Morgunblaðið - 03.12.2009, Síða 44
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 337. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
FÓLK Í FRÉTTUM»
! " #
$ $
!
%& '!& ! (
)*)+,-
*,)+.*
))/+0
*1+///
*)+-/
).+-)*
)*)+)0
)+20/*
)3/+,0
)0*+..
456
4 *" 5 *,,3
)*)+2/
*,*+*)
))-+)1
*1+-*.
*)+.)1
).+--1
)*)+/*
)+2032
)3/+--
)02+*0
*21+0,/0
%
78 )*)+-1
*,*+.
))-+10
*1+-33
*)+...0
).+.)-
)*)+0-
)+2321
)3-+*1
)02+.3
Heitast 6°C | Kaldast 1°C
Norðlæg átt, 5-13
m/s og dálítil slydda
eða rigning, en létt-
skýjað að mestu SV- og
S-lands. »10
Það getur ekki talist
eðlileg barnæska að
mega ekki setja
grasgrænu í Bur-
berry-buxurnar sín-
ar. »41
AF LISTUM»
Í dúkkuleik
með börnin
TÓNLIST»
Hjaltalín og Muse tróna
á toppum lista. »38
Heildarhugmyndin
að sýningunni
FEED ME í Kron
Kron er einhvers
konar leiðrétting á
fullkomnun. »36
MYNDLIST»
Fullkomnun
leiðrétt
LEIKLIST»
Íslenskt jólaleikrit eftir
ljótan hálfvita. »39
TÓNLIST»
Hansa syngur eins og
engill. »37
Menning
VEÐUR»
1. Tiger segist hafa brugðist …
2. Yndislega ótrúlega ómerkilegt
3. Tvær eiginkonur – mikil slagsmál
4. Ásdísi Rán hent út af Facebook
Íslenska krónan styrktist um 0,2%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Hinn 18. desem-
ber næstkomandi
munu Örvar Þór-
eyjarson Smára-
son og félagar í
öndvegissveitinni
múm halda eins-
lags heimkomu-
tónleika í Iðnó. Sveitin hefur verið á
ferð og flugi um heiminn að und-
anförnu til að kynna síðustu plötu
sína og verða þetta fyrstu sjálfstæðu
tónleikar hennar hérlendis í yfir
fimm ár. Það er Seabear sem mun
hita upp en miða má nálgast á midi-
.is og er takmarkaður fjöldi í boði.
TÓNLIST
Hljómsveitin múm heldur
heimkomutónleika í Iðnó
Helgi Valur
Daníelsson,
landsliðsmaður í
knattspyrnu, gæti
verið á leið til
þýska liðsins
Hansa Rostock frá
Elfsborg í Svíþjóð.
Ólafur Garðarsson, umboðsmaður
Helga Vals, staðfesti í samtali við
Morgunblaðið í gær að viðræður
væru farnar af stað á milli félaganna
um kaupverðið á leikmanninum en
Helgi Valur, sem á eitt ár eftir af
samningi sínum við Elfsborg, hafn-
aði á dögunum nýju tilboði frá
sænska liðinu.
FÓTBOLTI
Helgi Valur gæti farið frá
Elfsborg til Hansa Rostock
Sinfóníuhljóm-
sveit Hollands flyt-
ur tónverkið um
Maxímús Músíkús
í Concertgebouw-
tónleikahöllinni í
Amsterdam 22.
ágúst á næsta ári.
Maxímús er söguhetja bókarinnar
Maxímús Músíkús heimsækir hljóm-
sveitina eftir Hallfríði Ólafs-
dóttur og Þórarin Má Baldursson.
Þetta verður frumflutningur á verk-
inu á meginlandi Evrópu en tveimur
mánuðum síðar verður verkið flutt
af Sinfóníuhljómsveit Melbourne og
ástralskt bókaforlag gefur út bók-
ina. Bókin kemur brátt út í Kóreu.
TÓNLIST
Maxímús Músíkús í Amst-
erdam og Melbourne
„ÁSTANDIÐ er
að verða alvar-
legt. Það er allt
að þorna upp og
engin ný verk-
efni koma í stað-
inn fyrir þau
sem klárast,“
segir Árni Björn
Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Verkfræðingafélags
Íslands og Tæknifræðingafélags
Íslands.
Vegna samdráttar hér heima
hafa margir verkfræðingar og
tæknifræðingar leitað út fyrir
landsteinana eftir vinnu, ekki síst í
Noregi. Þá hafa verkfræðistof-
urnar aukið áherslu á verkefni er-
lendis. Árni Björn hefur ekki upp-
lýsingar um fjölda verkfræðinga
sem sækja vinnu erlendis en telur
að þeir sem vinna í Noregi skipti
tugum. „Verkfræðistofurnar leita
líka logandi ljósi erlendis að verk-
efnum fyrir fólkið sitt. Þau er
ekki að finna hér á landi,“ segir
Árni Björn. | 6
Verkefnin á þrot-
um og engin
ný bætast við
„ÉG GEF fuglum úti í garði hjá mér og smyrillinn not-
færði sér það og klófesti einn svartþröst,“ sagði séra
Sigurður Ægisson, prestur á Siglufirði, sem fékk
óvænt smyril í heimsókn. Smyrillinn gat ekki staðist
fuglahópinn sem var að gæða sér á epli frá Sigurði.
Hann sagði að þetta hefði verið ungur fugl og greini-
lega mjög soltinn. Hann hefði ekki látið neitt trufla sig
meðan hann reif þröstinn í sig.
Séra Sigurður er mikill náttúruunnandi og hefur
myndað fugla í mörg ár. „Þetta er harður heimur,“
sagði hann um lífsbaráttu fuglanna.
Smyrlar eru frændur fálka en talsvert minni. Stærsti
hluti stofnsins fer til Bretlandseyja á veturna. Smyrlar
finnast um allt land en varla eru meira en 1.000 til
2.000 varppör á landinu öllu. Fæða þeirra er nánast
eingöngu smáfuglar, aðallega spörfuglar og vaðfuglar.
Smyrlar eru snillingar í flugi og það er mikið sjónarspil
þegar þeir elta bráð sína. egol@mbl.is
Notfærði sér veislu þrastanna
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
„STARFSMÖNNUM líkar án efa
ekki öllum sömu bækur en allir geta
borðað góðan mat. Það er örugg leið
til að hitta í mark, sérstaklega í
þessu árferði,“ segir Steinþór Skúla-
son, forstjóri Sláturfélags Suður-
lands. Hann segir það mikið hafa
aukist að fyrirtæki gefi matargjafir
og tekur framkvæmdastjóri Norð-
lenska undir það.
Þegar kreppir að er víst að starfs-
menn þiggi með þökkum matar-
gjafir á jólum, enda hefur matvöru-
verð hækkað mikið á umliðnum
misserum. „Við finnum mikla velvild
í garð íslenskra framleiðsluvara og
ég held að stjórnendur fyrirtækja
hugsi út í að gefa starfsmönnum sín-
um eitthvað sem nýtist,“ segir Sig-
mundur Ófeigsson, framkvæmda-
stjóri Norðlenska. Hann segist
einnig finna fyrir því að fyrirtæki
hugsi minna út í prjál og meira út í
kjöt. „Okkar viðskiptavinir gera
minna úr pakkningunum en meira
úr matnum, og það er alveg í anda
tíðarandans. Hangikjötið eyðileggst
líka seint og nýtist öllum heimilum.“
Hjá báðum fyrirtækjum er hangi-
kjötið hvað vinsælast en einnig ham-
borgarhryggir. Þá er hægt að velja
matvæli í sérstakar körfur. Það er
því ljóst að fjölmargt vinnufólk kem-
ur færandi hendi heim, með matvæli
frá vinnuveitandanum.
Hangikjöt vinsæl gjöf
Fyrirtæki gefa starfsmönnum frekar gjafir sem nýtast
„Allir geta borðað góðan mat,“ segir forstjóri SS
Morgunblaðið/Eyþór
Ketið Hangikjöt er ómissandi á
borðum Íslendinga um jólin.
Í HNOTSKURN
»Hjá Sláturfélagi Suður-lands er hægt að sérvelja
matvæli í körfur frá SS, s.s.
bláberjalæri, sænska jóla-
skinku, franskt salamí, hátíð-
arpaté, þurrkaðan kinda-
vöðva og Grand Parma
hráskinku.
»Norðlenska áætlar aðselja álíka mikið af hangi-
kjöti nú og fyrir jólin í fyrra.
UNGSVEITIN Pascal Pinon gaf
nýverið út sína fyrstu plötu, sam-
nefnda sveitinni. Hljómsveitin er
skipuð fjórum ungum stúlkum sem
allar eru á fimmtánda ári og vakti
sveitin verðskuldaða athygli á ný-
liðnum Músíktilraunum, þar sem
hún beitti fyrir sig fallegum rödd-
unum og brúkaði harmonikku og
orgel til að magna upp mel-
ódískan, þekkilegan seið. Í spjalli
við Jófríði Ákadóttur, lagasmið,
gítarleikara og söngvara, kemur
fram að þær stöllur hafi lagt í
plötugerð í sumar og til hafi staðið
að gefa plötuna út einn, tveir og
þrír, en öll vinna við hana, þ.m.t.
upptökur, var í höndum stúlkn-
anna sjálfra. Ákveðið var að leggj-
ast ögn betur yfir gripinn og var
hann kynntur á tónleikum í Nor-
ræna húsinu á dögunum. | 36
Með einlægni og
ástríðu að vopni
Efnileg Pascal Pinon.