Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009 PIPA R\TBW A • SÍA Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 21 dagur til jóla NEMENDUR og starfsfólk Leik- listar- og tónlistardeildar Listahá- skóla Íslands verða með jólamark- að í húsnæði deildanna að Sölvhólsgötu, á morgun, föstudag- inn 4. desember kl. 15-18 og laug- ardaginn 5. desember kl. 14-18. Í boði verður allskonar heima- gerður varningur, tónlist og skemmtiatriði og glens af ýmsum toga, enda listamenn til alls líkleg- ir. Einnig verður boðið upp á heitt súkkulaði og rjúkandi vöfflur með rjóma. Það væri ekki amalegt að gæða sér á heimagerðu konfekti verðandi stórstjarna... eða kaupa af þeim fyrsta geisladiskinn. Sann- kölluð jólagleði sem enginn ætti að missa af. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólagleði í Lista- háskóla Íslands Á SUNNUDAG nk. kl. 16 verða jólaljósin tendruð á jólatrénu í Ara- gerði í Vogunum. Jólatónlistin mun hljóma auk þess sem hátíðarávarp verður flutt. Þá hefur heyrst að ein- hverjir af þeim jólasveinabræðrum muni koma við og jafnvel með glaðning, fyrir stillt börn, í poka- horninu. Jólaljósin tendruð í Vogunum Á laug- ardag og sunnudag nk. kl. 10- 15, verður opið hús í glerblást- ursverk- stæðinu á Kjalarnesi sem stað- sett er milli Klébergsskóla og Grundahverfis. Ólöf og Sigrún Einarsdætur munu sýna þar gler- blástur ásamt tveim gestablás- urum frá Svíþjóð. Einnig verður útsala á glermunum, auk þess sem boðið verður upp á piparkökur og kaffi. Opið hús í gler- blástursverkstæði Harmonikufélag Reykjavíkur og Víkin-Sjóminja- safnið Granda- garði 8, efna til hátíðar á 2. sunnudegi í að- ventu, 6. desem- ber. Gunnar Þor- láksson stjórnar marseringu og hringdansi að hætti fyrri tíma milli kl. 15 og 17. Þá verður gamaldags jólaföstu- kaffibrauð til sölu í Safnkaffinu ásamt súkkulaði og kaffi. Aðgangseyrir að safni og harm- onikuballinu verður aðeins 500 kr. þennan dag og frítt fyrir 12 ára og yngri. Harmonikkuball SÍÐASTI öruggi skiladagur til að póstleggja jólapakka til landa utan Evrópu er mánudagurinn 7. desem- ber og jólakort til landa utan Evrópu er 9. desember. Síðasti öruggi skiladagur á jóla- pökkum til Evrópu er 14. desember og á jólakortum til Evrópu 16. des- ember, til að þau skili sér í tæka tíð fyrir jólin. Til að vera viss um að jólapakkar og jólakort innanlands skili sér fyrir jól er laugardagurinn 19. desember síðasti öruggi skiladagur. Á öllum pósthúsum landsins er tekið á móti jólapóstinum en til að auka þjónustu fyrir jólin verða opnuð jólapósthús í Kringlunni, Smáralind og á Glerártorgi á Akureyri. Jólapósthúsin verða opnuð 7. desember og verða opin á afgreiðslutíma verslunarmiðstöðvanna. Skiladagur jólapakka og korta ÞAÐ VERÐUR líf og fjör á Þjóð- minjasafninu á aðventunni. Jóla- sveinarnir heimsækja safnið að vanda og á sýningunni Sérkenni sveinanna býðst börnum að snerta gripi tengda jólasvein- unum. Grýla og Leppalúði kíkja í heimsókn, fjölskyldum býðst að fara í sérstakan jólaratleik og að auki verður kynning á íslenskum jólasiðum á íslensku og ensku. Jóladagskrá Þjóðminjasafnsins hefst með fjölskyldudagskrá sunnudaginn 6. desember kl. 14. Grýla, Leppalúði og Jólakött- urinn munu kíkja í heimsókn og ræða við börnin um íslenska jóla- siði og Pollapönkararnir munu spila fyrir krakkana. Þá verður opnuð sýningin Sérkenni svein- anna, en þar má sjá jólahús með gripum sem tengjast jólasvein- unum. Gripina má snerta og geta þeir hjálpað börnum að skilja nöfn jólasveinanna. Grýla og Leppalúði ásamt jólasveinunum væntanleg í Þjóðminjasafnið LeppalúðiGrýla Eftir Albert Kemp Fáskrúðsfjörður | Ný skólamiðstöð var vígð á Fáskrúðsfirði í vikunni. Blessun hússins var fyrsta emb- ættisverk sóknarprestsins Jónu Kristínar Þorvaldsdóttur sem tók við embætti 1. desember. Hús- næðið hýsir grunnskóla, tónskóla og leikskóla. Þar er einnig al- menningsbókasafn og aðstaða fyr- ir fullorðinsfræðslu og fullkomið kennslueldhús. Þá er í húsinu sal- ur og leiksvið sem mun nýtast vel til samkomuhalds í skólanum. Í tengslum við bygginguna var skólalóðin öll endurnýjuð og gerð bílastæði. Orri Árnason arkitekt leiddi hönnun hússins. Skólamiðstöðin skapar sérstöðu og möguleika til þróunarstarfs og getur laðað að starfsfólk og íbúa sem kunna að meta að vel sé stað- ið að skólamálum. Stærð nýbyggingarinnar er 2.000 m2 og er heildarkostnaður um 700 milljónir króna. Nem- endur grunnskólans eru 100 og nemendur leikskólans fjörutíu. Þá starfa 40 manns hjá skólunum. Vígsluhátíðin var fjölbreytt, þar sungu börn og léku á hljóðfæri. Þá flutti Guðmundur Þor- grímsson, formaður bæjarráðs, ávarp sem og Helga Jónsdóttir bæjarstjóri. Morgunblaðið/Albert Kemp Skólar undir sama þaki Vígsla miðstöðvarinnar Börn sungu og léku á hljóðfæri þegar ný skólamiðstöð var vígð á Fáskrúðsfirði í vikunni. JÓLABASAR Kristniboðsfélags kvenna verður laugardaginn 5. des- ember frá kl. 14 í Kristniboðs- salnum á Háaleitisbraut 58-60. Á boðstólum verða kökur, jólakort, skyndihappdrætti o.fl. Allur ágóði rennur til starfs Kristniboðssambandsins í Eþíópíu og Kenýa. Jólabasar AÐVENTUHÁTÍÐ Bergmáls, líkn- ar- og vinafélags, verður haldin í Háteigskirkju sunnudaginn 6. des- ember næstkomandi. Hefst hátíðin kl. 16. Fjölbreytt dagskrá. Veitingar í safnaðarsal að lokinni dagskrá í kirkjunni. Allir velkomnir. Aðventuhátíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.