Morgunblaðið - 03.12.2009, Side 29

Morgunblaðið - 03.12.2009, Side 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009 Kveðja frá Félagi sögukennara Það eru nú orðnir hátt í þrír áratugir síðan mörg okkar í Félagi sögu- kennara kynntumst Róberti F. Sig- urðssyni. Hann var góður félagi og kunni vel við sig í hópi samnem- enda sinna úr sagnfræðinni. Jafnan var stutt í gamansemina en þess á milli hafði Róbert yndi af að ræða af alvöru hin ýmsu sögulegu álita- efni sem hæst bar hverju sinni. Áhugi Róberts á sögu og sam- félagsmálefnum kom síðar fram hjá honum í kennslunni sjálfri eftir að hann hóf við hana störf og einn- ig í þeim áhuga sem hann hafði á málefnum sögu sem kennslugrein- ar. Hann hafði þannig mikinn áhuga á starfi Félags sögukennara frá upphafi, var ætíð virkur í um- ræðum, sat í stjórn félagsins frá árinu 1999 og varð síðar formaður þess. Með störfum sínum þar, sýndi Róbert rækilega fram á að það þurfti hreint ekki að vera nein hindrun í nútímasamfélagi þó að formaðurinn væri ekki búsettur á suðvesturhorninu. Með Róberti F. Sigurðssyni kveðjum við skemmtilegan skóla- félaga, frábæran samstarfsmann og kollega í sögukennarastétt sem hafði mikinn og lifandi áhuga á málefnum greinarinnar. Hans verður sárt saknað. Aðstandendum Róberts vottum við okkar innileg- ustu samúð. Eiríkur K. Björnsson. „Það að undrast er upphaf allrar heimspeki,“ sagði Sókrates. Róbert var að vísu sagnfræðingur, en stundum undrandi og spurði þá gjarnan af bernskri einlægni og ástríðufullri fróðleiksfýsn. Hann vissi sem er, að svo lengi lærir sem lifir – og einnig hitt, að „sá lærir sem kennir,“ eins og Rómverjar höfðu að orði. Ævistarf Róberts var sögukennsla í menntaskóla og hann kenndi af lífi og sál, nokkuð sérstakur í töktum en ávallt háttvís og formfastur. Áhugi hans og virð- ing fyrir viðfangsefninu sáði fræj- Róbert Friðþjófur Sigurðsson ✝ Róbert FriðþjófurSigurðsson fædd- ist í Hafnarfirði 18. september 1960. Hann lést hinn 19. nóvember 2009. Útför Róberts fór fram frá Akureyr- arkirkju 30. nóv- ember 2009. um söguvitundar í huga fjölmargra nemenda. Og það er ekki ónýtt veganesti ungmenna á leið í há- skólanám ellegar út í lífið sjálft. Róbert var einn sá besti kollega sem hægt er að hugsa sér. Vandaður maður og vinnusamur, nokkuð íhaldssamur og reglufastur, sam- viskusamur svo jaðr- aði við fullkomnunar- áráttu, hreinlyndur og laus við allt undirferli, sagði hug sinn umbúða- laust, en alltaf kurteis og tillögu- góður mannasættir. Hann var drengur góður. Róbert var einnig skemmtilegur og eftirminnilegur veiðifélagi. Snemmsumars á bökkum Laxár í Aðaldal að egna flugu fyrir urriða og jafnvel laxavon, þar var hann í essinu sínu. Árvekni, úthald og læsi á blæbrigði náttúrunnar gáfu feng. Að kvöldi gerði hann að fiski og smjörsteikti á pönnu. Þegar þakkað var fyrir lostætið hneigði hann sig lítillega og sagði: „Takk fyrir, takk fyrir,“ – séntilmaður sem hann var. Róbert var anglofíl, unnandi enskrar menningar og tungu, og vel að sér í breskri stjórnmálasögu. Þar gnæfði Win- ston Churchill upp úr í hildarleik síðari heimsstyrjaldar. Sá merki maður talaði stundum um „svarta hundinn“ en það var þunglyndið sem að honum sótti. Róbert glímdi við sinn „svarta hund“, en það var á fárra vitorði. Að lokum varð hann undir og er mikill harmur að okkur kveðinn, sem þekktum hann og virtum. Mestur er þó harmur konu hans og dætra, sem hann unni af öllu hjarta. Hans er sárt saknað. Sigurður Ólafsson. Á sólbjörtum degi í áliðnum júní árið 1987 fengum við hjónin einkar ánægjulega heimsókn þegar þau Róbert og Kristín bönkuðu upp á til þess að ræða fyrirhugaðan bú- ferlaflutning til Akureyrar. Róbert til þess að kenna sögu við Mennta- skólann á Akureyri, hún til meina- tæknistarfa á Fjórðungssjúkrahús- inu. Þau voru ung og vonglöð, þess albúin að hefja störf í bæjarfélagi sem þau þekktu ekki neitt. Heimili settu þau upp í lítilli íbúð, komu sér smekklega fyrir og nutu þess einlæglega að deila hamingju sinni með öðrum. Á næstu árum treystust vina- böndin. Róbert varð náinn sam- starfsmaður okkar beggja sem þetta skrifum, stoltur mennta- skólakennari með mikinn metnað fyrir sína hönd og stofnunar sinn- ar. Síðan eru liðin mörg ár og sam- starfið á vinnustað sem persónuleg kynni hafa ávallt verið af bestu gerð. Róbert reyndist fljótt ein- staklega samviskusamur og áreið- anlegur kennari, vinsæll og virtur af nemendum sínum. Verkefni undirbjó hann jafnan af kostgæfni, kannaði bókakost og aðrar heim- ildir, gætti þess vandlega að hvergi væri blindgata á leið. Slík leiðsögn er dýrmæt þeim sem hljóta. Á kennarastofu var hann glaður og reifur, hugsandi, leit- andi, vel lesinn og fréttaþyrstur, viljugur til rökræðna um málefni líðandi stundar. Aldrei lá honum illt orð til nokkurs manns. Mannkostir Róberts komu víða fram. Heiðarleiki var honum inngróinn og peningaleg áhætta óhugsandi. Óreiðu samtímans í þeim efnum tók hann nærri sér. Trygglyndi og hjálpsemi var hon- um í blóð borin og drjúg eru þau skiptin sem leitað var til hans um styrka hönd þegar færa þurfti hluti úr stað ellegar heilar búslóð- ir. Ekkert var Róberti sjálfsagðara og þeim mun ánægjulegra var að geta endurgoldið greiðann þá sjaldan eftir var leitað. Í seinni tíð bar hann stundum út sunnudagsmoggann á laugardags- kvöldum með Davíð vini sínum. Þá var oft glatt á hjalla hjá þeim fé- lögum og stundum knúðu þeir glugga eða dyra í Ásabyggðinni, kankvísir á svip og ekki ósennilegt að laumast væri undir boðung, seilst í viskípyttlu og húsráðendum boðið tár. Stundin varð aldrei löng en græskuleysið og gleðin sem fylgdi þessum óvæntu heimsóknum gleymist seint. Sama er um fiski- súpuna góðu sem Róbert bauð kollegum sínum, nokkrum sérvitr- um sagnfræðingum, ítrekað til ef svo verkaðist að Kristín brá sér bæjarleið til Reykjavíkur. Yfir þeirri súpu var ævinlega glatt á hjalla og gott að njóta þeirrar ómældu gestrisni sem ætíð hefur verið órjúfanlegur hluti af heimili þeirra hjóna. Nú er dimmt á Suðurbrekkunni á Akureyri sem ekki verður aftur söm. Róbert Sigurðsson hefur tek- ið sér stöðu meðal minninganna, þeirra minninga sem er ýmist ljúft eða sárt að fóstra, minninga sem auðga líf okkar og tilveru, minn- inga sem við ráðum stundum hverjar verða og stundum ekki. Við sendum Kristínu, Mörtu Sig- ríði, Bryndísi Mónu og öðrum að- standendum einlægar samúðar- kveðjur. Ragnheiður Sigurðardóttir og Bragi Guðmundsson. Náinn samverkamaður minn og góður vinur Róbert F. Sigurðsson er fallinn frá langt um aldur fram. Fráfall hans kom óvænt og skilur okkur félaga hans og vini eftir með ráðgátu sem er svo áleitin og tor- ræð að nærri lætur að okkur fallist hendur. Leiðir okkar Róberts lágu saman við Menntaskólann á Ak- ureyri þar sem báðir kenndum sögu. Þó að viðhorfin væru um sumt ólík byggðist samstarfið í sögudeildinni alltaf á gagnkvæmu trausti og þar bar aldrei neinn skugga á. Virðingu nemenda og samkennara ávann Róbert sér vegna þess hversu heill og falslaus hann gekk til verka. Eftirminnilegustu stundir sem ég átti með Róberti voru þó ekki úr starfi Menntaskólans á Akur- eyri heldur voru það veiðistund- irnar í eyðifjörðum og við heiða- vötn hér norðanlands. Þar hófst Róbert F. Sigurðsson í æðra veldi. Hann samsamaðist náttúrunni og frá honum streymdi birta og gleði. Ákjósanlegri félaga við slíkar að- stæður var ekki hægt að hugsa sér. Þar var hann hið sjálfsagða fyrsta val. Enginn staður var Róberti kærari en Skagaheiðin og Skaginn. Ég held það hafi verið það ósnortna og falslausa við þetta land við ysta haf sem talaði til Ró- berts. Um leið og ég þakka þér Róbert gefandi samverustundir og votta Kristínu, Mörtu og Bryndísi Mónu dýpstu hluttekningu kveð ég þig með kvæði þar sem kveðið er um strönd heiðarinnar sem þér var svo kær. Blik um fjörðinn og blik í ánum. Blærinn var saltur. Hjá rekatrjánum lognaldan svaf í sölvum og þangi. Síðdegisskin. Ég var einn á gangi. Brimill hvíldist á blökkum hleinum. Hann bærðist ekki! Og fast hjá, úr leynum fékk ég örstund í augum hans grun- að öldunnar mýkt og djúpsins unað. (Hannes Pétursson) Björn Vigfússon. Róbert F. Sigurðsson vinur minn og samkennari er fallinn frá. Hann er mér harmdauði. Hugurinn er hjá fjölskyldu Róberts, eiginkonu og dætrum, þær hafa samúð mína óskipta. Haustið 1987 komum við liðlega tvítugir að Menntaskólan- um á Akureyri og kenndum sögu, ég próflaus en hann með eins árs kennslureynslu úr grunnskóla. Gísli heitinn Jónsson menntaskóla- kennari kom að okkur í lávarða- deildinni, sem stundum heitir svo, þar sem við reyktum og ræddum málin. „Gaman að sjá unga menn reykja sígarettur“ sagði Gísli. Við hættum báðir að reykja til þess að geta orðið gamlir kennarar eins og okkur fannst Gísli Jónsson vera þá. Báðir fórum við í frekara nám og hvort sem það var ætlunin eða ekki þá vorum við enn farnir að kenna við MA nokkrum árum síðar. Barnaeldi, búslóðarflutningar úr einu heimili í annað stærra, kenn- araverkföll, tölvuvæðing, hið árlega jólatros kennara, nýjar kennslu- bækur, veiðiferðir á Skaga eftir út- skriftina 17. júní, „bannað að mæta í sparifötum“ sagði Róbert, nýj- ungar í kennsluháttum, „Hraun: norðan átta vindstig“, svartnætt- israus í fjölmiðlum … Sjúkdómur- inn hlífir ekki góðum dreng, sem við öll munum sakna. Dauði Ró- berts heitins var slys sem ekki varð afstýrt. Róbert var góður fé- lagi, tók á móti vinum og ef því var að skipta rútuförmum af norð- lenskum kennurum, var manna kátastur en fór aldrei yfir strikið, var hófsemdarmaður á áfengi og pólitískar skoðanir. Róbert skrifaði lokaritgerðir sínar um árekstra í samskiptum Íslendinga og Breta, hann var aðdáandi engilsaxneskrar menningar, lauk framhaldsnámi á Englandi og kenndi ensku um tíma. Hann lagði allan sinn metnað í kennsluna og að nýjar kynslóðir réðu vegferð sinni til betra lífs og réttlátara samfélags. Sjálfstæðisyf- irlýsing Bandaríkjanna var honum leiðarljós: „Við teljum eftirfarandi augljós- an sannleika: Að allir menn eru skapaðir jafnir, að guð hefur gefið þeim réttindi sem ekki verða frá þeim tekin og eru þar á meðal rétt- urinn til lífs, til frelsis og til að leita sér farsældar.“ Megi minning þín lifa kæri vinur. Þorlákur Axel Jónsson. Róbert sögukennari hóf að kenna okkur á 3. ári. Hann tók við dæmigerðum náttúrufræðibekk þar sem margir hverjir höfðu meiri áhuga á lotukerfinu og frumuskipt- ingum en mannkynssögu. Hann var ekkert sérlega spenntur fyrir því að taka við þessum bekk, og játaði við dimmiteringuna að hann hefði átt sér þá einlægu ósk að þurfa aldrei að kenna okkur. Hann hafði nefnilega kennt í stofu við hliðina á okkur árið áður og leist ekki á blikuna miðað við lætin sem bárust yfir þilið. Þetta small þó strax saman, enda ekki annað hægt með svo hrífandi kennara. Róbert lýsti sögulegum atburðum með miklum tilþrifum og einlægum áhuga. Glampinn í augum hans og meðfylgjandi líkamstjáning gerði það að verkum að þurrar stað- reyndir úr sögubókunum hreinlega lifnuðu við í skólastofunni. Við sáum fyrir okkur Gorbatsjev sem poppstjörnu á Vesturlöndum, reyndum að ímynda okkur hvernig SJÁ SÍÐU 30 Amma er ein af þeim sem mest áhrif höfðu á mig á upp- vaxtarárunum og nú, er hún hefur kvatt í hinsta sinn, rifjast upp ýmsar góðar minningar frá liðnum árum. Ég man til dæmis vel eftir ótal heimsóknum til ömmu og afa á Tjarnarbrautina þegar ég var lítill drengur, en þangað fórum við oft á laugardagsmorgnum. Ég man eftir að fá cheerios með rúsínum og súkkulaði. Ég man eftir tómu skyr- dósunum og gömlu myntinni sem við fengum að leika okkur með og voru bestu leikföng í heimi. Ég man eftir að fara með ömmu út að læk að gefa öndunum og hvernig við fylgd- Elín Guðjónsdóttir ✝ Elín Guðjóns-dóttir fæddist í Hafnarfirði 10. des- ember 1918. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 23. nóvember sl. Elín var jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 30. nóv- ember 2009. umst með þeim gegn- um stofugluggann meðan hún reyndi að kenna mér heitin á þeim. Ég man eftir súkkulaðikökum, skrældum eplum, fiski í hlaupi og jólasælgæti í álpappír. Ég man að hún vildi helst að ég yrði prestur eða veð- urfræðingur. Ég man eftir heimsóknum til hennar í Perluna. Ég man að hún hjálpaði mér við að lesa og að leysa krossgátur. Ég man hversu oft hún sótti tónleika eða aðra viðburði sem ég tók þátt í. Ég man þegar hún gaf mér stílabók sem límd voru í ýmis spakmæli sem hún hafði klippt út úr tímaritum á löngum tíma, en þá bók geymi ég enn á vísum stað. Fyrst og fremst man ég þó eftir miklum kærleika í bland við óbilandi léttleika og kímnigáfu, en amma hafði sérstakt lag á því að slá hlut- unum upp í grín og fá alla til að hlæja, en þó mátti oft greina mikla visku á bak við gamansemina. Það er sorglegt að hugsa til þess að ekki bætist meira við þessar minningar af ömmu, en einnig fyllist maður þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég kveð því hana ömmu með söknuði en einnig þökk í hjarta. Bragi. Amma var einstök. Það eru ekki allar ömmur sem eru alltaf í góðu skapi og tilbúnar að sjá allt það góða og fallega í öllum. Við systkinin minnumst ólýsanlegra hamingju- stunda hjá ömmu og afa á Tjarn- arbrautinni, best var auðvitað að fá að gista og þá var dekrað við mann út í það óendanlega. Þar var manni færður morgunmatur í rúmið, hvítt brauð sem búið var að skera skorp- una af og seríós með súkkulaði og rúsínum út í. Eplin skræld og búið til mandarínublóm og svo auðvitað besta skyr í heimi. Amma átti alltaf aukatíkall fyrir tyggjói og þegar maður kom við í tískuvöruverslun- inni Perlunni fékk maður að aðstoða við afgreiðsluna, fara út í bakarí og kaupa snúð og var svo ævinlega kvaddur með samanvöðluðum seðli í lófann. Amma hafði alltaf ótæmandi áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur og gat spjallað um allt við alla. Þau voru bæði óskaplega stolt af okkur og ömmu fannst ekk- ert sjálfsagðara en að ráða sig átt- ræð í vist til að passa elsta lang- ömmubarnið nýfætt þegar mamman var í ströngum próflestri. Lang- ömmubörnin þótti henni bera af öðr- um og hafði orð á því fremur áhyggjufull að það væri hreinlega ekki til sá skóli sem væri nógu góð- ur til að taka við þeim sex ára göml- um. Viljum enda þetta á vísu sem amma söng oft og lýsir henni af- skaplega vel: Sól úti, sól inni Sól í hjarta, sól í sinni Sól, bara sól Elsku amma, takk fyrir allt. Sigríður og Magnús. Elsku amma mín er búin að kveðja. Langri ævi yndislegrar manneskju er lokið og eftir liggja ótal minningar, aðeins góðar minn- ingar. Nú rifjast upp allar þær góðu stundir sem ég átti með ömmu þeg- ar ég var í heimsókn hjá henni og afa á Tjarnarbrautinni. Hún var allt- af svo góð við mig, alltaf glöð og svo ljúf. Alltaf vildi hún hjálpa til og dunda sér með mér þegar ég var lít- il. Við fórum svo oft saman út á róló, ég fékk að leika mér og amma beið þolinmóð eftir mér. Við fórum svo oft að heimsækja blessaðar endurn- ar með brauð. Og öll þau skipti sem við spiluðum ólsen og veiðimann, við hljótum að hafa sett met. Alltaf var hægt að hlæja með ömmu, hún hló oftast mest sjálf. Stundum hló hún svo mikið að hún gat varla klárað söguna sem hún var að segja. Hún var alltaf svo glöð og léttlynd. Það var alltaf svo gott að vera í kringum hana, hún vildi allt fyrir alla gera. Alltaf tók hún á móti mér með bros á vör. Alltaf gerði hún handa mér Maggabland á laugar- dagsmorgnum þegar við pabbi kom- um í heimsókn. Alltaf var til brún- kaka í ofninum og ísköld mjólk komin í glas. Svo var tekin smá danssveifla í eldhúsinu. Amma kenndi mér að vera þakk- lát fyrir og njóta þess góða í lífinu. Mér þykir svo leiðinlegt að geta ekki verið heima á Íslandi og kvatt ömmu í dag, en ég hef allar góðu minningarnar um hana. Ég er þakk- lát fyrir allar þær stundir sem ég átti með henni. Elsku amma mín, takk fyrir allt. Kristín Björg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.