Magni - 21.04.1961, Blaðsíða 2
2
M AGNI
Föstudagur 21. apríl 1961
MAGNI
Blað Framsóknarfélaganna á Akranesi.
Ritstjórn:
Daníel Ágústínusson, ábm.,
GuSmundur Björnsson og
Þorsteinn Ragnarsson.
Prentað í Prentverki Akraness h.f.
^Ululvcrk borgaranna
Framtaft 09 f játrmálin
Furðulegur málflutningur
Magni vill gera nokkra grein fyrir tilgangi sín-
um er hann kveður dyra í fyrsta sinn. Hann mun
einkum ræða bæjarmál og flytja fréttir úr bæn-
um eftir þvi sem við verður komið. Hann telur
áríðandi að borgarar bæjarins eigi kost á því að
fylgjast sem bezt með því sem gerist í stjórn bæj-
arins, svo þeir eigi auðvelt með að taka afstöðu
til einstakra mála. Bæjarmálin eru ekki einkamál
þeirra, sem tekið hafa sér vald yfir þeim gegn
mótmælum meirihluta kjósenda í bænum, sem
kröfðust kosninga á s. 1. sumri, ef uppsögn bæjar-
stjóra væri ekki tekin aftur.
Foringjar Alþýðuflokksins óttuðust ekkert
frekar en kosningar. Þeir voru ekki til viðræðu
um þær. Þá varðar ekkert um kjósendur, nema
rétt á kjördegi. Allir tilburðir þeirra við kröfum
borgarafundarins og meirihluta kjósenda í bæjar-
stjóramálinu mótuðust af fullkomnu virðingar-
leysi fyrir einföldustu reglum lýðræðisins. Hroki
og steigurlæti einkenndi framkomu þeirra, rétt
eins og viðbrögð kjósenda væru þeim með öllu
óviðkomandi. Nú eru bæjarbúar reynslunni rík-
ari eftir það hálfa ár, sem síðan er liðið. Hvað
verður skeð eftir árið, þegar næstu bæjarstjórnar-
kosningar eiga að fara fram? Hvað verða fjármál
bæjarins þá djúpt sokkin í skuldafen og óreiðu?
Ýmsar greinar hér í blaðinu gefa nokkrar upp-
lýsingar en meira er þó ósagt.
Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða. Sann-
kölluð harmsaga, sem blómlegu bæjarfélagi með
fjölþættu atvinnulífi stendur ótti af. Því munu
borgararnir snúa bökum saman til varnar bæjar
félagi sínu. Engir pólitizkir fordómar mega hindra
þá til sameiginlegra átaka. Það er sama, hvort
þeir eru Alþýðuflokksmenn, Framsóknarmenn,
Sjálfstæðismenn eða Sósíalistar. Þeir eiga allir
sameiginlegra hagsmuna að gæta fyrir bæjarfé-
lag sitt, enda er framkvæmd bæjarmálanna ekki
nema að litlu leyti pólitízkt mál. Þar kemur svo
margt annað til greina. Góður f járhagur bæjarins,
traust og álit út á við, sparsemi i rekstrinum og
miklar framkvæmdir, eru sameiginleg áhugamál
heiðarlegra borgara, hvar í flokki, sem þeir kunna
að standa í landsmálum. Vafalaust komast
margir að þeirri niðurstöðu að löggjafarstarf og
framkvæmd bæjarmálefna fellur ekki alltaf
saman.
Um kosningar er valdið í höndum borgaranna.
Með skipulegum samtökum — utan við landamæri
hinna pólitízku flokka — geta borgarar bæjarins
sýnt það, svo eftir verður tekið. Þá fylkingu borg-
aranna verður ekki hægt að gera afturreka, þótt
ófyrirleitnir foringjar virði kröfur þeirra að
vettugi á kjörtímabilinu. Slík hreyfing þarf að
myndast hér á Akranesi til undirbúnings næstu
bæjarstjórnarkosningum, svo foringjarnir sjái, að
þeim er ekki allt leyfilegt. Samtök óháðra borg-
ara í bæjarmálum er rétta svarið við þeim atburð-
um, sem gerzt hafa. I þá fylkingu myndu margir
skipa sér.
Framtak — blað Sjálfstæðis-
manna — sem nýlega er kom-
ið út ræðir nokkuð fjármál bæj
arins, en ekki er að sjá að
greinarhöfundur (Jón Árna-
son) viti hvað hann er að skrifa
um. Af greininni er þó ljóst, að
höfundurinn telur sig hafa
andstyggð á skuldum og skilja
það allir kunnugir. Greinin er
vanmáttug og rætin tilraun
til að rýra álit fyrrv. bæjar-
stjóra, Daníels Ágústínussonar,
og fjármálastjórn hans undan-
farin ár. En illa tókst til um
árásina, sem einkum er fólgin
í því, að lán hafnarinnar á s. 1.
ári hafi hækkað um kr. 17,8
millj. vegna gengisbreytingar
og þeirrar hækkunar hafi ekki
verið getið á uppgjöri, sem gert
var við bæjarstjóraskiptin 1.
september s.l. Allt er þetta af
vanþekkingu mælt og hittir
fyrst og fremst höfundinn sjálf-
an eins og nú skal sannað:
1. Við 132% gengisfellingu nú
verandi ríkisstjórnar í marz
1960 hækkuðu erlendu lán-
in sem því nemur og árleg
greiðsla hafnarinnar hækk-
aði um kr. 2,4 millj. um-
fram það sem 55% yfir-
færslugjaldið hafði áður gert.
Það er ekki vitað, að D.Á.
eigi nokkurn þátt i gengis-
fellingunni frekar en öðrum
efnahagsráðstöfunum núver-
andi ríkisstjórnar. Hins veg-
ar hefur Jón Árnason, bæjar
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
samþykkt gengisfellinguna
á Alþingi að viðhöfðu nafna
kalli. Hann er því ábyrgur
fyrir henni.
Hér er alveg um einstak-
an málflutning aÖ rœÖa.
Fyrst samþykkir 7. Á. á Al-
þingi aÖ fella gengiÖ og
hœkka þar meÖ skuldir hafn
arinnar um kr. 17,8 millj.
Síðan skrifar hann grein og
segir: SjáiÖ hvernig D. Á.
hefur aukiÖ skuldir Akra
ness. ÞaÖ mun mega leita
langt til að finna dœmi um
jafn ódrengilegan og grunn-
fœrnislegan málflutning og
má mikiÖ vera, ef heiðar-
legum Sjálfstœðismönnum
ofbýður hann ekki. Höfund-
urinn er sannarlega ekki öf-
undsverður af slíkum vinnu-
brögðum.
2. Reikningsuppgjörið pr. 31/8
var gert í september 1960
eftir að lyklavöldin voru tek-
in af D. Á. Hann hafði því
ekkert með uppgjörið að
gera. Núverandi bæjarstjóri
var þá tekinn við og staðfesti
uppgjörið með eigin undir-
skrift, ásamt endurskoðend-
um bæjarins. Klaufalegri get
ur því málflutningur þessi
ekki verið.
„Meiri lán“.
Það er heldur óbjörgulegt,
þegar skuldakóngar þeir, sem
nú ráða málefnum bæjarins,
bera fyrrv. bæjarstjóra skulda-
söfnun á brýn. Vita þó allir
að þessir menn hafa alltaf vilj-
að auka skuldirnar enn meira
og eftir að þeir voru orðnir ein-
ráðir hafa „þrír“ stólar oft
verið setnir í bönkum og ráðu-
neytum og erindið alltaf það
sama: „Getum við fengið meiri
lán?“ Þessir „þrír“ líta bókstaf-
lega á lán, eins og heiðarlegir
menn líta á óafturkræft fram-
lag. Þeir myndu ekki hika við
að taka milljónatugi, með geng-
isáhættu og okurvöxtum og veð
setja allar eignir bæjarins, ef
einhver tryði þeim fyrir pen-
ingum.
Nærtækasta dæmið er skuld
bæjarins við Atvinnuleysis-
tryggingarsjóð, sem Framtak
virðist hafa haft ákaflega mikl-
ar áhyggjur af. Þó var þeim
greiðslum frestað á undanförn-
um árum í góðu samkomulagi
við J. Á. til að mæta umfram-
greiðslum til bæjarútgerðar-
innar og hafnarinnar. Mörg
önnur bæjarfélög fóru svipað
að. Hvað skeður svo? Skuld
bæjarins við sjóðinn, kr. 1,7
millj., er greidd með nýju láni
úr þeim sama sjóði að upphæð
kr. 2,5 millj. með okurvöxtum.
Þannig er skuldin við sjóðinn
aukin um kr. 800 þús. í stað
þess að greiða hana. Síðan er
öll upphæðin tekin á fjárhags-
áætlun hafnarinnar sem tekj-
ur 1961 og þannig á að nota
sama lánið tvisvar: Greiöa
skuld við Atvinnuleysistrygg-
ingarsjóð og vexti og afborgan-
ir af lánum hafnarinnar 1961.
Þetta er fjármálasnilli þeirra,
sem að Framtaki standa, enda
mjög í samrœmi við forúÖina.
Þegar þeir skiluðu af sér stjórn
bæjarmálanna 1954 voru flest
föst lán bæjarins í vanskilum
-— einkum hafnarinnar — allt
að þremur árum. Lágu fyrir
hótanir um uppboð á ýmsuni
eignum bæjarins. Þegar D. Á.
skilaði af sér 1. sept. s. 1. voru
11 hafnarlán 1960 fallin í gjald
daga og öll greidd — ekki van-
skil á einu einasta hafnarláni.
Frá þeim tíma og til s. 1. ára-
móta höfðu önnur 11 lán fallið
í gjalddaga og lágu flest i van-
skilum um áramót, sem námu
kr. 2,5 millj. og þar af hafði
ríkissjóður ekki komizt hjá að
greiða kr. 1 millj. Áhrif Sjálf-
stæðisfl. á stjórn bæjarins eru
því ekki lengi að segja til sín.
Vonandi heldur Framtak áfrani
að ræða fjármál bæjarins á
þennan hátt og verður þeim ])á
gerð enn betri skil hér í blaðinu.
bifreiða og bifhjóla í Akraneskaupstað árið 1961 fer
fram á Fólksbílastöð Akraness, Þjóðvegi 3, Akranesi, eftir-
talda daga, kl. 9—12 og 13—16,30 hvern dag:
Þriðjudag 2. maí.
Miðvikudag 3. mai.
Fimmtudag 4. mai.
Föstudag 5. maí.
Ber þá að mæta til skoðunar með allar bifreiðir og bif-
hjól, svo og reiðhjól með hjálparvél (skellinöðrur) skrá-
sett á Akranesi, svo og aðrar bifreiðir hér í lögsagnarum-
dæminu, sem skráðar eru í öðrum umdæmum.
Númeraspjöld ber að endurnýja fyrir skoðun, séu þau
eigi nægilega skýr og læsileg. Þá ber og að hafa ljós bif-
reiðanna rétt stillt og stefnuljós í lagi.
Bifreiðastjórar skulu við skoðun sýna fullgild ökuskír-
teini. Við skoðun skulu og sýnd skilríki fyrir því, að lög-
boðin gjöld af bifreiðum séu greidd.
Geti bifreiðareigandi eigi mætt eða látið mæta með bif-
reið sína til skoðunar einhvern framangreindra daga, ber
honiun að tilkynna forföll. Símatilkjmning um það verð-
ur ekki tekin til greina.
Vanræksla á að koma með bifreið til skoðunar, án þess
að um lögmæt forföll sé að ræða, varðar sektum og fyrir-
varalausri stöðvun bifreiðarinnar, hvar sem til hennar
næst, þar til skoðun hefur farið fram.
Bæjarfógetinn á Akranesi 14. apríl 1961.
Þórhallur Sæmundsson.
TILKYNNING
Verðlagsnefnd hefur í dag ákveðið eftirfarandi há-
marksverð á kaffibæti:
1 heildsölu pr. kg.... kr. 21,60
1 smásölu pr. kg. m. söluskatti . . — 26,00
Reykjavík, 17. marz 1961.
VERÐLAGSSTJÓRINN.