Morgunblaðið - 03.12.2009, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009
Myndverk Jóhönnu Helgu eru gerð með nú-tímatækni úr gerviefnum, en þau snúast umjafn sjálfsagt náttúrufyrirbæri og dagsbirt-una.
Sólarljós er hlutgert með neongulri plastfilmu á veggj-
um Ásmundarsalar. Filman er í þeim formum sem geisl-
ar sólar varpa á veggi salarins á sumarsólstöðum. Þau
mótast af stórum, ferningsskiptum gluggum sýning-
arsalarins en þeir eru sterkasta einkenni hans. Hér sýnir
Jóhanna Helga að auki langan pappírsrenning með
samskonar útskornum formum, úr þeim má lesa hvernig
sólargangurinn varpar breytilegum birtuflötum á vegg-
ina eftir árstíðum. Dagsbirtan er einnig hlutgerð, með
dagsljósaperum í myndverkum á vegg, perurnar lýsa
gegnum myndskreytta filmu sem sýnir m.a. fyrirbæri í
náttúrunni, sjávardýr og örverur. Í Arinstofu hefur
Helga komið fyrir stórum plöntum sem njóta góðs af
dagsbirtumynd á vegg.
Á sýningunni skapast lifandi samtal milli hins nátt-
úrulega og manngerða, fagurlista og hönnunar. Birting-
armyndir náttúrunnar í listum hafa verið margvíslegar í
gegnum aldirnar. Um langt skeið birtist náttúran sem
tákn guðdómsins. Árstíðirnar voru sönnun hins almátt-
uga valds sem ríkti yfir öllu og sá til þess að á eftir vetri
kæmi vor. Sólarljós var gjarnan tákn guðdómsins, t.d.
málaði Jan van Eyck á fimmtándu öld málverk þar sem
sólin skín úr norðri, til að undirstrika að um væri að
ræða guðdómlegt ljós en ekki raunverulegt sólarljós.
Í dag er viðhorf listamanna auðvitað ólíkt. Náttúran er
ekki guðleg, en dýrmætari en nokkru sinni. Inngrip
mannsins, tæknibrölt og viðleitni til að endurskapa nátt-
úruna hafa vafasamar afleiðingar. Sýning Jóhönnu snýst
ekki um að koma slíkum boðskap á framfæri, en vekur
engu að síður upp hugleiðingar í þessa átt. Það er óvænt
og bókstafleg nálgun við náttúrulega birtu að hlutgera
hana svo áþreifanlega sem hér er gert, með tæknilegum
hætti. Fallegt og svolítið kaldranalegt í senn.
Gula filman á veggnum vekur upp hugljúfar minn-
ingar um sólarljós á sumri, en er í senn mjög ónátt-
úrulega gul. Sú optíska hreyfing sem skapast milli þessa
neon-gula litar og hvíts veggjarins er í anda op-listar, í
andstæðu við náttúruna.
Dagsljósamyndirnar eru falleg verk, myndirnar marg-
laga og óræðar með vísunum til náttúrunnar og ljóstillíf-
unar. Stólarnir fyrir framan bjóða upp á að setjast og
baða sig í birtu, hér birtist aftur togstreita hins nátt-
úrulega og þess tæknilega. Notagildið, efnisnotkunin og
framsetning mynda á filmum staðsetja þessi verk á gráu
svæði listrænnar hönnunar og fagurlista. Þetta dregur
ekki úr listrænu gildi verkanna enda er samtal lista og
hönnunar löngu orðið viðtekin vinnubrögð. Sýning Jó-
hönnu Helgu er í heildina vel hugsuð og vandlega út-
færð, ánægjuleg upplifun sem býður upp á margvíslegar
hugleiðingar.
Ljós í skammdeginu
Morgunblaðið/Heiddi
Jóhanna Helga „Á sýningunni skapast lifandi samtal
milli hins náttúrulega og manngerða, fagurlista og
hönnunar,“ segir um sýningu hennar í ASÍ.
Listasafn ASÍ
Ljósflæði, Jóhanna Helga
Þorkelsdóttir
bbbmn
Til 13. desember. Opið alla daga nema mán. frá 13-17.
Aðgangur ókeypis.
RAGNA
SIGURÐARDÓTTIR
MYNDLIST
BÓKAFORLAGIÐ Uppheimar hef-
ur samið við þýska forlagið BTB –
Random House um útgáfu þriggja
skáldsagna Ævars Arnar Jós-
epssonar á þýsku. Kristján Krist-
jánsson útgefandi segir þetta
stærsta samning sem hann hafi gert,
og mestu fyrirframgreiðslu sem
hann hafi samið um.
„Þetta þýska forlag hefur þegar
gefið út Svarta engla eftir Ævar Örn
og fyrir mánuði gaf það út Blóðberg;
þá seldu þeir 11.000 eintök í forsölu,“
segir hann.
Með samningnum tryggði þýska
forlagið sér réttinn að bókuinum Sá
yðar sem syndlaus er, Land tæki-
færanna og skáldsögunni sem átti að
koma út nú fyrir jólin en frestast, sú
heitir Önnur líf.
„Þeir gefa Sá yðar sem syndlaus
er út næsta haust en stíla vænt-
anlega á að gefa hinar út í tengslum
við þátttöku Íslands í Frankfurt
2011,“ segir Kristján.
Hann bætir við að fimmtudag-
urinn hafi verið einn sá stærsti í
sögu Uppheima, því auk þessa góða
samnings Ævars Arnar voru tveir af
höfundum útgáfunnar, þeir Gyrðir
Elíasson og Böðvar Guðmundsson,
tilnefndir til Íslensku bókmennta-
verðlaunanna.
Morgunblaðið/ÞÖK
Ævar Örn Jósepsson Þýska forlag-
ið BTB – Random House seldi
11.000 eintök af Blóðbergi í forsölu.
Keyptu út-
gáfurétt
þriggja bóka
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
FjölskyldanHHHH GB, Mbl
Fjölskyldan - ágúst í Osagesýslu (Stóra sviðið)
Fim 3/12 kl. 19:00 aukas Fös 11/12 kl. 19:00 14.K Þri 29/12 kl. 19:00
Lau 5/12 kl. 19:00 13.k Sun 13/12 kl. 19:00 Mið 30/12 kl. 19:00
Sun 6/12 kl. 19:00 aukas Fös 18/12 kl. 19:00 aukas
Fim 10/12 kl. 19:00 aukas Lau 19/12 kl. 19:00
Sýningin er þrír þættir, hver 1 klst að lengd. Hlé eftir 1. og 2. þátt.
Söngvaseiður (Stóra sviðið)
Lau 5/12 kl. 14:00 Sun 27/12 kl. 14:00 Sun 3/1 kl. 14:00
Sun 13/12 kl. 14:00 Sun 27/12 kl. 19:00
Nýjar aukasýningar í sölu. Tryggðu þér miða strax
Harry og Heimir (Litla sviðið)
Fös 4/12 kl. 19:00 44.K Mán 28/12 kl. 19:00 Lau 23/1 kl. 19:00
Fös 4/12 kl. 22:00 45.K Fös 8/1 kl. 19:00 Lau 23/1 kl. 22:00
Lau 12/12 kl. 19:00 46.K Fös 8/1 kl. 22:00 Sun 24/1 kl. 20:00
Lau 12/12 kl. 22:00 47.K Fös 15/1 kl. 19:00 Fös 29/1 kl. 19:00
Sun 13/12 kl. 20:00 48.K Lau 16/1 kl. 19:00 Lau 30/1 kl. 19:00
Fös 18/12 kl. 19:00 49.K Lau 16/1 kl. 22:00 Lau 30/1 kl. 22:00
Fös 18/12 kl. 22:00 50.K Sun 17/1 kl. 20:00 Sun 31/1 kl. 20:00
Lau 19/12 kl. 16:00 Fim 21/1 kl. 20:00
Sun 27/12 kl. 22:00 Fös 22/1 kl. 20:00
Sala hafin á sýningar í janúar
Jesús litli (Litla svið)
Lau 5/12 kl. 16:00 4.K Fim 10/12 kl. 20:00 aukas Lau 19/12 kl. 21:00 9.K
Lau 5/12 kl. 20:00 5.K Fös 11/12 kl. 19:00 7.K Sun 20/12 kl. 20:00 Ný aukas
Mið 9/12 kl. 20:00 6.K Fim 17/12 kl. 20:00 8.K
Nýjar aukasýningar í sölu.
Rautt brennur fyrir (Nýja svið)
Lau 5/12 kl. 20:00 5.K Fös 11/12 kl. 20:00
Sun 6/12 kl. 20:00 Lau 12/12 kl. 20:00
Ekki við hæfi barna. Snarpur sýningartími.
Dauðasyndirnar (Litla sviðið)
Fim 3/12 kl. 20:00 Sun 6/12 kl. 20:00 aukas
Sun 6/12 kl. 16:00 aukas Þri 8/12 kl. 20:00 aukas
Síðustu sýningar. 20% afsláttur til Vísa kreditkorthafa
Djúpið (Litla svið/Nýja svið)
Mið 30/12 kl. 21:00 aukas
Síðustu sýningar! Sýningartími: 1 klst, ekkert hlé.
Við borgum ekki (Stóra svið)
Fös 4/12 kl. 19:00 Allra
síðasta sýn
Uppsetning Nýja Íslands. Síðasta sýning.
Sannleikurinn (Stóra sviðið)
Fös 4/12 kl. 22:30 Lau 12/12 kl. 19:00 Lau 12/12 kl. 22:00
ATH ! SÍÐUSTU SÝNINGAR
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS
Brennuvargarnir (Stóra sviðið)
Lau 5/12 kl. 20:00 Fös 8/1 kl. 20:00 Fös 15/1 kl. 20:00
Nýjar sýningar komnar í sölu!
Utan gátta (Kassinn)
Fim 3/12 kl. 20:00 Aukas.
Allra síðasta sýning!
Oliver! (Stóra sviðið)
Lau 26/12 kl. 20:00 Frums. Sun 3/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 16/1 kl. 15:00
Sun 27/12 kl. 16:00 Aukas. Sun 3/1 kl. 20:00 6. K Lau 16/1 kl. 19:00
Sun 27/12 kl. 20:00 2. K Lau 9/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 23/1 kl. 15:00
Þri 29/12 kl. 20:00 3. K Lau 9/1 kl. 20:00 7. K Fös 29/1 kl. 19:00
Mið 30/12 kl. 20:00 4. K Sun 10/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 30/1 kl. 15:00
Lau 2/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 10/1 kl. 20:00 8. K Lau 30/1 kl. 19:00
Lau 2/1 kl. 20:00 5. K Fim 14/1 kl. 19:00
Fylgist með æfingaferlinu á Facebook!
Sindri silfurfiskur (Kúlan)
Lau 12/12 kl. 15:00 Sun 27/12 kl. 15:00 Mið 30/12 kl. 15:00
Sun 13/12 kl. 15:00 Þri 29/12 kl. 15:00
Miðaverð aðeins 1500 kr.
Leitin að jólunum (Leikhúsloftið)
Lau 5/12 kl. 11:00 Lau 12/12 kl. 11:00 Lau 19/12 kl. 11:00
Lau 5/12 kl. 13:00 Lau 12/12 kl. 13:00 Lau 19/12 kl. 13:00
Lau 5/12 kl. 14:30 Lau 12/12 kl. 14:30 Lau 19/12 kl. 14:30
Sun 6/12 kl. 11:00 Sun 13/12 kl. 11:00 Sun 20/12 kl. 11:00
Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 13:00
Sun 6/12 kl. 14:30 Sun 13/12 kl. 14:30 Sun 20/12 kl. 14:30
Allt uppselt - aukasýningar væntanlegar í sölu!
Maríuhænan (Kúlan)
Fim 3/12 kl. 10:00 Fös 4/12 kl. 17:00 Sun 6/12 kl. 13:30
Fim 3/12 kl. 17:00 Lau 5/12 kl. 13:30 Sun 6/12 kl. 15:00
Fös 4/12 kl. 10:00 Lau 5/12 kl. 15:00
Danssýning fyrir þau allra minnstu - gestasýning frá Noregi
Miðasala í Háskólabíói » Sími 545 2500 » www.sinfonia.is
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Í dag kl.19.30 Chopin og Beethoven
Hljómsveitarstjóri: Robert Spano
Einleikari: Ástríður Alda Sigurðardóttir
Ludwig van Beethoven: Coriolan-forleikur
Frédéric Chopin: Píanókonsert nr. 2
Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 3
Fös. 11.12. kl.19.30 Aðventutónleikar
Hljómsveitarstjóri: Daníel Bjarnason
Einsöngvari: Ingibjörg Guðjónsdóttir
Einsöngvari: Gissur Páll Gissurarson
Hátíðartónlist og falleg jólalög: Aríur úr Messíasi
Händels og Jólaóratóríu Bachs, Jólakonsertinn eftir Corelli,
Maríusöngvar, Ó, helga nótt og fl.
Aukatónleikar -Litli tónsprotinn
Búið er að bæta við fjórðu Jólatónleikunum
fös. 18.12. kl.19.00.
UPPSELT Leikfélag Akureyrar
Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is
Lykillinn að jólunum (Rýmið)
Lau 5/12 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 15:00 Sun 13/12 kl. 11:00
Lau 5/12 kl. 15:00 Lau 12/12 kl. 11:00 Sun 13/12 kl. 13:00
Sun 6/12 kl. 13:00 Lau 12/12 kl. 13:00 Lau 19/12 kl. 13:00
39 þrep (Samkomuhúsið)
Fim 7/1 kl. 20:00 fors. Fös 15/1 kl. 19:00 5. k. Lau 23/1 kl. 19:00 10. k.
Fös 8/1 kl. 20:00 frums. Lau 16/1 kl. 19:00 6. k. Lau 23/1 kl. 22:00 Aukas
Lau 9/1 kl. 19:00 2. k Sun 17/1 kl. 20:00 7. k. Sun 24/1 kl. 20:00 11. k.
Sun 10/1 kl. 20:00 3.k. Fim 21/1 kl. 20:00 8.k. Fös 29/1 kl. 19:00
Fim 14/1 kl. 20:00 4. k. Fös 22/1 kl. 19:00 9.k. Lau 30/1 kl. 19:00
Forsala hefst 3. desember
Farðu inn á www.oddi.is
og búðu til persónulega gjöf.
Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum.
Hannaðuþína
eiginmyndabók
áoddi.is VERÐ FRÁ
6.900kR.
EINTAkIÐ
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn