Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 18
18 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
BRESKI fræðimaðurinn Nicholas Stern lávarð-
ur segir í nýrri skýrslu að líklegt sé að meðal-
hitastigið í heiminum hækki um 5°C fyrir lok
aldarinnar með mjög alvarlegum afleiðingum
fyrir heimsbyggðina ef ekki næst samkomulag á
loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn um að-
gerðir til að stemma stigu við losun gróðurhúsa-
lofttegunda.
Stern telur að hægt verði að ná því markmiði
að hlýnunin verði undir 2°C – en þó aðeins ef ríki
heims samþykkja á ráðstefnunni að draga stór-
lega úr losuninni á næstu árum og áratugum.
„Þetta er mikilvægasti fundur frá síðari
heimsstyrjöldinni, með hliðsjón af því sem er í
húfi,“ hafði The Daily Telegraph eftir Stern um
loftslagsráðstefnuna sem hefst á mánudaginn
kemur og stendur til 18. desember.
Stern er fyrrverandi aðalhagfræðingur Al-
þjóðabankans og skýrsla hans frá 2006 er álitin
hafa haft meiri pólitísk áhrif en nokkur önnur
bresk skýrsla um loftslagsmál. Í þeirri skýrslu
áætlaði Stern að kostnaðurinn við að draga
nægilega úr losuninni – m.a. með fjárfestingum í
endurnýjanlegum orkugjöfum – næmi um 1% af
landsframleiðslunni en hann telur nú að kostn-
aðurinn verði um 2% og hugsanlega allt að 5%,
að því er fram kemur á fréttavef The Times.
Stern segir að til að koma í veg fyrir að hlýn-
unin verði meiri en 2°C fyrir lok aldarinnar þurfi
iðnríkin að samþykkja metnaðarfyllstu mark-
miðin um aðgerðir til að draga úr losun gróður-
húsalofttegunda. T.a.m. þurfi Evrópusambandið
að minnka losunina um 30% fyrir 2020.
„Mikilvægasti fundur frá stríðslokum“
Nicholas Stern telur að loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn sé síðasta tækifærið til að afstýra
stórfelldum loftslagsbreytingum Segir að kostnaðurinn verði miklu meiri en talið hefur verið
Í HNOTSKURN
» Phil Jones, yfirmaðurLoftslagsdeildar háskól-
ans í Austur-Anglíu, hefur
ákveðið að láta af störfum
þar til óháðri rannsókn á
störfum deildarinnar lýkur.
» Jones neitar ásökunumum að deildin hafi falsað
niðurstöður rannsókna á
hitafari á jörðinni í gegnum
söguna. Hann segir að ásak-
anirnar séu „algert kjaft-
æði“.
Reuters
Mengun Stern telur að ESB-lönd þurfi að
minnka losunina um 30% fyrir árið 2020.
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
BARACK Obama Bandaríkjaforseti
vonar að með því að senda 30.000
manna liðsauka til Afganistans verði
hægt að binda skjótan enda á stríðið
í landinu og hefja brottflutning
bandarískra hermanna eftir eitt og
hálft ár. Þetta veltur hins vegar á því
hvort Afganar geta byggt upp nógu
öflugar öryggissveitir til að tryggja
varanlegan frið í landinu. Sérfræð-
ingar í málefnum Afganistans telja
ólíklegt að hægt verði að byrja að
flytja erlenda herliðið á brott eftir
eitt og hálft ár því það taki miklu
lengri tíma að byggja upp afganskar
öryggissveitir sem geti haldið upp-
reisnarmönnum talibana í skefjum.
Anders Fogh Rasmussen, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafs-
bandalagsins, segir að búist sé við að
önnur NATO-ríki sendi a.m.k. 5.000
hermenn til viðbótar til Afganistans
eftir ákvörðun Obama. Gert er ráð
fyrir því að alls verði þar um 140.000
hermenn frá Bandaríkjunum og öðr-
um NATO-löndum.
Hamid Karzai, forseti Afganist-
ans, hefur lofað að efla afganskar ör-
yggissveitir þannig að þær geti tekið
við hlutverki erlendu hersveitanna
innan fimm ára og tryggt öryggi og
frið í öllu landinu. Sérfræðingar í
málefnum landsins telja hins vegar
að það geti tekið allt að áratug að
byggja upp nógu öflugar öryggis-
sveitir. „Þetta krefst meiri fórna,
bæði fjárhagslega og í mannslífum.
Þetta er of mikil bjartsýni,“ sagði
Haroun Mir, forstöðumaður rann-
sóknamiðstöðvar í Kabúl, og kvaðst
telja að Afganar þyrftu um áratug til
að byggja upp öryggissveitirnar.
„Erfitt og dýrt verkefni“
Um 100.000 manns eru í her Afg-
anistans núna og gert er ráð fyrir
því að liðsmönnum hans fjölgi í
136.000 á næsta ári. Bandamenn
Karzais á Vesturlöndum hafa hvatt
hann til að fjölga hermönnunum í
allt að 240.000 og lögreglumönnum
úr 68.000 í 160.000.
Flest stærstu dagblaðanna í
Bandaríkjunum styðja ákvörðun
Obama en telja að erfitt verði fyrir
friðarverðlaunahafann að réttlæta
hana fyrir bandarískum almenningi.
The Washington Post sagði ákvörð-
unina til marks um hugrekki vegna
þess að Obama hefði tekið sér fyrir
hendur „erfitt og dýrt verkefni“ sem
mætti andstöðu margra flokks-
bræðra hans.
„Of mikil bjartsýni“
Reuters
Hugrekki? Obama boðar liðsauka.
Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggist senda 30.000
bandaríska hermenn til viðbótar til Afganistans og hefja heimkvaðningu
hermanna eftir eitt og hálft ár.
HERSVEITIRNAR Í AFGANISTAN
Heimildir : Bandaríkjaher, Centcom, ISAF
Bandaríkin
34.800
hermenn
í ISAF-
sveitum
NATO
Þýskaland 4.365
Frakkland 3.095
Kanada 2.830
Ítalía 2.795
Holland 2.160
Pólland 1.910
Ástralía 1.350
Spánn 1.000
Rúmenía 990
Tyrkland 720
Danmörk 700
Tékkland 690
33.200
hermenn
sem eru ekki
undir fána
NATO
30.000
Nýi liðsaukinn
9.500 hermenn
að meðtöldum
500 manna
liðsauka
Önnur 5.042
500 manna
liðsaukiBretland
Bretland
Búist er við að önnur
lönd leggi til 5.000-7.000
hermenn til viðbótar
‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10
FJÖLDI BANDARÍSKRA HERMANNA Í AFGANISTAN
100
80
60
40
20
0
Þúsundir
Kabúl
PAKISTAN
AFGANISTAN
Efasemdir um að
markmið Obama í
Afganistan náist
STARFSMAÐUR súkkulaðiversl-
unarinnar „Felicitas“ í Hornow,
sunnan við Berlín, leggur lokahönd
á 90 cm háan handunninn súkku-
laðijólasvein. Í versluninni eru seld-
ir súkkulaðijólasveinar sem vega
frá 50 grömmum til fimm kílóa og
kosta frá 3,50 til 185 evrur hver,
eða jafnvirði 640 til 34.000 króna.
Reuters
GÓMSÆTIR JÓLASVEINAR
ÞAU sitja tvö saman við dúklagt
borð og kertaljós. Konan hlær að
bröndurum mannsins sem hann
reytir af sér í þeirri trú að hún vilji
kynnast honum nánar. En mað-
urinn veitir ekki úrslitaatriði eftir-
tekt. Konan krossleggur fæturna.
Einhvern veginn svona má færa í
búning orðanna eina niðurstöðu
rannsóknar vísindamanna við Man-
chester-háskóla á líkamstjáningu
með fótahreyfingum, en samkvæmt
henni hefðu útstæðir fætur kon-
unnar afhjúpað hrifningu hennar.
Með því að hreyfa fæturna á með-
an hún hló hefði merkið verið enn
skýrara, en öndvert við konur eru
karlar ekki taldir láta kynferðis-
lega löngun sína í ljós með fótum.
Dæmdir eftir skófatnaði
Rannsóknin leiðir margt forvitni-
legt í ljós. Konur dæma karla eftir
skófatnaði þeirra, hversu dýr hann
er, hversu vel til hafður og hvort
hann passi við fötin. Sumar klisjur
eru því eftir allt sannar.
Annað sem vekur athygli er að
lygarar eru sagðir halda fótunum
kyrrum, óvenjulega kyrrum, til að
draga athyglina frá máli sínu, eins
mótsagnakennt og það hljómar.
Það ætti ekki að koma þeim sem
sækja kappleiki á óvart að karlar
hreyfa fætur sínar ótt og títt þegar
þeir eru taugaóstyrkir, andstætt
konum sem halda þeim kyrrum.
Konur og karlar sem vilja
drottna eiga það sameiginlegt að
halda fótahreyfingum í lágmarki,
líkt og hrokagikkir sem sagðir eru
hreyfa líkamann lítið í samræðum.
Feimnir eru aftur á móti sagðir
hreyfa fæturna örar en hinir.
Fæturnir koma
upp um okkur
Staðsetning ilja kemur upp um hvort
kona er hrifin af karlmanni eður ei
Tjáningartæki Fætur koma upp um
kynferðislegar langanir kvenna.