Morgunblaðið - 03.12.2009, Page 16

Morgunblaðið - 03.12.2009, Page 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009 Menntaáætlun Nordplus Norrænir styrkir til nágrannasamstarfs Kynningarráðstefna á Hótel Sögu, salnum Stanford, 2. hæð (inngangur Guðbrandsgötu) 11. desember 2009 frá kl. 14:00 - 16:30 Dagskrá 13:30-14:00 Skráning, afhending ráðstefnugagna. 14:00-14:10 Setning: Karitas Kvaran, forstöðumaður Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins – Landskrifstofu Nordplus. 14:10-14:25 Almenn kynning á menntaáætlun Nordplus: Guðmundur Ingi Markússon, verkefnastjóri Nordplus. 14:25-14:40 Uppbygging Nordplusverkefna og nýting styrksins: Ragnhildur Zoega, verkefnastjóri Nordplus. 14:40-14:55 Kynning á verkefni í Nordplus Horisontal: Margrét Guðmundsdóttir, verkefnastjóri á menntavísindasviði H.Í. 15:00-16:00 Vinnustofur fyrir undiráætlanir Nordplus: Junior: Styrkir leik-, grunn- og framhaldsskólastigið. Voksen: Styrkir fullorðinsfræðslu og símenntun. Háskólastigið: Styrkir samvinnu og samstarf háskóla. Sprog og kultur: Styrkir norræn mál og menningu. Horisontal: Styrkir sem tengja saman aðrar undiráætlanir Nordplus. 16:00-16:30 Jólaglögg og piparkökur í ráðstefnulok. Skráning fer fram á http://ask.hi.is/page/Nordplus11des Nánari upplýsingar á skráningarsíðu og í síma 525 4311 Umsóknarfrestur í Nordplus er í byrjun mars á hverju ári www.nordplus.is Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÞEGAR Barack Obama bauð sig fram til forseta hét hann því að beita sér gegn flokkadráttunum sem klufu landið í herðar niður. Hann hefur reynt það eftir að hann varð forseti. Vandamálið er að repú- blikanar, með einni eða tveimur undantekningum, hafa verið stað- fastir í andstöðunni við hann, af því að þeir trúa að þeir geti sigrað hann með því að koma í veg fyrir að hann nái árangri,“ segir Gerald J. Austin, pólitískur ráðgjafi frá Bandaríkj- unum sem verið hefur mörgum demókrötum innan handar. „Forsetinn sér að brúarsmíðin er ekki að bera tilætlaðan árangur. Hann mun því einbeita sér að kjarn- anum í kjósendahópi demókrata,“ segir Austin sem hefur komið víða við á löngum ferli en meðal sam- starfsmanna hans eru Jimmy Cart- er, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, blökkumannaleiðtoginn Jesse Jack- son og Barack Obama forseti. Á mörgum vígstöðvum – Vinstrimenn á Vesturlöndum og víðar um heim hafa margir hverjir fyllst óþreyju vegna meints hægagangs forsetans og stjórnar hans í að uppfylla kosningaloforðin. Hvernig meturðu árið framundan? „Obama þarf eins og allir Banda- ríkjaforsetar að dreifa kröftum sín- um á mörgum vígstöðvum. Heil- brigðis- og efnahagsmálin hafa reynst erfið og svo er það stríðið í Afganistan, sem verður sífellt óvin- sælla heimafyrir. Ég held að hann skilji að ef ekki verður búið að fækka í herliðinu, jafnvel kalla það allt heim, fyrir kosningarnar 2012 muni það setja stjórn hans í vanda. Ef Obama hefur ekki náð árangri í þessum megin málaflokkum að ári mun hann lenda í erfiðleikum. Það eru hins vegar þrjú ár í kosning- arnar 2012 og tíminn er því nægur.“ – Hefurðu áhyggjur af því að þolinmæði bandarískra kjósenda í garð efnahagsumbóta sé að minnka? „Forsetinn biður um þolinmæði. Á sama tíma held ég að þolinmæði almennings sé takmörkuð.“ – Hvernig heilbrigðisfrumvarp megum við eiga von á að sjá sam- þykkt í öldungadeildinni á næstu vikum, að því gefnu að svo fari? „Það skiptir Obama miklu máli að frumvarpið verði samþykkt. Þingið hefur aldrei áður samþykkt slíkt frumvarp. Niðurstaðan verður þó líklega ekki frumvarpið sem hann lagði upp með, heldur málamiðlun.“ Væntingar og veruleiki – Svo ég víki aftur að vinstri- mönnum þá voru færð fyrir því rök í breska dagblaðinu Guardian fyrr í haust að Obama væri á góðri leið með að ganga á bak flestum lof- orðum sínum. Voru væntingarnar of miklar? „Ég held að málið snúist ekki um of miklar væntingar heldur fremur um hversu skammur tími er liðinn. Forseti sem þarf að koma málum í gegnum þingið getur ekki snúið við öllu sem kom frá Bush-stjórninni á fáeinum mánuðum í embætti.“ – Verða róttækustu stuðnings- menn Obama sáttari að ári liðnu? „Þeir sem eru lengst til vinstri hafa minnstu þolinmæðina því að þeir hafa beðið svo lengi eftir forseta sem þeir telja að komi úr sínum röð- um. Ég hygg að flestir kjósendur muni gefa honum tíma. Ef við erum hins vegar að velta sömu spurning- unni fyrir okkur að ári verður forset- inn kominn í mikil vandræði.“ – Hversu stórt hlutfall stuðnings- manna Obama í Bandaríkjunum má ætla að sé sömu skoðunar? „Ef til vill má ætla að 15% stuðn- ingsmanna hans séu á sömu póli- tísku línu og lesendur Guardian. Meirihluti bandarískra kjósenda er á miðjunni en minnihluti lengra til vinstri eða hægri í stjórnmálunum.“ Möguleikar Palin litlir Austin vék í fyrirlestri sínum á vegum Alþjóðastofnunar HÍ í vik- unni að möguleikum Söruh Palin, varaforsetaefnis repúblikana í fyrra- haust, í forsetakosningunum 2012. Hann kvað hana höfða til þröngs hóps í Bandaríkjunum og eiga því litla möguleika á að verða forseti. Sjálfur var Austin kosningastjóri fyrir Jesse Jackson í forsetakosn- ingunum 1988 Obama snúi sér að kjarnanum Morgunblaðið/Kristinn Ráðgjafi Gerald J. Austin hefur unnið fyrir marga áhrifamikla demókrata.  Einn af ráðgjöfum forsetans segir brúarsmíði til hægri ekki hafa borið tilætlaðan árangur  Óþreyjufullir kjósendur „Obama gekk úr skugga um að unga fólkið sem var búið að skrá sig á kjörskrá kysi í forkosning- unum. Hillary Clinton gerði það ekki. Stuðningsmenn Obama nýttu sér að með því að dvelja í 30 daga í Iowa fyrir kosningarnar öðluðust þeir kosningarétt,“ segir Ashton um forkosningarnar í Iowa 3. jan- úar 2008. Obama sigraði í kjörinu og telur Ashton sigurinn hafa átt stóran þátt í að hann varð forseta- efni demókrata síðar um vorið. „Þetta atriði vó ef til vill ekki þyngst. Það undirstrikaði hins vegar ástríðu stuðningsmanna Obamas og skilning kosningaliðs hans á reglunum, samanborið við kosningalið Clinton sem stóð á sama um reglurnar. Það hafði að- eins áhuga á einu; að fá greitt fyrir sína vinnu. Berðu þetta saman við eldheita stuðningsmenn Obamas sem margir hverjir fengu aðeins greitt fyrir fæði og uppihald. Clinton hafði á sínum snærum marga þekkta og dýra ráðgjafa sem lögðu fram háar launakröfur. Í Iowa töpuðu þeir kosningum, sem þeir hefðu átt að vinna, með því að taka sigri hennar sem gefnum.“ – Varð af þessu mikil skriða? „Það sem skipti mestu máli í forkosning- unum í Iowa, þeim fyrstu fyrir for- setakosningarnar, er að Obama sigraði. Ef hann hefði tapað kynni svo að hafa farið að hann hefði aldrei orðið forsetaefni demó- krata. Flestir bjuggust við að Clinton yrði forsetaefni demókrata. Hún tapaði hins vegar í fyrstu atrennu og afhjúpaði þar með veikleika sína. Clinton gaf mikilvægi Iowa ekki nógu mikinn gaum, ólíkt Obama sem mat stöðuna rétt. Hann þurfti að sýna fram á veik- leika hennar og með sigrinum varð nánast ekki aftur snúið.“ Sigurinn í Iowa gaf tóninn Barack Obama HANNA Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri greiddi fyrsta atkvæð- ið í netkosningunni „Kjóstu verk- efni í þínu hverfi“ á heimasíðu Reykjavíkurborgar í gær. Með verkefninu gefst borgarbúum færi á að kjósa um forgangsröðun verk- efna í sínu hverfi. Kosningin mun standa yfir til 14. desember á slóð- inni www.reykjavik.is/kjostu. Kosningin er bindandi fyrir borgaryfirvöld og sá verk- efnaflokkur sem íbúar setja efst á forgangslistann í hverju hverfi fyr- ir sig fer á fjárhagsáætlun fyrir ár- ið 2010 og kemur til framkvæmda. Kosningabærir eru allir Reyk- víkingar á sextánda ári og eldri og getur hver kosið einu sinni. Til að kjósa slá íbúar inn kennitölu, velja hverfi og forgangsraða verk- efnum. Morgunblaðið/Kristinn Borgarbúar kjósa verkefni í sínu hverfi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.