Morgunblaðið - 14.12.2009, Page 4

Morgunblaðið - 14.12.2009, Page 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009 DREGIÐ var í riðla fyrir deildabik- arkeppnina í knattspyrnu í gær. FH- ingar, sem unnu deildabikar karla á síðasta tímabili, í fimmta sinn á átta árum, fengu úrvalsdeildarlið Fram, Selfoss og Vals með sér í riðil. Í ár er leikið í þremur átta liða riðl- um í A-deild karla, ekki í fjórum sex liða riðlum eins og síðasta vetur. Lið- in leika því sjö leiki hvert í riðla- keppninni í stað fimm áður. Það eru liðin 24 í tveimur efstu deildunum sem skipa A-deildina hverju sinni. Tvö efstu liðin í hverjum riðli kom- ast í 8-liða úrslit, ásamt tveimur þeim liðum í þriðja sæti sem eru með best- an árangur. Í hverjum riðli A-deildar eru fjögur lið úr úrvalsdeild og fjögur úr 1. deild og riðlarnir eru þannig skipaðir: A-riðill: Fylkir, Grindavík, Hauk- ar, Stjarnan, Fjarðabyggð, ÍA, Njarðvík, Þór. B-riðill: FH, Fram, Selfoss, Valur, Fjölnir, KA, Leiknir R., Víkingur R. C-riðill: Breiðablik, ÍBV, Keflavík, KR, Grótta, HK, ÍR, Þróttur R. Í B-deildinni leika liðin 12 í 2. deild ásamt sex efstu liðum 3. deildar. Þar eru riðlarnir þannig skipaðir: A-riðill: Höttur, Huginn, KS/ Leiftur, Magni, Tindastóll, Völsung- ur. B-riðill: Ægir, Hamar, ÍH, KFS, Reynir S., Víkingur Ó. C-riðill: Afturelding, BÍ/Bolung- arvík, Hvöt, KV, Víðir, Ýmir. Í C-deild karla leika síðan önnur lið 3. deildar í fjórum riðlum. Sex efstu liða úrvalsdeildar í fyrra leika í A-deild kvenna. Þar á Þór/KA titil að verja en A-deildin er þannig skipuð: Valur, Breiðablik, Þór/KA, Stjarn- an, Fylkir, KR. Í B-deild kvenna leika síðan Grindavík, Afturelding, ÍR, Keflavík, Haukar, FH og ÍBV. Önnur lið leika í C-deild. vs@mbl.is FH mætir Fram, Val og Selfossi TVEIR áratugir eru nú liðnir síðan KA landaði fyrsta Íslandsmeist- aratitli sínum, eða þeim fyrri. Það var árið 1989 sem KA varð Íslands- meistari karla í blaki í fyrsta sinn og síðan endurtók liðið það tveimur ár- um síðar, eða árið 1991. Síðan hefur liðið ekki náð að verða Íslandsmeist- ari en setur stefnuna ótrautt á þann titil á þessu leiktímabili. KA-menn komu saman á dög- unum til að fagna fyrsta tilinum, en í því liði voru meðal annars Stefán Jó- hannesson, varaformaður Blak- sambandsins, Sigurður Arnar Ólafs- son, formaður blakdeildar KA og tannlæknirinn Haukur Valtýsson, sem þótti sérlega lunkinn uppspilari. Tuttugu ár frá fyrsta titli KA ÍSLENSKU keppendurnir á Evrópumeist- aramótinu í sundi í 25 metra laug settu þrjú Íslandsmet á lokaspretti mótsins. Þar voru á ferðinni þau Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH, Sindri Þór Jakobsson, ÍRB, og Inga Elín Cryer, ÍA. Aukinheldur syntu nokkrir alveg við sinn besta tíma þannig að árangur kepp- endanna á mótinu var fínn. Tvö þessara meta féllu á laugardaginn, fyrst var það Hrafnhildur sem bætti eigið met í 100 metra bringusundi. Gamla metið var síð- an í nóvember en á laugardaginn synti hún á 1.08,34 og bætti gamla metið sitt um 12/100 úr sekúndu. Hún endaði í 36. sæti og hefði þurft að synda á 1.07,51 til að komast í undanúrslit. Sindri Þór keppti í 200 metra flugsundi á laugardaginn og syndi vegalengdina á 1.57,21 og bætti eigið met, 1.58,30, sem var aðeins nokkurra daga gamallt, en áður átti Örn Arnarson metið. Sindri Þór endaði í 22. sæti en hefði þurft að synda á 1.53,73 til að komast í und- anúrslitin. Skagakonan Inga Elín setti síðan þriðja Íslandsmet helgarinnar í gær er hún synti 400 metra fjórsund á 4.50,96. Með því náði þessi 16 ára stúlka að taka metið af Erlu Dögg Haraldsdóttur, 4.52,56, síðan í mars 2008. Inga Elín var alveg við sinn besta tíma í 400 metra skriðsundi á laugardaginn, synti á 4.17,94. Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR synti 50 metra skriðsund í gær á 25,16 sekúndum, sem er rétt við Ís- landsmet hennar. Hún endaði í 25. sæti. Sindri Þór bætti tíma sinn í 50 metra flugsundi er hann kom í mark á 24,42 sekúndum. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, ÍRB, synti alveg við sinn besta tíma í 200 metra skriðundi, fékk tímann 1.53,02. Hann bætti tíma sinn um 1/10 úr sekúndu í 100 metra baksundi á laugardaginn, synti á 55,56 sekúndum. skuli@mbl.is Hrafnhildur, Sindri Þór og Inga Elín settu öll Íslandsmet á lokasprettinum í Istanbúl Hrafnhildur Lúthersdóttir Sindri Þór Jakobsson Inga Elín Cryer EKKERT lát er á sigurgöngu Alfreðs Gíslasonar með lið Ki knattleik. Um helgina vann Kiel auðveldan sigur á Burgdor arsson gerði fimm marka Kiel. Hannes Jón Jónsson lék ekk fyrr í efsta sæti og hefur 27 stig eftir 14 umferðir, og er eina leik. Kiel hefur aðeins tapað einu stigi, gerði 27:27 jafntefli Hamburg er í öðru sæti, stigi á eftir Kiel, en Hamborgara helgina á móti N-Lübbecke þar sem Marcin Lijewski tryggð skömmu fyrir leikslok. Heiðmar Felixson gerði tvö marka L meiddur og lék því ekki með. Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen lagði Magdeburg a Guðjón Valur Sigurðsson sex mörk og þeir Snorri Steinn G ánsson þrjú mörk hvor. Löwen er í þriðja sæti deildarinnar Íslensku leikmennirnir í leik Grosswallstadt og Düsseldo er fyrrnefnda liðið sigraði 33:21 í gær. Sverre Jakobsson sk Grosswallstadt af kostgæfni og Einar Hólmgeirsson er mei Ásgeirsson gerði eitt marka Düsseldorf. Alexander Petersson gerði 6 mörk fyrir Flensburg þegar arsson og félaga í Gummersbach og hafði eins marks sigur, urmarkið. Þar með skaust Flensburg upp í 5. sætið, upp fyr Lærisveinar Alfreð áfram á sigurbraut Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Fylkiskonur skutust í efsta sæti 1. deildar kvenna á föstudaginn með því að leggja KA að velli, en það var ekki lengi því HK krækti sér í efsta sætið með 3:0 sigri á KA á laug- ardeginum. Sigurinn var nokkuð öruggur því norðanstúlkur kræktu sér í 17 stig í fyrstu hrinu, 10 í þeirri næstu og 15 í þriðju hrinunni. Kópavogsliðið fór því í efsta sætið með tíu stig eins og Fylkir en HK hefur tapað færri hrinum og er því í efsta sætinu. Raunar hafa leikir HK allir endað 3:0, liðið hefur sigrað 3:0 í fimm leikjum og tapað einum 3:0, gegn Þrótti í Neskaupstað um miðjan október. Ætlaði að vera upp á punt „Deildin er bara nokkuð skemmtileg og jöfn sýnist manni. Fylkir kemur verulega á óvart, stelpurnar þar eru mjög duglegar og eru búnar að vinna bæði KA og Þrótt Nes- kaupstað. Norðfirðingar eru einnig með fínt lið og eins KA. Við erum líka með fínt lið þó það sé ungt og við þessar gömlu teljum okk- ur í það minnsta trú um að þær þurfi enn á okkur að halda til að ná að klára þetta alveg. Þegar ég skoðaði hópinn hjá okkur í haust þá leist mér rosalega vel á þetta og sá fram á að maður gæti bara mætt svona upp á punt, en annað hefur komið í ljós,“ sagði Ingibjörg. HK er með talsvert breytt lið frá því liðið sigraði þrefalt í fyrra. „Við stefnum auðvit- að að því að vera í efsta sæti áfram og telj- um okkur vera með mannskap til þess. Reyndar erum við með mjög ungt lið núna og svo nokkrar „kerlingar“ eins og mig,“ sagði Ingibjörg um lið sitt. „En nokkrar af þeim reyndu eru á meiðsla- og barn- eignalista. Þannig að reynsluliðið frá því í fyrra er ekki til staðar, ég held ég sé sú eina sem er eftir í byrjunarliðinu,“ sagði Ingi- björg. Tveir aðrir leikir voru í kvennablakinu, Þróttur á Neskaupstað vann Stjörnuna 3:0, 25:11, 25:18 og 25:23. Þá vann Þróttur úr Reykjavík lið Ýmis 3:0 í hnífjöfnum leik þar sem hrinurnar enduðu 26:24, 27:25 og 25:22. Lið KA skaust í efsta sætið í 1. deild karla með 3:1 sigri á HK, en fyrir leikinn voru lið- in jöfn að stigum með átta stig. Stjarnan kemur þar á eftir með sex stig og Þróttur úr Reykjavík hefur ekkert stig sem er óvenju- legt á þeim bænum. KA hafði betur í fyrstu tveimur hrin- unum, 25:18 og 25:21, en Kópavogsliðið svaraði með 25:20 sigri í þriðju hrinu. Fjórða hrinan var síðan æsispennandi en svo fór að KA hafði betur 26:24 og komst þar með á toppinn. Lungnabólgan sagði til sín „Við erum rosalega ánægðir með þennan sigur enda höfðu margir leikmenn legið í veikindum og þau sögðu til sín í þessum leik. Þrír okkar erum búnir að vera með lungna- bólgu og við erum því mjög sáttir við sig- urinn,“ sagði Hilmar Sigurjónsson, leik- maður KA eftir sigurinn. „Það er auðvitað alveg frábært að vera í efsta sætinu og þar eigum við heima, hvergi annars staðar,“ sagði Hilmar kampakátur með sigurinn og efsta sætið. KA hefur verið með mjög ungt og hávaxið lið síðustu árin, en það er breytt. „Liðið okk- ar er langt því frá því jafn hávaxið og síð- ustu ár og þar munar miklu að tvíburarnir úr Hveragerði, Kristján og Hafsteinn, héldu til Danmerkur eftir síðasta vetur og við það lækkaði liðið verulega,“ segir Hilmar. Hann sagði að deildin væri ekki eins sterk og í fyrra. „Þrátt fyrir að deildin sé ekki jafn sterk og í fyrra þá er alveg hægt að gera gott úr þessu. Þróttarar duttu eiginlega al- veg út, það er einn úr byrjunarliðinu hjá þeim eftir. Við ætlum okkur að vera áfram á toppn- um, en liðið hjá okkur á það til að detta nið- ur og við verðum að halda einbeitingu okkar í leikjunum. Þá er það ekki spurning að við verðum á toppnum,“ sagði Hilmar. Hávörn HK-stúlkur virðast hafa náða verja skell KA með hávörninni maður KA, er við öllu búin. HK vann góðan sigur og er í efsta sætinu HK og KA á toppnum  Fyrirliði HK ætlaði að vera með upp á punt  „Þurfa enn á þeim gömlu að halda“  Góður sigur KA þrátt fyrir mikil veikindi í hópnum  „Verðum á toppnum“ „ÞETTA var auðveldari sigur en við áttum von á. KA-stelpur voru dálítið vængbrotnar þar sem það vantaði einn reyndan leikmann í lið þeirra. Ekki þar fyrir að ef værum með allan okkar mannskap þá held ég að við vær- um samt sem áður með yfirburði,“ sagði Ingirbjörg Gunnarsdóttir, fyrirliði kvennaliðs HK í blaki eftir að liðið hafði lagt KA 3:0 í síðasta leik deildarinnar á þessu ári. HK fór þar með á toppinn líkt og KA gerði í karla- flokki, en norðamenn lögðu HK á laugardag- inn 3:1. Skellur KA-menn sækja hér að liði HK og virðast koma boltanum yfir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.