Morgunblaðið - 14.12.2009, Page 8

Morgunblaðið - 14.12.2009, Page 8
8 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009 ÞAÐ var mikið líf og fjör á stjörnuleik- shátíð Körfuknattleikssambandsins á laugardaginn, en hátíðin fór að þessu sinni fram í Dalhúsum í Grafarvogi. Þar var stjörnuleikur beggja kynja, þriggja stiga keppni og troðslukeppni auk þess sem gamlir landsliðsmenn öttu kappi við þekkta einstaklinga úr þjóðlífinu. Iceland Express lið kvenna lagði Shell-liðið 103:85 þar sem Heather Ezell úr Haukum fór á kostum, gerði 29 stig, tók 13 fráköst og átti 10 stoð- sendingar. Hún var valin besti leik- maður leiksins. Í Shell-liðinu var Shantrell Moss úr Njarðvík stigahæst með 22 stig auk þess að taka 11 fráköst. Í leikhléi á kvennaleiknum reyndu maður Fjölnis, var stigahæstur í liði Iceland Express með 32 stig. Í þriggja stiga keppninni komust Magnús Þór Gunnarsson, Njarðvík, Sean Burton, Snæfelli, Guðjón Skúla- son, þjálfari og Andre Dabney, Hamri áfram úr forkeppninni. Magn- ús Þór sigraði, fékk 16 stig en Burton 15 og þeir Guðjón og Dabney 9 stig hvor. John Davis, leikmaður Ármanns, sigraði í troðslukeppninni, hafði betur í úrslitum á móti Ólafi Ólafssyni úr Grindavík, en báðir fengu þeir 24 stig fyrir troðslur sínar í forkeppninni. Þar fékk Byron Davis úr Val 23 stig og þeir Christopher Smith, Fjölni og Semaj Inge úr KR 22 stig hvor. skuli@mbl.is nokkrar þriggja stiga skyttur með sér og þar sigraði Kristi Smith úr Keflavík, þær Ezell, Jenny Pfifer- Finoru úr KR og Koren Schram úr Hamri í úrslitum. Smith fékk 13 stig í úrslitunum en Ezell var með 16 stig í undankeppninni. Gömlu landsliðsmennirnir létu fræga fólkið ekki komast upp með neitt múður og sigruðu 39:27 og mun- aði þar mestu um góða byrjun þeirra gömlu sem voru 23:4 yfir í hálfleik, en leikurinn var nokkru styttri en gerist og gengur um körfuboltaleiki. Hinn smávaxni en knái leikmaður Hamars, Andre Dabney, var valinn besti leikmaður stjörnuleiks karla, en hann lék með Shell-liðinu sem sigraði 134:129. Christopher Smith, leik- Ezell og Dabney voru best Hvaða, hvaða! Falur Harðarson hefur gaman af tilburðum Ólafs. Skytta Magnús Gunnarsson hitti best allra í þriggja stiga skotunum. Best Heather Ezell átti flottan leik í stjörnuleiknum. Hef’ann! Hafrún Hálfdánardóttir og Gróa Þorsteinsdóttir eigast við.  Ármenningurinn John Davis varð troðslumeistari  Magnús Gunnarsson og Kristi Smith bestu skytturnar Fylgst með Leikmenn Shell-liðsins fylgjast með þriggja stiga keppninni sem fram fór í hálfleik. Morgunblaðið/hag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.