Morgunblaðið - 03.12.2009, Side 22

Morgunblaðið - 03.12.2009, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009 Þrír lögvís-indamennskrifuðu saman grein í Morgunblaðið í gær um Icesave- frumvarpið. Ekki fer á milli mála að greinarhöfundar telja fyrirhug- aða löggjöf reista á mjög hæpn- um grundvelli. Alþingismenn hljóta að horfa til þeirra sjón- armiða sem þarna eru sett fram á málefnalegan hátt og fast rök- studd. Hér skal eingöngu vitn- að til tveggja atriða í þessari at- hyglisverðu grein. Það fyrra tengist Neyðarlögunum sem sett voru í kjölfar bankahruns- ins og þá þeim forgangi sem innstæðum var veitt með þeim lögum. Enginn vafi er á að þar með var lögbundnum leikregl- um breytt með afturvirkum hætti. Hagur eins hóps kröfu- hafa var stórbættur á kostnað annarra. Að öllu jöfnu myndu dómstólar ekki telja að slík lög- gjöf fengi staðist. En aðstæður voru ekki aðeins óvenjulegar, heldur nánast einstæðar og mikil efnahagsleg vá blasti við. Ríkisvaldið bindur vonir við að með vísun til þeirra aðstæðna megi réttlæta þá niðurstöðu að lögin haldi. Þarna er ekkert í hendi og reyndar mjög fjarri því. Áhættan fyrir ríkið í þessu falli er síðan margfölduð með lagasetningunni um ríkis- ábyrgð á Icesave-samningi og verður yfirþyrm- andi eins og lög- fræðingarnir benda á. Og svo er það sjálf stjórn- arskráin. Þre- menningarnir draga beinlínis í efa að lagasetningin myndi stand- ast þær kröfur sem 40. grein stjórnarskrárinnar gerir. Það sker í augu að skuldbindingin sem á að láta þjóðina ábyrgjast er ótímabundin og að auki virð- ist enginn geta skýrt hvers kon- ar skuldbindingar sé verið að gangast undir verði frumvarpið samþykkt. Annmarkarnir á lagasetningunni eru því himin- hrópandi. Lögvísindamennirnir ljúka grein sinni með þessum orðum: „Í stuttu máli má halda því fram með fullum rökum að verið sé að skerða fullveldi rík- isins umfram það sem stjórn- arskrá heimilar.“ Við þessar veigamiklu rök- semdir lögfræðinganna bætist að samkvæmt þeim breytingum sem gerðar hafa verið frá fyrri lagasetningu er nú vikið frá for- ræði og sjálfstæði íslenskra dómstóla. Helstu lögfræðingar landsins skiluðu á sínum tíma áliti vegna EES-samningsins. Þegar til þeirrar skýrslu er horft og þessara breytinga virðist aug- ljóst að þarna er enn gengið þvert gegn stjórnarskrá ís- lenska lýðveldisins. Lögvísindamenn draga í efa að ríkis- ábyrgðarlög stæð- ust stjórnarskrá í núverandi búningi.} Stjórnarskráin brotin? Í gær var vikið aðþví á þessum stað að Stein- grímur J. Sigfús- son, fjármálaráð- herra, kæmist ekki hjá því að gera nánari grein fyrir því hvað hann væri að fara með hálf- kveðnum vísum sínum um leyndarmál tengd afgreiðslu Icesave-frumvarps ríkisstjórn- arinnar. Ráðherrann fékk tækifæri til þess í gær á Alþingi að skýra mál sitt, en kaus þess í stað að gera það allt enn óljós- ara. Í stað þess að greina frá því hvaða leyndarmál það hefðu verið sem áttu að þrýsta á um samþykkt ríkisábyrgðar vegna Icesave fyrir lok nóvember, tal- aði ráðherra í hálfkveðnum vís- um um grímulausar hótanir Evrópusambandsins. Þar að auki ýjaði hann að hótunum þeirra sem fjármagna fjárfest- ingar hér á landi, þeirra á með- al stórra norrænna og evr- ópskra banka og fjárfestingar- sjóða. „Og auðvitað tölum við varlega um það héðan úr ræðu- stól á Alþingi,“ sagði Stein- grímur. Ætlar ráðherrann að láta þessar dylgjur nægja, eða mun hann upplýsa til hvers hann er að vísa? Þrátt fyrir lang- ar umræður á Al- þingi í gær um puk- ur og leyndarmál fjármálaráðherra er enginn neinu nær um hvað hann var að fara fyrir mánaðamót um að nauðsynlegt væri að afgreiða þá Icesave-frumvarpið af ástæðum sem ekki væri hægt að greina frá. Ráðherrann annaðhvort vill ekki eða getur ekki útskýrt orð sín. Eitt er þó orðið ljóst eftir þessa umræðu og þarfnast ekki frekari skýringa, en það er að ráðherrann er hræddur. Það eina sem ekki er vitað er hvað ráðherrann óttast. Ef aðeins er um almennan ótta að ræða er ekki úr vegi að minna á orð Franklin D. Roosevelt, sem tók við embætti forseta Bandaríkj- anna í miðri kreppunni miklu, árið 1932, og sagði þá: „Hið eina sem við þurfum að óttast er óttinn sjálfur.“ Þegar menn lenda í erfiðum aðstæðum og finna kjarkinn minnka getur verið gott að hugsa til þessara orða. Fjármálaráðherra hefur enn ekki út- skýrt hvað það er sem hann óttast. } Ræður óttinn för? S töð 2 sýndi eitt kvöldið í fréttatíma sínum brot frá umræðum á Alþingi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru svangir og létu vita af því. Einn af öðrum töltu þeir upp í ræðupúlt og veinuðu undan því ofríki þing- forseta að hafa ekki gefið þeim matarhlé. Þeir góluðu um mannréttindabrot og sögðu rík- isstjórnina vera að misbeita valdi sínu. Vafalítið má saka ríkisstjórnina um eitt og annað en satt að segja finnst manni smámál að hún hafi ekki nennt að gefa stjórnarandstöð- unni að éta í einhverja klukkutíma. Svo er mað- ur nú ekki nýgræðingur í því að fylgjast með sjónvarpsútsendingum á Alþingi og veit að þingmenn eru á flakki í og úr þingsal og það er stutt í matsal þingsins eða út á Bæjarins bestu þar sem við alþýðufólkið grípum okkur gjarnan pylsu þeg- ar auraráð eru lítil og sporðrennum henni á einu auga- bragði. Maður hefur lært að bjarga sér og hélt að þing- menn kynnu það líka. Þessi mjög svo bjargarlausa stjórnarandstaða bar sig aumlega og notaði setningar eins og „misbeiting valds“ líkt og ekkert væri sjálfsagðara. Menn eiga að fara varlega með orð. Þingmenn eru ekki kúguð stétt, jafnvel þótt þeir séu í stjórnarandstöðu. Það er þjóðin sem kom þeim þang- að vegna þess að hún treysti þeim ekki nægilega til góðra verka. Allur þessi ys og þys var auðvitað hluti af leikriti stjórn- arandstöðunnar þar sem menn reyna að spana upp hasar gegn stjórninni og gleyma sér svo allt í einu í dramatíkinni og fara að leika Oliver Twist – með afar mislukkuðum árangri. Þingmenn eiga einkennilega auðvelt með að gleyma þeirri staðreynd að þegar þeir eru í ræðupúlti þá eru þeir í sjónvarpsmynd. Dellan sem þeir láta út úr sér geymist. Í huga fólks sem glímir við raunveruleg vandamál er hrein ósvífni hjá þingmönnum að tala um mannrétt- indabrot vegna þess að þeir fá ekki matarhlé á nákvæmlega þeim tíma sem þeir telja henta sér. Það væri þægilegt að geta sagt að svona hagi þessi ákveðna stjórnarandstaða sér meðan rík- isstjórnin haldi ró sinni og sýni yfirvegun. En hin nöturlega vissa manns er sú að stjórn- arliðar myndu í sporum stjórnarandstöðunnar haga sér nokkurn veginn eins. Ósjálfrátt spyr maður sig hvort það sé lögmál að menn sem komast á þing gleymi skynsemi og glati yfirvegun eftir að hafa verið nokkrar vikur á þingi og fari að trúa því í hjartans einlægni að hægt sé að bjóða þjóðinni upp á hvaða vitleysu sem er. Nú hefur íslenska þjóðin í of langan tíma staðið frammi fyrir miklum vanda. Þjóðin kaus sér fulltrúa á þing til að leysa þennan vanda. Ítrekað verður þjóðin svo vitni að því að fulltrúar hennar neita að taka höndum saman til að greiða úr vandamálunum. Þeir tuða, væla og grenja, neita að tala saman og tefja mál vikum og mánuðum saman. Það er ekki hægt að ætlast til að maður beri sérstaka virðingu fyrir svona fólki. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Svöng stjórnarandstaða Brynstirtla til bjarg- ar í fjarveru makríls FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is N orðmenn eiga eftir að veiða um 70 þúsund tonn af makrílkvóta þessa árs sem gætu numið yfir tíu millj- öðrum króna að verðmæti. Ætlunin mun vera að flytja þennan óveidda kvóta yfir á næsta ár, en það er meira magn en þeir hafa áður heimilað. Undanfarið hafa Norðmenn sótt í brynstirtlu (hrossamakríl) og hafa Norðmenn aukið kvóta sinni í þessari fisktegund í allt að 100 þúsund tonn. Veiðarnar eru frjálsar þar til því afla- marki er náð. Ekki er samkomulag í gildi um nýtingu brynstirtlustofnsins milli Evrópusambandsins og Norðmanna. Stirtlan er hins vegar undir veiðiráð- gjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins og þar er lagt til að afli fari ekki yfir 180 þúsund tonn. Veiðar Norðmanna á þessum fiski virðast ekki ósvipaðar makrílveiðum Íslendinga, sem Norð- menn hafa óspart gagnrýnt. Veiðar á brynstirtlu hafa að mestu verið innan lögsögu Norðmanna. Nær allur brynstirtluaflinn fer til manneldis og er verðið á honum lægra en á makríl en svipað og á síld. Fengist hafa 85-110 íslenskar krónur fyrir kílóið, en það er talsvert lægra verð en fékkst í fyrra þegar veiðarnar gengu verr og framboðið var minna. Út úr norskri lögsögu Makríllinn hefur hins vegar í haust haldið sig vestar og norðar en áður. Svokallaður norðurstofn makríls hef- ur haft vetursetu í norsku lögsögunni, gjarnan vestur af Bergen, en í ár gekk hann út úr norskri lögsögu í október og hefur ekki komið til baka. Um þetta leyti árs er hann mjög verðmætt hráefni og hefur veiðst í nót úr þéttum torfum. Í síðustu viku slitnaði upp úr við- ræðum Noregs, Evrópusambandsins og Færeyja um stjórnun makrílveiða á næsta ári. Einkum hafa tvær ástæður verið nefndar fyrir viðræðu- slitum. Annars vegar vilja Fær- eyingar fá meira en 5% eða þau tæp- lega 30 þúsund tonn af heildar- kvótanum sem þeir hafa mátt veiða. Færeyingar fengu þessa hlutdeild áð- ur en makríllinn fór að ganga svo grimmt inn í færeyska og síðan ís- lenska lögsögu. Jafnframt hafa Fær- eyingar lýst opinberlega yfir stuðn- ingi við sjónarmið Íslendinga. Aukn- ar makrílgöngur inn í lögsögu þjóðanna eru meginröksemdin. Neðanmálsgrein frá 1994 – 100 þúsund tonna munur Hins vegar gaus upp deila á milli Norðmanna og Evrópusambandsins í haust vegna túlkunar neðanmáls- greinar í samningum sem rekja má aftur til ársins 1994. Evrópusam- bandið hefur litið svo á að Norðmenn megi veiða 53 þúsund tonn í lögsögu ESB, en Norðmenn vitna í fyrr- nefnda neðanmálsgrein og segja að þeim sé heimilt að veiða 153 þúsund tonn. Vegna þessa hefur verið deilt í haust, norskum skipum verið vísað úr lögsögunni við Bretland og síðan slitnaði upp úr makrílviðræðunum af þessum sökum í síðustu viku. Reynd- ar hafa Norðmenn og ESB rætt tví- hliða um fiskveiðistjórnun í Brussel í þessari viku. Bergen Fsikitorgið hefur aðdráttarafl og mikið úrval af fiskmeti er í boði. Makríll hefur síðustu vikur ekki verið á hefðbundnum slóðum við Noreg. Norðmenn hafa því sótt í brynstirtlu og sett sér einhliða kvóta. Túlkun á samningum hefur hins vegar skapað óvissu um stjórnun makrílveiða árið 2010. Evrópusambandið, Færeyjar og Noregur hafa nú boðið Íslandi til viðræðna um heildarstjórnun mak- rílveiða í Norðaustur-Atlantshafi í mars 2010 og hefur Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra þekkst boðið. Íslendingum hefur ekki áður verið boðið að sitja fund strandríkjanna. Aðilar eru sammála um nauðsyn þess að strandríkin fjögur, sem öll eiga hagsmuna að gæta, komi á sameiginlegri stjórnun veiða úr þessum mikilvæga stofni til að tryggja sjálfbæra nýtingu. Á fund- inum verður m.a. rætt um aflahá- mark, skiptingu afla, aðgang að lögsögu, vísindasamstarf og eftirlit. Ráðherra gaf nýlega út reglu- gerð sem heimilar einhliða veiðar íslenskra skipa á 130.000 tonnum af makríl á næsta ári. Gert er ráð fyrir að makrílafli í NA-Atlantshafi verði í ár rúmlega 800 þúsund tonn. Það er verulega umfram ráðgjöf ICES, sem lagði til að aflinn yrði um 550 þúsund tonn. Afli Íslendinga í ár er rúmlega 116 þúsund tonn. AÐ STJÓRN- BORÐINU ›› Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.