Morgunblaðið - 03.12.2009, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009
Þegar ég var barn hugsaði égsjaldan út í það hverju égklæddist. Móðir mín réð því
og keypti á mig klæðin; íþróttagall-
ar eða gallabuxur voru það oftast
hversdags, eitthvað fínna á tylli-
dögum. Það var ekkert pjatt enda
þurfti ég að geta hlaupið óheft,
mokað sandi, skroppið á hestbak,
klifrað og skriðið í grasinu. Það var
ekki fyrr en ég komst á unglings-
árin sem ég fór að hafa einhverja
skoðun á fötum, fram að því komu
þau mér ekki við.
Nýverið heyrði ég fjallað umbreska könnun þar sem kom
fram að börn sem klæðast tískuföt-
um hreyfa sig minna en önnur
börn. Þau eru svo hrædd við að
skemma eða skíta út fötin að þau
leika sér ekki. Auk þess sem for-
eldra taka oft fínar yfirhafnir
barna sinna með sér heim aftur
þegar þau hafa skilað börnunum í
skólann og koma þannig í veg fyrir
að börnin geti farið út að leika sér í
frímínútum, ástæðan er m.a. að yf-
irhöfnin hefur verið svo dýr að for-
eldrarnir eru hræddir um að barnið
skemmi hana eða henni verði stolið.
Undrandi varð ég líka þegarsagði af því í frétt á mbl.is að
Suri Cruise, þriggja ára dóttir Kat-
ie Holmes og Tom Cruise, klæddist
alltaf háhæluðum skóm. Holmes
sagðist ekki sjá neitt rangt við það
að leyfa dóttur sinni að herma eftir
sér í hátískufata- og skóvali enda
hefði dóttirin mjög ákveðnar skoð-
anir á því sem hún klæddist. Það er
alveg eðlilegt en undarlegt að for-
eldrar hennar skuli þá ekki reyna
að beina þeim skoðunum í ákveðna
átt. Það er alveg hægt að vera sæt
og fín þriggja ára snót í öðru en há-
hæluðum skóm og kjól. Í sömu frétt
kom fram að um þremur milljónum
íslenskra króna sé eytt í föt á barn-
ið í mánuði og Suri eigi að verða
best klædda barnið í Hollywood.
Aumingja Suri Cruise, það verður
kraftaverk ef hún kemur út sem
eðlileg, fullorðin manneskja.
Suri Cruise er svo sem ekki einabarnið sem þarf að þjást til að
uppfylla ákveðna tískuduttlunga
foreldra sinna. Ég rakst nefnilega
nýlega á heimasíðu sem er tileinkuð
barnatísku, www.planetawesome-
kid.com. Þar eru birtar myndir af
vel klæddum krökkum úti á götu,
svokallaður „street style“. Margt á
síðunni er mjög sætt og venjulegt
en svo er annað undarlegt og
óhugnanlegt, t.d. litlar stelpur með
Chanel-tösku og í fullorðinsfötum.
Margir hafa gagnrýnt þessa
tískuvæðingu barna og segja for-
eldra sífellt vera í dúkkuleik með
börnin sín og fara með þau eins og
fylgihluti, barnið þarf að vera í stíl
við skó mömmunnar. Þó að foreldr-
arnir verji sig með því að barnið
vilji klæðast háhæluðum skóm eða
magabolum er það foreldranna að
hafa vit fyrir börnum sínum og það
er okkar fullorðinna að hafa vit á
því að framleiða ekki og kaupa ekki
slíkan fatnað á börn, valið á ekki að
vera til staðar.
Að alast upp við að þurfa stans-
laust að passa að setja ekki gras-
grænu í Burberry-buxurnar er ekki
eðlileg barnæska.
ingveldur@mbl.is
Barn í tísku
AF LISTUM
Ingveldur Geirsdóttir
» Það er alveg hægt aðvera sæt og fín
þriggja ára snót í öðru
en háhæluðum skóm og
kjól.
Suri Cruise Á gangi í hælaskóm.
SPRENGHLÆGILEG GAMANMYND
MEÐ FRÁBÆRUM LEIKURUM
SÝNDÍÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA ,
KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK
EKKI VIÐ HÆFI
UNGRA BARNA
JIM CARREY
Sýnd með íslensku
og ensku tali
Nia Vardalos,
stelpan úr "My big fat
greek wedding" er lok-
sins komin til Grikklands
í frábærri rómantískri
gamanmynd.
SÝND ÍÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNI
HHH
„HRÖÐ, SPENNANDI... OG SNARKLIKKUÐ
MYND FRÁ A-Ö... EKTA AFÞREYINGAR-
BÍÓ!”
T.V - KVIKMYNDIR.IS
HHH
„ÓSVIKINN GEIMHROLLUR SEM SVER
SIG Í HEFÐINA, MINNIR EINKUM Á
ALIEN-MYNDIRNAR.“
„GÓÐ SKEMMTUN OG DÁLÍTIÐ
GEGGJUÐ.“
S.V. - MBL
HHHH
„JÓLASAGA Í FRÁBÆRRI, NÝRRI ÞRÍVÍDD
SEM SLÆR ÚT ANNAÐ ÁÐUR HEFUR SÉST“
„CARRY ER ENGUM LÍKUR...“
– S.V – MBL
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI
THE TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 8 - 10:40 12
A CHRISTMAS CAROL m. ensku tali kl. 8 7
2012 kl. 10:10 10
THE TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 5:30 - 8 12
A CHRISTMAS CAROL m. ísl. tali kl. 6 7
A CHRISTMAS CAROL m. ensku tali kl. 8 7
THE TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 8 - 10:40 12
A CHRISTMAS CAROL m. ensku tali kl. 8 7
LAW ABIDING CITIZEN kl. 10:10 16
SMÁRALIND
MIKIÐ ÚRVAL
AF FLOTTUM
JÓLAFÖTUM Á
GÓÐU VERÐI
KJÓLL 6.990