Magni - 11.02.1965, Blaðsíða 2
2
MAGNI'
Fimmtudagur 11. febrúar 1965
MAGNI
Blað Framsóknarfélaganna á Akranesi
RITSTJÓRN:
Daníel Agústínusson, óbm.
Guðmundur Björnsson og
Þorsteinn Ragnarsson
PRENTAÐ í PRENTVERKI AKRANESS H.F.
Fró liðnu ári
Árið 1964 var gott ár og gjöfult. Tíðarfar var
með bezta móti, grasspretta óvenju góð, og nýt-
ing heyja einnig, svo heyfengur mun meiri s.l.
haust en nokkru sinni fyrr á Islandi. Búsmali gaf
meiri afurðir en í meðalári, sérstaklega reyndist
sauðfé vel til frálags. Ekki reyndist árferðið síður
til sjávarins. Þar var uppgripaafli meiri en nokkru
sinni fyrr. Við það bættist, að allar afurðir seldust
og sjávarafurðir með mjög háu verði. Til viðbótar
við þetta góða árferði frá hendi náttúrunnar var
ríkjandi friður á vinnumarkaðnum allt árið. Ár-
ferðið í heild var því mjög gott. Þegar þetta er
haft í huga og svo það, að eftirspurninni á vinnu-
markaðnum var yfirleitt ekki fullnægt og vinnu-
álagið á fólkið í landinu mjög mikið, á það að vera
augljóst, að afkoma fólksins í landinu átti að vera
mjög góð s.l. ár. En fleira kom til en góðærið, sem
hafði áhrif á afkomu fólksins ,og skulu hér örfá
atriði nefnd.
1 janúarmánuði hækkaði ríkisstjórnin söluskatt
inn úr 3% í 5 V2%>, tók þar af fólkinu 230-250 millj.
króna. Á miðju sumri voru lagðir hér á hærri
skattar en áður höfðu þekkzt. Ríkisstjórnin komst
ekki hjá því að halda sérstakan fund um málið,
og mun það fyrsti fundur, sem haldinn hefur verið
í ríkisstjórn Islands, vegna skattaálagningar. —
Heitið var bót og betrun, en árið leið án þess, að
úr framkvæmd þeirra fyrirheita yrði og eftir því
er beðið ennþá.
1 stað lækkaðra skatta, tók ríkisstjórnin sig til
í árslok að hækka söluskattinn á ný úr 5 Vi % í
7 V2 % og tók þá einnig til sín 200-300 millj. kr. 1
stað lækkunar á tekju- og eignaskatti gerir ríkis-
stjórnin ráð fyrir að taka af fólkinu 375 millj.
króna í stað 260-270 millj. króna, sem hún telur
sig hafa fengið af þegnunum á árinu 1964 í tekju-
skatti.
Fjárlög íslenzka ríkisins eru um 1500 millj.
króna hærri fyrir árið 1965, miðað við svipaða
uppsetningu, en þau voru árið 1963, þegar þessi
örfáu atriði á framkvæmdum ríkisstjórnarinnar
eru höfð í huga, ætti flestum að vera ljóst, að
engan þarf að undra, hvað dýrtíðin vex, og hvað
lítið verður eftir af tekjum góðærisins hjá hinum
venjulega borgara. Valdhöfunum er því um að
kenna, að Mbl. talar með rétti um „óskaplegt lán-
leysi“.
Jafnvel það getur ekki annað en viðurkennt —
sennilega þó í ógáti — að í bezta árferði til lands
og sjávar, sem yfir þjóðina hefur gengið, skuli
stór hluti hennar berjast í bökkum og þræla langt
umfram það sem eðlilegt getur talizt. Þrátt fyrir
þessi uppgrip þjóðarbúsins og vaxandi tekjur hef-
ur þjóðfélagið ekki lagt í neina framkvæmd, sem
markar tímamót í atvinnu- eða menningarmálum
Islendinga.
E.
Fálmið í hitaveitumálunum
Mörg undanfarin ár hefur
minnihluti bœjarstjórnarinnar
flutt tillögu um leit að heitu
vatni aS Leirá, og aS variS yrSi
úr bœjarsjóSi í því skyni kr.
250 þús., enda yrSi jafn há
upphœS fengin á móti, sem
framlag úr jarShitasjóSi. Þessi
tillaga hefur veriS felld árlega
og þannig hefur bœrinn jafn-
framt orSiS af framlagi jarShita
sjóSs.
Þetta er því furðulegri af-
staða, þegar athugað er, hve
góður árangur varð af þeirri
jarðhitaleit, sem framkvæmd
var 1959 og AkraneskaujDstað-
ur var þátttakandi í. Þar eign-
aðist bærinn strax forgangsrétt
að 2-3 sekl. af 80 stiga heitu
vatni. Með góðum vilja og
framsýni var unnt, án tilfinn-
anlegs kostnaðar, að halda verk
inu áfram og fá úr þvi skorið,
hvort grundvöllur væri fyrir
hitaveitu til Akraness.
Nú telur meirihlulinn að
eitthvað þurfi að gera. Hann
tekur upp i fjárhagsáætlun kr.
200 þús. til jarðhitarannsókna
— en ekki að Leirá — heldur
„í eða við Akraneskaupstað“,
eins og það er orðað í tillög-
unni. Mun marga reka i roga-
stanz yfir þessu ráðslagi. Hér
hefur aldrei orðið vart við hita
úr jörðu og það mun viðtekin
regla að leita fyrst og fremst
eftir heitu vatni, þar sem þess
hefur orðið vart, enda ekki
reynsla fyrir jákvæðum ár-
angri á öðrum stöðum. Heita
vatnið leitar upp á yfirborðið á
sama hátt og kalda vatnið. Með
borun má oft margfalda vatns-
magnið, hvort sem það er heitt
eða kalt. Jafnvel í Vestmanna-
eyjum — í nágrenni við hinn
‘pakkir
Okkar hjartans jiakkir sendum við
öllum, sem glöddu okkur á elliheimil-
inu á Akranesi um jólin, með margs
konar gjöfum. Okkur verða ógleym-
anlegir þeir hlýju hugir, sem til
okkar streyma. Það er okkur mikils
virði á efri árum. Ég nefni ekki alla
með nöfnum, sem þar eiga hlut að
máli, þvi að þeir eru svo margir, en
þakka þeim eigi að siður. Þeir, sem
gefa alltaf árlega eru: Haraldur
Böðvarsson og frú, Bókaverzl. Andrés
ar Níelssonar. Ennfremur Kvenfélag
ið, Lionsklúbburinn og Rótarýklúbb-
urinn. Þá vil ég þakka gjöf Þórðar
Öskarssonar skipstj. á Sólfaranum og
Björns Jóhannssonar. Ég minnist
þess ekki, að skipstjóri hafi fyrr sent
vistfólkinu gjafir, og óska ég skipi
og skipshöfn allra heilla á komandi
árum. Ennfremur þakka ég Mar-
gréti Jónsdóttur, handavinnukenn-
ara, fyrir fallega gjöf, sem hún kom
með inn á hvert herbergi til fólksins.
Þá gleymi ég ekki Barnaskólaböm-
unum og drengjadeild skáta fyrir
að muna eftir gamla fólkinu um jól-
in. Auk þess þakkir til allra vina og
vandamanna.
Ég bið svo góðan guð að launa
ykkur öllum og óska ykkur gæfu og
farsældar á nýja árinu.
Akranesi í janúar 1965.
SigríSur Árnadóttir.
sígjósandi Surt — hefur ekki
fundizt heitt vatn, þótt komið
sé á 2. þúsund metra í jörð nið-
ur. Gunnar Böðvarsson —
mesti sérfræðingur Islands í
jarðhitamálum — taldi Leirá
eina líklega staðinn sunnan
Skarðsheiðar eða í nágrenni
Akraness, sem nokkur von
væri um jákvæðan árangur í
jarðhitaleit.
Nú er það ætlun meirihlut-
ans að eyða fé og tíma í leit
að heitu vatni, þar sem engar
líkur eru fyrir að það finnist,
eftir að hafa árum saman stað-
ið gegn jarðhitaleit, þar sem
mikil von var um jákvæðan ár-
angur. Þetta hringl minnir á
afstöðu meirihlutans, þegar til-
laga kom fram í bæjarstjórn
1961 að veita Óslæknum í
vatnsveitukerfi bæjarins. Hún
var felld. Ári síðar var sam-
þykkt að leita eftir vatni
(köldu) í eða við bæinn — rétt
eins og nú. Það var aldrei fram
Á bæjarstjórnarfundi 20.
nóv. s.l. var lesið upp svar frá
skipulagsstjóra vegna umsókn-
ar fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag-
anna á Akranesi um lóð við
Kirkjubraut fyrir framan Elli-
heimilið. Skipulagsstjóri sagði,
að þarna væri ekki hægt að
byggja nýtt hús, nema finna
Elliheimilinu nýjan stað. Sjálf-
stæðisflokkurinn lét því strax
flytja tillögu um:
1. Að bœjarstjórnin athugi með
staðsetningu fyrir elliheimili
á Akranesi.
2. Að hún lýsi því yfir, að Elli-
heimilið verði flutt af þeim
stað, sem það er nú á.
Daníel Ágústínusson sagðist
geta samþykkt fyrra atriðið, en
mótmælti hinu síðara. Kratarn-
ir óskuðu þá eftir því að seinni
hluti tillögunnar væri dreginn
til baka og var svo gert. Vafa-
laust á þetta mál eftir að koma
aftur fyrir bæjarstjórnina. —
Fái Sjálfstæðisfl. að ráða ferð-
kvæmt. Árið 1963 var svo til-
laga minnihlutans tekin upp og
samþykkt að veita Óslæknum
i vatnsveitukerfi bæjarins.
Skyldi ekki sagan vera að end-
urtaka sig hér? En það skal
meirihlutinn vita, þótt hann
standi enn gegn jarðhitaleit að
Leirá, eins og hann hefur gert
i mörg ár, þá munu Framsókn-
armenn tryggja það, að málinu
verði haldið vakandi, og berjast
fyrir því, að Leirársvæðið verði
rannsakað til hlítar. Finnist
þar nægilegur jarðhiti, er það
eina lausnin fyrir hitaveitu til
Akraness. Allt annað í þessum
málum er fálm út í loftið, og
til þess eins að tefja fyrir því.
Það, sem þegar hefur verið
gert í þessu máli, er fyrir for-
göngu Framsóknarmanna, og
það er ef til vill af þeim ástæð-
um að ekki má halda því
áfram. En góð mál sigra alltaf
að lokum og svo mun enn fara.
D.Á.
inni getur þetta orðið dýrt
mál fyrir bæinn.
1 þessu máli speglast frekja
og yfirgangur Sjálfstæðisflokks
ins. Er fróðlegt að minnast þess,
að á árunum 1959—’60 sótti
annað pólitískt félag hér í bæn-
um um lóð fyrir félagsheimili,
þ.e. Sósíalistafélag Akraness.
Alls staðar var eitthvað til fyr-
irstöðu, nema i mýrinni fyrir
innan Stillholt. Þar gat félagið
fengið lóð með margvíslegum
skilyrðum. Var þessi lóðaum-
sólcn og væntanleg bygging tek-
in fyrir á 18 fundum í bæjar-
ráði og bygginganefnd, þar til
félagið gafst upp og fór aðrar
leiðir í byggingarmálum sín-
um. Það er ekki sama hver á
hlut að máli. Eða skyldi Sjálf-
stæðisflokkurinn hafa flutt til-
lögu um að flytja Elliheimilið,
ef einhver annar flokkur hefði
sótt um lóð á þessum stað?
Er hér ekki gengið einum of
langt?
Happdrœtti Framsóknarfl.
DregiS var 23. des. Þessi númer hlutu vinning:
21471: Opel Rekord bifreið.
22585 - 21252 - 14612 og 9080:
Singer saumavélar.
46500 - 25009 -11229 og 10001:
Levin frystikistur.
39501 - 29161 - 20684 og 6452:
Simth Corona rafmagnsritvélar.
Vinninga má vitja í Tjarnargötu 26. Simi: 15564.
Framsóknarfélögin á Akranesi þakka þeim mörgu bœjar-
búum, sem þátt tóku í happdrœttinu og gerSu þaS svo
árangursríkt.
Víkur Elliheimilið fyrir
Sjálfstœðisflokknum?