Morgunblaðið - 03.12.2009, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 03.12.2009, Qupperneq 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009 OKKUR berast nær daglega fréttir og álit alls konar fólks um Evrópusambandið (ESB) og yfirstandandi viðræður og umsókn Íslands að ESB. Mjög mikið og nánast mest af þessum fréttum er almenningi á Íslandi einskis virði þar sem ekki virðist á hlut- lausan og faglegan hátt reynt að koma réttum upplýsingunum til skila. Ástæðan er eflaust ekki að við- komandi vilji vera óheiðarlegir held- ur virðist fráfræði og vanþekking mjög algeng, jafnvel meðal málsmet- andi einstaklinga, auk þess sem mjög erfitt er að fjalla um þetta mál þannig að öllum líki. Umfjöllun Stak- steina Morgunblaðsins 23. nóvember sl. var þessu marki brennd, gagns- laus og röng frásögn. Nú nýlega hafa verið að koma fram rökstuddar upplýsingar um að engin leið sé að koma íslensku krón- unni aftur inn á markaðinn sem gjaldmiðli. Krónan er í dag full- komlega verðlaus sem gjaldmiðill og er haldið lifandi með gjaldeyris- höftum. Sannleikurinn er því að dag- ar krónunnar eru endanlega taldir og hvað sem hver segir mun krónan aldrei aftur verða gjaldmiðill á Ís- landi nema með gjaldeyrishöftum eða fölsunum. Íslenska víkingahagkerfið er búið að sökkva krónunni svo rækilega í eitt skipti fyrir öll að allar tilraunir til að ná henni upp aftur eru dæmdar til að mistakast. Með núverandi vík- ingaheljareyðslu ríkisins í verkefni sem við höfum ekki efni á er búið að tryggja alkul og aldauða krónunnar og þess víkingahagskerfis sem við höfum þekkt undanfarna áratugi. Hrunið stendur enn yfir. Eina leiðin fyrir örríkið Ísland með íslenska víkingahagkerfið er að sameinast miklu stærra efnahags- kerfi þar sem fyrir er stór og öflugur seðlabanki sem efnahagslega getur bakkað upp Ísland og nýtt íslenskt efnahagskerfi sem ekki verður reist á gamla víkingahagkerfinu heldur nýju end- urgerðu hagkerfi byggðu á nýrri faglegri hugsun. Eini augljósi valkosturinn virðist vera evrusvæðið og evrópski seðlabankinn. Ný mynt ein og sér leysir ekki málið. Okk- ur vantar algerlega nýtt stjórn-, fjármála og hagkerfi, nýtt Efna- hags-Ísland, stutt af stóru og öflugu mynt- og efnahagskerfi með nýrri mynt. Því fyrr sem fólk viðurkennir þessa stöðu því minna tapast af pen- ingum sem nú er takmarkalaust dælt út til að halda okkar ónýtu krónu á lífi. Skuldsetningin sem fylgir þessum björgunaraðgerðum er svo geigvænleg að við erum enn á leið í annað hrun ef þessi peninga- bruni heldur áfram. Það er engin endurreisn fyrr en við höfum fengið nýtt kerfi. Við verðum að ganga inn í ESB sem eins konar björgunar- og hreinsunareld vegna spillingar og þekkingarleysis sem búið er að grassera hér undanfarna áratugi og steypti samfélaginu að lokum á haus- inn með bankahruninu. Þessum hrunadansi er endanlega lokið með gjaldþroti víkingahagkerfisins. Að loknum hreinsunum, eftir um fimm til tíu ára viðveru í ESB, getum við haft þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við eigum að fara aftur út úr ESB eða vera áfram. Þjóðar- atkvæðagreiðsla núna virðist vera óþörf þar sem við eigum engan ann- an valkost en að ganga inn í ESB til að rétta samfélagið af eftir þennan skell sem hrunið varð. Við verðum því núna að ganga með hraði inn í ESB og láta allt ís- lenska stjórnkerfið og víkinga- hagkerfið laxera og byggja upp trú- verðugt samfélag að nýju með efna- hagskerfi sem er byggt á raun- hæfum væntingum og heilbrigðu eftirliti sem getur staðið þannig und- ir ríkisrekstrinum og íslensku vel- ferðarsamfélagi að alþjóðasam- félagið trúi að við getum staðið á eigin fótum. En stjórnmálamennirnir verjast algerlega á öllum vígstöðvum gegn hvers konar breytingum. Vegna þeirrar staðreyndar og þar sem mannaráðningar hjá opinberum að- ilum undanfarna áratugi hafa verið pólitískar eða þá að ættingjar og nánir vinir stjórnmálamannanna hafa fengið ráðningar sem bitlinga þá er nær engin von til að unnt sé að hreinsa samfélagið af þeirri víkinga- veiru sem lagði íslenska samfélagið að velli haustið 2008, nema með al- gerri hreinsun. Mikið af þessum upplýsingum kemur fram í bókinni Meltdown Iceland sem kom út á árinu. Sem neyðaraðgerð er hugsanlegt að ESB gæti tekið Ísland inn á skömmum tíma enda er landið á fjór- um fótum eða hrunið. Helstu auð- lindir eru í höndum einkaaðila þann- ig að landið fær ekki arðinn af auðlindunum, sem heldur landinu í fátækraklemmu. Gífurleg tekjuaukning útflutn- ingsgreina rennur í vasa einkaaðila og þessi verðmæti eru þannig séð tekin af fólkinu með eignatilfærslu í gegnum vísitölu, með verðhruni fast- eigna og verðfalli íslensku krón- unnar gegn erlendri mynt, eða dauða krónunnar eins og sumir kalla það. Allur ágóðinn af þessum milli- færslum fer enn og aftur í vasa einkaaðila þannig að hrunið heldur enn áfram á kostnað almennings og almennra fyrirtækja sem er merg- soginn af þessari óstöðvandi svika- myllu. Þetta er í viðbót við allar afskrift- irnar í bönkunum núna sem lítið eða ekkert virðast gagnast almennum borgurum. Þannig lítur það út þang- að til við fáum að vita sannleikann. Er ekki kominn tími til að leggja allan sannleikann á borðið? Íslenska krónan og umræðan um ESB Eftir Sigurð Sigurðsson »Ný mynt ein og sér leysir ekki vandann. Okkur vantar nýtt stjórn-, fjármála- og hagkerfi stutt af stóru og öflugu mynt- og efna- hagskerfi með nýrri mynt. Sigurður Sigurðsson Höfundur er cand. phil. byggingaverkfræðingur NÝLEGA skrifaði ég grein í Fréttablað- ið sem bar yfirskrift- ina: Aðbúnaður á geð- deildum Landspítalans. Þar gagnrýndi ég slæman aðbúnað sem sjúk- lingar þurfa að búa við inni á geðdeild. Ég þakka góð við- brögð sem grein þessi hefur vakið og vonast til að forvíg- ismenn LSP geri nú eitthvað í mál- unum. Geðdeildin er neyðarúrræði og tekur á málum þeirra sem eru sjálfum sér og öðrum hættulegir en hefur því miður ekki staðið sig í því hlutverki að endurhæfa sjúklingana þannig að þeir komi ekki strax aft- ur inn á deildina. Það er ljóst að LSP er í vanda með að fylgja sjúk- lingunum eftir í bata þeirra en því miður hefur spítalinn heldur ekki staðið sig í að benda á önnur úr- ræði. Ég hef legið þarna af og til í 15 ár en það var ekki fyrr en í fyrravetur að mér var fyrir algjöra tilviljun bent á samtök sem heita Hugarafl og höfðu aðsetur sitt þá í Bolholti. Ég hóf að sækja fundi og ýmsar uppákomur í Hugarafli og get fullyrt að þau hafa hjálpað mér mjög mikið og í raun tekið við þar sem spítalinn brást. Núna er Hug- arafl flutt í Mjóddina og hefur stærri og betri aðstöðu en áður. Í Hugarafli starfa þrír fagmenn, tveir iðjuþjálfar og einn sálfræð- ingur, auk tveggja notendafulltrúa í hlutastarfi. Við sem sækjum Hug- arafl köllum okkur notendur og innan raða okkar er geðfræðslan rekin til að mynda en með henni fræðum við til dæmis nemendur framhaldsskóla um geðsjúkdóma. Við teljum að aukin fræðsla komi í veg fyrir fordóma og útrýming þeirra er eitt af markmiðum okkar. Hugarafl eru frábær samtök og hafa bjarg- að mörgum frá ein- angrun og því að lenda stöðugt inni á spítala. Eins og er sér Hugar- afl um alla endurhæf- ingu sem sjúklingar fá ekki á LSP, ásamt Geðhjálp og fleiri slík- um samtökum. Þessi samtök hafa í raun myndað brú frá geð- deild og út í lífið en hafa ekki tök á bráðaendurhæfingu sem tæki við eftir bráðainnlögn ef vel ætti að vera. Í dag liggur fjöldi fólks á geð- deild án þess að fá hreyfingu og örvun við sitt hæfi. Þetta fólk er svo útskrifað eftir einhvern x lang- an tíma og ef það er heppið fréttir það af Hugarafli eða Geðhjálp. Fagmenn innan spítalans vísa ekki á þessi samtök, við hjá Hugarafli komum reglulega með fræðslu inn á deildir og skiljum eftir bæklinga. Þetta er sjálfboðavinna hjá okkur og algjörlega okkar uppfinning. Ef vel ætti að vera myndu læknar vera meira í samvinnu við samtökin og vísa á þau, sérstaklega þegar lit- ið er til þess að eftirfylgni spítalans er mjög ábótavant. Ég hvet heil- brigðisstarfsfólk til að benda sjúk- lingum sem útskrifast af geðdeild- um á Hugarafl. Þessi samtök hafa haldið mér uppi hvort sem um er að ræða góða eða slæma daga og við tökum fagnandi við nýju fólki. Hugarafl – mögu- legur valkostur í end- urhæfingu geðsjúkra Eftir Öddu Guðrúnu Sigurjónsdóttur Adda Guðrún Sigurjónsdóttir »Hugarafl eru frábær samtök og hafa bjargað mörgum frá einangrun og því að lenda stöðugt inni á spítala. Höfundur er leikskólakennari og Hugaraflsmeðlimur. Ef þú notar MasterCard kort frá Kreditkorti gæti barnið þitt upplifað ógleymanlega stund. Tveir krakkar á aldrinum 7-9 ára fá að fara ásamt fylgdarmanni á leik í Meistaradeild Evrópu í Englandi 2010 og leiða leikmann inn á völlinn. Fjölmargir skemmtilegir aukavinningar SKRÁÐU ÞIG TIL LEIKS Á WWW.KREDITKORT.IS UPPLIFUN SEM ALDREI GLEYMIST BARNIÐ ÞITT GÆTI LEITT HETJUNA SÍNA INN Á VÖLLINN Í MEISTARADEILDINNI H V ÍT A H Ú S I /S ÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.