Morgunblaðið - 03.12.2009, Síða 21
Daglegt líf 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009
Fólk komst misvel um bæinn í gær eftir að
mikið snjóaði. „Ekkert mál fyrir mig, ég á
svo góðan seðlatætara,“ sagði kona sem ég
talaði við um miðjan dag. Hún átti víst við
jeppann. Bensínið er orðið dálítið dýrt...
Hús Hákarla-Jörundar í Hrísey var 1. des-
ember afhent Akureyrarbæ til eignar og um-
sjónar. Við þá athöfn var undirritaður samn-
ingur á milli Akureyrarstofu og Ferðamála-
félags Hríseyjar um rekstur hússins og þró-
un og uppbyggingu ferðamála í eyjunni.
Ásgeir Halldórsson hefur haft veg og vanda
af því að gera upp húsið. Endurbæturnar
hafa tekið rúm 10 ár og kostað um 50 millj-
ónir króna sem Húsfélagið Hákarla-
Jörundur hefur aflað með styrkjum, m.a. frá
Sparisjóði Svarfdæla og úr Húsafrið-
unarsjóði ríkisins.
„Þetta sögufræga hús [...] er gamla Syðsta-
bæjarhúsið, byggt árið 1885 af Jóhanni
Bessasyni frá Skarði í Dalsmynni. Hann
byggði húsið fyrir Jörund Jónsson er þá bjó
á Syðstabæ,“ sagði Ásgeir m.a. í ávarpi á
samkomunni. „Jörundur fékk viðurnefnið
Hákarla-Jörundur. Hann var lengst ævi
sinnar hákarlaformaður, svo og bóndi á Syð-
stabæ. Átti hann alls sex skip á sinni ævi.
Jörundur var fæddur árið 1826 að Kleifum í
Ólafsfirði en flutti til Hríseyjar frá Grenivík
1862. Jörundur lést 10. október 1888.“
Aðventustemning verður á Græna hattinum
um helgina. Í kvöld verður þar söngkonan
Ragnheiður Gröndal ásamt hljómsveit sinni
og flytur aðventudagskrá og á föstudags- og
laugardagskvöld verða á staðnum aðventu-
tónleikar Baggalúts.
Það verður líka jólalegt í Sjallanum. Þar
leika Greifarnir á laugardagskvöldið, í fram-
haldi árlegs jólahlaðborðs staðarins.
Skytturnar sigruðu í vikunni í Gimli Cup;
árlegu móti þar sem akureyrskar krullu-
kempur berjast um veglegan bikar sem gef-
inn var af Vestur-Íslendingunum Alma og
Ray Sigurdsson í Gimli í Manitóba í tilefni af
opnun skautahallarinnar árið 2000. Í liðinu
eru Jón Hansen, Árni Ingólfsson, Sigurgeir
Haraldsson, Árni Arason og Ágúst Hilm-
arsson. Þetta var í níunda skipti sem keppt
er um Gimli Cup og hafa Jón og Ágúst sigr-
að í þrígang.
Ljósmynd/Ragnar Hólm
Hákarlar Ásgeir Halldórsson og Hermann
Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri.
AKUREYRI
Skapti Hallgrímsson
www.reykjavik.is/kjostu
Nýttu þinn atkvæðisrétt og k
jóstu!
Íbúum býðst einnig að fara á bókasöfn
og þjónustumiðstöðvar í sínu hverfi
og fá aðstoð við að kjósa. Auk þess
er hægt að leita til þjónustuvers
Reykjavíkurborgar í síma 4 11 11 11.
a) Leikur og afþreying
b) Samgöngur
c) Umhverfi og útivist
VERKEFNI Í ÞÍNU HVERFI
2.-14. des.KJÓSTU
Kosningin fer fram á vefnum www.reykjavik.is/kjostu.
Þar geta íbúar forgangsraðað þremur verkefnaflokkum:
Íbúum Reykjavíkur gefst kostur á að forgangsraða fjármunum til smærri
nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í hverfunum með því að kjósa á vefnum.
Kosningin er bindandi og sá verkefnaflokkur sem verður fyrir valinu í hverju hverfi fer
á fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 og koma verkefnin úr þeim flokki til framkvæmda.
Þetta nýmæli við gerð fjárhagsáætlunar var samþykkt í borgarstjórn og er
tilraunaverkefni sem gerir íbúum kleift að hafa bein áhrif á nýtingu fjármuna
í nærumhverfi sínu.
BORÐPLÖTUR úr regnskóga-
timbri eru víða til sölu í norskum
innréttingabúðum. Þetta kom í ljós
í nýrri könnun norskra umhverfis-
og neytendasamtaka. Innréttingar
frá HTH og Sigdal komu verst út
hvað þetta varðar, en HTH selur
m.a. borðplötur úr sipo, iroko,
ovangkol, zebrano og wengé, sem
allt eru trjátegundir í útrýming-
arhættu. HTH lýsti því yfir að vara
úr þessu hráefni yrði tekin úr sölu.
Árið 2010 verður alþjóðlegt ár líf-
fræðilegrar fjölbreytni. Í tilefni af
því hefur norski regnskógasjóð-
urinn (Regnskogfondet) hvatt fyr-
irtæki sem nota eða selja timb-
urvörur til að lýsa því yfir að þar sé
ekki notað regnskógatimbur. Frá
árinu 2008 hefur notkun á slíku
timbri verið bönnuð í opinberum
byggingarverkefnum í Noregi.
Borðplötur
af markaði
BRESKA samgönguráðuneytið
býður nú sendibílstjórum ókeypis
ráðgjöf um það hvernig þeir geti
dregið úr eldsneytisnotkun á ferð-
um sínum og þar með komist hjá
óþörfum fjárútlátum og losun gróð-
urhúsalofttegunda. Takist að bæta
eldsneytisnýtingu um 5%, mun það
hafa í för með sér árlegan sparnað
upp á 250 milljónir sterlingspunda
(rúmlega 50 milljarða ísl. kr.) og
minnka losun koltvísýrings um
750.000 tonn. Könnun sýnir að 52%
bílstjóra höfðu ekki velt því fyrir
sér síðustu 12 mánuði hvernig þeir
gætu sparað eldsneyti, og aðeins
7% skipuleggja ferðir sínar með til-
liti til eldsneytissparnaðar.
Bílstjórar
spara
Morgunblaðið/Kristinn
SALA á lífrænum og siðrænum
vörum eykst jafnt og þétt þrátt
fyrir erfitt efnahagsástand. Í
Bandaríkjunum lítur út fyrir að
sala á varningi af þessu tagi auk-
ist um 8,7% á þessu ári miðað við
árið í fyrra, en á sama tíma hef-
ur smásöluverslun almennt auk-
ist um 1,9%. Verðmunur fer einn-
ig minnkandi með vaxandi
magni. Fjórar ástæður eru eink-
um nefndar sem skýringar á
þessari þróun vestanhafs, þ.e.a.s.
afstaða Baracks Obama í lofts-
lagsmálum, óhöpp vegna meng-
aðra matvæla, öflug markaðs-
setning vistvænna valkosta og
almenn hugarfarsbreyting í kjöl-
far efnahagshruns.
Lífrænt
enn vinsælt