrá
og svonefnd skúffufyrirtæki, eða
eignarhaldsfélög sem ekki eru í
neinum rekstri. Sömuleiðis fyrirtæki
sem hafa farið í greiðsluþrot og
lenda í áhættumestu lánaflokkum
Creditinfo. Að sögn Rakelar Sveins-
dóttur hjá Creditinfo á eftir að vinna
nánar úr niðurstöðunum. | Viðskipti
Um 3.400 fyrirtæki teljast
í lagi eftir bankahrunið
Þrotabú Baugs
hefur gjaldfellt
lán sem Baugur
veitti Högum
seint á árinu
2004. Upp-
haflega lánið var
upp á nokkur
hundruð millj-
ónir króna, en
krafa þrotabúsins á Haga nemur
tæplega milljarði króna vegna
áfallinna vaxta síðustu fimm ár.
Hagar hafa fengið frest til að skila
inn greinargerð þar til í janúar, en
þá kemst málið á dagskrá dómstóla.
Ágreiningur snýr að því hvort
gjaldfelling þrotabúsins hafi verið
lögmæt, en Hagar höfðu samið við
Baug í lok 2008 um að framlengja
lánagjalddaga til 2011. »Viðskipti
Þrotabú Baugs gjaldfellir
milljarðskúlulán til Haga
Afgangur vöruskipta og þjón-
ustu mun duga fyrir heildar-
vaxtargreiðslum þjóðarbúsins er-
lendis á næstu árum, samkvæmt
nýrri spá IFS. Um leið og Icesave-
skuldin kemur til greiðslu á árinu
2016 munu heildarvaxtagreiðslur
hins vegar aukast mikið, og
heildarskuldastaða þjóðarinnar
erlendis mun versna á ný. Sé gert
ráð fyrir jafnri og þéttri aukningu
vöruskiptaafgangs um 2% á ári
hverju fram til ársins 2019 mun
afgangur utanríkisviðskipta
standa undir vaxtagreiðslum
vegna erlendra skulda á árinu
2019, sé miðað við að allur afgang-
ur verði notaður til greiðslu á
þeim. »Viðskipti
Morgunblaðið/Golli
Bjartsýnisspá sýnir erfiða
stöðu þjóðarbúsins